Morgunblaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
úrslit
KNATTSPYRNA
1. deild karla
Fjarðabyggð – Leiknir R. ....................... 2:2
Halldór K. Halldórsson 55., Jakob Spangs-
berg 57. – Sveinbjörn Jónasson 79., 84.
Rautt spjald: Jóhann R. Benediktsson
(Fjarðabyggð) 89.
Víkingur R. – ÍBV.................................... 1:4
Þórhallur Hinriksson 4. (víti) – Pétur Run-
ólfsson 24., Atli Heimisson 54., Matt Gar-
ner 86., Ingi Rafn Ingibergsson 90. Rautt
spjald: Þórhallur Hinriksson (Víkingi) 18.,
Runólfur Sigmundsson (Víkingi) 79.
KA – KS/Leiftur ...................................... 2:1
Ingi Freyr Hilmarsson 60., Magnús Blön-
dal 82. – Ede Visinka 22. (víti)
Selfoss – Stjarnan.................................... 1:1
Viðar Örn Kjartansson 80. – Ellert Hreins-
son 81.
Víkingur Ó. – Þór .................................... 2:1
Brynjar Víðisson 73., Eyþór Guðnason 81.
– Hreinn Hringsson 48.
Haukar – Njarðvík .................................. 2:2
Denis Curic (2) – Kristinn Björnsson, Aron
Már Smárason.
Staðan:
ÍBV 6 6 0 0 15:1 18
Selfoss 6 4 2 0 18:10 14
Stjarnan 6 3 2 1 8:5 11
Fjarðabyggð 6 2 3 1 13:11 9
Víkingur Ó 6 2 3 1 4:4 9
KA 6 2 2 2 9:10 8
Víkingur R. 6 2 1 3 11:12 7
Haukar 6 1 3 2 10:11 6
Þór 6 2 0 4 9:16 6
Njarðvík 6 1 2 3 4:11 5
KS/Leiftur 6 0 2 4 6:10 2
Leiknir R. 6 0 2 4 7:13 2
Markahæstir:
Sævar Þór Gíslason, Selfossi...................... 8
Atli Heimisson, ÍBV.................................... 5
Denis Curic, Haukum ................................. 5
Henning Jónasson, Selfossi........................ 5
Jakob Spangsberg, Leikni R...................... 5
2. deild karla
Magni – Grótta......................................... 2:3
Ingvar Már Gíslason (2) – Grétar Ali Khan,
Sjálfsmark, Ásmundur G. Haraldsson
Víðir – ÍR .................................................. 1:1
Sigurður M. Grétarsson – Elías Ingi Árna-
son.
Tindastóll – Reynir S. ............................. 5:3
Snorri Geir Snorrason, Fannar Freyr
Gíslason, Pálmi Þór Valgeirsson, Ingvi
Hrannar Ómarsson, Halldór Jón Sigurðs-
son – Sigurður Donys Sigurðsson (2), Jó-
hann Magni Jóhannsson. Rautt spjald:
Halldór Jón Sigurðsson (Tindastóli).
Hamar – Völsungur................................. 2:1
Milan Nikolic 11., Stefán Daníel Jónsson
21. – Stefán Aðalsteinsson 14.
Afturelding – Höttur............................... 3:0
Tómas J. Þorsteinsson 27., Paul Clapson
31. (víti), Rannver Sigurjónsson 51. Rautt
spjald: Víglundur Páll Einarsson (Hetti)
81.
Staðan:
ÍR 5 4 1 0 13:4 13
Afturelding 5 4 1 0 12:4 13
Víðir 5 2 3 0 9:6 9
Reynir S. 5 2 2 1 13:11 8
Tindastóll 5 2 2 1 10:8 8
Höttur 5 2 2 1 9:7 8
Grótta 5 2 1 2 9:8 7
Hamar 4 1 1 2 7:8 4
Hvöt 3 1 0 2 6:8 3
ÍH 4 0 2 2 5:9 2
Völsungur 5 0 1 4 8:16 1
Magni 5 0 0 5 4:16 0
Evrópukeppnin 2008
D-RIÐILL:
Spánn – Rússland .................................... 4:1
David Villa 20., 44., 75., Cesc Fabregas 90.
– Roman Pavlyuchenko 86.
Grikkland – Svíþjóð ................................ 0:2
Zlatan Ibrahimovic 67., Petter Hansson 72.
Staðan:
Spánn 1 1 0 0 4:1 3
Svíþjóð 1 1 0 0 2:0 3
Grikkland 1 0 0 1 0:2 0
Rússland 1 0 0 1 1:4 0
Leikir sem eftir eru:
Svíþjóð – Spánn................................. 14. júní
Grikkland – Rússland....................... 14. júní
Grikkland – Spánn ............................ 18. júní
Rússland – Svíþjóð ........................... 18. júní
Leikir í kvöld, A-riðill:
Tékkland – Portúgal ............................ 16.00
Sviss – Tyrkland ................................... 18.45
í kvöld
KNATTSPYRNA
Landsbankadeild karla:
Fjölnisvöllur: Fjölnir – Fylkir............. 19.15
Landsbankadeild kvenna:
Hlíðarendi: Valur – KR........................ 19.15
Stjörnuvöllur: Stjarnan – Breiðablik.. 19.15
2. deild karla:
Ásvellir: ÍH – Hvöt.................................... 20
1. deild kvenna:
Vestmannaeyjar: ÍBV – Haukar.............. 20
Kaplakriki: FH – ÍA.................................. 20
FRJÁLSÍÞRÓTTIR
Vormót ÍR verður haldið í 66. skipti á
Laugardalsvellinum í kvöld og hefst kl. 20.
Karlar: 100m, 200m, 800m, 3.000m (Kal-
dalshlaup), 400m grindahlaup, 4x100m, þrí-
stökk, stangarstökk, spjótkast, kúluvarp,
kringlukast, sleggjukast.
Konur: 100m, 200m, 400m, 800m, 1.500m,
400m grindahlaup, 4x100m, langstökk, há-
stökk, spjótkast.
VALUR og KR eigast við í uppgjöri efstu liða
Landsbankadeildar kvenna í knattspyrnu á Hlíð-
arenda í kvöld. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, lands-
liðsþjálfari, segir þetta annan af tveimur úrslita-
leikjum sumarsins enda séu þessi lið þau
langsterkustu í deildinni.
„Bæði liðin eru gríðarlega sterk og þetta verður
jafn leikur. Mér finnst helsti veikleiki Vals í upphafi
móts hafa verið markvarslan. Þær hafa ekki náð að
fylla skarð Guðbjargar Gunnarsdóttur þar né að
sama skapi skarð Guðnýjar Óðinsdóttur. En þær
hafa verið vaxandi og stóðu sig frábærlega vel í
Keflavík þar sem þær unnu 9:1, og það gefur þeim
mikið sjálfstraust fyrir leikinn,“ sagði Sigurður.
„Mér finnst byrjunarliðið einnig mjög vel skipað
hjá KR en þær hafa samt sem áður ekki verið alveg
nógu sannfærandi í upphafi
móts. En Hólmfríður Magnús-
dóttir spilar mjög vel hjá þeim
núna og hún er gríðarlega mik-
ilvæg fyrir liðið í sóknarleiknum,
sérstaklega í fjarveru Olgu Fær-
seth sem hefur bara spilað
nokkrar mínútur í sumar,“ sagði
Sigurður sem segir leikinn tæki-
færi fyrir leikmenn til að stimpla
sig inn í landsliðið.
„Það er akkúrat í svona leikj-
um sem maður vill sjá landsliðskonurnar standa upp
úr og það er í svona leikjum sem maður sér hverjar
eiga erindi í landsliðið og hverjar ekki, svo þetta er
spennandi leikur fyrir mig að sjá.“ | sindris@mbl.is
„Sé hverjar eiga erindi í landsliðið“
Sigurður Ragnar
Eyjólfsson
Markið hjá Zlatan var stórglæsilegt,
þrumufleygur af 20 metra færi eftir
þríhyrningsspil við Henrik Larsson.
Það kom á 67. mínútu og fimm mín-
útum síðar tryggði varnarjaxlinn Pet-
ter Hansson sigurinn með „ljótu“
marki af stuttu færi en það vó jafn-
þungt og mark Zlatans, 2:0.
„Þetta var stórkostleg tilfinning og
frábær leikur til að skora. Byrjunin
getur ekki verið betri, sigurinn er okk-
ur geysilega dýrmætur,“ sagði Zlatan
við fréttamenn eftir leikinn.
„Lykilatriðið hjá okkur var að halda
stöðum okkar og gæta okkar á þeirra
löngu sendingum og snöggu sóknum.
Okkur tókst það, og nú eigum við góða
möguleika,“ sagði Fredrik Ljungberg,
fyrirliði Svía.
Villa varð fyrsti Spánverjinn til að
skora þrennu í úrslitakeppni EM, og
gerði jafnframt fyrstu þrennuna í
keppninni í átta ár. Cesc Fabregas
kom inn á sem varamaður og skoraði
fjórða mark Spánverja í lokin – hans
fyrsta mark fyrir spænska landsliðið.
„Þegar 4:1 sigur vinnst, virðist það
vera auðvelt, en svo var alls ekki.
Rússar eru í geysilega góðri æfingu og
leikurinn var mjög erfiður. Við vorum
heppnir að þeir skyldu ekki jafna met-
in í stöðunni 1:0,“ sagði Luis Arago-
nes, hinn 69 ára gamli þjálfari
spænska liðsins. | vs@mbl.is
Reuters
Svífandi sæll og glaður Zlatan Ibrahimovic fagnar markinu gegn Grikkjum í gærkvöld með tilþrifum.
ZLATAN Ibrahimovic skoraði lang-
þráð mark fyrir sænska landsliðið í
knattspyrnu, sitt fyrsta í þrjú ár,
þegar Svíar lögðu Evrópumeist-
arana frá Grikklandi að velli, 2:0, í
D-riðli EM í Salzburg í gærkvöld.
David Villa skoraði þrennu í gær
þegar Spánverjar unnu Rússa, 4:1, í
bráðfjörugum leik í sama riðli í
Innsbruck.
„Sleggja“ Zlatans
Svíar skelltu Evrópumeisturum Grikkja, 2:0
Villa með fyrstu EM-þrennu Spánverja, 4:1 gegn Rússum
„AUÐVITAÐ stefnum við að því að komast upp úr
riðlinum en það verður mjög erfitt. Við getum allt
eins endað neðst í þessum riðli,“ sagði Skúli Sig-
urðsson, þjálfari Íslandsmeistaraliðs TBR í badmin-
ton, en liðið hélt í gær til Rússlands þar sem það
tekur þátt í Evrópukeppni félagsliða.
Andstæðingar TBR í mótinu eru gestgjafarnir í
Favorit-Ramenskoe, úkraínsku meistararnir í
SHVSM Kharkov, sem TBR mætir í dag kl. 14, og
tyrknesku meistararnir í EGO Sport Club. Tvö
efstu liðin í riðlinum komast áfram.
„Bæði rússneska liðið og það úkraínska eru ef-
laust mjög sterk og það verður erfitt að eiga við
þau. Það er svo búist við því að þetta tyrkneska lið
sé lakast en það er erfitt að meta það. Við höfum áð-
ur unnið tyrknesk lið en vorum þá með aðeins eldra
„Stefnum á að fara
SÓKNARMAÐURINN David Villa hefur tekið forustu
í markaskorun á EM í knattspyrnu en sá spænski
gerði þrennu þegar Spánverjar lögðu Rússa, 4:1.
David Villa fæddist 3. desember árið 1981 í Lang-
ero á Spáni og er því 26 ára. Hann hóf feril sinn í
meistaraflokki með Sporting Gijón árið 2000 og lék
þar til 2003, en þá söðlaði hann um og gekk til liðs við
Real Zaragoza og var þar í tvær leiktíðir. Frá 2005
hefur Villa leikið með Valencia.
Á ferli sínum hefur hann samtals leikið 321 leik og
gert í þeim 160 mörk, með félagsliðum og landsliði.
David Villa, Spáni
David Villa
ZLATAN Ibrahimovic, framherji Inter Mílanó á Ítalíu,
skoraði glæsilegt mark þegar Svíar lögðu Evrópu-
meistarana frá Grikklandi í gær.
Zlatan er fæddur í Malmö í Svíþjóð, en foreldrar
hans koma þó hvorugir upphaflega frá landinu, því
faðir hans er frá Bosníu og móðir hans frá Króatíu.
Zlatan hóf feril sinn með Malmö en lék svo með Ajax
og Juventus áður en hann gekk til liðs við Inter. Sam-
tals hefur hann gert 103 mörk í 236 leikjum með
félagsliðum sínum á ferlinum, en 19 mörk í 51 leik
fyrir sænska landsliðið.
Zlatan Ibrahimovic, Svíþjóð
Zlatan
Ibrahimovic
CESC Fabregas,
sem skoraði síð-
asta mark Spán-
verja í 4:1 sigri
þeirra á Rússum í
gær, sparaði ekki
lofsönginn á sam-
herja sinn, David
Villa, sem gerði
þrennu í leiknum.
„Hann er ótrú-
legur leikmaður. Hann er stöðugt
ógnandi og fer illa með varnarmenn
mótherjanna aftur og aftur í hverj-
um leik. Svo er Villa markaskorari
að Guðs náð. Hreint út sagt ein-
stakur leikmaður,“ sagði Fabregas
um Villa, en Fabregas skoraði sitt
fyrsta mark fyrir spænska lands-
liðið í gær, í sínum 27. leik fyrir lið-
ið.
„Ég held að það myndi henta
Villa vel að spila í ensku úrvals-
deildinni og ég held að hann yrði
virkilega góður þar. Ég myndi alla
vega vilja hafa hann í mínu liði, því
eins og sást í leik við Rússa, þá get-
ur skipt sköpum að hafa hann í lið-
inu sínu,“ sagði Fabregas, sem vill
að sínir menn hafi báðar fætur á
jörðu þrátt fyrir sigurinn, svo ekki
fari eins og í síðustu heimsmeist-
arakeppni. | thorkell@mbl.is
„Hann er
ótrúlegur“
Cesc Fabregas
LARS Lagerbäck,
þjálfari Svía, var
ánægður að lokn-
um leik Svía og
Grikkja í gær.
„Grikkir hafa gott
knattspyrnulið.
Þeir voru eitt
besta liðið í und-
ankeppninni. Þeir
spila alls ekki
ósvipaðan bolta og við gerum sjálfir.
Þeir hafa öll grunnatriði á hreinu og
eru fljótir að refsa mótherjanum þeg-
ar hann gerir mistök,“ sagði Lars
Lagerbäck.
„Þú þarft að vera nokkuð klókur
þegar þú leggur upp leik þíns liðs í
svona keppni. Hver leikur er eins og
úrslitaleikur í bikarkeppni, þannig
að þú þarft að leggja leikinn upp af
varfærni og passa upp á það að allur
þunginn fari ekki í sóknarleikinn,“
sagði Lagerbäck, sem hefur stýrt liði
Svía frá árinu 2000. | thorkell@mbl.is
„Spilum svip-
aðan bolta“
Lars Lagerbäck
íþróttir