Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.2008, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.2008, Blaðsíða 11
A ðspurður um efnahagsástandið á Spáni og hvernig það hugsanlega kæmi til með að hafa áhrif á leikhúslíf og listræna starfsemi hér á landi sagði Ariel Goldenberg, listrænn stjórnandi Festival de Otoño í Madríd og fyrrverandi leikhússtjóri Chaillot-leikhússins í París, þetta vera nýtt ástand fyrir alla. „Það á eftir að koma í ljós hvaða áhrif það kann að hafa. Hausthátíðin er styrkt af Madrídborg og sá styrkur hefur verið sá sami frá því að ég tók við hátíðinni fyrir níu árum. Ég reikna ekki með að það breytist. En það á eftir að koma í ljós. Hvað Spán varðar þá eiga kannski slæmu fréttirnar eftir að berast á næsta ári. Hins vegar finnst mér ekki að efnahagsástand al- mennt eigi að hafa áhrif á menningu og listir. Þetta er það sem er ódýrast í rekstri þjóða almennt og ekki nema svo lítið prósentuhlut- fall af þjóðarútgjöldunum að sá litli hluti ætti ekki að skerðast.“ Ariel Goldenberg heim- sótti Ísland á árum áður og sagðist vel kunn- ugur landi og þjóð: „Ég hef oft komið til Ís- lands og kynntist íslensku leikhúsfólki á árunum í kringum ’70, t.d. Brynju Benedikts- dóttur, Katli Larsen og Helgu Jónsdóttur. Við hittumst á leiklistarhátíðum víða um heim. Ég er frá Argentínu og Íslendingar og Argent- ínumenn eiga mjög vel saman.“ Um hamfarirnar í efnahagsmálunum á Ís- landi sagði Goldenberg m.a. að þær ættu sér auðvitað engan líka í heiminum um þessar mundir. „Það sem þjóðin þarf að gera er að sækja þessa spákaupmenn til saka, banka- stjóra bankanna þriggja sem settu þjóðina á hausinn, mennina sem keyptu heilu fótbolta- liðin í Englandi. Það þarf að draga þessa menn til ábyrgðar og láta þá svara fyrir þetta. Svo jafnar landið sig.“ Goldenberg segir listafólk og leikhúsmenn á Spáni almennt ekki svartsýna á að efna- hagsástandið eigi eftir að hafa mikil áhrif á listalífið. „Auðvitað þegar eitthvað gengur illa í þjóðfélaginu hefur það bein áhrif á leik- húsið. Leikhúsið bregst strax við atburðum líðandi stundar. Það er svar við þeim en einn- ig einskonar afdrep frá þeim. Oft er þó leik- húsið aldrei blómlegra en á krepputímum, jafnvel þegar menn búa við einræði og kröpp kjör. Eitt er víst, leikhúsfólk finnur sér allt- af einhverja leið …“ Nýtt ástand fyrir alla MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2008 Lesbók 11LEIKHÚS Eftir Hrafnhildi Hagalín hhagalin@gmail.com Í miðri umræðunni um efnahagskreppu á Spáni og margvíslegum hugmyndum for- ráðamanna þjóðarinnar til úrlausna á henni hefst ein aðallistahátíð höfuðborg- arinnar, Festival de Otoño, með tónleikum bandarísku söngkonunnar Diamöndu Gala. Hún syngur um forboðnar ástir, um ást sem ekki er endurgoldin en líka baráttusöngva landflótta fólks undir titlinum Songs of Exile. Diamöndu Galas hefur verið lýst sem ein- stæðum snillingi sem eigi sér engan sinn líka, hún er sögð byltingarkennd og framúrstefnu- leg. Á blaðamannafundi við setningu hátíð- arinnar er henni líkt við Madonnu, það líkar henni illa. „Madonna er fær kaupsýslukona, listamaður er hún ekki,“ segir hún. Uppselt er á alla tónleika söngkonunnar og sala á helstu við- burði góð, kreppan hefur ekki skollið á af öllum sínum þunga hér á Spáni. Vænta má einhverra breytinga þar á á næsta ári. Vollmond (Fullt tungl), sýning Pinu Bausch, er líka ein af þeim sýningum sem hrinda hátíðinni af stað í ár. Pina Bausch er löngu orðin goðsögn í leikhús- og dansheiminum, fór af stað með nýstárlegar sýn- ingar sínar á áttunda áratugnum, þær eru sam- bland af leikhúsi og dansi og hafa haft gríðarleg áhrif víða um heim. Vollmond er fyrir 13 dans- ara sem dansa og leika að hluta til í grenjandi rigningu á sviðinu, velta sér upp úr grunnu fljóti sem rennur yfir þvert sviðið, synda eða róa þar á bátum. Upp úr fljótinu rís risastór klettur sem ásamt læknum og rigningunni mynda leikmynd sýningarinnar. Í gagnrýni í El País segir m.a. um sýninguna: „Taka má sýningum Pinu Bausch sem ósnertanlegum listaverkum í ljósi stærðar danshöfundarins í dans- og leiklist- arsögunni, en einnig má meta þær sem ein- stakar sýningar og án tengingar við annað sem hún hefur gert. Og ef tekinn er sá póllinn verður Vollmond að teljast frekar yfirborðskennd þó að ógleymanlega falleg atriði séu innan um og saman við.“ Festival de Otoño er viðamesta sviðs- listahátíð Madrídborgar. Hún er nú haldin í 25. sinn, stendur í fimm vikur og lýkur 16. nóv- ember. Peter Brook og fjölskylda 44 sýningar verða sýndar hér að þessu sinni og koma frá sautján löndum, m.a. Austurríki, Chile, Kanada, Rússlandi, Frakklandi, Eng- landi og Japan. Peter Brook mætir með nýjustu sýningu sína, Warum, warum (Hvers vegna, hvers vegna), hún var frumsýnd í Schau- spielhaus í Zürich í apríl og er nokkurs konar hugleiðing leikstjórans um uppruna leikhússins og frumspekilegar spurningar sem lúta að því, með textum eftir nokkra af helstu hugmynda- fræðingum leikhússins á 20. öld, Artaud, Craig, Meyerhold o.fl. Dóttir Brooks, Irina Brook, kemur með nýlega sýningu sína á Draumi á Jónsmessunótt eftir Shakespeare. Hún er menntuð leikkona og lék m.a. kornung í upp- færslum föður síns á Kirsuberjagarðinum og Don Juan í Bouffes du Nord-leikhúsinu í París en sneri sér að leikstjórn í kringum 1990. Hún segist hafa séð rómaða uppfærslu föður síns á Jónsmessunæturdraumnum sjö ára gömul en sýningu sína kallar hún Beðið eftir Draumi á Jónsmessunótt. Sex karlleikarar fara með fjöldamörg hlutverk í sýningunni og hefur henni verið lýst sem „ærslafullri og mjög fynd- inni“. Ný spænsk leikrit frumsýnd Tvö ný spænsk leikrit verða frumsýnd á hátíð- inni, annað eftir Palomu Pedrero, eitt þekktasta leikskáld Spánverja um þessar mundir, Caídos del cielo (Fallnir af himnum ofan) nefnist það en verkið vann hún með flækingum í Madríd og byggði það að hluta til á spunavinnu með þeim. Hitt leikritið, Versus, er eftir leikstjórann og leikritahöfundinn Rodrigo García og fjallar, að sögn höfundar, um sjálfstæðisbaráttu og vand- kvæðin við að lifa í samfélagi við aðra án þess að menn vinni hver öðrum mikið mein. Af öðrum athyglisverðum atriðum má nefna sýningu spænska leikflokksins Apata Teatro sem nefnist So Happy Together en fjórir spænskir ungir leikritahöfundar byggja verkið á frásögnum nokkurra múslima og gyðinga af raunverulegum, nýafstöðnum atburðum úr bar- áttunni milli þeirra síðastnefndu. The Monkey Trial nefnist ný sýning belgíska leikflokksins tg STAN sem slegið hefur í gegn á öðrum hátíðum undanfarið t.d. hátíðinni í Brussel og Festival d’Automne í París. Maraþonsýningar Leik- og danssýningar eiga yfirleitt að vera stuttar um þessar mundir, helst án hlés og fari varla yfir einn og hálfan tíma í lengd. Hér verð- ur þó boðið upp á tvær mjög langar leiksýn- ingar, hálfgerðar maraþonsýningar sem ná allt upp í átta og níu klukkutíma. Önnur heitir Lip- synch og er í leikstjórn eins þekktasta leikstjóra Kanada, Roberts Lepages. Hin sýningin, Fac- tory 2, er eftir pólska leikstjórann Krystian Lupa. Factory 2 er lýst sem „sameiginlegum spuna leikflokksins“ byggðum á myndum An- dys Warhols og tekur sjö klukkutíma og fimm- tíu mínútur með þremur hléum, hún var frum- sýnd í febrúar síðastliðnum í Póllandi. Lypsynch er aftur á móti allt að níu klukku- tímar með fimm hléum og fjallar um röddina, tungumálið og tjáningarform nútímamannsins. Hún gerist á almenningsstað þar sem ólíkt fólk hittist fyrir slysni og fer að hafa samskipti. Í sýningunni er blandað saman ólíkum hljóð- myndum; notast við hljóð úr hljóðgervlum, óp- erusöng og barnsgrát svo eitthvað sé nefnt, sýn- ingunni hefur verið líkt við sumar af metnaðarfyllstu myndum Roberts Altmans. Le- page stofnaði leikflokk sinn Ex Machina árð 1993 en honum er ætlað að vera nokkurs kon- ar samkomustaður þar sem ólíkir lista- menn starfa saman, s.s. höfundar, leik- myndateiknarar, tæknimenn, óperusöngvarar, grafískir hönnuðir, víd- eólistamenn, kvikmyndagerðarmenn og tónlist- armenn. Listrænir stjórnendur Ex Machina hafa að leiðarljósi að leikhúsið sé „í bráðri þörf fyrir nýtt blóð“. Dansandi búddamunkar Auk Pinu Bausch verða önnur nýstárleg dans- verk á hátíðinni, t.d. Sutra, nýjasta verk mar- okkósk/belgíska danshöfundarins Sidis Larbis Cherkaouis. Hann vakti mikla athygli fyrir síð- asta verk sitt Zero Degrees sem hann samdi og dansaði ásamt annarri stjörnu úr dansheim- inum, Akram Khan. Nýtt verk Cherkaouis er unnið eftir að hann fór í ferð til Kína árið 2007 þar sem hann heimsótti búddahofið Shaolin og heillaðist af sögu þess og lifnaðarháttum munka sem hann hitti þar. Verkið er byggt að hluta til á kung-fu-sjálfsvarnarlistinni, persónu Bruce Lee og lífsspeki búddatrúar. Í því dansa 20 búddam- unkar úr Shaolin-hofinu, þeirra á meðal korn- ungur drengur. Verkið var frumsýnt í maí 2008 í Sadler’s Wells í London og hefur vakið mikla athygli. Af öðrum dansverkum á hátíðinni má nefna dansverkið Hibiki (Bergmál að handan) frá japanska dansflokknum Sankai Juku, verkið Uprising/In Your Rooms eftir enska danshöf- undinn Hofesh Shechter að ógleymdum hinum kómíska ballettflokki Les Ballets Trockedero de Monte Carlo sem stofnaður var árið 1974 og er eingöngu skipaður karldönsurum sem túlka „á sinn sérstæða hátt“ verk af klassíkri verk- efnaskrá ballettheimsins, að þessu sinni m.a. úr Svanavatninu. Tónlistaruppákomur Tónlistaratriðin á hátíðinni eru öll á einn eða annan hátt tengd sviðsuppákomum. Þar má t.d. nefna margmiðlunaratriði með syni og son- ardóttur söngvaskáldsins og söngkonunnar góðkunnu frá Chile, Violetu Parra, þar sem henni eru gerð skil í gegnum söng, brot úr heimildarmyndum o.s.frv. Þá verður þýska tón- skáldið Heiner Goebbels með tvær uppákomur á hátíðinni, m.a. sambland af leikverki og tón- verki fyrir fimm píanó án píanóleikara og engan leikara. Leikstjórinn Eugenio Barba kemur með leikflokk sinn frá Odin-leikhúsinu danska en þeir sýna verk sem skilgreint er sem sam- bland af tónlist og leikhúsi og nefnist Las gran- des ciudades bajo la luna (Stórborgir í tungls- ljósi). Sem sagt góð mæting á Fullt tungl, Stór- borgir í tungsljósi og aðra listviðburði hér í Madríd þó að menn séu farnir að halda að sér höndum í stórinnkaupum og íbúðarkaupum svo eitthvað sé nefnt vegna yfirvofandi kreppu hér sem annars staðar. Fyrir áhugasama má kynna sér efnisskrá Festival de Otoño nánar á vefsíðu hátíðarinnar: http://www.madrid.org/fo/ Hálfvitar Úr leik- og danssýningunni Hálfvitar eftir katalanann Toméo Vergès. Fullt tungl í Madríd Leik- og danssýningar eiga yfirleitt að vera stuttar um þessar mundir, helst án hlés og fari varla yfir einn og hálfan tíma í lengd. Hér verður þó boð- ið upp á tvær mjög langar leiksýningar ... Höfundur er leikskáld.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.