Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1921, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.11.1921, Blaðsíða 2
34 S K I N F A X I Skinfaxi Mánaðarrit U. M. F. í. Verð 2 krónur. — Gjalddagi fyrir 1. júlí. Ritstjóri: Helg'i Valtýsson, Pósthólf 533 Afg'reiðsla og innheimta — 516 Sérstaklega eru tveir síðustu liðirnir eftir- tektarverðir fyrir oss Austur-Islendinga. kar er skýrt frá, að tilgangur félagsins sé: 2. Að styðja og styrkja íslenska bók- vísi í Vesturheimi. 3. Að efla samúð og samvinnu milli Is- lendinga austan hafs og vestan. Tilgangurinn leynir sér eigi, enda er takmarkið skýrt og ákveðið. Skömmu síðar var félagið »íslendingur^ stofnað í Reykjavík, og vann það þegar hið mikla þarfaverk, að senda síra Kjartan vestur. Er enginn vafi á því að þar var vel og farsællega riðið úr hlaði. A aðalfundi »íslendings« hér í Reykja- vík í fyrrasumar sagði síra Kjartan ferða- sögu sína og skýrði ítarlega frá vesturför sinni. Eg var þá nýkominn heim úr 7—8 ára dvöl í Noregi. Frásögn síra Kjartans gerði mér svo hlýtt í hjarta, að stundin varð mér dýrmæt og ógleymanleg. Og mest gladdi það mig, að áhugi virtist ijiikill meðal félagsmanna, og bættust margir við í félagið á fundinum. Nú voru draumarnir mínir um samvinnu milli Islendinga báðu megin hafs að ræt- ast! En, því miður, síðan hefi eg engin lífs- mörk séð með »íslendingi«. — En »Þjóð- ræknisfélagið« vestra hefir á ný sent út hið fjölbreytta og myndarlega Tímarit sitt, og ber það ljósan vott um hinn öfl- uga áhuga íslensks þjóðernis vestan hafs. Þá er eg kominn að kjarna málsins eða því atriði sem eg ætlaði að hreyfa í Skin- faxa. Og það er hlutdeild ungmennafélag- anna í þessari samvinnu; því það eru j raun og veru bau, sem fyrst riðu á vaðið á réttri leið, með því að bjóða Steph. G. Stephanssyni heim til Islands. Með þeirri heimsókn var hafin þjóðræknissamvinna milli Islendinga heggja megin hafs. Þá var lagður grundv'óllurinn! Þessvegna geta eigi ungmennafélögin staðið hlutlaus í þessu máli og horft á aðeins. Þau eru sjálfkjörinn aðili í þess- ari samvinnu. Þau eiga að sækja sér vakn- ing og styrk á ný til þessarar samvinnu og í henni. Trúfesti og trygð bræðra vorra vestra á að vera oss öflugri hvatn- ing en nokkuð annað. Og þeirrar hvatn- ingar höfum vér brýna þörf núna, þegar þjóðernismetnaður og ættjarðarást virðist vera að hríðfalla í verði. Islenskur æskulýður vestra og eystra þarf að komast í náin kynni, tengjast vin- áttuböndum og skiftast á gjöfum — þeim dýrmætu kjörgripum, sem æskan ein á í fórum sínum. U. M. F. I. ætti að senda vestur einn úr sínu liðí, góðan dreng, er talað gæti máli æskunnar og borið kveðjur vorar vestur um haf. Myndu þá Vestur-íslend- ingar scinna senda oss einn æskumanna sinna og endurgjalda heimsóknina. Annars eru hugnryndir mínar um æski- lega og væntanlega samvinnu við Vestur- Islendinga svo víðtækar, að þær eru lang- samlega ofviða stuttri blaðagrein. »Fram- tíðar-pólitik« mín Islandi til handa er ein- mitt náin samvinna og viðskifti við bræður vora vestan hafs. Og þar eigum við að geta mæst á miðri leið. Eg að eins drep hér á einstök atriði og ýmsa frumdrætti samvinnu þessarar. Að Hudsonsflóa-brautinni lokinni fastar skipaferðir þaðan til íslands með korn og aðrar vörur frá Kanada. Kornskemmur og myllur hér heima, bygðar af báðum að- ilum í samvinnu, fyrir fé et þeir hafa lagt fram í samlögum, með vinnukrafti, er

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.