Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 21.08.1967, Qupperneq 2

Mánudagsblaðið - 21.08.1967, Qupperneq 2
Mánudagsblaðið Mánudagur 21. ágúst 1967 JÓNAS JÓNSSON FRÁ HRIFLU: Hret og skyndivorblær 1946 Veðrátta var hagstæð hérlend- in 1946 en í stjómmálum vom hret og óveður á öllum árstím- um. Þá voru liðin tvö ár fráþvi að Þjóðveldið var endurreist, mitt í almennri fagnaðarbylgju bar sem þjóðræknir menn voru að verki. En brátt báru aðþjóð- inni nokkur vandamál sem hún var ekki vel búin undir að leysa. Allar menningarþjóðir bjuggu að vörn gegn ofbeldi. Þá var Hitler felldur ogtýnd- ur en Stalín búinn að ræna Finn- land frjósamasta héraði ríkisins og svipta margar aðrar þjóðir í Evrópu frelsi sínu. Hérlendis hafði Stalín öfluga trúboða, sem beittu sér af alhug fyrir því bjóða Truman nýtt samkomulag: ! I Sölubörn ( I . sem vilja y I selja Mánu- j I dagsblaðið í\ \ úthverfum | geta fengið \ það sent \ heim hlutleysis vörnina. Trúmann for- seti var þá að undirbúa varnar- samband Atlanzhafsþjóðanna móti ægilegri sókn Stalíns. Trú- man bauð fslandi hervörn; fram- haild á umbeðinni varnar ósk Alþingis móti Hitler. Þá skipí- ist íslenzka þjóöin í þrjá flokka um þetta mál árið 1946. Ná- lega hálft þingið vildi þverneita vestrænni bervemd og ekiid þakka dvöl 80.000 manna vam- arliðs fimm undangengin ár og margháttaða aðstoð við að vél- væða þjóðina. önnur deild jafn fjölmenn vildi láta varnar- liðið hverfa heim, en með fullri kurteisi og heimild fyrir for- setann að fá vatn og olíur á Keflavíkurf'Iugvelli næstu fimrn ár, meðan fjölmennt vestrænt varnarlið væri í Þýzkalandi til að hindra ofbeldi Stalfns. Ég var einn í þinginu með þá ný- stárlegu tillögu að við ættum að bjóða Truman nýtt samkomulag, tvo 25 ára samninga milli fsl. og Bandaríkjanna um hervernd og frjáls verzlunarviðskipti. Vitað var um að 1400 þroskuðustu borgarar Reykjavíkur og Þing- eyjarsýslu fylgdu tillögunni. Sennilegt er að hún hefði náð mestu fyilgi á öllu landinu, en dularfullur beigur við erindreka Stalíns hindraði leiðtoga þing- flokkanna frá því að ræðaþriðju leiðina á almennum vettvangi. Hið Trumans var flutt heim og landið varnarlaust þar til komið var fram á árið 1951. Var ísland eina landssvæðið i hinum siðmenntaða heimi sem var varnarlaust alla þessa stund. Nokkur uggur var f hugum margra þeirra þingmanna, sem höfðu treyst hlutleysiskenning- Lausar stöður Hér imeð eru auglýstar lausar til umsóknar stöður borgarskjalavarðar og borgarminja- varðar. — Stöðurnar verða veittar frá og með 1. október n.k. eða síðar eftir sam- komulagi. — Laun eru skv. 23. flokkf kjara- samnings Reykjavíkurborgar. Til greina kemur að ráðið verði að svo stöddu í stöðu borgarminjavarðar sem hálft starf og breytast þá laun sakv. því. Umsóknir ásamt upplýsingum skulu send- ar skrifstofu borgarstjóra eigi síðar en 31. ágúst n.k. Skrifstofa borgarstjórans í Reykjavík, 9. ágúst 1967. Þeir sem þurfa að koma auglýs- ingum eða öðru efni í Mánudags- blaðið _ þurfa að koma því fil ritsfj. í síðasta lagi á miðviku- dag næstan á undan útkomudegi um Stalíns og árið 1949 sam- þykkti nokkur þingmeirihlluti ið ef vopnuð árás yrði gerð áland- ið mætti kveðja vestrænt lið til hjálpar. Nobkur fjörkippur kom í hð Stal'ínsinna svo að þeir unnu í bili kosningar um að landið skyldi vera varnarlaust, en svo lauk þessum átökum um hið andvanafædda hlutleysi þanni? að allt það þinglið, sem frábað þjóðinni vestrænt varnarlið ár- ið 1946 var 12 árum síðar orð- ið fylgjandi varnarliði að sið allra menntaðra þjóða. Það var undarlega mikið los á hug- um þings, stjórnar og blaða. Þá samþyk'kti Alþingi uppeldismála- lög fyrir þjóðina sem hafa síð- an þjakað allan landslýð. Sjálf- menntun og baðstofulærdómi skyldi útrýmt, en þung- lamaleg og ósamstæð utanbóka- fræði skyldu koma í staðinn. Síðan uppelldisbreytingin var ge” hefir enginn Kjarval, Ásgrímur eða Tómas gengið fram á leik- vang skáldskapar og málaralist- ar. Dugnaður er enn sem fyir gefinn íslendingum í ríkum mæli, en hönd hins andlausa uppeldis skilur eftir átakanleg merki um villuspor tómleika- tímabilsins. Hins vegar hafði þjóðin eignast sex hundruð mili- óna króna innistæðu við dvöl varnarliðsins hér á landi, allt í dollurum og upndum. Menn kepptust við að eyða, og fyrr en varði voru allar innistæður erlendis eyddar. Stalín fékk ekki að eigin sögn nóga auðmýkt af hálfu Islendinga og lagði miss- irum saman bann við sölu ís- lenzkra afurða í Rússlandi. Vest- ur-Evrópa var þrautpínd eft'r stríðið og þar voru lokaðar dvr fyrir gömlum og nýjum við- skiptamönnum. Fjárbrallsmenn islenzkir höfðu gereyttöllu hand- bæru fé þjóðarinnar með for- dæmalausri léttúð. Búðir stóðu auðar um allt land. I beztulin- vörubúð Reykjavíkur, hjá Har- aldi Árnasyni voru allar hillur tómar. Mitt í allsherjar peninga- leysinu í landinu var Magnús Jónsson, fyrrum dósent gerður að margra ára skömmtunar- stjóra landsins með nefnd úr- ræðagóðra sparnaðarmanna, til að bjarga þjóð, sem hafði naum- lega séð út úr peningahrúg- unni um árabil, en nú varhalll- æri hvarvetna fram undan. Þá kom Marsihall hinn ameríski og gaf íslenzku þjóðinni 700 milj- ónir króna, greitt á fjórum ár- um til Dandsbanika íslands, ó- endurkræft framlag til að efla framfarir og framkvæmdir hér á landi á komandi árum. Vissu- lega áttu íslenzkir fjármálamenn ékki skilið að þeir væru leystir úr snörunni, sem var þeirra eigið verk. — Marhallgjöfin er mikið sæmdarverk, en ef Is- lendingar temja sér starfshætti vel menntaðra atorkumanna þarí aldrei oftar að bjarga þeim úr gröf sinna ófullkomnu leiðtoga. Gjöfin verður á ókomnum árum varanleg bending til Islendinga um að vinna heiðarlega fyrir sínu daglega brauði, en forðast óhófs- og betliaðferðir. Hret ársins 1946 voru að þvl er íslendinga snerti algerlega afleiðing þeirra eigin verka. Vorhlærinn var líka þeirra verk. Þriðjadeildin og sú fámennasta Þriðja deildin og sú fámennasta ríki á Islandi. Þar voru 800 bændur og 600 kaupmenn að verki! Nú er tími til kominn að vaskir og þjóðræknir íslend- ingar beri fram merki Þriðju- deildarinnar og vinni fullnaðar sigur í landvarnarmálunum. Nú er hlutleysi ekki nefnt nemasem dæmi um grunnfæmi á hæsta stigi. Nú leita Bretar með margra ára sókn eftir hagstæð- um viðskiptakjörum við megin- landsþjóðirnar. 1 fótspor þeirra feta Danir, Norðmenn og Svíar. Fyrirfram er vitað að Bretar og Svíar fá ekki að svo stöddu inn- göngu í Stórrikið. Norðmenn geta senni'lega tekið þátt í stór- ríkisævintýrinu um stund vegna þess hvað atvinnurekstur þeirra er fjölhæfur og margbrotinn. Nú liggur leiðin auð og opinn vegur fyrir íslendinga að taka upp geymda tillögu frá 1946 um samningsbundin verzlunarvið- skipti milli Islands og Banda- ríkjanna á jafnréttisgrundvelli. Skipti Norðmanna og íslendinga frá Þjóðveldismyndun og fram að Sturlungaöld er varanleg fyrirmynd í þeim efnum. Við getum sótt á í þessu efni, og það érum saman, eins og Breí- ar, gamalt og nýtt stórveldi. Ekki eigum við að blanda hervernd- inni saman við þessa samnings- gerð. Það eru óskyld mál. Is- lendingar eru ekki beiningaþjóð og geta ekki verið það. Her- verndarsáttmálinn er jafn nauð- synlegur báðum þjóðum. Flokks- myndun Stalíns hér á landi og hömlulaus áróður um að láta Island vera eina hlutlausa og varnarlausa landið í heiminum sanna hve mikla þýðingu Is- land hefir vegna hnattstöðu sinnar. Ef Islendingar þurfa um umrsedda samningsgerð auk við- skiptaröksemda, að leggja fram fleiri lóð á samningsvogina í vii okkar málstað, þá höfum við forseta úrskurðinn frá 1823. Þar lýsir forsetinn því yfir í Wash- ington að Bandaríkin muni ek'ki þola að framandi ríki beitivaldi eða brögðum til að knýja í hagsmunaskini vanmegnug veldi á vesturhveli jarðar undir fram- andi yfirráð. Ef íslendingar ganga inn í stórríkið væri það hungurganga, hliðstæð neyðar- sóttmála Gissurar jarls við Há- kon gamla. Þriðja deildin frá 1946 var fá- menn. Samt vann hún með heil- brigðum rökum hervemdarsátt- málann. Næst er að stefna hik- laust að þvi að fullgera við- skiptasáttmála tveggja þjóða. Fullkomið jafnræði. Ekkert betl eða sníkjuferðalag. Island hefi" í elllefu aldir gefið sínum böm- um lífsframfæri og landið og þjóðin eru tengd óslítandi bönd- um hliðstæðum þeim öflugu þráðum sem knýta Israelsmenn við landið helga. Mysticus: Á SKÓLAVÖRÐUHOLTINU Það var einn fallegasta só’- skinsdaginn um mánaðamótia júlí og ágúst að ég var að labba eftir Frakl-rastígnum. Ég átti ekkert erindi á þessar slóðir, ég var bara að slæpast og eyöa tímanum einhvern veginn í góða veðrinu. Og þegar ég kom á grasflötinn við Leifsstyttuna,' datt mér í hug að leggjast þar fyrir í grasið í sólskininu i nokkrar mínútur. Það voru þarna nokérar manneskjur fyrir, en aðrir sátu á bekknum við styttuna. Ég henti mér þarna í grasið og lokaði augunum og lét sólina skína beint framan í mig. Og mig fór strax að syfja. Ég held að það hafi verið fanð að síga á mig eitthvert mók, þegar ég hrökk upp allt í einu. Mér fannst ég liggja illa og eitthvað meiða mig í bakið. Og gegnum mókið fannst mér allt í einu vera orðið kalt og svo heyrði ég í gegnum mókið eitt- hvert undanlegt hljóð, líkast brimhljóði eða öldugjálfri. Ég opnaði augun og reis upp á oln- bogann. Það fyrsta sem ég hugsaði, þegar ég leit í kring um mig var að annaðhvort væri ég orð- inn vitskertur eða þá heimur- inn eitthvað meira en lítið úr lagi genginn. Ég lá ekki lengur í mjúku grasi héidur í grárri grjóturð. Ég var staddur á litl- um hólma, en öldulöðrið siett- ist upp í grjótið. Hvergi á hólm- anum virtist vera stingandi strá, enginn gróður annar en skóf- ir á nokkrum steinum. Hins vegar var eitthvert mölbrotlö skeljarusl hér og þar um grjót- ið, en ekki virtist það vera úr þeim skéljum, sem ég þekkti, heldur einhverjum skeljategund- um, sem ég hafði aldrei augum litið. Leifsstyttan var auðvitað horfin og ég var aleinn á þess- um hólma. Ég sá ekkert merki um líf, ekki einu sinni flugu. Ég spratt á fætur og fór að litast betur um. Loftið var kalt og hráslagalegt, himinninn skýjað- ur en þó var skyggni sæmilegt. Þetta var ekki í Reykjavík, sem ég kannaðist við, en þó var eins og eitthvað segði mér að ég væri staddur á Skólavörðuholtinu þrátt fyrir allt. En þar semmið- baerinn og vesturbærinn áttu að vera var ekkert nema sjór, úlf- gráar öldur eins langt og augað éygði í vestur. I suðri og suö- austri brotnaði brimið á röð af smáhólmum og klettum, þarsem öskjuhlíðin og Golfskálahæðin áttu að vera. Austan við hólm- ann, sem ég var staddur á, var sund, en handan við það var önnur stærri eyja, þar sem ég átti von á Rauðarárholtinu. I norðaustri sá ég einhverjar smá- eyjar og hólma. Mosfellssveitin virtist að mestu vera orðin einn hafsjór, en þar risu samt nokikr- ar eyjar, allháar. Og einhver eyjaklasi var lengra í austur á slóðum Vífiilfellsins og Hengils. En þegar ég horfði í norðurvarð útsýnið eitthvað kunnuglegra. Ég sá ekki betur en Esjan væri á sinum stað. En þegar ég fór að athuga betur: var þetta Esjan' Jú, þarna var eitthvert fjall. Það var þckubelti efst, en ég sá ekki betur en að það væri jökli hul- ið efst, en ég sá ekki í fjail- ið víðast hvar og jökullinn virt- ist ganga niðrí sjó. I norðvestri glitti óljóst í einhverja eyju þar sem ég bjóst við að Akra- fjall væri. Svo hætti ég aðhorfa á allar þessar eyjar í hinu blý- gráa hafi, undir þungbúnum skýjum og fór að horfa aftur á hólmann, sem ég vár staddur á. A einhvem yfirnáttúrllegan hétt var ég hingað kominn, og hér mundi ég eflaust bera beinin. Hvergi virtist nein undankomu von. Og þegar ég gerði mérfulla grein fyrir þessu varð örvænt- ingin orðin slík, að ég rak upp örvæntingaróp, fyrst eitt og síð- an fleiri. Ég hrökk upp af svefni við þessi óp og néri stírumar úr augunum. Þarna gnæfði Hall- grímskirkja og þarna var Leifs- styttan á sinum stað. Og fólkið, sem hafði legið í grasinu, glápti á mig. ,,Þér hafið sofnað ag fengið martröð“, sagði einkona við mig. Ég hypjaði mig á fæt- ur og fór að rölta niður Skóla- vörðustíginn, þar sem mérhafði fyrir fám mínútum sýnzt vera grátt haf. En nú átti ég erfitt með að líta Skólavörðustíginn og reyndar alla Reykjavik sömu augum og áður. Þetta var víst allt saman draumur, en hann var svo ljós- lifandi og skrítinn, að ég gat ekki gleymt honum. Ég gat enn alveg séð fyrir mér grátt vatn- ið með hólmann og eyjum, Esj- una jökli þakta, hráslagaleg ský- in. Þetta var ekki neinn venju- legur draumur. Og síðan hef ég oft verið að velta vöngum yfir þessu, en auðvitað hef ég ekki fundið neina örugga skýringu. Mér hefur helzt dottið í hug, að ég hafi á einihvern undarlengan hátt færzt til í tímanum. Sum- ir halda þvi fram, að í raun og veru sé þetta mögulegt. Við vit- um svo lítið um eðli tímans, og kannske er hann ekki allur þar sem hann er séður. Sumir halda því meira að segja fram, að tíminn sé bilekking, og reynd- ar rúmið líka. Hef ég farið aft- ur í tímann? Náttúrufræðingar segja, að eitthvað þessu líkt muni hafa verið umihorfs hérna á ísöldinni fyrir fimmtán þís- und eða tuttugu þúsund árum. Eða hef ég farið inn í framtíð- ina? Það er sagt að við lifum á tímabili milli ísalda og eftir svo sem fimmtiu þúsund ér verði Island hulið jökli á íý. Verður útsýnið svona af Skóla- vörðuholtinu, löngu eftir að Hallgrímskirkja og Leifurheppni eru horfin og gleymd? En við þessum spumingum fæ ég senni- lega aldrei neitt svar. Mysticus

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.