Mánudagsblaðið - 21.08.1967, Blaðsíða 3
Mánudagsblaðið
3
rr*t
Blaó fyrir alla
Kemur út á mánudögum. Verð kr. 10.00 í lausasölu. Áskrifenda-
gjald kr. 325,00. Sími ritstjórnar: 13496 og 13975.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason.
Auglýsingasími 13496. — Prentsmiðja Þjóðviljans.
Hátignarheimsókn. K.hafnarfulltru-
ar, gestgjafar og síldarbræðsla
Það verður ekki annað sagt en að miklir höíð-
ingjar erum við íslendingar þegar til móttöku gesta
kemur. í síðast liðinni viku höíðu tvær af beztu
móttökunefndum bjóðarinnar, Ríkisstjórnin og R-
víkurborg, mikil boð og stór fyrir virðulega gesti
sína, ríkisarfa Noregs og borgarfulltrúa frá Höfn.
Mátti vart á milli sjá hvor sigraði í kapphlaupinu
um höfðingsskap, en öll alþýða, sem greiðir þetta,
stóð þögul hjá og naut reyksins af réttunum.
Nú er fátt, ef nokkuð sjálfsagðara en að veita
vel ágætum gestum, eins og þeim, sem sóttu okk-
ur heim. Bæði ríkisarfinn og borgarfulltrúarnir eru
okkur kærkomnir, hann ungur og virðulegur, ást-
sæll fulltrúi þjóðar sinnar, en hinir réttkjörnir full-
trúar hinna dutlungafullu, lífsglöðu Hafnarbúa.
Ríkisarfinn skoðaði söfn og kirkjur, Selmu og
Eldjárn, Gullfoss-rútuna, og naut þar fróðleiks
Bjarna blaðafulltrúa, sótti lax í Haffjarðará, leit
yfir Mývatn og brá sér á bak í lokin, en hélt síðan
boð fyrir landa sína og fylgdarlið sitt á íslandi. í
humáttina fylgdi svo íslenzka fylgdarliðið, auk
virðingarmanna, sem sjálfsagðir eru í slík móttöku-
lið vegna protokolsins. Meðan eiginmennirnir eltu
prinsinn og komu sér í „fókus" þegar myndasmið-
ir unnu, sátu eiginkonur þeirra á rökstólum til að
vera rétt klæddar, skæddar og greiddar, þegar
þeim væri boðið til áts með fyrirfólki.
Gljáandi bílar eins glæsilega umboðsins á-
samt þvegnum og kembdum bílstjórunum í sunnu-
dagafötunum sínum, óku hátigninni og fulltrúun-
um um víðan völl, horfðu þóttafullir á almúgan,
sem sýndi nokkra forvitni í garð nýnæmisins.
Sperrtir pólitímenn, slegnir gullborðum og gylltum
hnöppum, stóðu vörð við bústað ríkisarfans, heils-
uðu að hermannasið og bægðu kotbændum á brott
í hæfilega fjarlægð, svo ekki fyndist fnykur þeirra.
Fyrir hinni fríðu fylkingu fór vélhjólalögreglan en
í skottið á henni fóru almennir lögreglubílar með
rauð ljós og árvaka lögreglumenn innanborðs.
Veizlurnar fóru fram af gangnkvæmum skiln-
ingi, skipzt var á lofsyrðum, minnst var á forn sam-
bönd, einkum þau, sem gerðu forfeður vora í Nor-
egi landræka, svo þeir flýðu hingað. Má í gamni
geta þess, að Ástralía byggðist í fyrstu aðallega
af glæpamönnum, sem þangað voru fluttir nauð-
ungir, og er nú paradís brezka heimsveldisins og
dásemdaperla. Er fleira líkt með Bretum og íslend-
ingum, elzta og stærsta löggjafarsamkundan. ís-
land skartaði sínu bezta mestan tíma heimsóknar-
innar, vel veiddist í ám, sólin skein, og sem betur
fór, var lítið brætt í Örfirisey og að Kletti og grun-
aði suma hversvegna-
Það góða við allt þetta umstang er, að ekki að-
eins vekur það samvinnuvilja milli þjóða Norður-
landa, heldur veitir það forustumönnum okkar
tækifæri til að lappa upp á siðareglurnar í boðum
og samkvæmum öðrum og ekki munar okkur um
hin veraldlegu útgjöld því að af peningum eigum
við nóg.
Jæja, og hvar getum við b’annað Loftleiðum að
lenda næst?
KAKALI SKRIFAR:
I hreinskilni sagt
Blaðamenn og gagnrýnin —- Gagnlaus gagnrýni — íriiuuaus gagiujm
— Pólitísk gagnrýni og almenn gagnrýni — Hver er ábyrgur — Dæmin
f jölmörg — Lesandinn engu nær — Dæmin að utan — Hví ekki flokkun
— Ureltir menn — Hvar skellur skuldin? — Dæmið: Jakob og Þór.
Gagnrýni er góðra hluta eru í senn óraunsæir og ættu kratasjónarmið — snobbið in beinir örsjaldan i
TTOniN of Vi 11 n nr omkiiroT'C' --i : i— í A.... A .. i A ■ TVT A _ rt IrriníTiitYi l»/\cnírrtnr\
Gagnrýni er góðra hluta
verð, ef hún er einhvers
virði, og íslenzka blaðagagn-
rýni virðist því miður vera
af þeirri tegundinni, sem oft-
ar en ekki missir marks. Hér
er- ekki verið að ræða um
leiklistargagnrýni né listgagn-
rýni almennt heldur al-
menna gagnrýni á þá hluti
sem afvega fara í þjóðfélag-
inu.
Eitt af óteljandi dæmum
um algjörlega máttlausa og
gagnslausa gagnrýni er hin
árlega gagnrýni á matstaði
úti á landi og verðlagið þar.
Þessi gagnrýni birtist á
sumrum, venjulega eftir að
einhver dálkahöfundur dag-
blaðanna er nýkominn úr
sumarfríi, eða „ferðamaður"
skrifar reiðibréf til viðkom-
andi blaðs.
1 tilefni þessa barst KAK-
ALA eftirfarandi bréf:
Nýlega birti eitt dagblað-
anna í snakkdálki sínum
grein um mismunandi verð-
lag á matsölustöðum út um
land. Nefndi það Mkfcur
dæmi og fylltist vandlætingu
vegna mismunarins, sem var
á verði sama réttar. En ístað
þess að nefna þessa opinberu
matstaði, þá bendir greinar-
höfundur á þá staðreynd, að
á þrem stöðum hafi verðið
verið ýmist kr. 150, 140 og
130. Satt bezt sagt ergagnrým
eins og þessi algjörlega einsk-
is virði, einfaldlega vegna
þess að út um landið eru
hundruð matstaða og enginn
gestgjafi tekur svona ádrepu
nærri sér, þótt hann viti á
sig skömmina. Ekki er um
eftirlit að ræða og sízt keni-
ur þetta hinum almenna
ferðamanni að góðu, þar sem
hann hefur enga hugmynd
um við hvaða stað er átt og
séu þeir á svipuðum slóðum
getur hann á engan hátt átt-
að sig.
1 blaðamennsku erlendis er
þetta venjulega kallað nei-
kvæð gagnrýni, ,því hún bend-
ir í almenna átt, en hittir
hvergi í mark. Ef sá, sem
er viss í sinni sök um svona
viðskiptaaðferðir skrifar um
þær, getur hann einfaldlega
bent á þessa staðreynd og lát-
ið svo lesandann um hvernig
hann vill eyða matarfé sínu.
Gagnrýnandinn snýr oft upp
á sig ef að er fundið og kveðst
ekki vera að gagnrýna fyrir
almenning helldur benda á
misfellur, sem „einhver“ að-
ili ætti að leiðrétta, ef allt
væri með felldu. Slikir menn
eru í senn óraunsæir og ættu
flest annað að rita en snakk-
dálka um almenn málefni.
Þótt hér sé ferðamálafélag,
þá vita ailir, sem kynna sér
málin, að þetta félag gagn-
rýnir eigin meðlimi ákafllega
takmarkað og virðist stjóra
þess vera einskonar auka-
meðlimur, sem fær að sitia
fundi, en ekki greiða atkvæði.
íslenzkir blaðamenn /ita
mætavel, að íslenzkir mat-
salar út um sveitir eru á allí
öðrum buxum en að endur-
nýja eða bæta þjónustu .,ína
meðan þeir geta bjargast við
gamla lagið. Það er ekki fyrr
en samkeppnin fer að skerða
tekjur þeirra, að þeir bæta
ráð sitt og oftar en ekki næg-
ir það þó varla vegna þess
hve ofboðsleg laun, hinn ai-
menni matsali úti á landt,
hlýtur fyrir snúð sinn.
Svo langt hafa þeir gengið,
að þeir beinlínis neituðu
Ferðamáilaráði að upplýsa að-
sófcn að gisti- og matsölu-
stöðum sínum af hræðslu við
að „skatturinn" næði i end-
ann á þcim. Til sanns má
færa, að meðan núverandi
skattaáþján bannar mönnum
að hagnast nokkuð að ráði á
atvinnurekstri, þá er víst að
þessir aðilar hafa nokkra af-
sökun. En um matsölu skiptir
öðru máli og pappír og bleki
er eytt i óþarfa með því, að
tala um misræmi án þess að
benda á þá, sem um er rætt
Matstaðir cru óflokkaðir og
Islendingar einir þjóða bú-t
við plebísfct, jafnvel grátlega
sjálfsblokfcingu er þeir leyfa
að trékofar og góð hótelselji
á sama veröi mat sinn. Á ó-
merkilegu hóteli í New York,
Hotel Collingwood, gátu gest-
ir fengið sér tvöfaldan sjúss
af whisky og sodaflösku fyrir
1 dollar og fjörutíu cent. A
Stork Club (skammt frá, nú
hættur) kostaði nákvæmlega
sama vínið og sami sódinn
3 dollara og tuttugu cent.
Þegar Collingwoodverjar
spurðu barþjón um ástæðuna
sagði hann blátt áfram. „Við
erum Collingwood, þeir Stork-
urinn“, og úr ásjónu hans
mátti lesa: Þar erfínnafólk-
ið, sem aura hefur, við höf-
um óefnaðra fólkið, ástæðan
auðskilin. Stoifcurinn tók við
stóru nöfnunum, sendiherrum.
filmstjörnum, iðjujöfrum og
heimsþekktum pólitíkusum.en
á Collingwood kom allt annar
hópur og „ekkert að sjá“
Hér eru „allir jafnir", hugtak,
sem meira illt hefur látið af
sér leiða en flesta grunar, þv,
þar hefst hið landskunna
kratasjónarmið — snobbið
niður á við- — Nákvæmlega
sama máli gildir um mat og
vín í Englandi, Frakkland:.
Þýzkalandi, austantjaldslönd-
unum og jafnvel í sælurík-
inu Svíþjóð, þar eru þessir
staðir flokkaðir. Á ísl. er ekki
tiil gæðamat heldur einhver
óeðlilegur snobbismi um jafn-
ræði, enn meira jafnræði og
hreina tildurmennsku á versta
sviði í þessum efnum, rétt
eins og á sínum tíma þegar
ráðherra og jafnvel forsetinn
tróðu sér í framsæti opin-
berra bifreiða sinna til að
sýna þjóðinni og bílstjóranum
„lítillæti" og auðmýkt. —
Það var ekki fyrr en erlend-
ir kunnáttumenn horfðu á
þetta lýðræðisbrölt íslenzkra
fyrir- og vir^ingarmanna að
þeir klöngruðust i aftursætið
þar sem þeir eiga heima, ekki
máske vegna eigin verðleika,
heldur vegna embættisvirð-
ingar sinnar.
Ekki einn einasti snakk-
dálksmaður gagnrýnir þetta
— nema hérna — af ótta við
að fá á sig snobborð eða að
vera kalilaður tildurmenni. En
sem betur fer er aðeins að
rofa til í þessu svartamyrkri
sjálfsauðmýktar og vesældar-
dóms, sem þjóðin, eftir alda-
þjáningar og niðurlægingo
hafði tileinkað sér.
En víðar en í þessum typ-
ísku máilum er pottur brotinn.
Það hefur lengi vérið sjálf-
sagt sport að gagnrýna opin-
bera starfsmenn, störf þcirra
og afköst. Burt séð frá póli-
tískum persónuádeilum, sem
á vissan hátt eru skiljanlegar
í hita baráttunnar, kemur í
Ijós annar og meiri galli hjá
gagnrýnendum. Ef grunur
er á að einhver opimber
stofnun eða fyrirtæki sé slæ-
lega rekið, gætir hlutdrægni
eða slóðaskapar ailmennt í
rekstri hennaf, tala blöðin og
gagnrýnendurnir almennt um
„viðkomandi yfirvöld" eða ó-
nefnda „opinbera aðila“. Sem
sagt skuldinni er skellt áein-
hvern ópersónulegan aðila,
sem getur verið hver sem er
innan viðkomandi stofnunar.
1 flestum tilfellum er slfk
gagnrýni máttlaus eða gagns-
litiil þá bezt lætur. í þeim
mörgu „deildum” sem bœði
ríki og Reykjavikurborg hafa
á að skipa sér hinn almenni
borgari aðeins tugi „stjóra“
sem hver um sig gæti verið
sekur, þótt í filestum tilfell-
■um, sé aðeins um einn eða
tvo menn í ráðandi stöðu, sem
um er að ræða og eiga sök
á misferlinu. Blaðagagnrýn-
in beinir örsjaldan (nema í
kringum kosningar) skeytum
sinum að hinum seku heldur
kastar óorðinu og gagnrýn-
inni á alla stofnunina, þótt
flestir innan hennar séu baia
saklausir skrifstofufflenn, sem
hlýða yfirboðara sínum og
ekki annað.
Síðari árin hefur t.d. skrif-
stofa vegamálastjóra verið
undir stanzlausri gagnrýni
vegna óstandsins þar. Vega-
málastjóri hefur engri gagn-
rýni svarað, ekki heldur
deildarstjórar hans og skuld-
inni er skelt, satt eða ósatt,
á Vegamálastjórann sjálfann,
eða ráðherra. Borgarstjóri fær
og allar skammir fyrir þau
hneyksli, sem menn hans og
hinar ýmsu deiildir borgar-
innar gera. Gallinn er bara
sá, að hér getur efcki gengið
sama reglan og um skips-
strand, þar sem skipstjórinn
er ábyrgur, þótt hann sofi á
meðan stýrimaður keyrði
skipið í strand. Hér horfa
málin altt öðruvísi við og
ættu að gagnrýnast í sam-
ræmi við það.
„Hið opinbera" hefur í
flestum tilfellum fundið upp
gullvægt ráð í þessu tilfelli.
Það er nær útilokað að fá
upp nafn þess, em ábyrgur
er og svo vandlega er oft fal-
ið nafn hans að jafnvel
starfsmenn vita það ekki.
Blaðamenn geta fundið út
nafn þeirra, sem þeir gagn-
rýna, en þá kemur ýmislegt
í spilið, sem gerir gagnrýn-
ina ekki annað en máttlaust
klór, sem engan særir og
verður þar af leiðandi engum
til gagns, því enginn telur
sjálfsagt að leiðrétta mistök-
Afleiðing þessa indælakerf-
is er sú, að opinber starfs-
maður er algjörlega hættur
að kippa sér upp við gagn-
rýni almennt. Það er ekki
fyrr en hann er nefndur á
nafn, að hann kippir við sér
oftast í prívatsamtali, eða
lauslega ritaðri „skýringu".
Og til að kóróna allt þetta,
þá væri gaman að vita eitt:
Hvers vegna, eftir margra ára
gagnrýni á veiðimáilastjóra,
sem Jakob Hafstein hefur
haldið uppi á rekstur veiði-
málanna, en aldrei verið
svarað, jafnvel talinn ekki
svars hæfur, er hotium svo
skyndilega, eftir gagnrýni sína
í sumar skipað í nefnd með
sjálfúm veiðimálastjóra, sem
taldi hann óhæfan og ekki
svars verðan? Þetta er meist-
aralega við brugðið af „hinu
opinbera“ — en hversvegna
opinbera“, en hversvegna þessi
hugarfarsbreyting? H. S. I.