Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 21.08.1967, Qupperneq 4

Mánudagsblaðið - 21.08.1967, Qupperneq 4
 Mánudagsblaðið Mánudagur 21. ágúst 19ffJ Nýjungar hjá SUNNU Framhald af 1. síSu. kílómetra frá höfuðborginni, Palma. Sunna hefir fslenzkan starfs- mann, sem býr á Mallorca, og auk þess annan íslending hon- um til aðstoðar meðan íslenzka ferðafólkið er þar fjölmennast. Að þessu sinni verða þessar föstu ferðir SUNNU frá því i maí og þar til síðast í októlxíc, en f framtíðinni er ráðgert ad ferðir verði einnig að vetrinum. Næsta vetur hefir Sunna ráð- stafað hótelrými sinu til þýzkra ferðaskrifstofa, þar til Sunnu- ferðir hefjast aftur í aprílbyrj- un að ári. Auk hótelanna hefir SUNNA nýtízkulegar lúxusíbúðir handa þeim farþegum er þess óska að búa þannig við ölíl þægindi. Eru þessar fbúðir í nýrri stórbygg- ingu á lóð Hótel Bahia Palace, sem er eitt fremsta lúxushótel Spánar, þar sem Sunna hefir að jafnaði rúm fyrir 30 gesti. Sunna hefir haft árlega 2—3 vinsælar Mallorcaferðir síðan skrifstofan byrjaði 1959, og er það fyrsta árið nú, sem efnt er til reglulegra flugferða og flog- ið beint með íslenzkum vélum. Gerir það að verkum að nú verða þessar ferðir nokkrum þúsund- um króna ódýrari, en áður var. 16 daga ferðir með fullu uppi- haidi á Malilorca og sólarhring í London kosta kr. 9.800,00, en til samanburðar mó geta þess að venjulegt flugfar kostar eitt Kr. 13.753,00. Mikii aðsókn er að þessum ferðum og má heita að allar flugvélarnar séu fullsetnar frá því um miðjan júlí til hausts og margir á biðlista. Meðan dval- ið er á Mallorca er ferðatilhögun frjéls nema hvað fólk getur að eigin vild tekið þátt í skoðunar- og skemmtiferðum um Mallorca, sem er hátt á fjórða þúsund fer- kílómetrar og telur nær hálfa miljón íbúa. Auk þess er fanö til Algeirsborgar í Afríku og tíl Barcelonn. Á- þessu ári mur.u 900—1000 farþegar taka þátt í Mallorcaferðum Sunnu. Hjá Sunnu starfa nú 12 fastir starfs- menn, sjö á skrifstofunni í Rvík og fimm eru við störf erlendis. i Hreindýrastofninn Raddir lesenda Herra ritstjóri! Bók sú, er nefnist fslenzkir samtfðarmenn, mun vera tekín ssman af manni, er sat eittþing sem fulltrúi Framsóknarflokks- ins. Bók þessi mun að eínhverja leyti vera gefin út af ríkint,, og ætti því að vera óhlutdrægt heimildarrit. Sá, er þetta ritar, er einn þeirra, sem þar er getið, og þvi fór ég að glugga lítils háttar í verkið. Efni bókarinnar virðist nokkuð kynlaga valið. Þar sýnisí vera allrækilega tald- ir upp þeir, sem komizt hafa í kaupfélagsstjóra stöður (t.d. eitt ár á Borðeyri) svo og deildar- stjóramir í hinum ýmsu deild- um SÍS (fyrir nú utan fram- kvæmdastjórana, að sjálfsögðti), en merkra athafnamanna er að engu getið. Það hef ég sann- reynt um kaupstað þann, sem ég hef átt heima í um þrjátíu ára skeíð. — Væri ekki rétt að athugaö væri, hvemig almannafé er ráð- stafað að því er varðar bóte þessa? Gamall útgerðarmaður Framhald af 6. síðu. aldrei nægilega, þvi hjörðinni fjölgaði svo ört. Hreindýra-Sam- ar; þ:e: Lappar, segja að einn duglegur tarfur nægi 100 siml- um (hreinkúm), en við ætlum þeim 2 — 3. Og með þeim hlut- föllum tvöfaldast heilbrigðhjörð á 3 — 4 árum! — Og þannig virtist það fyrstu áratugina, á meðan talningu varð viðkomið. Sé kálfafjöldinn rétt taiinn á síðari árum, er hann alltof lít- iffi eftir kúafjölda. Stafar það óefað af alltof miklum tarfa- fjölda, sérstaklega gamalla tarfa og ráðríkra. En þó ektei sökum hnignandi kynorku þeirra heldur ráðríki þeirra í hjörðinni- Gömlu tarfamir safna simlun- um í stóra hópa og eiga síðan í stórfelldum bardögum við ungu tarfana, sem sækja fast á, en eru hraktir á brott. Þessir bardagar eru harðir og lang- vinnir, svo að sumar kúnna verða. algerlega útundan, oft allmarg- ar, unz þær eru gengnar hjá .. Ég drep aðeins á þetta, en um þetta og annað á þessum vett- vangi væri margt að segja... Veiðileyfm sem veitt hafa ver- ið um allmörg ár, — frá 300 — 600 árOega hafa aldrei verið fullnýtt, og þá ekki i nægilega réttum hlutföllum. Þeir veiði- menn sem sækjast eftir hreina- kjötinu, skjóta þá helzt ungu tarfana, og þeim þarí auðvit- að einnig að fækka, einkum þá haustkálfunum, — og skinn þeirra eru afar verðmæt, sérétl. á haldið. En gömlum töríum þarf að fækka nægdlega. Þetta eru miklir gripir, eins og yður er kunnugt ... Og minna verð- mæti kjötsins rnætti bæta upp með réttri nýtingu hinna mikiu fclda — og hinna geysimiklu homa þeirra, samfastra á hluta af hauskúpunnL En þá taría ætti ekki að skjóta fyrr en um miðjan september, þvi fyrr hafa þeir ekki fullhreinsað hornin . .. En hér er margs að gæta, m.a. fcngitíma — etc. (I bók minni „A hreindýraslóðum" er allmik- i(M fróðleíkur um flest meginat- riði á þessum vettvangi, ogeinn- ig saga ísl. hreindýranna frá upphafi). Jæja, fyrirgefið mér nú raus mitt og rabb. En hér er margs að minnast og hættir mér því við að fjöiyrða um of ... og hananú! Með þökk og beztu kveðju. Yðar einlægur, Helgi Valtýsson. SÖL UBÖRN Mánudagsbhðið vantar söluböm, sem búa í öthverfunum. Blaðið verður sent til þeirra sem óska. MANUDAGSBlAÐIÐ — Sími 13975 - 13496. ...........- ■......... - ...................................................... - | ■ ■)’*; *m f l i 111 r 1111 f f 1111 niii r#i * ; $ ; *$ * % * ** *f i t 4 fft * m t < h MALLORCA — LONDON SI6LT ÍÍT — FL0GIÐ HEIM EINSTAKT TÆKIFÆRI 31. ágúst — 18. september. Með skemmtílerðaskipinu „Völkerfremidscliaft" (áður Stocholm). Dvalið á MalloTca í 12 daga. Sólarhringsdvöl í London á heimleið. Verð frá kr. 11,800,00. Sunna Bankasfrœfi 1 simar 16400 12070 <sl 16DAGA FERÐIR VERÐ FRA AÐEIfiS KR.5950- faeðiskostnaður og þjónustugjald, ósamt söluskatti er innifalið i verðinu. Ennfremur morgunverðir og hódegisverðir meðan staðið er við i Kaupmannahöfn. 1. FERÐ: Fró Reykjavík 30. september. Til Kaupmannahafn- ar 5. október. Staðið við f Kaupmannahöfn í 6J4 dag. — Komið til Leith í báðum leiðum. 2. FERÐ: Frá Reykjavík 21. oklv Til Hamborgar — Kaupmannahafnar og Leith. 3. og 4. FERÐ: Frá Reykjovík 11. nóv. og 2. des. — Til Hamborqar eða annarra hafna á megin- landinu —* Kaupmannaböfn og Leitb. I haustferðum Gullfoss gefst kostur á kærkomn- um sumarauka. Dragið ekki að tryggja yður far- míða. Nánari upplýsingar í farþegadeild vorri. H.F, EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. Auglýsing til innflytjenda röntgentækja og geislaefna Samkvæmt 1. gr. laga nr. 95 20. desember 1962 um öryggisráðstafanir gegn jónandi geislum frá geisla- virkum efnum eða geislatækjum. má enginn flytja til landsins, selja eða láta af hendi geislavirk efni, hvort sem þau eru ómenguð, blönduð öðrum efn- um eða byggð í tæki. né heldur tæki. sem hæf eru til að framleiða jónandi geisla (röntgengeisla, gammageisla, betageisla, elektrónugeisla, alfa- geisla. nevtrónugeisla og aðra efnisgeisla), n.ema hann hafi fengið til þess leyfi ráðherra þess, sem fer með heilhrigðismál. Innflytjendum ber því að sækja um leyfi til inn- flutníngs ofangreindra hluta á þar til gerð um- sóknareyðublöð. sem fást í skrifstofu landlæknis og skrifstofu Geislavama ríkisins í Landspítalan- um, og skal framvísa leyfi. þegar óskað er toll- afgreiðslu. Umrædd geíslavirk efni falla undir gr. 28.50 toll- skrárinnar, en geislatæki undir gr. 90.20, að því er snertír röntgentæki og tæki, sem nýta geislun frá geislavirkum efnum (þar með talin tæki til myndatöku með röntgengeislum og röntgenterapi) og röntgengeneratora. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 16. ágúst 1967. 4 I

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.