Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 24.04.1972, Side 8

Mánudagsblaðið - 24.04.1972, Side 8
! Óvæntur árangur af jafnréttisbaráttu kvenfólksins Jóhann Hafstein — Þunnur — Forseti ánægður — Sírenu- æði — Hrossamenn og drykkja — Þjófar — Biskupsritari og „græjurnar11 — BRANDARINN um ,,Óla jó“-sjússinn (einfaldur asni) kom illa við ýmsa stuðningsmenn núverandi stjórnar, og urðu hinir yngri menn ævir við, töldu hart deilt og háðslega á hinn mikla forustumann, Ólaf. Einn þeirra gerði sér sérstaka ferð á hótel Holt, beint á barinn og spurði barþjóninn með miklum þjósti hvort þeir hefðu ekki „Jóhann Hafs“-sjúss, fyrst þeir hefðu ,,Ólajó“? Barþjónninn kvað nei við enda hefði hótelið aldrei afgreitt slíka drykki. Hvers vegna í helvítinu hafið þið ekki svoleiðis sjússa, eruð þið pólitískir? spurði komminn. ,,Það er vegna þess“ sagði þjónninn, með þeirri rólegu yfirvegun, sem barþjónum í sífelldri nálægð hinna „sterku" er gefin, ,,að við blöndum aldrei hvítvín með vatni." ÞÁ TILKYNNTI forseti Islands, að hann væri ánægður með embættið og myndi halda því áfram, enda fáir, ef nokkrir, sem ætla sér að bjóða sig fram gegn honum. Meðan embætt- ið er ekki annað en titillinn einn, forseti skipar að vísu í lækna- embætti og hæstaréttardómara, samkvæmt tillögum annarra, þá er víst, að ekki verður keppt um titilinn. Nú er sú tíð liðin að væntanleg forsetaefni verði að koma fram í fjölmiðlum og sanna eða afsanna hvort þeir drekki vín eður ei, eins og gert var í rógskosningunum síðustu, einum skammarlegasta bletti — af mörgum — sem til eru á kosningum okkar. ÞAÐ HLÝTUR að vera ansi spennó fyrir lögregluna og slökkvi- liðið að aka á fullum „sírenum" að slysum og eldsvoðum. Þó orkar nokkuð tvímælis hvort nauðsyn sé að aka vælandi um götur borgarinnar á nóttum, þegar lítil eða engin umferð er. Þessi háttur tíðkast í amerískum bíómyndum og má vera að íslenzku pólitíunum og brunaköppunum finnist, að þeir séu hetjur í bíómyndastíl, en raunverulega er þetta ekki annað en röskun svefns hjá borgurunum svo og alvarlegri truflun hjá sjúklingum spítalanna sem sízt þola hávaðann. í flestum tilfellum mætti notast við rauðu blikkljósin á nóttum, en sleppa vælinu. ÞAÐ FER mikið í vöxt, að hestamenn, eða ríðandi menn, eru drukknir á essum sínum sérstaklega í nágrenni hesthúsanna sem Fákur hefur reist ofan Blesugrófar. Að fá sér bragð á hestbaki er eins sjálfsagt og það er óviðunanlegt að vera fullur á hesti. Þessi ofdrykkjuskapur var um tíma nær úr sög- unni, en hefur mjög aukizt síðustu árin. Út yfir tekur, að vissar konur eru farnar að gera það að venju sinni að stíga ekki á hest nema út úr drukknar. Fáksforustan ætti að brýna það fyrir fólki sínu að þetta sé hneysa og fela hestahirðum sínum að hafa eitthvað eftirlit með hve drukknir knaparnir eru áður en þeim er hleypt á bak. ÞEGAR Sveinn Víkingur var biskupsritari, var kirkja í smíðum eystra. Á tilsettum tíma hringir Sveinn austur í nafni embætt- is síns og spyr að yfirsmið. Yfirsmiður kom í símann og spurði Sveinn hann hvort kirkjan væri ekki svo tilbúin, því biskup ætti leið austur og vildi vígja. „Jú“ svaraði yfirsmiðurinn með semingi, „kirkjan er næstum því til að innan og alveg ytra, en ekki vígir biskup hana að sinni, því enn vantar ýmislegt". Sveinn var hugsi um stund, en spurði síðan: „Hvað er það eiginlega sem vantar smiður?" — Heita mátti að liði yfir biskupsritara, þegar smiðurinn svaraði eftir stutta þögn: „Það vantar til dæmis græjurnar sem Kristur hangir á“ (krossinn). Fengu 8.000 kdl fyrir að sýna stœlta vöSva og karlmennskuþrótt í vetrargaddinum. Það hlaut að koma að því að hin mikia alda kvenréttinda- hreyfinga og baráttu fyrir jafn- rétti kvenna bæri einhvern árangur. Þess sjást nú viss merki í erlendum blöðum, enda þótt árangurinn kunni að vera ó- væntur og kannski ekki sá sem hinar nýju kvenfrelsishetjur hafa óskað eftir. Sú bylting sem orðið hefur í kynferðismálum, a. m. k. á ytra borðinu, á vest- urlöndum undanfarin ár — sumir kalla hana vafalaust klám- öldina — hefur fram að þessu einkum kpmið fram í því að af- létt hefur verið h>önnum vio birtingu mynda — ljósmynda eða kvikmynda — sem sýndu nakið kvenfólk og hefur þa,ð veitt mörgum karlmanninum stundargaman að virða þær myndir fyrir sér. Það sanna geysileg upplög þeirra rita sem hafa verið byggð á slíkum myndabirtingum, eins og t.d. „Playboy" í Bandaríkjunum, sem líklega er það rit í öllum heiminum sem gefur af sér mest an gróða. Kvenfólkið hefur — að þessu leyti sem flestum öðrum — ver- ið beitt misrétti, myndir af stæðilegum og vel vöxnum karl mönnum hafa verið heldur fá- séðar, enda þótt engin ástæða sé til að ætla að konur, a.m.k. svona upp og ofan, hafi síður gaman af því en karlar að skoða myndir af hinu kyninu. En nú er semsagt farið að rætast úr þessu. í nýrri þýzkri kvikmynd kemur fram heill hópur karl- manna og er ekki reynt að fara í felur með neitt. Það er varla tilviljun að kvikmyndin er gerð af tveimur konum sem hafa haft sig mjög í frammi í kven- réttindabaráttunni nýju og boð- skapur hennar er að konur hafi engu síðri rétt til að leita full- nægingar á kynhvöt sinni en karlmenn. Reyndar lýsir kvik- myndin karlmönnum sem hin- um mestu amlóðum í bólinu, Framhald á 7. síðu. Heilsíðunektarmynd í virðulegasta blaði Bretlands; „The Times" í London 1 i i fcL 11 IVl HiO Vildi ekki sýna meira, myndin af Debbie ' Hanlon á kápu „Playboys" í nóvember. Við höfum hér í blaðinu oftar en einn sinni vikið að þeim um- kvörtunum — að vísu fáum — sem okkur hafa berizt vegna þess að við höfum dirfzt að birta myndir af fallegutn stúlkum sem eru alls óhrceddar við að láta Ijósmynda sig eins og þœr eru skapaðar, enda hafa þœr alls ekki nokkurn skapaðan hlut að fela. Við höfum látið þessar umkvartanir sem vitid um eyrun þjóta, enda er hér aðeins um fámennan og sem betur fer sífcekkandi hóp vandlceting- arpostula að rceða setn dltaf finna sór eitthvað tilefni til að hneyksl- ast. Við cetlum síður en svo að fara að bera fram afsakanir vegna þessara mytidabirtinga okkar, ettda eru þcsr áreiðanlega vel þegn- ar af ölíum þorra þeirra sem blaðið kaupa. En okkur'finnst samt gatnan að birta myndina-hér að ofan, því að hún sýnir að við erum hreint ekki í dónalegum — skyldi það ekki vera rétta orðið á þessum stað —- félagsskap þegar utn er að rceða að birta myndir af velsköpuðum konutn. Mytidin er af auglýsingu sem þakti heila síðu í virðulegasta blaði Bretlatids, ,The Times", og hin spengi- lega stúlka sem fyllir ncer alla síðu blaðsins heitir Vivien Neves, 22 ára götnul ensk jyrirsœta. Auglýsingin var fyrir megrutiarkex og er sjálfsagt cetlunin að telja lesendum blaðsins trú um að með því að óta kex þetta þurfi menn ,karlar sem konur, ekki að hafa áhyggjur af líkamsvexti sínum, frekar ctt Vivien.

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.