Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1968, Side 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1968, Side 4
tjón CÁríh ááon : SJÓMENNIRNIR OG FLAGGIÐ Á þessu ári eru liðin 50 ár frá því ísland varð fullvalda ríki, og fyrst mátti flagga með íslenzka fánanum á íslenzkri grund er- lendis. Áður, eða frá 19. júní 1915 mátti nota fánann hér innanlands og á íslenzkum skip- um innan íslenzkrar landhelgi, sem þá var þrjár sjómílur. Á stjórnarráðshúsinu varð þó að flagga með danska flagginu sam- hliða því íslenzka, og íslenzk skip urðu að flagga með því danska í erlendum höfnum og á hafi úti. Með auglýsingu stjórnarráðsins dags. 3. desember 1918 er ís- lenzkum skipum veitt heimild til að nota danska flaggið erlendis til 31. marz 1919, ef þau hefðu ekki fengið íslenzkt þjóðernis-og skrásetningarskírteini fyrir þann tíma. Á þessum degi, 1. desember 1918, drógu íslenzkir sjómenn ís- lenzka fánann að hún á íslenzk- um skipum, sem voru stödd í er- lendum höfnum, og ekki er vitað um neina aðra neinstaðar erlend- is, sem það gerðu. Vitað er með vissu um þrjú skip, og það fjórða hef ég nú fengið upplýsingar um, sem eru þess eðlis, að enginn vafi liggur lengur á því, að það hafi legið í erlendri höfn þennan dag, og flaggað með íslenzka flagginu. Þessi skip voru: E.s. Willemoes (seinna Selfoss) staddur í Oslo, skipstjóri Júlíus Júlinusson, og er hann heimildarmaður minn. E.s. Borg, sigldi inn til Fleet- wood að morgni 1. desember, með íslenzka fánann að hún, skipstj. Pétur Björnsson, og er hann heimildarmaður minn. Togarinn Jón Forseti, staddur í Fleetwood, skipstjóri Gísli Þorsteinsson. — Heimildarmaður minn er Guð- mundur Markússon skipstjóri, sem þar var þá stýrimaður. Fjórða skipið var m/sk. Rigmor frá Norðfirði, eigandi Konráð Hjálmarsson, kaupmaður og út- gerðarmaður þar, skipstjóri Ól- afur Sigurðsson. Um það skip er þessi saga: Rigmor sigldi frá Vestm.eyjum um miðjan septem- ber 1918 með saltfiskfarm til Spánar. Hafði komið þar við til að leggja í land veikan mann, Þórhall Vilhjálmsson frá Há- nefsstöðum í Seyðisfirði. — Ekki er vitað í hvaða höfn eða hafnir hún kom á Spáni, hvorki afferm- ingar- né fermingarhöfn. Mönn- ■um kemur ekki saman um hvort ferðinni var heitið til Vestm,- eyja eða Færeyja, þegar hún fór frá Spáni á heimleið, en báðar þessar hafnir geta bent til þess, að hún hafi verið með saltfarm, og þá að öllum líkum tekið hann í íbissa. Heimildarmaður minn, Pétur Waldorff, sem þá var ung- ur maður á Norðfirði, en bróðir hans var einn af skipverjum á Rigmor, hefur sagt mér, að eftir að hún sigldi frá Spáni, hafi hún lent í óveðri og orðið fyrir sjó- skaða ofan þilja. Hafi hún því hleypt inn í portúgalska höfn (veit ekki hvaða höfn) til við- gerðar á skemmdunum. Segist hann hafa heyrt, að liðið hafi þrjár vikur frá því hún lét úr höfn á Spáni og þar til liún kom í þessa portúgölsku höfn. Getur það vel staðist, einkum ef hún hefur lestað í íbissa, því ekki er vitað hve langt hún var komin, þegar hún hreppti óveðrið, eða hve lengi hún hraktist í því. Skip- stjórinn hafði gert ráð fyrir, að viðgerðin á skemmdunum tæki vikutíma eða svo. Sé nú áætlað, að ferðin frá Islandi til Spánar hafi tekið þrjár vikur, og upp- skipun og lestun í spænskQm höfnum aðrar þrjár, þvínæst þrjár vikur frá Spáni til Portúgal og einnar til tveggja viknaviðdvöl þar, þá eru komnar 10—11 vikur 276 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.