Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1968, Qupperneq 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1968, Qupperneq 10
SJÓMANNASTOFUH »------------------------------ö Lengst af síðan F. F. S. í. varð til, hefur meðal annarra mála verið á dagskrá að efla og styrkja sjómannastofur eftir mætti. Flestir sjómenn þekkja það af eigin reynslu, hvernig það er að koma í höfn fjarri heimili og vin- um. Eitt af því sem stutt getur að viðunandi lífi þegar svo stendur á er að sjómannastofur séu á þess- um höfnum.Meðfylgjandi skýrsla gefur hugmynd um hvernig á- standið er í þessum málum. a.....-........................» Með bréfi félagsmálaráðuneytis- ins, dags. 19. febrúar s.l., vorum við undirritaðir skipaðir í nefnd „til þess að gera tillögur um að koma á fót sjómannastofum í kaupstöðum og kauptúnum, þar sem aðkomu- skip leita oft hafnar“ og ennfremur að gera „tillögur um fjáröflun í þessu skyni, en í f járlögum fyrir ár- ið 1968 er gert ráð fyrir 800 þúsund krónum í þessu skyni gegn % ann- ars staðar frá.“ Nefndin hefur haldið nokkra fundi og kynnt sér eftir föngum, m.a. með bréfaskriftum, ástand þessara mála á eftirgreindum stöð- um: ísafirði, Siglufirði, Akureyri, Raufarhöfn, Seyðisfirði, Neskaup- stað, Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Vest- mannaeyjum, Keflavík og Reykja- vík. Reykjavík: Hafnarbúðir hafa jöfnum hönd- um verið notaðar af sjómönnum og hafnarverkamönnum. Þar er hægt að fá gistingu (24 rúm) og mat. Nýting gistirýmisins hefur verið nokkuð góð og mikil matsala. Þá er í húsinu rúmgóður biðsalur og böð. Rekstur Hafnarbúða hefur verið í höndum einkaaðila. Á árunum 1962- 1967 voru það ákveðnir liðir, svo sem viðhald, rafmagn, ljós og hiti, sem borgarsjóður sá run. Nú leggur borgin hinsvegar til húsið og greið- ir 1 millj. króna á ári til reksturs- ins, sem ætti vel að nægja að sögn forráðamanns hússins. ísafjörður: Þar er það Hjálpræðisherinn einn, sem sér um móttöku og fyrirgreiðslu fyrir sjómenn. Aðstoð bæjarstjórn- ar við reksturinn hefur ekki, að sögn bæjarstjóra, verið önnur en að greiða vexti af lánum sem tekin hafa verið til að standsetja húsið. Siglul'jörður: Stúkan Framsókn rak sjómanna- heimili í eigin húsi við Suðurgötu þar í bæ á árunum 1930—1965. Það hús er nú ónýtt. Uppdráttur að nýju húsi á sömu lóð hefur verið gerður og samþykktur í bæjarstjórn, og er ætlunin að hef jast handa um bygg- ingu hússins strax og fé verður fyr- ir hendi. Akureyri: Þar er ekki rekin nein sérstök sjómannastofa, en bæjarstjóri telur það ríflegt gistirými vera fyrir hendi í bænum, að aðkomusjómenn geti jafnan fengið þá fyrirgreiðslu í þeim efnum sem þeir þurfi. Hjálp- ræðisherinn rekur þar sjómanna- og gistiheimili á svipaðan hátt og í Reykjavík með gistingu og matsölu, en það er mjög í smáum stíl. Raufarhöfn: Sjómannastofa var rekin þar í mörg undanfarin sumur á tímabil- inu júní/júlí-september. Síðastliðin tvö sumur, þ.e. 1967 og 1968, hefur engin sjómannastofa verið rekin á Raufarhöfn. — í fyrrasumar var sóknarpresturinn á Raufarhöf n veik- ur og var þar að auki í þann veginn að flytja í burtu, en hann hafði undanfarin sumur rekið sjómanna- heimilið á vegum kirkjunnar. Hús- næðið, gamalt prestseturshús, var þröngt og allsendis óhæft til rekst- urs sjómannastofu, enda ekki ann- að þar fyrir hendi en lítil lesstofa, með aðstöðu til bréfaskrifta, svo og kaffi- og gosdrykkjasala. Engu að síður var nokkuð mikil aðsókn að og til viðmiðunar verði fram- leiðsluvísitala sjávarútvegsins. Enda ekki sanngirni í þjóðfé- lagi, sem gagnsýrt er af vísi- tölutryggingum að þessir að- ilar einir standi óbættir. Til- högun, sem hnígur í svipaða átt og að framan greinir, hef- ur æ meir rutt sér til rúms milli stjórnunarfyrirtækja og launþega þeirra um hinn vest- ræna heim. Því er það mín skoðun, að í þessum atvinnu- vegi — útgerðinni — þar sem fjármagnið og vinnuaflið hafa skipt með sér brúttótekjunum til helminga, hljóti samstarf þessara aðila að vera óum- flýjanlegt, ef ekki á illt að hljótast af. Skulum við hafa vítin til varnaðar og vera minnugir þess, að ef við hjálp- um okkur ekki sjálfir þá gerir það enginn. Ágætu sjómenn, í dag eru al- vörutímar. Ég hefi ekki séð ástæðu til þess að skjalla ykkur, eins og títt er á þessum degi. Því verður að treysta að íslenzk þjóð gangi þess ekki dulin, að mikil- vægi verka ykkar verður ekki dregið í efa. Ég færi sjómannastéttinni mín- ar beztu óskir um fengsælt fiski- ár og flyt ykkur árnaðaróskir frá Útvegsmannafélagi Suðurnesja. Lifið heilir! 282 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.