Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1968, Qupperneq 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1968, Qupperneq 25
„Hver eru helztu skilyrði til þess að verða góður stjórnmálamaður?" spurði amerískur blaðamaður eitt sinn Churehill gamla. „Framsýnn," svaraði hann um hæl. „Hann verður að vita hvað skeður næstu daga, næstu viku, næsta mánuð, næsta ár, og svo... “ „Já, og svo?“ spurði blaðamaður- inn ákafur. „Svo verður hann að geta útskýrt af hverju það skeði ekki!“ * Guð gat ekki verið allsstaðar. Þessvegna skapaði hann mæður. Faðirinn við son sinn, sem var að fara að heiman: „Þegar þú veizt hvað þú vilt og aðeins vilt það sem þú getur og getur það sem þú vilt og veizt, að þú getur það sem þú vilt. Þá mun þér vegna vel í lífinu.“ * Kunninginn: „Hvað er að sjá þig Sigurður. Þú ert allur bitinn og klóraður í framan. Þú hefur rétt einu sinni fengið þér of mikið í staupinu." Sigurður: „Ónei, því var nú helv. ver. Þetta er eftir hundskrattann. Ég kom ófullur heim í gærkvöldi og hann þekkti mig ekki.“ * Hún var nýtrúlofuð og kom til saumakonu og pantaði brúðarkjól. Hann átti að vera hvítur. „Hvítur litur þýðir algjört sak- leysi. Þér viljið hafa hann hvítan?“ Stúlkan hugsaði sig um stundar- korn, en sagði svo: „Jæja, þér skul- uð þá setja mjóa svarta rönd á pils- faldinn." — Þeir halda sig víst vera þríbura. * Sá, sem ekkert aðhefst, en bíður þess, sem verða vill, lifir í lokuðum heimi. Það sem opnar heiminn, er hið óvænta; trúin á hinn óþekkta möguleika. Húsmóðir nokkur hitti lækni sinn: „Ég get játað fyrir yður að mig langar iðulega að fá taugaáfall, en alltaf þegar ég ætla að láta verða af því, þarf ég að fara að laga mat og þvo stórþvott af fjölskyldunni." * Það er einn hlutur, sem flestar húsmæður eiga sameiginlegt. Þær geyma alltaf afganginn af mið- degismatnum í nokkra daga áður en þær fleygja honum. ❖ Að draga listina fram í dagsljós- ið, og fela listamanninn, — það er markmið listarinnar. (Wilde) Bretar eru manna fastheldnastir. Fyrir skömmu kom fram frum- varp í Neðrideildinni um að nema úr gildi lagaákvæði frá því árið 1600, þar sem eiginmönnum var bannað að berja konur sínar milli kl. 9 að kvöldi til 6 að morgni; til þess að hljóðin í þeim röskuðu ekki næturró nábúanna! * Það var í barnsfaðernismáli í af- skekktri sveit. Eftir því sem á mál- ið leið fjölgaði hinum „mögulegu" á listanum. Eitt sinn hittust tveir kunningj- ar í sveitinni. „Ert þú ekki upp- færður á listann?“ spurði annar þeirra. „Jú, víst er ég það, en hvernig er það með þig? „Hvort ég er, meira að segja efstur á honum.“ Presturinn var í húsvitjun og hitti eina konuna í sorgarklæðum. „Hvað er þetta?“ spurði prestur- inn. „Er seinni maðurinn yðar dá- inn?“ „Ekki er það nú svo vel,“ svar- aði konan. „En seinni maðurinn minn er svo ómögulegur í alla staði, að ég er farin að syrgja hinn fyrri.“ * Yfirskattstjórinn, sem átti 65 ára afmæli móttók svohljóðandi skeyti: „Taktu þér nú hvíld, kæri borg- ari, við höfum unnið til þess!“ * Það vita fæstir hvað stríð er fyrr en þeir eiga son á vígvellinum. VAKTIN VÍKINGUR 297

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.