Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1968, Page 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1968, Page 31
Amerisktt hafrannsóknaskipiii „Entherton“ er nýja.sta uppfinning á þessu svitii. i rauninni er ltér um 2 skip sambyggþ í eitt aS ræ.Sa. uppgötvanir lítur út fyrir að um- fangsmiklar rannsóknir á hafinu séu að fara í gang. Bandaríkin ryðja hér leiðina með geysimikil rannsóknaráform og önnur lönd fylgja í kjölfarið. Fyrsta skilyrð- ið er þó það að ganga þannig frá • málum, að ekki hljótist af milli- ríkjadeilumál. Alþjóðareglur á hafinu eru mjög óljósar og veik- t ar. Nefnd vinnur nú að því að samræma reglur á úthafinu, svo að öll ríki geti komið sér saman um, hvernig framkvæma eigi áð- ur en hin stóru áform um rann- sókn hafsins fara að fullu í gang. Tilgangurinn með þessum um- fangsmiklu rannsóknum er ekki aðeins að kortleggja hafsbotninn á nákvæman hátt, heldur einnig að rannsaka hvaða efni eru í botninum. Einnig er ætlunin að rannsaka hvar hægt er að finna sjóplöntur, fisk og skeldýr á mis- munandi dýpi og þá ekki sízt á því dýpi, sem menn hafa ekki áð- ur komizt til að kanna. Hin nýju tæki með nútíma þekkingu gerir kleift að rannsaka hin miklu dýpi sjávar. Ekki er ósennilegt að hafsbotn- inn innihaldi geysileg auðæfi, bæði matarkyns og efnisleg. Nú þegar vitum við að olía og gas hefur fengizt upp úr ýmsum svæðum hafsbotnsins á miklu dýpi. Loku er því ekki fyrir skot- ið að ýmis önnur gæði kunni að finnast í hafsbotninum. En þótt slík verðmæti kunni að finnast þar, þá er allt í óvissu með vinnslu þeirra, sem fer eftir því, hve mikill kostnaðurinn verður við vinnslu slíkra verðmæta. Sama gegnir um fiskveiðar á miklu dýpi. — Bandaríkjamenn hafa lagt stóran skerf fram til fiskveiða á miklu dýpi. Þeir hafa líka lagt fram háar summur pen- inga til rannsókna á hafsbotnin- um. Fyrir nokkrum árum fór haf- rannsóknaskip þeirra, ,,Vema“ í langa rannsóknaferð til að kanna hafsbotninnn. Rannsóknarförin stóð yfir í eitt ár og þýðingar- mesta uppgötvunin, sem í ljós kom var stór sprunga eða dalur sem lá eftir botni Atlantshafsins. Síðar kom svipuð sprunga í ljós á botni Kyrrahafsins. Hún lá undir indverska hafið og síðan suður fyrir Góðrarvonarhöfða, þar sem sprungumar sameinuð- ust. Vestan við þennan stað fann VÍKINGUR 303

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.