Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1968, Page 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1968, Page 33
S JALFVIRKNI Mikið hefur verið rætt og rit- að um hverskonar hagræðingu til lands og sjávar. Sjálfvirkar vél- ar (eða svo til?) sem ekki út- heimta eins stöðuga pössun og hinar eldri, ryðja sér í æ ríkari mæli til rúms á landi og sjó, og hafa óneitanlega sparað að veru- legu leyti vélalið, bæði í skipum og landstöðvum, raforkuverum og víðar. Mannlaus geimför hafa verið send kringum hnöttinn, og verið stjórnað frá burtfararstað, og ekkert mun vera því tilfyrir- stöðu, frá tæknilegu sjónarmiði. eða getu, að senda mannlaus skip á hvaða stað hnattarins sem er. Tækninni vex stöðugt fiskur um hrygg, þetta er ekki gert, þrátt fyrir hina mörgu kosti, og hinn gífuriega sparnað sem af þessari aðferð mundi sparast, við fyrstu sýn. Reynslan hefur þá líka sannað að sjálfvirkninni fylgja mörg vandamál, sem enn eru óleyst, og allar líkur benda til að ekki verði leyst á næstu árum. Farartæki með lifandi fólk á fjölförnum leiðum, er háð allt öðru lögmáli en mannlaus geimför, meðan þau þá eru ekki orðin alltof mörg. Það er mikill munur á algjörri sjálfvirkni og ýmiskonar hagræð- ingur, sem af henni má leiða. Þó ekki sé hagkvæmt að taka upp al- gera sjálfvirkni, hefur fyrir til- komu hennar verið hægt, og sjálf- sagt — kannske meira en gert hefur verið — að fækka vélaliði, bæði á skipum og landstöðvum. Þetta virðist hafa gengið vel, og ekki valdið slysum, né alvar- legum truflunum í rafstöðvum og öðrum orkustöðvum á landi, eink- um þar sem um vatnsafl er að ræða„ en allt öðru máli gegnir með vélar í skipum, þótt þær séu byggðar eftir nýjustu aðferðum, og eigi að segja til ef eitthvað er ábótavant við hirðingu þeirra. VÍKINGUR Við höfum, því miður, oftast mjög nærtæk dæmi um að hin sjálfvirku tæki koma ekki að sama gagni og vakandi auga samvizkusamlegrar lifandi veru, sem er starfi sínu vaxin. Skip stranda í sæmilegu veðri þótt þau hafi sjálfritandi dýptarmæli, radar, miðunarstöð og öll hugs- anleg nútíma tæki. Sjálfstýri, Girokompás, hefur valdið mörg- um árekstrum og glatað mörgum mannslífum, og svo mætti lengi telja. Ef höfð eru í huga íslenzk fiskiskip, 50 til 300 tonna skip, með þeim tæk j um sem þeim fylg j a, held ég að erfitt verði að mæla með mannlausu vélarúmi, eins og því miður virðist ekki óalgengt fyrirbæri. Þótt hinar nýju, dá- samlegu dieselvélar geti gefið frá sér ferleg hljóð ef þær eru að verða olíulausar, smurningu á- bótavant, kælivatn eða útblást- ursgas að komast á of hátt hita- stig o.s.frv., er það svo ótal margt annað sem yfir getur komið, (margt skeður á sæ) , og skulu hér aðeins nefnd fá dæmi. Það á jafnt við um fiskiskip og fraktskip, að dæling frá lestum er mjög áríðandi atriði, og er, eða ætti að vera, fyrsta boðorð fyrir vakthafandi menn í vél og brú, og að sjálfsögðu jafnframt stöðug tæming frá vélarúmi. Þetta at- riði eitt útaf fyrir sig ætti að vera næg ástæða til þess að skilja aldrei eftir mannlaust vélarúm í þessum skipum, enda hafa stífl- aðar og óklárar „Lensingar" eða „Lensileiðslur" löngum valdið vakthafandi vélstjórum ærnum viðfangsefnum á annars löngum næturvöktum. Eitt lítið stálrör með háum olíuþrýstingi, sem gefur eftir fyrir stöðugu álagi, óheppilegum titringi, eða nuddi við aðra hluti, og fer að leka, eða springur, og sprautar innihaldi sínu á aðra vélahluti, sem ef til vill hafa eðli- legan líkamshita, 200—300 gr. C, geta á örskammri stund valdið ó- slökkvandi báli í vélarúminu, þar sem viðvörunarkerfi, hversu há- vært sem er, og hversu léttsvæfur vélstjórinn er, ef hann annars sefur, getur ekki forðað frá stór- kostlegum skemmdum. Ventilgormur á vélartoppi, sem festist, getur á örskammri stundu breytt hreinu og snyrtilegu véla- rúmi í umhverfi, sem meira minn- ir á hlandfor, og getur þá einnig valdið skaða eða íkveikjum eins og minnst er á hér að framan, ef vélstjórinn kemur ekki í tæka tíð til þess að fyrirbyggja hann. Olíuskilvindur sem hætta að „taka,“ geta líka valdið óþægind- um, þótt að sjálfsögðu sé hægt að setja þær í samband við viðvör- unarkerfi, og séu ekki sambæri- leg við hin tvö fyrrnefndu dæm- in. Ég ætla ekki að telja upp fleiri atriði sem torvelda algjöra sjálf- virkni VV véla í (ísl.) skipum, en að sjálfsögðu ber að nota þessa tækni til þess ýtrasta, til þess að fækka starfsliði, jafnvel meira en ennþá hefur verið gert, og er það tímabært verkefni stéttarfélaga, Vélstjóra, Skipstjórnarmanna og Útgerðarmanna, að finna á því skynsamlega lausn. Eins og fyrr segir eru tækni- legir möguleikar á að senda skip er, en ég held að við ættum að taka einhverja aðra nútímatækni til athugunar fyrir okkar skip, með mannlaus vélarúm hvert sem hvort sem um er að ræða fiski- eða farmskip. Rvík, 15. sept. ’68. Guðfinnur Þorbjörnsson. -X 306

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.