Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1968, Síða 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1968, Síða 37
Ágúst Frli. af l>ls. 298 Síðar tekur Ágústvið formennsku á þeim bát og er með hann í 4 vertíðir. Eftir það kaupir hann m.b. „Hjálpara" ásamt fleirum og er vélamaður á honum í nokk- ur úthöld þar til hann seldi hann. Ágúst var vélamaður allt til 1930, bæði frá Eyjum og fyrir Norðurlandi á síldveiðum. Ágúst flutti til Reykjavíkur eftir að hann hætti sjómennsku og vann þar aðallega við fyrir- tæki Ragnars í Smára. Árið 1954 flyzt hann aftur til Eyja og stundar trésmíðar. Ágúst varmeð allra beztu vélamönnum sinnar tíðar og jafnhliða sjómaður. — Hann var einn þeirra manna, sem allt lék í höndunum á. Ágúst lézt 25. nóvember 1963. Sigurjón Frh. af bls. 298 1934 tók hann við formennsku á m.b. „Þrasa" og var með hann þá einu vertíð. Eftir það flytur Sigurjón til Þórshafnar og er þar formaður með opinn vélbát í mörg sumur og þar drukknaði hann við annan mann á opnum vélbát 4. sept. 1942. Helgi Frli. af bls. 298 bilun varð á bátnum, sem hrakti undan sjó og roki. Enskur togari fann bátinn út af Selvogi með bil- aða vél, leki var kominn mikill á bátinn. Togarinn kom með bátinn undir kvöld daginn eftir. Helgi var sagður hafa lagt sinn skerf til að lialda bátnum ofansjávar. 1913 tók Helgi við formennsku á m.b. „Frí“ og var með hann þá einu vertíð, eftir það ár fór liann háseti til Magnúsar Jónssonar í Sólvangi og er með honum á „Gullfossi" og „Pipp“ og „Herj- ólfi“ 1930 og jafnhliða er Helgi á Austfjörðum í fjölda sumur. 1927 flytur Helgi undir Eyjafjöll VÍKINGUR og gerist bóndi í Efri Rotum og býr þar í mörg ár, en stundaði sjó í Vestmannaeyjum á vetrum fram eftir 1930. Hann mun hafa róið frá Eyjum og Fjallasandi um 40 ár. Var talinn með allra beztu sjómönnum sinnar tíðar. Eftir að Helgi hætti búskap í Rotum flutti hann til Reykjavík- ur og stundaði þar trésmíðar meðan að heilsa hans entist. Hann dvelur nú í Reykjavík 87 ára gamall og ber aldurinn vel og er glaður og reifur. Oskar Frb. af bls. 299 ið byggingafulltrúi Eyjamanna. Óskar var góður sjómaður og fjölhæfur við öll sín störf. Pétur Frh. af bls. 299 var fyrir skildi í sjómannastétt Eyjanna, því miklar vonir voru bundnar við Pétur og báða þá bræður, því Pétur var búinn að sýna hörku og dugnað í afla- mennsku. > Asgrímur Frb. af hls. 299 höld fyrir Norðurlandi. Ásgrím- ur sótti sjó af kappi og gekk vel að fiska. Hann hætti sjómennsku 1963. £ £ £ £ Tveir strákar höfðu stolist inn á málverkasýningu. Þar var sýnd nú- tíma list. Þar sem þeir stóðu og horfðu á eitt málverkið, hnippti ann- ar þeirra í hinn og hvíslaði: „Við skulum flýta okkur héðan. Það gæti einhver komið og kennt okkur um þetta krafs! * Það hefir aldrei brugðist, að morgunn komi eftir nótt, hversu svört sem hún var. Sigurði Magnús- syni árnað heilla F a sexiugsafmælinu / — V_________________________________/ Á þessum síðustu og verstu tímum er stundum kvartað yfir því, að íslenzk sjómannastétt kunni ekki orðið nógu vel til verka. Ekki verður það sagt um Sig- urð Magnússon háseta á vitaskip- inu Árvakri. Hann er búinn að vera háseti á vitaskipum í 25 ár og segir það sína sögu. Enda má með sanni segja, að handbragð hans er slíkt, að þar lofar verkið meistarann. Mynd þessi var tekin af Sigga Magg. á sextugasta afmælisdegi hans. Var hann þá að störfum um borð í v/s Árvakri hinn 20. ágúst síðastliðinn, þegar hann var að byrja á afmælissplæsinu. Ásgrímur Björnsson. 309

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.