Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1968, Blaðsíða 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1968, Blaðsíða 43
>1 Hollur er heima- fenginn foaggi í sunnudagsblaði Morgunblaðsins hinn 15. sept. er spjall Einars Sigurðssonar, „Úr ver- inu,“ eins og venja er til. I þessu spjalli kem- ur Einar Sigurðsson óvenjulega víða við og er frekar léttur í skapi, þrátt fyrir alla kreppu, sem nú er hæst á baugi í daglegu tali, og virðist Einar Sigurðsson sjá ekki að- eins beint fram á við, heldur einnig til beggja hliða. Þetta er ánægjuleg breyting til batn- aðar frá því að hann kom fram í sjónvarpi nýlega og svaraði (eða átti að svara) spurn- ingum Haralds J. Hamars. Þar kom hann fram eins og gamall vagnhestur með leður- blöðkur fyrir báðum gagnaugum, enda svör hans eftir því. Það, sem fær mig til að stinga niður penna í þessu sambandi, eru ummæli hans um inn- lendar skipasmíðar. Þar segir hann orðrétt: ,,Er ekki kominn tími til, að íslendingar smíði skip sín sjálfir, smá og stór, hver veit nema þeir gætu þá farið að flytja út skip, þegar aðkallandi verkefnum fyrir landa sína væri lokið.“ Þarna kemur Einar Sigurðsson inn á efni, sem fyrir löngu hefði átt að taka fastari tök- um en gert hafði verið, og hefði reyndar að skaðlausu mátt gera því betri skil en hann gerði í þessu „rabbi.“ Þetta er svo mikið hagsmunamál fyrir Is- , > lendinga, að óþarfi er að lauma því inn í <> grein um útgerð og skipasmíðar Pólverja. Þó er hér stigið spor í rétta átt og ber eins og ,, fyrr segir að þakka það. o Eins og Einar Sigurðsson drepur á í spurn- ' ’ arformi þó, er ekki ólíklegt, að íslendingar ,, gætu farið að flytja út skip í stað þess að o kaupa þau frá útlöndum, þegar þeir væru ' ’ búnir að fullnægja þörfum heima. ,, Þetta er ekki aðeins líklegt, heldur ákveðin < > staðreynd, sem undirritaður hefur haldið ' ’ fram, en fyrir lokuðum eyrum útgerðar- ,, manna, ríkisstjórnar og þjóðarinnar í heild, <> í áraraðir, og bendi ég til margra greina, sem ' ’ birzt hafa í Sjómannablaðinu Víkingi og víð- ar á undanförnum árum. Þar hefi ég margoft ,, bent á, að við eigum að smíða okkar fleytur < ’ sjálfir, að við höfum eins góð skilyrði og betri ’ ’ til þess en aðrar þjóðir, að við getum ekki lif- I að á því að kaupa vinnu, vélaafl og verzlunar- I álagningu, jafnvel þótt ódýrf þylci i bili, af ♦ öðrum þjóðum, að um leið og við erum okkur Y sjálfum nógir í þessum efnum er opin leið til I takmarkalítils útflutnings. ♦ Einar Sigurðsson hefði mátt og á e.t.v. eft- T ir að svara einhverjum spurningum Haralds I J. Hamars frá síðasta sjónvarpsþætti beint é eða óbeint, og væri það gott, og líka væri gott, ♦ ef útgerðarmenn og útverðir þeirra kæmu I auga á hin gömlu sannindi, að hollt er heima I hvat við. ♦ 15. sept. 1968. I G. Þorbjörnsson. { Þróunin til málvöndunar virð- ist öll ganga í sömu átt að þynna út málið, tjá sig með sem flestum orðum (samkvæmt uppmælingu) og fyrir alla muni að fallbeygja öll heiti og hugtök. Síldveiðimenn og síldarsöltunar- stúlkur, sem þótti sæmileg ís- lenzka allt fram til 1940 ásamt telpuskóm eru nú síldaveiðimenn (þar eð um fleiri en eina síld er að ræða), síldasöltunarstúlkur og telpnaskór. Við aldamótamenn töluðum um heimsmarkað sem samheiti, nú heyrir maður varla annað en að verð hafi hækkað eða lækkað á heimsmörkuðum. Það er eðlilegt og sjálfsagt að segja, að verð hafi hækkað á enskum markaði, en e.t.v. lækkað á þýzkum mark- aði, en að tala um marga heims- markaði tel ég hæpna íslenzku. Það var vissulega tímabært að útrýma dönskuslettum úr málinu um aldamót, en hvað höfum við fengið í staðinn? Hvernig virðist ykkur þýðing erlendra frétta í blöðum og út- varpi? Er hún miklu betri? Hvað mundi höfundur Njálu segja um fréttir frá Viet Nam, Kennedyhöfða eða bara lýsingu á handboltaleik í okkarfínuíþrótta- kúlu á íþróttasvæðinu í Laugar- dal? Mundi hann ekki stundum hafa orðað setningar á annan veg en nú er gert og þá með betri orð- um? Við þessir gömlu, sem erum ýmsu vanir, mundum ekki verða hissa á því, þótt farið væri að kalla Alþingi íslendinga, sem þó er búið að þrauka þetta lengi, ein- hverju öðru nafni, sem betur þætti eiga við tíðaranda, t.d. For- mælendastofnun ríkisins eða lög- gjafarsamkundu ríkisins með til- heyrandi skammstöfunum, F.S.R. eða L.S.R. Óneitanlega lýsa bæði þessi nöfn öllu nánar því, sem er að gerast á þessum virðulega stað, ef formælendaheitið er þýtt á sama hátt og fréttamenn blaða og útvarps gera nú, en væri það til bóta málfræðilega séð? G. VÍKINGUR 315

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.