Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1992, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1992, Blaðsíða 4
V í K I N G U R RITSTJÓRNARGREIN SIGURJÓN VALDIMARSSON HVAD MÁ FRELSIÐ KOSTA? ■ Fyrirmörgum árum, áratugum meira að segja, lagði þingmaður á þingi Bandaríkja Norður—Ameriku fram tillögu um að Islandi yrði bcett inn í það ríkjabanda- lag. Hugmyndin liomst aldrei til alvarlegrar umrœðu en hún vakti mikla ólgu, jafnvel reiði, meðal Islendinga. Þegar þetta gerðist var höfundur þessa pistils ungur og framgjarn og sá mannlífið í svörtu oghvítu, og lét sér það ncegja. Hann héltþvíþá fram að það skipti engu máli hvað valdhafarnir hétu né. Iivar þeir sætu, það eina sem gilti vceri efnahagsleg afkoma einstaklinganna í landinu. Á þeim árum var USA talið vera land opinna tœkifcera, og nær öruggt að hver sá sem hefði þor og dug til að bera sig eftir björginni yrði þar vel stceður, jafnvel moldríkur, á skömm- um tíma. Hvers vegna skyldum við þá eklti grípa tilefnið og vinna að því öllum árum að verða eitt ríkið i því gósenl- andi? Málflutningurinn fékk slœmar undirtektir. Þjóðin hafði þá fáum árum fyrr öðlast fullt sjálfstœði, eftir aldalangt ríkjasamband við Dani, og var hreint ekki til þess búin að rceða það aðfórna nýfengnu frelsi fyrir hringlið í gullinu. Síðan eru liðin 35 til 40 ár og margt hefur breyst í veröld- inni og með þjóðinni. Nú hefur undirritaður komið auga á hin ótrúlega fjölbreyttu litbrigði tilverunnar og trúir því ekki lengur að veraldlegur auður skipti mestu máli fyrir hamingju og velferð manna, þótt því verði ekki neitað að hann hjálpi til ef vel er með hannfarið. Islenska þjóðin þurfti ekki að ganga til lags við USA til að skapa sér velsceld. Hún nýtti sín eigin tcekifceri og komst framarlega í röð best stceðu jojóða heimsins. Ef til vill hefur velgengnin blindað okkur og við tapað áttum um tíma með þeim afleiðingum að heldur hefur verið á brattann að sœkja á seinni árum. Öðrum þjóðum Evrópu hafa einnig verið búin mikil. örlög á þessum árum. Vestur—Evrópuþjóðirnar luifa átt velgengni að fagna, þcer hafa búið við sœmilegan frið og efnahagur þei.rra hefur vaxið og dafnað. A seinni árum hafa j)cer bundist í bandalög til þess að tiyggja enn betur velmegun sína og um þessar mundir er unnið að þvíöllum árum að sameina pessi bandalög í eitt og styrkja það enn frekar meðþvíað koma þjóðum þess undir einn stjórnmála- legan og hernaðarlegan hatt. Fyrr á öldinni gengu þjóðir Austur—Evrópu i slíkt bandalag, örfáar þeirra voru reyndar þvingaðar til þess gegn vilja sínum. Nú hefur það bandalag liðast sundur, fyrrum þjóðir þess búa við örbirgð og örvcentingu, brœður berjast um völcl, borgir eru brenndar og jörðin er blóði drifin. Hugur mannsins er oft ótrúlega bundinn og sjóndeildar- hringurinn ótrúlega lítill. Vafalaust telja forustumenn þjóðanna í Evróþu sig vera vemdara hagsmuna þjóðar sinnar, hvort sem þeir berjastfyrir sameiningu eða sundr- ungu. Kannski hafa þjóðirnar sem nú hafa slitið slnu sambandi náð botni mannlegrar niðurlœgingar svo að leið þeirra geti ekki le.gið annað en upp, en hinar, sem eiga þann draum heitastan að sameinast, hafa ef til vill náð toppi velmegunar svo að þeirra leið geti ekki legið nema niður. Enginn getur sagt fyrir um það, það liggur falið íframtíð- inni. Mikið erum við íslendingar heppnir að geta staðið utan við þetta allt — eða hvað? Við erum að vísu langt komnir með að semja okkur inn í Evrópskt efnahagssvceði og enda þótt stjórnmálaleiðtogar okkar neiti enn að nokkur frekari sameining við Evrópubandalagið sé á döfinni, er ekki leng- ur sami sannfceringarkraftur í neituninni og áður var. Erum við ef til vill að síga í átt að því að verða ríki í bandalagi Vestur—Evrópu? Eftir tvö áir erufimmtíu ár síðan við fengum fullt stjórn- málalegt frelsi og það er Ijóst að nú eru miklu fleiri Islend- ingar með svipaðar skoðanir og undirritaður hafði fyrir löngu þegar inngöngu í USA barágóma. Éghefhinsvegar skipt um skoðun og tel nú að okkar dýrmcetasta eign sé aðfá að búa á Islandi og fá að ráða málum okkar sjálf. Öll él styttir upp um síðir og ég efast ekki um að við munum ná samstöðu um hagstceðustu nýtingu auðlinda lands ogsjávar og eiga góða framtíð i landinu okkar og gott samstarf við grannþjóðirnar, án þess að þurfa að selja þeim hluta af sjálfstœði okkar. Enginn skal fara í grafgötur með það að við göngum ekki inn í þetta nýja bandalag Evrópuþjóð- anna nema framselja því a.m.k. hluta af frelsi okkar. Sþurningin erþvíþessi: Hvað viljum við selja og við hvaða verðil Mitt mat er Ijóst; við eigum svo mikla möguleika til góðrar afkomu hér á okkar landi að við getum ekkert sótt til neinna þjóðabandalaga sem erþess virði að greiðafyrir það með hluta af sjálfsiceðinu. Þeim mönnum sem nii sjá þátttöku okkar í Evrópubanda- laginu í rósrauðum hillingum og sjá þar fyrir sér glcesta framtið, vceri vafalaust hoUt að staldra við, áður en lengra er haldið, og rifja upp fyrir sérhvem hugnútíminn bertil þeirra sem stóðufy rir stofnun bandalags Austur—Evrópuþjóðanna og stýrðu jxuí. Sömuleiðis má minnast Vidkum Qidsling, hins norska, sem á stríðsárunum taldi þjóð sinni best borgið undir fonceði Þjóðverja. Þessir menn njóta ekki virðingar okkar, en þeir hafa sjálfsagt ekki vitað betur þegar þeir unnu verk þau sem komu þeim á spjöld sögunnar. + 4

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.