Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1992, Síða 8
V í K I N G U R
Á íslandi nútímans er lítið farið í
felur með tilhneiginguna til að skapa
þetta forna ástand, þótt undir öðrum
flöggum sé siglt nú, reyndar falskari
en þeirn fyrri. Trúarofstæki nútíma Is-
lendinga er engu minna nú en var á
miðöldum, og það tekur öll völd af
heilbrigðri skynsemi. Munurinn er
aðeins sá að nú trúurn við á langskóla-
göngu, svokölluð vísindi, í staðinn
fyrir kirkjuna. I staðinn fyrir gamla
aðalinn koma kolkrabbinn og sægreif-
arnir nýju, og er óþarft að kynna þær
stéttir frekar, svo vel vita allir Islend-
ingar um þær. Það er meira að segja
farið að draga úr möguleikum al-
mennings til menntunar, sem gæti
verið liður í áætlun um að loka
„kirkju" nútímans fyrir öðrum en
þeim sem þóknanlegir eru valdhöfun-
um. Munurinn á miðöldum og nútíma
íslandi er sá að nú er bér uppi stétt
manna, sem varð til í skjóli hins svo-
kallaða lýðræðis, stjórnmálamenn, og
virðist sú stétt vera handbendi hinna
tveggja til að koma þeirra hagsmunum
á framfæri.
Vei þeim sem efast
Nú hefur Hafrannsóknastofnun
—sú deild ,,kirkjunnar“ sem varðar
okkur fslendinga mestu og nýtur um
leið mestrar lotningar landsmanna —
gefíð út sinn erkibiskupsboðskap um
veiðar jrjóðarinnar á næsta fiskveiði-
ári; við eigum að afneita lífsins gæðum
og vafalítið þá einnig að nota tfmann í
andakt og tilbeiðslu við hið nýja guð.
Forustumenn þjóðarinnar falla fram
og kirja sitt halelúja og vei þeim sem
efast. Sjávarútvegsráðherra segir að
ráðgjöfin sé byggð á bestu vísindalegri
þekkingu sem völ sé á og það sé óvar-
legt að fara ekki eftir henni. Sægreif-
arnir taka grátandi í sama streng, en
sennilega brosa jreir í laurni og hugsa
sem svo; fínt, nú fara litlu helvítin á
hausinn og við fáum kvótann þeirra.
Og þeir eru nú þegar farnir að bítast
um fallerantana og kvótaverðið er á
uppleið.
Þvílíkt árans ekkisen rugl og ósann-
indi sem Jress þjóð hefur ánetjast og
það verður ekki skýrt nreð öðru en
trúarblindu og útilokun á heilbrigðri
hugsun. Það er nefnilega rangt sem
sjávarútvegsráðherra sagði í boðskap
sínum til sjómanna á sjómannadag-
inn. Við eigum völ á miklu betri vís-
indalegri ráðgjöf heldur en þeirri sem
Hafró veitir. Við eigum reynslu sem
segir okkur allt aðra sögu en Hafró og
í samskiptum okkar við náttúruna er
Við eigum reynslu sem
segir okkur allt aðra sögu
en Hafró og í samskiptum
við náttúruna er miklu
meira mark á henni
takandi en
reikniformúlum.
miklu meira rnark á henni takandi en
reikniformúlum sem misvitrir menn
hafa komið sér upp.
Stærstu ósannindin
Reynslan segir okkur að þorskurinn
þoldi miklu meira veiðiálag áður en
Hafró fór að skipta sér af veiðinni
heldur en það sem síðar varð. Hún
segir okkur líka að veiðin hefur
minnkað ár frá ári eftir að „vísindin"
tóku við stjórninni. Reynslan kennir
okkur ennfremur að fæst af því sem
„vísindin" hafa sagt okkur um ræktun
og uppbyggingu fiskstofnanna á sér
nokkra stoð í veruleikanum. Kannski
eru stærstu ósannindin, sent jrjóðinni
hafa verið sögð, þau að stofnunin hafi
yfir einhverri þeirri þekkingu að ráða
sem réttlæti að hún sé tekin fram yfir
reynsluna, og hafa okkur jjó verið
sögð mörg ósannindi í jressu sam-
bandi. Nægir þar að benda á ósann-
indin um að veiðin hafi stjórnað sveifl-
um á stærð stofnanna, sú saga er ein-
göngu sögð dl að reyna að velta
Nægir þar að benda á ósannindin um að veiðin hafi stjórnað sveiflunum á stærð stofn-
anna...
8