Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1992, Síða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1992, Síða 12
V í K I N G U R síðar með ívið mildari ráðgjöf, vænt- anlega til að láta líta svo út að þar á bæ sé góðu kallana að fínna. Má kannski spyrja hvort Hafró sé þarna að feta í fótspor ljótu kallanna á íslandi sem hafa mælt nteð meiri veiði en ráðgjöf þeim „vitrari" manna hefur hljóðað uppá? Eða eru þeir aðeins að gefa í skyn að þeir séu klárari en starfsmenn Alþjóða hafrannsóknaráðsins? Oft hendir það í samfélagi ntanna að talin er þörf á að rannsaka gerðir manna, félaga eða stofnana. Hafró lagði til rannsókn á sjálfri sér við ráð- Enn er ósvarað hvað valdi þeirri óskiljanlegu þráhyggju að halda fram ósönnuðum „vísindalegum“ reikniformúlum... herra og var svo hjálpleg að benda honum jafnframt á ntanninn sem henni þótti æskilegast að gerði rann- sóknina. A þetta féllst ráðherra og réð manninn samstundis!!! Það eru sjaldgæf for- réttindi þess sem á að rannsaka að fá að velja sér þann sem rannsóknina á að framkvæma. Nú hefur vitnast að þessi maður er einn af dyggustu fylgis- mönnum Jteirrar reikniformúlu sent Hafró notar til að ákveða stofnstærðir, sumir segja reyndar að hann sé einn af höfundum hennar. Tæplega þarf flóknar reikniformúlur til að spá fyrir um niðurstöður rannsóknar hans á Hafró. Óskiljanleg þráhyggja Hér að framan hafa því verið gerðir skórnir að trúarblindu sé urn að kenna að fískveiðimálum okkar er koniið í það óefni sem raun ber vitni. Senni- lega er það rétt að því marki að hluti þjóðarinnar lætur sig fískveiðar engu varða og kýs að trúa því sem ]x:ir menn segja sem hafa atvinnu sína af að sýsla um þessi mál, en aðrir telja sig til þess vanmáttuga að mynda sér skoðun gegn Jteirri sem sérmenntaðir menn á sviðinu kynna. Því er þó ekki að leyna að aðrar skýr- ingar hafa heyrst og þær gera ráð fyrir að Hafró lúti vilja stjórnmálamanna í tillögugerð sinni. Þungavigtarmaður í sjávarútvegi í Norður—Noregi sagði nýlega, mjög skorinort, við frétta- mann Stöðvar 2, sem þar var á ferð, að ástæðan fyrir óstjórn í norskri fisk- veiðistefnu væri sú að stjórnntála- menn beittu fiskveiðum sem gjald- ntiðli til að kaupa sig inn í Evrópu- bandalagið. Heyrst hefur sú skoðun að íslenskir stjórnmálamenn vilji draga sem mest úr sjávarútvegi núna til Jtess að telja þjóðinni trú um að ekki sé lengur lífvænlegt hér nema í fullri aðild að EB. Hvers vegna menn ættu að vilja koma íslendingum inn í EB er þó óútskýrt, nerna þá helst með Jtví að þeir telji sig reisa sér óbrotgjarnan minnisvarða með því að ganga frá slík- um samningi. Ennfremur hefur þeirri spurningu verið hreyft hvort fiskveiðistefna Jtjóð- arinnar geti hugsanlega verið notuð sem vopn í valdabaráttu í Sjálfstæðis- fiokknum. Hvoruga þessara skýringa vilja höf- undar Jressarar greinar taka undir, telja þær báðar of langsóttar og óntannlegar til að geta staðist. Hitt er annað annað mál að enn er ósvarað þeirri spurningu hvað valdi þeirri ósk- iljanlegu þráhyggju að lialda fram ósönnuðum „vísindalegum" reikni- formúlum sem hvergi nálgast vísindi reynslunnar og hafa bakað Jtjóðinni ómælt tjón. ^ 12

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.