Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1992, Page 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1992, Page 13
■■■■■ V í K I N G U R HÁTÍÐARRÆÐA GUÐJÓNS A. KRISTJÁNSSONAR SJÓMANNADAGURINN í VESTMANNAEYJUM 1992 Það er áruegjulegt að koma til Vestmannaeyja og skynja þá tilfinningu að vera í verstöð veiðimanna þar sem öllum, ungum sem öldnum, er nokliuð Ijóst á hverju Islendingar lifa. Frá mínu sjónarhorni eru Vestfirð- ingar og fólk í Vestmannaeyjum með sömu tilfinningu fyrir lífríkinu og náttúrunni að öðru leyti en því að þorskurinn sem þeir veiða er dálítið mismunandi stór, en báðum fvnnst sinn fiskur fagur og eðlilegt að hann sé veiddur þegar hann gefur sig. Sú athafnaþrá, sem er því samfara aðfá að veiða fisk þegar hann gefur sig til, er hins vegar miklum takmörk- unum háð eins og málum er komið í dag. Við höfum nú um allmörg ár búið við stjórnkerfi í fiskveiðum okkar. Fyrst var svokallað skrapdaga- kerfi, sem byggt var á takmarkaðri sjó- sókn og tegundasamsetningu aflans úr einstökum veiðiferðum eða tíma- bilum, og síðan 1984 við svokallað kvótakerfi. Fyrstu árin var bæði út- færð aflamarksleið og sóknarmark, en nú síðustu ár eingöngu aflamarksleið eða fastur kvóti á hvert skip. Sá kvóti er hins vegar seljanlegur milli útgerð- arntanna, sem slegið hafa í raun eign sinni á fiskinn í sjónum, þó svo að landslög kveði á um að fiskurinn í sjónum sé santeign landsmanna allra og skuli nýtast með þjóðarhag að markmiði og tryggja sérstaklega trausta atvinnu og byggð í landinu. Unt þessi lög stendur nú mikill ágrein- ingur með þjóðinni. Þessi ágreiningur er í öllunr stjórnmálaflokkum og öll- um hagsmunasamtökum. Nýlega voru stofnuð sérstök samtök beinlínis með það að markmiði að þessi þving- unarlög, sem síðast voru afgreidd nteð hrossakaupum á Alþingi fyrir einn umhverfísvænan jeppa, sem var for- veri núverandi umhverfísráðuneytis, verði afnumin. Ofsatrúarsöfnuður FFSÍ hefur eitt allra heildarsamtaka í sjávarútvegi mótmælt þessum lögunt og varaði sérstaklega við afleiðingunt þeirra áður en þau voru samþykkt af Alþingi. Helsta ástæðan fyrir þessari afstöðu okkar var og er sú að í lögun- unt er gert ráð fyrir sölu á óveiddum físki, sem mun leiða af sér byggðarösk- un, misvægi milli einstakra útgerðar- flokka, t.d. báta og togara, og aukinn tekjumun milli sjómanna. Þá bendir FFSÍ á það ósamræmi í lögunum um stjórn fiskveiða, sem felst í því ákvæði sem segir að nytjastofnar á íslands- miðum séu sameign þjóðarinnar á sama tíma og einstakir handhafar veiðiréttar hafa umtalsverðar tekjur af sölu á óveiddum físki. Það ber að harina hversu lítil umfjöllun var í ráð- gjafanefndinni um þetta mikilvæga atriði í frumvarpsdrögunum og þá sérstaklega um þær afleiðingar, sem óheft sala á óveiddum físki getur haft í för með sér, bæði fyrir einstaklinga og þjóðarbúið í heild. Það hljóta allir að sjá, sem á annað borð taka kvótalögin ekki eins og boð- orðin tíu, að þetta kerfí er að auka skuldsetningu í sjávarútvegi okkar. Aflaheimildir eru keyptar í nafni hag- ræðingar. Peningarnir sem greiddir eru fyrir óveiddan físk fara út úr sjáv- arútveginum og þeir sem kaupa taka lán til þess að kaupa fiskinn í sjónum. Þeir peningar eru oftast teknir að láni og heildarskuldsetning eykst. Það er svo kapítuli út af fyrir sig að kaupa 100 tonn af óveiddum og óséðunt þorski á 180 kr. kílóið og fá síðan, árið eftir hin stórgóðu kaup, að veiða 60 tonn sem í raun og veru þýðir kostnaðarverð upp á 300 kr. fyrir kílóið af óveiddum þorski. Ég verð að segja að ef útgerðar- mönnum íslands tekst með sjálfsefj- andi trúardýrkun á kvótakerfið að sannfæra sjálfa sig um að þessi kaup séu hagræðing, þeim og fólkinu til blessunar um alla framtíð, þá séu kont- in upp skilyrði í okkar litla þjóðfélagi 13

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.