Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1992, Side 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1992, Side 15
SJÓMANNADAGURINN Þrátt fyrir að FFSÍ hafi hafnað núverandi kerfi, hefur ekki verið um sameiginlega afstöðu að ræða hjá öllum sjómanna samtökum og félögum. þeim þannig í það verðuga verkefni að stækka þá auðlind sem hafið gefur. Aðalkostur þessa yrði þá sá að við myndum flýta fyrir þeirri þróun að nýta betur djúpslóð og vannýttar fisk- tegundir með þeim skipakosti sem raunverulega hefur burði til að stækka auðlindina, sem allir Islendingar lifa á, með einum eða öðrum hætti. Ég fullyrði að eins og fiskveiði- stjórnunarkerfið er í dag getur sjávar- útvegsráðherra, hversu mikinn vilja sem hann hefur til að stækka og auka nýtingu auðlindarinnar, ekki komið í veg fyrir að stóru frystiskipin kaupi til sín sífellt meiri heimildir í almennum botnfísktegundum og verði þannig smátt og smátt með engan veiðitíma aflögu til veiða á öðrum físktegund- um, sem okkur ber einnig að nýta. Nú- verandi stjórn fiskveiða dregur úr áhuga útgerðarmanna á að sækja í vannýttar tegundir, vegna þess að kerfið hvetur menn til þess að „eign- ast“ aflaheimildir, sem tryggi verkefni og rekstur fiskiskipa í hefðbundnum kvótategundum. Þetta er einn af mörgum veikleikum kerfisins. Aftur á móti tel ég að sóknarstýring með heildartakmörkun í helstu fiskteg- undum, myndi hvetja útgerðir stórra vinnsluskipa til að sækja í vannýttar tegundir utan sóknartímabila. Við megum heldur ekki gleyma því í þessu sambandi að samkvæmt hafrétt- arsáttmálanum verður strandþjóðin að leyfa veiðiskipum annarra þjóða með samningum um veiðar að nýta fiskstofna sem hún fullnýtir ekki sjálf. Þá skiptir ekki máli hvort þeir van- nýttu fiskstofnar eru innan eða utan lögsögu strandríkisins. Þetta atriði verðum við að hafa sterklega í huga, sérstaklega vegna þess að til stendur að leyfa veiðar frá EB-löndum innan lögsögunnar. Samningar og sundurlyndi Samningur um veiðar skipa frá Evrópubandalaginu innan fiskveiði- lögsögunnar, senr gera átti í tengslum við EES-samninginn, hefur ennþá ekki verið gerður. Þessi fiskveiðisamn- ingur á að hafa að megin inntaki skipti á 30 þúsund tonnurn af loðnu og þrjú þúsund karfaígildistonnum. Helsti ágreiningur, sem þar er enn fyrir hendi við EB, er fjöldi skipa sem fá leyfi til veiða og um framkvæmdamáta SKOÐUN OG VIÐGERÐIR GÚMMÍBÁTA. EINNIG SKOÐUN OG VIÐGERÐ BJARGBÚNINGA Gúmmíbátaþjónustan Eyjaslóö 9 • Örfyrisey • sími 91-14010 • fax 91-624010. HÓTEL VARMAHLÍÐ Skagafirði — sími 95-38170 — 95-38130 í gistihúsinu bjóðum við gistingu, heitan mat, kaffi og margs konar þjónustu. Á staðnum er einnig sundlaug, gufubaö, félagsheimili, póst- og símstöö og fleira. Opiö frá kl. 8.00-23.30 15

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.