Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1992, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1992, Blaðsíða 17
SJÓMANNADAGURINN Oft og tíðum hefur staðið styrr um tillögur þær og ráðgjöf sem komið hafa af þeim bæ. hins vegar geysimargt sem hjálpar vinnuveitendum og stjórnvöldum að halda okkur sundruðum. Hér skal vik- ið að nokkrum atriðum: Stjórnmálaflokkarnir hafa mismun- andi stefnu í fiskveiðimálum. Það sundrar okkur. Vinnuveitendur halda stíft á lofti og kynda undir ágreining milli veiðigreina og veiðarfæra. Hald- ið er á lofti ágreiningi um veiðar á stórum fiski og smáum. Kvótakerfið, óskabarn forystu LÍÚ, opnar allar dyr stórútgerða, sent kaupa hægt og bít- andi upp vertíðarflotann og eykur ósamstöðuna. Ofan á allt þetta koma svo hagræðingarpostularnir með þann boðskap að stórar rekstrarein- ingar hafi alla yfirburði yfir þær smáu, eða með öðrum orðum sé hagkvæmast að leggja niöur litla manninn í útgerð- arrekstrinum. Þess má minnast að í nafni hagræðingar fyrir landbúnað- inn var lagt í stórum stíl út í laxeldi og loðdýrarækt, með draumum um bjarta framtíð. Nú vísar hagræðingin okkur veginn til sameiningar í fisk- vinnslu og útgerð. Það er offjölgun í háskólamenntuðu fólki. Vonandi verður það til þess að vel menntað fólk, sent fjárfest hefur í góðri mennt- un, fer eða réttara sagt verður að fara til starfa í undirstöðugreinum íslensks atvinnulífs og öðlast þar með reynslu, þekkingu og víðsýni til þess að beita sinni góðu menntun áður en það fer að ráðleggja okkttr, sem byggjum á brjóstvitinu og starfsreynslunni, f gegnum bókvitið, sem ekki tekur alltaf mið af sérstöðu íslensks þjóðfélags og verðmæti þess að fámennt þjóðfélag vina- og ættartengsla, þolir ekki at- vinnuleysi nteð sama hætti og stór- þjóðir. Síðastliðin tuttugu ár hefur sífellt verið leitað meira eftir tillögum fiski- fræðinga Hafrannsóknastofnunar um það hvernig við eigum að veiða og hversu mikið megi veiða. Oft og tíðum liefur staðið styrr um tillögur þær og ráðgjöf sem komið hef- ur af þeim bæ. Á níu ára fresti hefur Hafrannsóknastofnun tekist með til- lögunt sínum og spádómum að setja þjóðina á annan endann. Tillögur þeirra 1976 urðu lil þess að upp var tekið skrapdagakerfi við stjórn fisk- veiða. Spá þeirra 1976 var sú að með sama þorskafla og var 1975 yrði stofn- inum nánast útrýmt árið 1980. Reynd- ar var ekki farið að tillögum þeirra. Staðreynd sögunnar var hinsvegar sú að við veiddum 430 þúsund tonn árið 1980 og Hafró lagði til 400 þúsund tonna veiði 1981. Þegar stofninn átti að vera horfinn samkvæmt tillögum þeirra frá 1976. Kollsteypur ein af annarri Níu árum síðar, eða 1983, kont önn- ur spá um hörku niðurskurð í þorsk- veiðum. Þá fæddist kvótakerfið, byggt á þeirri svartsýni um lífsmögttleika þorskstofnsins sem náði tökum á okk- ur öllum. Eftir mikið japl, jaml og fuð- ur var ákveðið að veiða 220 þúsund lonn, sem var verulega untfram tillög- ur fiskifræðinga Hafró, sem töldu allt- of mikla áhættu tekna með svo mikl- um þorskafla. Það liðu aðeins þrír og hálfur mánuður af árinu 1984, þá lögðu fiskifræðingar sjálfir til að óhætt væri að auka þorskveiðina. Tillögur þeirra fyrir árin 1985, ’86 og ’87 voru einnig um aukna þorskveiði. Lengra náði sú svartsýni ekki. Enn níu árum síðar, nú nýverið, kom svo enn ein kollsteypuspáin ttm hrun þorskstofnsins. Nú er lagt til að fara allt niður í 150 þúsund tonn og þjóðin kontin á annan endann yfir vís- dómnum og stórkostlegum spáhæfi- leikum fiskifræðinnar. Er nema von að þeir sem rýnt hafa í fræðin og ekki verið eilífir jábræður Hafró á níu ára fresti, hafi uppi efasentdir um að setja skuli þjóðina á hausinn. Ég segi fyrir ntig að ég tek ekki þessi trúarbrögð unt hrun þorskstofnsins góð og gild þótt þau séu boðuð reglulega á níu ára fresti. Það er hins vegar augljóst að meðan ráðgjöfin er ekki markvissari en dæntin sanna, þá verður að efia haf- og vistfræðirannsóknir. Mér finnst þó augljóst að það sé borin von að halda að við getum verið með þorskstofn yfir 1,2 - 1,4 ntilljónir tonna. Þetta sjónarmið mitt helgast af því að við veiðum í dag bæði loðnu og rækju sent er fæða þorsks og ntenn gera ekki hvort tveggja að eyða fæð- ttnni og setja á fæðuforðann sem veiddur er. Attk þess veiðurn við ekki hvalinn sent líka tekur fæðu frá þorsk- inunt og hrefnan étur smáþorsk ef át- an er ekki til staðar, eins og gerðist 1983. Okkur ber auðvitað að nýta allt líf- ríkið og reyna á þann hátt að stuðla að jafnvægi í lífríki sjávar. Þessa þekk- ingu verðunt við að auka og öðlast þannig skilning á samspili tegundanna í hafinu. Þessi Jtekking er oft kölluð fjölstofnarannsóknir. Inn í allt þetta koma [>au ntengandi áhrif sem maður- inn hefur á náttúru jarðar. Þar í felst mesta hætta framtíðar fyrir lífríkið og veru mannsins á þessari jörð. Ég þakka svo tækifærið að hafa fengið að heintsækja Vestmannaeyjar enn á ný. Lifið heil á Guðs vegum. Til hamingju nteð sjómannadaginn. ♦ 17

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.