Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1992, Side 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1992, Side 18
V í K I N G U R í NORDURSJÓ 1922 Norðursjórinn hafði verið nær alfriðaður fyrir fiskveiðum öll styrjaldarárin 1914 til 1918. Strax eftir stríð fóru Danir og Svíar að sækja dragnótaveiðar þangað, og fréttist hingað heim af miklum afla þeirra á árunum fram til 1921. Vorið 1922 ákváðu nokkrir íslenskir útgerðarmenn að freista gæfunnar og senda báta þangað. ■ Karl Löve átti 38 smálesta mó- torbát, sem hét Hermóður, að hálfu á móti Óskari Jónssyni, kaupfé- lagsstjóra á Þingeyri, en þaðan var bát- urinn gerður út. Ég hafði verið land- formaður á Akranesi við bát, sem hét Hera, en fórst í febrúar þennan vetur. Þá réð ég mig á þennan bát á línu á útilegu. Svo var ákveðið að fara í þessi miklu uppgrip sem áttu að vera þarna í Norðursjónum, einn af átta bátum sem þangað fóru. Ég var nýkominn á bátinn, einn af þrem hásetum ásamt Barða Barðasyni, sent ég hitti fyrst við síldarsöltun á Siglufírði sumarið 1916, og þriðji hásetinn var sonur skipstjór- ans. Áhöfnin var þá, auk okkar háset- anna, skipstjóri, stýrimaður, vélstjóri og kokkur. Ég var, auk þess að vera háseti, aðstoðarmaður í vél, nokkurs- konar aðstoðarvélstjóri. Komum við á páskum, í vonskuveðri, í sundin við Orkneyjar, skammt frá Kirkwall, flotastöðinni við suðurenda sundsins. Þaðan fórum við til Grimsby og vorum þar í tvær eða þrjár vikur að gera klárt fyrir veiðarnar, setja spil í skipið og annað sem gera þurfti. Meðan við lágum í Grimsby héldum við hópinn ég, sonur skipstjórans o£ vélstjórinn, allt ungir menn. Vélstjór- inn var vel fær í ensku og ég bjargaði mér á minni Geirsbókarensku, sem ég hafði lesið. Við fórum þá í land eftir vinnu og fórum að venja komur okkar til hjóna sem ráku verslun þarna skammt frá. Við versluðum aldrei mikið því við fengum lítið fé til ráð- stöfunar, en við kynntumst hjónunum vel og konan fór að bjóða okkur inn á heimilið, en jrau bjuggu þarna í sama húsi og verslunin var í. Þau hjóniri, sem hétu að eftirnafni Smith, áttu fjórar dætur. Sú elsta var trúlofuð og hafði setið í festum í ein tvö eða þrjú ár, að okkur 18

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.