Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1992, Blaðsíða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1992, Blaðsíða 27
KRAFTAJÖTNAR hins vegar settir um borð í Baltic skipasmíðastöðinni í Leníngrad (sem nú heitir víst St. Petersburg). Höfund- ur var fyrsti vestræni blaðamaðurinn sem fékk að fara um borð í sovéskan kjarnorkuísbrjót. Honum var leyft að taka ljósmyndir og birtist ein þeirra með greininni. Ekki fékk Vaygach raunar að kljást við ís í þessari reynslusiglingu því Kir- jálabotn var íslaus. Hins vegar hafði líkan af skipinu verið látið spreyta sig á tölvustýrðum ísbreiðum rannsóknar- stöðvar Wártsilá í Helsinki. Þar var líkt eftir umbrotum heimskautaíssins og skipinu stýrt í gegnum hann. Kuldinn í þessari tilraunastöð var lækkaður niður í 50°C til þess að reyna hversu vel efnin sem notuð eru við smíði skipsins standast kuldann. Auðlindir norðursins heilia Pað eru augljósar ástæður fyrir því af hverju Sovétmenn hafa komið sér upp stærsta og fullkomnasta flota ís- brjóta sem til er í heiminum. „Mikil- vægi norðurhéraðanna hefur farið vaxandi vegna þess að þar eru gífur- legar olíu- og gaslindir, auk verð- mætra málma í miklu magni,“ segir Leonid Danilov en hann er yfirmaður ísbrjótaáætlunar sovéska ríkisins. Og hann bætir því við að til þess að hægt sé að nýta þessar auðlindir þurfi að flytja hráefnið á staði þar sem hægt er að vinna úr því. Sovétmenn eiga yfir 300 flutningaskip sem gerð eru fyrir flutn- inga á íshöfunum, en til þess að þau geti athafnað sig þarf ísbrjóta til að ryðja þeim braut. Sovétmenn liafa neyðst til þess að knýja ísbrjóta sína kjarnorku vegna stærðar landsins og mikilla íjarlægða. „Kjarnorkuknúinn ísbrjótur getur at- hafnað sig í þrjú ár án Jress að taka eldsneyti og hann er mun ódýrari í rekstri en skip knúið dísilvél. Dísilskip getur einungis verið á sjó í 30 daga í einu, þá þarf það að snúa til hafnar og fá meira eldsneyti. Það Jrýðir að í hverjum ntánuði þarf að flytja 5.000 tonn af olíu með járnbrautarlestum norður til heimskautsins — fyrir hvern einasta ísbrjót," segir Danilov. Áhugi manna á Norðurheimskaut- inu hefur farið ört vaxandi á undan- förnum árum. Þótt rúmlega helming- ur strandlengjunnar sem liggur að ís- hafinu tilheyri Sovétríkjunum eru álitlegar spildur í Alaska og Kanada og Jiar eru einnig verulegar olíulindir. Þess vegna leggja Bandaríkjamenn sí- aukna áherslu á að smíða stærri og öflugri ísbrjóta. Finnar í fararbroddi En það eru Finnarnir í Wártsilá sem eru ótvíræðir brautryðjendur í [n óun ísbrjóta. Þeir liafa hannað skip með nýja tegund af bóg sem valda mun byltingu í íshafssiglingum. Stefnið á þessum nýju skipum sveigir miklu meira inn en á vanalegum skipum og því er ætlað að renna upp á ísinn og brjóta hann ofanfrá. Tilraunir hafa leitt í ljós að þannig er mun auðveldara að brjóta ísinn en að skera hann á hefðbundinn hátt. Á byrðinginn er smurt sérstakri epoxý-blöndu sem auðveldar skipunum að renna sér upp á ísinn og við sjólínu er 10 sm þykkt stálband sem eykur á styrkleika skrokksins. Flestir ísbrjótar eru búnir tækjum til [ress að „vagga sér“, ef svo má að orði komast. Sú tækni er notuð til Jress að losa skipin úr klemmu í ísnum. í Wártsilá hefur þessi tækni verið full- komnuð með tölvustýringu sem getur dælt 640 tonnum af vatni milli tanka í hliðum skipsins á innan við einni mín- útu. Og það er einnig hægt að stjórna slagsíðunni upp á brot úr gráðu. Eldri tegundir af ísbrjótum hafa fjórar skrúfur, tvær að aftan og tvær bógskrúfur. Vegna þess hve nýju ís- brjótarnir eru sleipir að framan geta þeir rennt sér niður af ísnum. Þar með er þörfin fyrir bógskrúfur til þess að bakka út úr ísnum ekki lengur fyrir hendi. Stórflutningar undir ísbreiðunni? Þessar framfarir í gerð ísbrjóta hafa orðið til þess að nú eru skipahönnuðir farnir að velta fyrir sér að smíða far- þegaskip, olíuskip og risastór gáma- skip sem væru fær um að brjóta sér leið með farm og farþega um íshafið. Einnig hafa menn sett fram hug- myndir um geysistóra kjarnorkukaf- báta sem flutt gætu olíu eða annan farm undir ísbreiðunni. Bandaríski flotinn hefur haldið úti kafbátum undir Norðurheimskautinu um langt árabil svo hafsbotninn er kyrfilega kortlagður. Auk þess auðvelda gervi- hnettir og tölvustýrð stjórnkerfi skip- Véla- og skipaþjónustan FRAMTAK HF DRANGAHRAUN11 B SÍMI 91-652556 • FAX 91-652956 Alhliða vélaviðgerðir-Rennismíði-Piötusmíði ¥77* 1 Statino 27

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.