Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1992, Síða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1992, Síða 28
stjórnarmönnum að rata undir ísnum og finna öruggustu Ieiðina. Síðast en ekki síst má nefna hug- myndina um íshafslestina svonefndu sem felst í því að láta kjarnorkukniiinn ísbrjót draga á eftir sér skipalest gegn- unt ísinn. En framtfð þessara hug- ntynda ræðst að sjálfsögðu af þörfinni og markaðnum. Ljóst er að undir ís- breiðum Norðurheimskautsins er að finna síðustu ónýttu auðlindir heims- ins — og þær ósmáar. En heimurinn mun því aðeins hagnast á hagnýtingu þeirra að hún taki mið af viðkvæmri náttúru svæðisins. ÍSINN NÍSTIOG SKÓK SKIPIN DAUDINN VAR VIÐ HVERT FÓTMÁL Nú á dögum fara sterkbyggðir ís- brjótar allra sinna ferða um ísbreiður Norðurheimskautsins og færa vís- indastöðvum birgðir. Fyrir daga þeirra voru siglingar í ís mesta hættu- spil og kostuðu margan góðan dreng- inn lífíð. hað var raunar engin furða því seglskip úr tré gátu ekki brugðið eins skjótt við þegar ísinn fór á hreyf- ingu og skrokkar þeirra stóðust ekki átökin þegar hann hlóðsl upp í háa íshryggi. Við þetta bættist fáfræði sjófarenda um heimskautin, veðurlag og hreyf- ingar ísbreiðunnar, sem oft leiddi rnenn í ógöngur. Snemma á 16. öld skrifaði kaup- maður nokkur í Bristol bréf til Hinriks áttunda konungs og kvaðst ætla að sigla yfir Norðurpól. Hann var óhræddur við hættuna og erfiðleikana sem slík sigling hefði í för með sér, því„ljóst er að þar um slóðir cru höfin mild og löndin blíð.“ Hann lét úr höfn árið 1525 á þremur skipum og hefur hvorki til hans né skipanna spursteftir það. Annar sæfari frá sömu öld, Thomas Ellis, lýsti þannig fyrstu kynnum sín- um af heimskautaísnum: „Þegar við komum inn í ísinn lent- um við í þröngri og vandrataðri ís- rennu... Svo gerði brælu...öldurnar bar við himin og þær færðu ísinn nær okkur, svo hratt að við áttum fullt í fangi með að forða okkur inn í auðar lænur. Svona gekk þetta alla þessa öm- urlegu nótt... dauðinn var við hvert fótmál þegar ísinn nísti og skók skipin af feiknaafli... Svo fór að barkurinn Díónýsus sökk með öllum farmi inn- anborðs án þess við fengjum nokkuð að gert, enda var hann heldur veik- burða...“ 1 þetta skipti varð þó mannbjörg, en margir aðrir pólfarar urðu ekki slíkrar gæfu aðnjótandi. Árið 1847 gerði John Franklin tilraun lil að brjótast svonefnda norðvesturleið til Kyrra- hafsins en skip hans tvö festust í ísnum og allur leiðangurinn, 157 nianns, fórst úr kulda, vosbúð og skyrbjúg. Það var ekki fyrr en 6. apríl árið 1909 sem Norðurpóllinn var loksins sigraður. Sá sent það gerði var Robert Peary. En áður en hann komst á pól- inn hafði hann gert tvær misheppnað- ar tilraunir til þess og kostuðu báðar mannfórnir. Tveimur árum síðar komust fyrstu mennirnir á Suðurpól- inn í frægu kapphlaupi sent endaði nteð ósköpum fyrir Roþert F. Scott og leiðangursntenn hans. Þeir töpuðu keppninni við Norðmanninn Roald Amttndsen og komust aldrei til baka frá pólnum. Scott og félagar máttu draga sleðana sína sjálftr eftir að hundarnir dóu og náðtt ekki til birgða- stöðvar sem þeir höfðu reist á ísnum. í einni af síðustu dagbókarfærslum sín- um segir Scott: „Á hverjum degi höf- um við sætt færis að leggja upp í þessa 11 mflna för (að birgðastöðinni þar sem nægur matur og eldsneyti beið þeirra), en úti fyrir tjaldinu er alltaf sami kafaldsbylurinn... Þvímiðurheld ég að ég geti ekki skrifað meir.“ En þrátt fyrir harmsögur af þessu tagi gáfust landkönnuðir ekki upp fyrir ísnum. Sæfarar héldu áfram að brjót- ast æ nær pólunum og nteð tímanum urðu til ísbrjótar nútímans sem stóðust hrikaleg faðmlög ísbreiðunnar. Að loktim tókst þeim að opna heim- skautasvæðin fyrir vísindamenn heimsins. ^ 28

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.