Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1992, Qupperneq 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1992, Qupperneq 29
ÚR FÓRUM EINARS VILHJÁLMSSONAR VORSKIP RAUFARHAFNARVERSLUNAR1882 í einmánuði, árið 1882, rak hafís að landinu, allt frá Berufirði og norður um land að Horni. Allir firðir og flóar voru fullir af ís og náði ísbreiðan 15 -20 danskar mílur útfrá landinu. Hinn 23. maí gerði stórhríð með miklu frosti og lwassviðri um allt land. Stóð veðrið látlaust í þrjá sólarhringa. ísinn þéttist þá við landið og fraus saman. Þessa daga dó margt manna og skepnur féllu. Hinn 21. júní gerði enn stórhríð á Norðurlandi og aftur 6. júlí. Má því geta sér nærri um skepnuhöld og heyskap, þegar fé féll og æðarfugl fraus á hreiðrunum. Fólk komst í þrot og engar nauð- synjar var að hafa í verslunum. Fjöldi manna fór á vergang. Þegar svona var komið málúm, fréttist til kaupskipa sunnan við Langanes. Þar á meðal voru Grána, Rósa, Ingeborg, skip verslananna á Húsavík og Akureyri, og skip Raufar- hafnarverslunar, Christine. Verslunarstjórinn á Raufarhöfn sendi hraðboða austur á Langanes, með bréf til Larsens skipstjóra á Christine, þar sent hann tjáði honum hve alvarlegt ástandið var. Nokkrum dögum síðar var skipið kontið til Raufarhafnar, þrátt fyrir óbreytt ástand íssins. Boðberi verslun- arstjórans kom með Christine og sagði ferðasöguna. Þegar Larsen hafði lesið bréfið, fór hann að spyrja sendimann um ísinn á Þistilfirði og um ástandið hjá fólkinu á verslunarsvæðinu, sem beið vorskips- ins. Að svo búnu gekk Larsen til káetu sinnar og lokaði að sér. Þegar hann kom aftur á þilfar, gaf hann strax skýr- ar og ákveðnar fyrirskipanir og sigldi inn í ísinn. Hann kappklæddist, tók sér sæti á efri toppseglsránni, með sjónauka, og batt sig við mastrið tneð kaðli. Þaðan stjórnaði hann skipinu nteð bending- um, en stýrimaður tók stjórnvölinn. Ferðin hófst snemma morguns, en sótdst seint, þar eð sigla þurfti í kráku- stigum framhjá stærri jökum og ryðja smærri jökum frá. Byr var góður og siglt með fullum seglttm, til þess að skipið stýrði betur og héldi ferð í ís- hrönglinu. Ut af miðjum Þistilfjarðarflóa sigldi skipið inn í stóra vök, með íshröngli, og náði upp undir Melrakkasléttu. Kuldinn var mikill og maður eftir mann komu að stýrinu, en skipstjóri var allan tímann uppi á ránni, í 36 klukkutíma, og neitaði að láta leysa sig af. Þegar komið var uppundir Raufar- höfn og aðeins eftir að róa skipinu inn á höfnina, lét hann lijálpa sér niður úr mastrinu. Þurfti þá að styðja hann nið- ur í káetu þar sem hann lagðist í rekkju og lét færa sér glas af koníaki. Larsen var mikið kalinn í andliti við komuna til Raufarhafnar, en nokkr- um dögum síðar var hann önnum kaf- inn við að ferðbúa skip sitt að nýju. Skipin á vestari hafnirnar biðu þá enn fyrir austan Langanes. Danski skipstjórinn hafði enn aukið virðingu sína og vinsældir við ysta haf og var þó mikils virtur áður. + Helmlldln Vorharðindi eftir Jón Trausta Almanak Þjóðvinafélagsins. Ævisaga Tryggva Gunnarssonar 29

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.