Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1992, Page 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1992, Page 30
V í K I N G U R ÚR EINU í ANNAÐ SÆMUNDUR GUÐVINSSON BLADAMAÐUR SAMDRÁTTUR HJÁ EIMSKIP Sá samdráttur sem hefur orðið í innflutningi til landsins hefur haf't neikvæð áhrif á afkomu Eimskips. Innflutningur með skipum félagsins minnkaði um 11% fyrstu fjóra mán- uði ársins miðað við sarna tíma í fyrra. Vaxandi flutningar erlendis hafa hins vegar vegið nokkuð upp á móti og í heildina er samdráttur í flutn- ingum félagsins því 5% miðað við fyrstu fjóra mánuði síðasta árs. Hagnaður Eimskips Ijóra fyrstu mánuði ársins nam 20 milljónum króna. Þetta er mikil breyting til hins verra frá árinu 1991 þegar hagnaður sama límabils var 118 milljónir króna. Heildarflutningar félagsins á þessum tíma voru 309 þúsund tonn. Gert er ráð fyrir áframhaldandi samdrætti í flutningum félagsins næstu misserin en hins vegar er reiknað með að hagnaður verði af rekstri félagsins á þessu ári þótt hann verði ntinni en í fyrra, að því er fram kemur í fréttabréfí félagsins. SJÓMENN LENDA OFTAR í SLYSUM í LANDI EN AÐRIR mSmm 'mu Sjómönnum er tvöfalt hættara við að lenda í umferðarslysum en öðrum karlmönnum hérlendis og raunar má segja það sama um aðrar tegundir slysa. Þetta kemur fram í Læknablað- inu fyrir skömmu þar sem greint er frá niðurstöðum rannsóknar sem Vilhjálmur Rafnsson og Hólmfríður Gunnarsdóttir gerðu á dauðaslysum sjómanna. Rannsóknin náði til dauðaslysa sjómanna á árunum 1966 til 1989 og voru upplýsingar um fjölda sjó- manna sem fórust af slysförum fengnar hjá Lífeyrissjóði sjómanna. Með samanburði við dánarmeinaskrá Hagstofunnar voru síðan gerðir útreikningar sem sýndu staðlaða tíðni dauðaslysa miðað við ákveðinn ijölda karla og aldur. A fyrrgreindu tímabili fórst 771 sjómaður af völdum slysa miðað við 400 karla úr samanburðarhópi í landi. Dauði sjómanna af slysförum var því 93% algengari á þessum árafjölda en annarra karla hérlendis. Eins og við mátti búast var munurinn 30

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.