Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1992, Blaðsíða 37
Hinn 27. nóvember andaðist
Jón Halldór Bragason úr Innri-
Njarðvík, nemandi í 2. bekk, af völd-
um bílslyss á Keflavíkurvegi hinn 22.
nóvember. Hinn 1. apríl hvolfdi drátt-
arbátnum Þjóti rétt utan við Grundar-
tangahöfn og fórst þar Arni Sigmun-
dsson hafnsögumaður, sem lauk prófi
frá Stýrimannaskólanum árið 1974.
Samtals hafa frá síðustu skólaslitum
farist 15 íslenskir sjómenn og einn erl-
endur hér við land.
Á skólaárinu, hinn 5. október 1991,
var haldið upp á 100 ára afmæli Stýri-
ntannaskólans með sérstökum hátíð-
arfundi í Borgarleikhúsinu. Hátíðar-
höldin tókust vel og styrktu félög skip-
stjórnarmanna innan Farmanna-og
fiskimannasambands íslands og fleiri
aðilar tengdir sjávarútvegi Stýri-
mannaskólann í sambandi við aldaraf-
mælið.
Á aldarafmæli Stýrimannaskólans
bárust skólanum kveðjur og gjafir \'íða
að. Auk hátíðarfundarins var frá því í
júní s.l. sumar og fram til vors nú í
apríl sérstök sýning í Sjóminjasafni ís-
lands, sent fjallaði sérstaklega um sögu
Stýrimannaskólans í Reykjavík og
skipstjórnarfræðslu á íslandi. Málþing
um sjómannamenntun var haldið í
febrúar og Póststjórnin gaf út frí-
merki í tilefni afmælisins.
Fulltrúar frá stýrimannaskólum
allra frændþjóða á Norðurlöndunum
tóku þátt í hátíðarhöldunum, færðu
skólanum gjafir og settu sérstakan og
ánægjulegan svip á afmælishátíðina.
Breyttir kennsluhættir
Fullkominn fiskveiðisamlíkir
(hermir) var tekinn í notkun til
kennslu á vorönn og er það merkasti
áfangi og nýjung í skólastarfinu á
liðnu skólaári. Landssamband ís-
lenskra útvegsmanna gaf Stýrimanna-
skólanum 8 milljónir króna lil kaupa á
tækinu, en ríkissjóður lagði fram það
sem á vantaði til kaupanna. Stýri-
mannaskólinn í Reykjavík stendur nú,
hvað þennan þátt kennslunnar varð-
ar, jafnfætis stýrimannaskólum í ná-
grannalöndunum.
Allir nemendur í skipstjórnarnámi
á landinu í Vestmannaeyjum, á Dalvík
og Höfn í Hornafirði, fengu kennslu í
samlíkinum á liðnum vetri.
Kaup siglinga- og fiskveiðisamlíkja
er stærsti áfangi í tækjakaupum og
búnaði til Stýrimannaskólans í Reykja-
vík á undanförnum árum. Á liðnu
skólaári voru tekin í notkun sérstök
skipalíkön til kennslu í stöðugleika.
Á næstu árum verður mikil þörf að
tækjavæða kennslu skipstjórnar-
manna í fjarskiptum, en loftskeyta-
ntenn fóru sem kunnugt er í land fyrir
nokkrum árum og tóku þá skistjórnar-
menn við störfum þeirra um borð.
Fyrstu alþjóðareglur um nýja skipan
öryggis og fjarskiptamála tóku gildi
hinn 1. febrúar s.l. (GMDSS) og gera
jiær auknar kröfur til fjarskiptabún-
aðar og kunnáttu skipstjórnarmanna í
fjarskiptum.
I skólaslitaræðu gat skólameistari
um gott og vaxandi samstarf milli
Stýrimannaskólans, Vélskóla íslands
og Fiskvinnsluskólans, en lagði jafn-
framt áherslu á, að nauðsynlegt væri
fyrir fslendinga að eiga sérskóla á
sérsviði jaessara skóla eins og ná-
grannajrjóðirnar og væru allir stjórn-
endur þessara skóla mjög svo sammála
um það.
Farmannadeildin — nemendur 3.
stigs — fór frá 9. apríl til 21. apríl í
æfmgaferð með m/s Helgafelli til
Evrópuhafna. Þetta er í fyrsta skipti
senr nemendur farmannadeildar fara
í æfingaferð til utanlandshafna, en s.l.
tvö ár hafa þeir farið slíkar ferðir með
strandferðaskipum hér innanlands.
Ferð þessi var farin í páskaleyfi og
var Stýrimannaskólanum að kostnað-
arlausu. Ómari H. Jóhannssyni for-
stjóra og stjórn Samskipa voru fluttar
sérstakar jtakkir Stýrimannaskólans
fyrir þennan velvilja.
Hinn 15. maí s.l. breytti mennta-
málaráðherra inntökuskilyrðum í
skólann til fyrri reglugerðar, þ.e. lok
grunnskólaprófs (10. bekkur) og 24
rnánaða siglingatíma á skipum yfir 12
rúmlestir, en af þeint tíma mega 6
Nemendur 3. stigs far-
manna við nám í hjúkrunar-
reglum. Lengst til vinstri er
Guðbjartur Örn Einarsson
sem fékk hæstu einkunn á
3. stigi —farmannaprófi.
mánuðir vera við störf skyld sjó-
mennsku. Ennfremur er heimilt að
meta allt að 6 mánaða siglingatíma á
minni bátum eins og trillum.
Skólameistari taldi meginstefnu
skipstjórnarnámsins með þessari
breytingu verða, auk nýrra greina sem
á að kenna, að innganga og upphaf
skipstjórnarnáms við stýrimannaskól-
ana væri öllunt sjómönnum greið leið,
en lil Jtess að fá prófskírteini til rétt-
inda verði aftur á móti að standast stíf-
ar prófkröfur.
Þeir sem efstir stóðu
Nemendur voru flestir á haustönn
123. Á vorönn hófu 116 nemendur
nám og 101 lauk vorprófum til skip-
stjórnarréttinda.
Skipstjórnarprófi 1. stigsluku 43 nem-
endur, en stigið veitir 200 rúmlesta
réttindi til skipstjórnar innanlands.
Hæstu einkunnir hlutu:
Jóhann Steinar Steinarsson, Reykja-
vík, 8,97
Jón Páll Jakobsson, Bíldudal, 8,79
Kári Sölmundarson, Höfn í Horna-
firði, 8,70
Allt eru þetta háar 1. einkunnir.
Þessir nemendur voru allir í sérstök-
um bekk fyrir nemendur, sem hafa
góðan undirbúning í almennum
37