Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1992, Blaðsíða 39
STÝRIMANNASKÓLINN
Skólameistari þakkaði góðar gjafír
og velvild til skólans, sem fyrrverandi
nemendur skólans sýndu honum við
hver skólaslit og hefði kontið vel fram
við aldarafmælið s.l. haust.
Hann kvaddi að lokunt sérstaklega
nemendur, sem útskrifuðust, með eft-
irfarandi ávarpi:
Ávarp skólameistara
„Kæru fyrrverandi nemendur, sem
á hverju stigi skipstjórnarnámsins haf-
ið nú fengið prófskírteini í hendur, er
veitir ykkur rétt til ábyrgðarstarfa á
mismunandi stærð skipa.
Ég endurtek heillaóskir mínar og
kennara ykkar. I haust þegar skólinn
var settur hvatti ég ykkur til að rækta
garðinn ykkar, leita hins uppbyggi-
lega og sannrar menntunar, þannig að
við lok prófa beri allir lof á ástundun
ykkar og framkomu. Ég hvet ykkur
enn til hins sama í störfum ykkar á
sjónum að reynast góðir drengir og
yfirmenn.
Það þarf ekki að fara um það ntörg-
um orðurn að sjósókn og siglingar við
Islandsstrendur er oft vandasöm og
krefst ætíð góðrar sjómennsku. Ég
brýni ykkur enn sem fyrr að gæta
ávallt að vaktinni. Það er bjargföst
sannfæring mín, þrátt fyrir hinar
ótrúlegustu yfirlýsingar æðstu manna
í siglinga- og öryggismálum, að örugg
vakt í brúnni, tveir menn að næturlagi,
sé besta slysavörnin til sjós og margfalt
mikilvægari en sú að fylla skipið af
gúmmíbjörgunarbátum, bjöllum og
neyðarbaujum.
Það mikilvægasta í öllum slysavörn-
um hlýtur ávallt að vera að varðveita
öryggi sjálfs skipsins. Sjálft skipið, ör-
yggi þess og áhafnar, mun alltaf verða
höfuðatriði í öryggismálum sjó-
manna.
Til þess að tryggja þetta öryggi þarf
þekkingu á siglingareglum, siglinga-
fræði og réttri notkun siglingatækja til
staðsetningar og siglingar skipsins.
Skipstjórnarmenn verða að vita
hver er stöðugleiki skipsins og kunna
reglur um fjarskipti og notkun fjar-
skiptatækja. Sjóbúnaður verður alltaf
að vera í samræmi við góða sjó-
mennsku.
Einn þekktasti sjómaður Islendinga
á þessari öld er Sigurður Pétursson,
skipstjóri á fyrsta skipi Eimskipafélags
íslands, Gullfossi I, sem var um leið
fyrsta eiginlega farþegaskip íslend-
inga nteð íslenskum skipstjóra og al-
íslenskri áhöfn. Þessa er hollt að minn-
ast nú á tímum, en þegar Eimskipafé-
Vélfræði hefur verið kennd
í Stýrimannaskólanum frá
1911.
lagið var stofnað árið 1914 var það
landsmönnum metnaðarmál, að ís-
lendingar tækju að sér siglingar hér
við strendur og á rnilli landa.
Sigurður Pétursson var eini fast-
ráðni skipstjórinn með Gullfoss og
hafði skipstjórn á því skipi í 25 ár með-
an það var í eigu íslendinga frá 1915-
1940. Árið 1942 hafði Lúðvík Krist-
jánsson, ritstjóri Ægis, viðtal við Sig-
urð um sjómennskuferil hans.
Sigurður Pétursson greindi svo frá:
Gamall maður gaf mér það heilræði,
þegar ég byrjaði að sigla á Gullfossi,
sem ég jafnan síðan fylgdi og gafst vel.
Hann sagði: „Gættu vel að þér, þegar
allt leikur í lyndi, því að þá er hættan
oftast mest“. Mér reyndist þetta rétt-
rnæli. Brygði ég út af þessu boðorði
tókst oftast verr til, og eru mér einna
eftirminnilegust atvik frá sjóferðunt
mínum, sem áttu rætur sínar að rekja
til þess.“
Þetta finnst mér viturlega sagt og
gott heilræði. Þessi orð mælti maður,
sem átti að baki nærri 40 ára farsælan
feril sem skipstjórnarmaður, en sjó-
maður var hann í um 45 ár.
Ég kvaddi ykkur á haustdögum til
starfa með erindi úr Sjómannasöng
Steingríms Thorsteinssonar þar sem
hann kveður:
Út á haf í alvalds nafni
ei er hugur veill.
Guð í hjarta, guð í stafni
gefur fararheill.
Megið þið ávallt sigla skipi ykkar
heilu í höfn. Fylgi ykkur Guð og gæf-
an.“
Síðan sleit Guðjón Ármann Eyjólfs-
son skólameistari Stýrimannaskólan-
um í Reykjavík í 101. skipti frá stofnun
skólans árið 1891. Að loknum skólaslit-
um var viðstöddunt boðið í veitingasal
Sjómannaskólans á fyrstu hæð, þar
sem Kvenfélagið Aldan sá um veiting-
ar. 4
V
MANNABLA
IKINGUR
Sími
Borgartúni 18*105 Reykjavík
39