Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1992, Blaðsíða 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1992, Blaðsíða 40
Skólameistari afhendir Steingrími Pálssyni verðlaun fyrir góðan árangur í tungumálum. SKÓLASLIT VÉLSKÓLA ÍSLANDS VORID 92 Vélskóla íslands var slitið laugardaginn 23. maí. Athöfnin fór fram í hátíðasal Sjómannaskólans. í ræðu skólameistara kom meðal annars fram að nú er lokið 77. starfsári Vélskóla fslands; á síðastliðinni haustönn voru innritaðir 201 nemandi en á vor- önn voru 162 innritaðir; í vetur luku fimmtán 1. stigi, átta 2. stigi, fjórir 3. stigi og tuttugu og sjö 4. stigi; aðeins ein stúlka var við nám í skólanum í vetur og virðist því engin breyting hafa orðið í þá veru að vélstjóranámið höfði meira til kvenna en áður var. ■ Skólastarfið í vetur hefur í nteg- indráttum verið í svipuðum far- vegi og undanfarin ár. A vorönninni var skrúfudagur haldinn og komu margir gestir, bæði eldri nentendur og ungt fólk sent vildi kynna sér starfsemi skólans. Einnig var á vorönninni haldin starfsvika þar sem nemendum var gef- inn kostur á að skoða ýmis fyrirtæki og stofnanir. Starfsvikan er liður í því að tengja skólastarfið enn frekar við at- vinnulífið í landinu en þó sérstaklega þá starfsemi sem tengist atvinnu vél- stjóra og vélfræðinga. Starfsvikunni lauk með ágætri árshátíð þar sem nemendur sáu um skemmtiatriði og var hún þeim til mikils sóma. í upphafí haustannar og í starfsvik- unni voru hópar nemenda sendir í Slysavarnaskóla sjómanna þar sem þeir fengu lögboðna fræðslu um slysa- varnir. I vetur voru haldin 3 námskeið fyrir vélfræðinga sem starfa hjá Landsvirkjun og fjölluðu þau um vatnsaflsvélar og rafbúnað í virkjun- um. Námskeiðin voru skipulögð og rekin í samvinnu við Vélstjórafélag ís- lands og Landsvirkjun. Þessi nám- skeið hafa ntælst vel fyrir en þau voru haldin úti í virkjununum sjálfum og er BJÖRGVIN ÞÓR JÓHANNSSON, SKÓLAMEISTARI 40

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.