Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1992, Qupperneq 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1992, Qupperneq 43
NÓG AF KARFA EN ERFITT AD FINNA HANN — segir Páll Eyjólfsson skipstjóri á Haraldi Kristjánssyni HF um úthafskarfann Á meðan beðið er halda menn áfram að pjakka og þegar við náðum tali af Guðjóni Sigtryggssyni, skipstjóra á frystitogaranum Örvari HU frá Skagaströnd, voru þeir að basla við þorskinn á Barðagrunni. „Það er alveg svakalega lítið um þorsk núna,“ sagði Guðjón og bætti því við að það hefði verið sáratregt í vetur og vor. „Þetta er allt á fallanda fæti,“ sagði hann. En hvernig líst Guðjóni á tillögur fiski- fræðinganna? „Ég veit ekki hvað á að segja um þær. Þeir segja að ástandið á grálúðunni sé gott og því sé hægt að auka veiðar á henni. Þetta er alls ekki rétt því grálúðan er horfin af stórum svæðum og hefur ekki sést fyrir norð- an land í 3-4 ár. Það er ekki hægt að veiða hana með sömu tækni og áður. Og fyrst þeir segja þetta urn grá- lúðuna, livaö er þá að marka annað sem þeir segja? Við skiljum þetta ekki. Hins vegar er ég sammála því að það þarf að draga úr þorskveiðunum. Það erum við sjómenn búnir að ségja í nokkur ár enda er nú svo komið að við náum tæplega að veiða upp í kvótann. Það þarf að endurskoða stjórnina á veiðunum því þótt kvótakerfi sé nauð- synlegt þá hefur það sent nú er í gildi ekki tekist nógu vel. Raunar þyrfti að gera svo margt og svo róttækt að póli- tíkusarnir þora aldrei að gera það sagði Gtiðjón. Langt vestur af landinu, 400 mflur vestur af Garðskaga, var Páll Eyjólfs- son skipstjóri og menn hans á Haraldi Kristjánssyni HF að eltast við úthafs- karfann sem að sögn margra gæti verið lausn á vanda þeirra sem lenda illa út úr niðurskurði á þorskkvóta. Páll sagði að auk þeirra væru þarna einir finnn aðrir íslenskir togarar og fjórir norskir að veiðum. „Þetta hefur gengið heldur tregt því það hefur verið skítabræla þessa viku sem við höfum verið úti. Ætli við höfum ekki fengið svona 100 tonn upp úr sjó. Það eru hins vegar einhver kaun á tals- verðiun hluta fisksins sem gerir að það verkum að hann nýtist ekki við flaka- vinnsluna. Við hendum svona 20-25% af fiskinum af þessum völdum. Við gætum hins vegar nýtt hann ef við hefðum bræðslu um borð.“ Þeir á Haraldi Kristjánssyni hafa stundað út- hafskarfann um fjögurra ára skeið og sagði Páll að verðið sem þeir fengju fyrir hann væri viðunandi. Karfinn er unninn fyrir Japansntarkað og þeir fá rúmar hundrað krónur fyrir kflóið. Þetta er fundið fé fyrir þá því úthafs- karfinn er utan kvóta og þeir hafa verið kvótalausir frá því í aprfl. Skipið var í íjórða túrnum á þessu sumri og sagði Páll að veiðarnar hefur gengið ágætlega. En hvað segir hann um þær tillögur fiskifræðinga að veiða megi unt 50 þúsund tonn af úthafskarfa á næsta veiðiári? „Það virðist vera nógaf honum þótt það geti verið dálítið erfitt að finna hann því hann heldur sig á litlum blettum. En mér þykir þessi tala dálítið undarleg því fiskifræðingar hafa talað um að stofninn sé um 1.200.000 tonn og að hann þoli 10% veiði á ári. Þeir eru með einhverjar allt aðrar tölur núna,“ sagði Páll Eyjólfs- son. ÞORSKUR Það er að koma sumar í markaðstölurnar en þá dregur alltaf úr framboði bæði innan lands og utan sam- hliða því sem verðið lækkar. Að vísu jókst framboðið á þorski riokkuð íbreskum höfnum í maímánuði eða úr 1.153 tonnum í 1.295 tonn, en verðið snarlækkaði úr 1,42 sterl- ingspundum á kílóið í aprfl í 1,25 pund í maí en það sam- svarar 131,79 krónum. Á innlendu mörkuðunum var land- að 3.359 tonnum í maímánuði sem er 900 tonnum ntinna en í aprfl. Verðið stóð að heita má í stað, það var 79,82 kr. á ktlóið að meðaltali í aprfl en 80,48 kr. í maí. ÝSA Það er sömu sögu að segja af ýsunni og þorskinum, framboðið íbreskum höfnum á íslenskri ýsu jókst örlítið en verðið lækkaði umtalsvert. í maí var landað 1.006 tonnum af ýsu í Bretlandi en í aprfl voru boðin til sölu 918 tonn. Verðið sent fékkst fyrir ýsuna lækkaði úr 1,57 sterlings- pundum að meðaltali fyrir kílóið í 1,33 pund scm jafngildir 140,65 kr. Á íslensku mörkuðunum jókst framboðið dálít- ið, úr 1.205 tonnum í 1.519 tonn, en verðið lækkaði töluvert, eða úr 107,29 kr. á kílóið að meðaltali í apríl í 93,03 kr. í maímánuði. KARFI Það er engin furða þótt framboðið á karfa hafi dregist saman á þýsku fiskmörkuðunum milli apríl og maí. Páskarnir voru í apríl og framboðið varð meira en um langt árabil í einum mánuði. Þá var landað 3.329 tonnum í Þýska- landi en í maímánuði hafði framboðið meira en helming- ast, var einungis 1.550 tonn. Ekki er gott að segja hvort kemur á undan, hænan eða eggið, en verðið sem fékkst fyrir karfa í maí lækkaði vet ulega, fór úr 2,53 mörkum að meðaltali á kíló í 2,32 mörk en það jafngildir 83,17 krónum á kílóið. Á innlendu mörkuðunum var heldur ekki mikið framboð á karfa, lítið var það í apríl, 326 tonn, en enn minna í maí, 265 tonn. Verðið var nokkurn veginn það sama, í apríl fengust 37,74 kr. fyrir kílóið að meðaltali en í maí hafði verðið lækkað í 37,14 kr. UFSI Framboðið á ufsa í Þýskalandi hefur ekki náð sér á strik síðan það hrundi sl. haust. f maímánuði voru einungis flutt út 214 tonn sem er hundrað tonnum minna en í maí. Lágt verð gæti verið skýring á litlu fratnboði þvf það fór úr 2,28 mörkum að meðaltali fyrir kílóið í aprfl í 1,80 mörk í maf sem jafngildir 64,65 kr. Verðið er þó enn nokkuð hærra en á íslensku mörkuðunum (hvernig sem dæmið lítur svo út þegar búið að draga frá kostnað). Framboðið á íslensku mörkuðunutn jókst talsvert í maí, eða úr 729 tonn- um í apríl í 1.067 tonn í maí. Enn er það þó talvert lægra en í mars. Verðið hefur verið á niðurleið um nokkurt skeið, lækkaði úr 40,39 kr. að meðaltali á kíló í aprfl í 38,75 kr. í maí. 43

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.