Fréttablaðið - 24.06.2009, Qupperneq 2
MARKAÐURINN 24. JÚNÍ 2009 MIÐVIKUDAGUR2
F R É T T I R
G E N G I S Þ R Ó U N
Eftir verðfall hlutabréfa síðustu
misseri og hrun bankakerfisins
falla engin félaga Kauphallarinn-
ar í flokk stórra fyrirtækja. Ein-
ungis þrjú ná því að teljast meðal-
stór og restin eru lítil félög.
Í endurflokkun félaga sem
skráð eru í Nasdaq OMX Nordic
kauphallirnar í byrjun vikunn-
ar voru nítján félög færð niður
um stærðarflokk. Þar á meðal
eru íslensku hlutafélögin Bakka-
vör Group, Eimskipafélag Íslands
og Icelandair Group. Þau voru í
flokki meðalstórra félaga, en telj-
ast nú til lítilla.
Einungis tvö félög af nítján,
sænsku félögin JM AB og PA
Resources AB, fóru úr því að
vera stór í að vera meðalstór, en
Samkvæmt skilgreiningu kaup-
halla samstæðunnar þarf mark-
aðsvirði skráðra félaga að vera
einn milljarður evra hið minnsta
til þess að þau geti talist stór (e.
Large Cap). Lítil félög (Small Cap)
eru þau sem eru undir 150 millj-
óna evra virði. Meðalstór félög
(Mid Cap) eru svo þau sem eru
þar á milli, yfir 150 milljónum
evra, en undir milljarði.
Þrjú félög á aðallista Kauphallar-
innar hér ná því að vera yfir 150
milljónum evra að stærð, en það
eru Össur, Marel Food Systems og
Føroya banki. 79 félög á Nasdaq
OMX Nordic halda hins vegar
flokki sínum meðan á svonefndu
breytingartímabili stendur, eða
í tólf mánuði og verður þá lagt
mat á það á ný hvort þau verði
flutt um flokk. Þetta er gert til
að lágmarka sveiflur á listanum.
Þannig eru Eik Banki og Atlantic
Petroleum enn skráð í flokk meðal-
stórra félaga, þótt markaðsvirði
þeirra sé nú undir settum mörk-
um. - óká
Þrjú félög falla um stærðarflokk
Fyrirtæki ISK * EUR*
Össur 46.953 262,6
Marel 32.407 181,2
Føroya Banki 29.400 164,4
Alfesca 24.686 138,1
Eik Banki 17.364 97,1
Atlantic Petroleum 13.103 73,3
Nýherji 5.600 31,3
Icelandair 4.750 26,6
Atlantic Airways 4.074 22,8
Bakkavör 2.741 15,3
Eimskipafélagið 1.877 10,5
Sláturfélagið (B) 200 1,1
Alls 183.155 1.024
*Í milljónum króna/evra
A Ð A L L I S T I
N A S D A Q / O M X I C E L A N D
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson
skrifar
„Við höfum fengið 75 viðskipta-
áætlanir frá frumkvöðlum
inn á borð til okkar, hitt um
helming þeirra og rætt við fjár-
festa,“ segir Baldur Már Helga-
son, sjóðsstjóri frumkvöðla- og
sprotasjóðsins Bjarkar hjá Auði
Capital.
Sprotasjóðurinn var kynntur
til sögunnar fyrir jól í fyrra og
er hann nefndur eftir tónlistar-
konunni Björk Guðmundsdóttur.
Sjóðurinn hefur frá upphafi
stefnt að því að fjárfesta í sprota-
fyrirtækjum með vaxtarmögu-
leika fyrir samtals tvo til 2,5
milljarða króna.
Auður Capital lagði honum
til hundrað milljónir króna og
hefur síðan þá leitað jafnt til
áhugasamra einstaklinga og fag-
fjárfesta, lífeyrissjóða, eftir inn-
leggi í sjóðinn.
Upphaflega stóð til að ljúka
fjármögnun sjóðsins í apríllok.
Baldur segir árferðið í íslensku
efnahagslífi hafa ráðið miklu um
að verkefnið hafi tafist. Erlendir
fjárfestar hafi sýnt honum mik-
inn áhuga í upphafi. „Allt um
Björk vekur athygli erlendis.
Við höfum haldið þeim upplýst-
um um ferlið. En vegna óvissu
um gjaldeyrishöftin er ekki aug-
ljóst hvernig hægt er að koma
nýrri fjárfestingu inn í landið,“
segir hann og bendir á að við-
ræður hafi staðið yfir við bæði
Seðlabankann og aðrar opin-
berar stofnanir vegna áhuga
erlendra fjárfesta á íslenskum
sprota fyrirtækjum.
Nú hillir undir að sprotasjóður-
inn Björk taki til starfa. Baldur
reiknar með að það geti orðið á
næstu vikum.
Lægsta fjárhæðin sem fjár-
fest er fyrir nemur 25 milljónum
króna en hámarkið ræðst af stærð
sjóðsins hverju sinni og getur
numið allt upp undir fimmtán
prósentum af stærð hans. Miðað
við tveggja milljarða sjóð getur
hámarksfjárfesting numið þrjú
hundruð milljónum króna.
„Við höfum séð tækifæri í
heilbrigðisgeiranum, í tækni
og hugbúnaðargerð, hönnun,
skartgripahönnun, fatahönnun
og fyrirtækjum sem nýta endur-
nýjanlega orku með nýjum hætti
hvort heldur er til eldsneytis-
framleiðslu eða í pappírsgerð,“
segir Baldur og viðurkennir að
það hafi komið honum á óvart að
flest fyrirtækjanna hafi komist
á koppinn síðastliðin fimm ár.
Baldur gerir ráð fyrir að
forsvars menn sprotasjóðsins
skoði hátt í þrjú hundruð sprota-
fyrirtæki á næstu þremur árum.
Fjár fest verður í um fimmtán
til tuttugu þeirra fyrirtækja á
árabilinu. Miðað við þetta fjár-
festir Bjarkar sjóðurinn í fimm
prósentum þeirra fyrirtækja
sem skoðuð eru á tíma bilinu.
„Reynsla erlendra nýsköpunar-
sjóða sýnir að af tuttugu sprota-
fyrirtækjum munu tvö til þrjú
ganga mjög vel. Síðan eru nokkur
sem munu ganga sæmilega en
önnur síður,“ segir Baldur að
lokum.
BALDUR MÁR HELGASON Allt um Björk vekur athygli erlendis, ekki síst þegar nafn
tónlistarkonunnar tengist íslenskum sprotafyrirtækjum, segir sjóðsstjóri sprotasjóðsins
Bjarkar. MARKAÐURINN/VILHELM
Fljótlega fjár fest
úr Bjarkar sjóði
Sjóðsstjóri sprotasjóðsins Bjarkar
segir erlenda fjárfesta hafa áhuga á
íslenskum sprotafyrirtækjum.
MasterCard
Mundu
ferðaávísunina!
Vika Frá ára mót um
Alfesca 0,0% 0,0%
Bakkavör 5,3% -52,2%
Eimskipafélagið 0,0% -20,0%
Föroya Bank 0,0% 1,2%
Icelandair 3,3% -64,3%
Marel -3,7% -32,5%
Össur 2,8% 10,8%
Úrvalsvísitalan OMXI15 262
Úrvalsvísitalan OMXI6 736
*Miðað við gengi í Kaup höll í gær.
Engu breytir fyrir launþega hvort
greiðslur í lífeyrissjóð eru skatt-
lagðar við innlögn eða útgreiðslu.
Leiðin, sem er tillaga þingflokks
Sjálfstæðisflokks að leið til að
auka tekjur ríkisins, hefur hins
vegar bæði í för með sér kosti og
galla, líkt og fram kemur í úttekt
Benedikts Jóhannessonar trygg-
ingastærðfræðings í efnahags-
ritinu Vísbendingu, sem hann
bæði ritstýrir og gefur út.
Áætlað hefur verið að tekju-
aukning ríkissjóðs við breyting-
una gæti numið fjörutíu milljörð-
um króna og segir Benedikt helsta
kostinn fyrir launþega vera að
skattheimtan sé sársaukalaus nú.
„Að vísu flækir dæmið að breyt-
ingar geta orðið á skattkerfinu, en
eins og nú horfir fer skattprósenta
væntanlega ekki lækkandi á næst-
unni,“ segir í Vísbendingu.
Einnig flækir málið að búa
þyrfti til tvöfalt lífeyriskerfi,
þannig að hætt yrði að greiða í
það fyrra um leið og iðgjöld yrðu
skattlögð við innlögn. Þá er vísað
til útreikninga um að með til-
færslunni þurfi síðar að finna
aðra skattstofna eða bregðast við
með einhverjum hætti til að taka
á þeirri skerðingu skattstofna sem
á sér stað þegar greiðslur hefjast
úr lífeyrissjóð-
unum þar sem
skattur hefur
þegar verið inn-
heimtur.
Þá er bent á að
lífeyrissjóðirn-
ir komi til með
að hafa minna
til að fjárfesta
með og þar með
aukist mismunun í lífeyrissjóða-
kerfinu, því réttindi opinberra
starfsmanna séu tryggð, hvernig
sem árar í ávöxtun sjóða þeirra,
meðan aðrið sjóðir þurfi að skerða
réttindi ef illa fer. Aukinheldur
minnki möguleikar sjóðanna til
að taka þátt í atvinnulífinu með
því að fjárráð þeirra verða minni.
Áhrif breytingarinnar gætu líka
komið fram strax í að sjóðir sem
ekki ættu fyrir skuldbindingum
í gamla kerfinu þyrftu að skerða
réttindi nú þegar.
Benedikt segir ljóst að hug-
myndin hafi bæði kosti og galla,
en kreppuástandið hljóti að leiða
til þess að skapandi hugmynd-
ir sem þessi séu grandskoðaðar.
„Ekkert bendir til þess að þessi
hugmynd sé sett fram af loddara-
hætti eða sem lýðskrum,“ skrifar
Benedikt. - óká
BENEDIKT
JÓHANNESSON
Breytt skattlagning gæti kallað á skerðingu