Fréttablaðið - 24.06.2009, Blaðsíða 4
MARKAÐURINN 24. JÚNÍ 2009 MIÐVIKUDAGUR4
Ú T T E K T
A
llir eru að bíða. Bankakerfið
ýtir á undan sér stórum ákvörð-
unum sem vinda endalaust upp
á sig. En enginn tekur ákvörðun
um það sem þarf að gera,“ segir
Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmda-
stjóri Samtaka iðnaðarins.
Samtökin sendu í gær frá sér harðorða
ályktun þar sem segir að verktakastarf-
semi landsins sé að blæða út. Niðurskurður
í vegagerð sé reiðarslag og skora samtök-
in á ríkisstjórnina að taka boðaðan niður-
skurð í samgöngumálum upp á tólf millj-
arða króna til endurskoðunar.
Þá er varað við framkvæmdastoppi við
núverandi aðstæður enda eigi að halda
framkvæmdastigi í horfinu í lengstu lög.
Samtök iðnaðarins benda á í ályktun sinni
að á árum áður hafi á bilinu tíu til tólf þús-
und manns starfað við mannvirkjagerð. Nú
stefni fjöldinn niður í fjögur þúsund manns.
Þótt niðurskurður sé óumflýjan legur um
þessar mundir sé óþolandi að hann bitni
allur á mannvirkjagreinum.
Bent er á að með niðurskurðinum megi
búast við að gjaldþrotum fyrirtækja, ekki
síst verktakafyrirtækja, muni fjölga á næst-
unni, fjöldi fólks bætast við þær þúsundir
sem þegar hafi misst vinnuna síðustu
mánuði hjá fyrirtækjum á borð við Ístak,
ÍAV, Loftorku, Hlaðbæ-Colas, Klæðningu,
Hektar, Háfelli, Ásbergi og Nesprýði.
Fyrirtækin bíði öll skýrra svara fyrir mán-
aðamót í næstu viku. Fyrir þann tíma þurfi
að taka ákvarðanir um framtíð mörg hundr-
uð starfsmanna fyrirtækjanna.
Jón Steindór, líkt og aðrir þeir sem
Markaðurinn hefur rætt við um íslenskt
atvinnulíf síðustu misseri, vitnar til við-
bragða Görans Persson, fyrrverandi for-
sætisráðherra Svía og þeirra ráða sem
stjórnvöld þar notuðu þegar sænska fjár-
málakerfið fór á hliðina í byrjun tíunda ára-
tugar síðustu aldar. Viðbrögðin voru snörp
öfugt við það sem hér hefur viðgengist.
„Það verður að horfast í augu við vandann
og grípa strax til aðgerða. Við tökum hins
vegar plásturinn af hægt og rólega, það er
verra,“ segir hann og leggur áherslu á að
koma hjólum atvinnulífsins í gang. Takist
það ekki fljótlega geti vandinn orðið dýpri
og erfiðari en ella.
ERFIÐAR AÐSTÆÐUR
„Aðstæður eru ekki góðar,“ segir Finnur
Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskipta-
ráðs. „Útlánsvextir bankanna eru allt of
háir og enginn sérlega áhugasamur um að
taka lán á þeim kjörum sem bjóðast.“ Hann
bætir við að fá fyrirtæki standi undir slík-
um byrðum.
Finnur segir fjármögnunarþörf atvinnu-
lífsins allnokkra á næstu mánuðum. Ekki sé
ljóst hvernig henni verði mætt nema með
þeim afarkostum sem bjóðist.
„Það er mikilvægt að fá fjármagn inn í
atvinnulífið svo svigrúm verði til fjárfest-
inga og ráðninga á starfsfólki. Til að það
verði að veruleika þarf að lækka stýrivexti
verulega. Ljóst er að uppfylla þarf ákveðn-
ar forsendur svo hægt sé að lækka vexti, en
þar liggur boltinn hjá stjórnvöldum,“ segir
hann og bætir við að ljúka þurfi trúverðugri
áætlun um fjármál hins opinbera og ljúka
endurskipulagningu bankakerfisins.
„Frumvarpið sem nú liggur fyrir vegna
ríkisfjármála veldur nokkrum vonbrigðum,
sérstaklega að álögur á fyrirtæki og heimili
eru auknar en ekki verulega gengið fram í
niðurskurði á útgjöldum hins opinbera þar
sem svigrúm ætti að vera til þess í ljósi út-
þenslu undanfarinna ára. Þó er jákvætt að
verið er að búa til ákveðinn sjóndeildahring
og framvindan að skýrast. En við núverandi
aðstæður munu fyrirtæki landsins halda að
sér höndum og þá teygist á niðursveiflunni,“
segir Finnur Oddsson.
Þar eru sömuleiðis ákvæði sem gera fjár-
mögnun íslenskra fyrirtækja enn erfiðari,
svo sem hugmyndir um ádráttarskatt á er-
lendar vaxtagreiðslur, að hans sögn.
AUKNAR ÁLÖGUR Í FARVATNINU
Allir viðmælendur Markaðarins eru sam-
mála um að álögur hins opinbera séu að
sliga fyrirtæki landsins.
Þótt stýrivextir hafi mjakast niður séu þeir
enn mun hærri en í samkeppnislöndunum
og verji stjórnendur fyrirtækja of
miklum tíma í varnarstöðu í afleitu
rekstrarumhverfi. Fyrirtæki landsins, sem
Íslensk fyrirtæki í öndunarvél
Fjármögnun fyrirtækja hér á landi er mjög erfið um þessar mundir. Viðmælendur Markaðarins sögðu í samtali við Jón
Aðalstein Bergsveinsson útlit fyrir að aðstæður ættu eftir að versna enn frekar yrði ekki gripið til trúverðugra aðgerða.
JÓN STEINDÓR
VALDIMARSSON
FINNUR ODDSSON
BYGGINGARKRÖNUM BEINT ÚT Í BLÁINN Aðstæður í fyrirtækjarekstri hér á landi eru erfiðar um þessar mundir. Ekki er ljóst hvert stefnir á næstu misserum. MARKAÐURINN/SAMSETT MYND
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000
Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is