Samvinnan - 01.05.1963, Blaðsíða 2
Vorið er komið og grund-
irnar gróa — en tjaldur-
inn notar ekki grænar
grundirnar fyrir hreiður
sín. Hann verpir í möl og
sandi. Þessa mynd tók
Þorvaldur Ágústsson aust-
ur í Gnúpverjahreppi og
þurfti ekki að fara langt,
því hreiðrið var í vegar-
brúninni rétt við hjólfarið
á þjóðveginum.
Samvinnan
MAÍ 1963 — LVII. árg. 5.
Utg.: Samband ísl. samvinnufélaga.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Guðmundur Sveinsson.
Blaðamenn:
Orlygur Hálfdánarson.
Dagur Þorleifsson.
Efni:
2. List og tækni, Guðmundur Sveinsson.
3. Héðan og þaðan.
4. Hugleiðing frá Aulestad, Baldvin Þ.
Kristjánsson.
6. Frá aðalfundi Mjólkurbús Flóamanna,
Orlygur Hálfdanarson.
8. Tímabil Engilsaxa, Guðmundur Sveins-
son.
9. Krossgáta.
11. Dagblað.
Kjartan Sæmundsson, minningarorð.
12. Framhaldssagan, Flótti, eftir John
Steinbeck.
13. Völtindarhús.
14. Þjóðfhitningar verkalýðsins.
16. Meira um ítalskar kvikmyndir, Thor
Vilhjálmsson.
19. Af erlendum samvinnuvettvangi.
20. Hver, erfir Ástraliu?
25. ClS-höllin.
27. Fyrsti .formannafundurinn.
Fylgirit: Fréttahréf 3, 1963.
Ritstjörn og afgreiðsla er í Sambands-
húsinu, Reykjavík.
Ritstjórnarsími cr 17080.
Verð árg. er 200 kr., í lausasölu kr. 20.00.
Gerð myndamóta annast Prentmót hf.
Prentverk annast Prentsmiðjan Edda hf.
LIST OG T/EKNI
Eftir lestur fyrirlestraflokks Lewis Mumfords um þetta efni, Art and
Technics, 1952. L. Mumford er fæddur 1895. Hann er þjóðfélagsfræðingur,
en hefur einkum ritað um áhrif borga á þ'óðlíf og menningu sem og áhrif
aukinnar vélvæðingar. Hinu síðarnefnda gerir Mumford skil í fyrrnefndu riti.
Tvívegis hafa Evrópuþjóðir staðið á algerum vegamótum í menningu
frá því Rómaveldi leið undir lok.
Fyrra skiptið var við endi miðalda, þegar öll orka beindist inn á við, að
tilfinningum, hugsun og trúarlífi. Þá var tilveru mannsins ógnað af ægi-
valdi hugarfóstranna og ímyndananna. Maðurinn var að missa tengsl sín
og snertingu við jörðina.
Síðara skiptið er okkar eigin samtíð. Á hliðstæðan hátt beinist nú öll
orka mannsins út á við, að hinu sýnilega og áþreifanlega. Allt er að fá
á sig hlutkennda mynd, mynd vélar og sigurverks, líka maðurinn sjálfur.
Snerting hans við tilveruna, bæði lifandi og dauða, er að verða ópersónu-
leg og þar með óraunveruleg. Óraunveruleg eru þau tengsl vegna þess að
hið sérstæðasta hjá manninum er það, að hann hugsar og finnur til.
Sú hætta, sem ægimáttur vélarinnar felur í sér, er útþurrkun alls hins
mannlega. Haldi vélin áfram á sama hátt og verið hefur um sinn, að auka
vald sitt á kostnað mannsins, mun hún gera hann ómennskan og leiða
óhjákvæmilega tortímingu yfir þjóðirnar.
Svo langt er öfugþróunin á veg komin, að maðurinn er í nauðvörn. Hér
þarf að verða breyting á. Maðurinn verður að gerast herra vélarinnar, en
ekki þræll. Hann verður að bylta af sér oki hennar. Ekki með því að eyði-
leggja vélarnar og hætta að nota þær, heldur með hinu, að öðlast stjórnina
yfir þeim og gera þær að þætti í persónulegum þroska sínum og sjálfstján-
ingu.
Hvað átt er við með þessu síðastnefnda kemur greinilegast í ljós, ef litið
er á þá tjáningu mannsins, sem honum er ósjálfráðust og ákveðnast sækir
á hann, stundum þvert ofan í óskir hans og langanir. Það er listin.
Skoðuð sem heild — án aðgreiningar milli ólíkra listgreina — er listin
sérstæður mannlegur lífsmáti. Þar má greina milli þriggja þróunarstiga og
bera vitni mismunandi persónuþroska.
Fyrsta stig þess lífsmáta, sem listin augljóslega birtir og undirstrikar,
er sjálfselskustigið, barnaskapurinn. Þá heldur maðurinn sýningu á sjálfum
sér, honum einum til lofs og dýrðar. „Líttu á mig, sjáðu hvað ég er, hvað
ég get og hversu mikill og ágætur ég er“. Þetta nefnist á erlendu máli,
ekshibitionismi, að sýna sjálfan sig.
Á öðru stigi listarinnar og lífsmáta hennar kemst maðurinn að raun um,
að sjálfssýningin fullnægir honum ekki. Hann þarfnast samfélags, sam-
kenndar. Það, sem hann gerir og afrekar, þarf lika að vera öðrum einhvers
virði. Veki orð hans og verk ekki bergmál í annarra brjóstum, þá hverfur
gleði listamannsins og í hennar stað kemur beiskja, gremja og hatur. Hina
sönnu spegilmynd sjálf sín finnur maðurinn í augum annarra og sætti
hann sig ekki við þá mynd, getur naumast nokkuð sætt hann við lífið
framar.
Lokastigi þróunar persónuleikans nær maðurinn þegar hann þarf ekki
lengur á sjálfshælni sinni og hreykni að halda, né hrósi og lofi samferða-
mannanna, af því hann veit, að lífið sjálft gerir þá kröfu til hans, að hann
skapi eitthvað sem gildi hefur handan hverfullar stundar: Að hann skilji
eftir gull í sofandi lófa framtíðarinnar. Því stigi ná aðeins örfáir og þá
fyrst, er þeir hafa lagt hin tvö að baki og gengið undir kröfur þeirra.
Þessa mannlegu þroskabraut getur einstaklingurinn því aðeins gengið,
að hann sé lifandi persónuleiki, ekki tannhjól í stórri vél, sem mylur sál
hans og sannfæringu.
Vélin er eins og auöurinn ágætur þræll en óhafandi húsbóndi.
Guðmundur Sveinsson.
2 SAMVINNAN