Samvinnan - 01.05.1963, Síða 24
Hver erfir ....
Framhald af bls. 21.
um lagt mikið af mörkum til að
bæta iífskjör <>g þjóðfélagsástand
hinna vanþróuðu Asíuríkja, meðal
annars með aðild sinni að Kólombó-
sáttmálanum. — Er sú viðleitni efa-
lítið leið að beztu vörninni gegn
hættunni norðan frá, )>ví takist hin-
um lituðu þjóðum Asíu að skapa
sér mannsæmandi lífskjör í eigin
löndum, munu bugsanleg — og eins
og stendur raunveruleg útþensluáform
þeirra væntanlega bverfa sem dögg
fyrir sólu. dþ.
Hugleiðing ....
Framhald af bls. 5.
myndugleik, að postulleg
þrumuraust anda hans og
orku heyrðist heimsendanna
á milli til þess að vekja,
hressa og styrkja „til hærra
lífs“. Það var vissulega ekki
af hendingu og út í loftið, að
viðlagið í afburða snjöllu
kvæði Hamsuns til Björn-
sons sjötugs eru þessi eftir-
tektarverðu og málandi orð,
sem í einfaldleik sínum óma
á eftir manni, af því, að þau
eru svo átakanlega sönn:
„Nár han tier, er der tyst.“
Hrifinn hópur nokkurra
íslendinga gekk hljóðum
skrefum niður tröppur húss-
ins að Aulestad — heim-
kynnis eins tilkomumesta og
bezta risans, sem Norðurlönd
hafa nokkru sinni alið. Það
er eins og hann fylgi okkur
úr hlaði — yfirþyrmandi og
ómótstæðilegur sem fyrr ...
Tímabil ....
Framhald af bls. 8.
hafði á uppgangstíma sínum
sett vélina í stað mannsins,
í Bandaríkjunum koma véla-
samstæður í stað vélarinnar.
Alls staðar er um stórfram-
leiðslu að ræða. Forystu-
menn í iðnaði og verzlun eru
nefndir „kóngar“. Nöfn
hinna stærstu verða sam-
heiti. Þannig er talað um
Forda, Kodaka, Frigidaire-a
o. s. frv. í framleiðslunni er
ekki lögð áherzla á vöru-
vöndun eða fegurð, heldur
hraða og lágt verðlag.
Auður mikill safnast fyrir
í Bandaríkjunum, þannig, að
USA verður lánveitandi
flestra þjóða.
X.
Uppgötvanir
í Bandaríkjunum.
Uppgötvunaralda gengur
yfir Bandaríkin. Til hag-
rænna nota verða margar
þeirra og valda þáttaskilum
í lífi þjóðanna. Þar má nefna
ritsímann (Morse) talsím-
ann (Graham Bell) og raf-
ljósin (Edison). London var
fyrst allra borga, er upplýst
var með gasljósum. New
York fyrst til að taka upp
raflýsingu.
XI.
Bókmenntir, visindi og listir
í Bandaríkjunum.
í bókmenntum, vísindum
og listum sækja Bandaríkja-
menn einnig fram og fara
sínar eigin leiðir. Tvö mikil
skáld koma upp: Edgar Allan
Poe og Walt Whitman. Ein-
stein, mestur vísindamanna
20. aldarinnar, tekur sér ból-
festu vestra. Bandaríkja-
menn kynna heiminum jazz-
rythmann, sem upphaflega
er kominn frá negrum við
Mississippi. Kvikmyndir Hol-
lywood flæða yfir heiminn.
XII.
Dómar Evrópumanna um
Bandaríkin
og forystu þeirra.
Hafa Bandaríkjamenn
skapað nýja siðmenningu,
eða er horfið til baka til
frumstæðara og einfaldara
lífs? Um það deila menn.
Hitt er víst, að Evrópumenn
hafa haft tilhneigingu til að
líta Bandaríkjamenn svip-
uðum augum og Grikkir litu
hina sigursælu Rómverja, er
þeir voru að skapa heims-
veldi sitt.
XIII.
Engilsaxar verða að sanna
forystu sína í hernaðar-
átökum.
Yfirburðir Engilsaxanna í
efnahagsmálum og stjórn-
málum eru auðsæir. Yfir-
burðir þeirra í hernaði voru
dregnir í efa. Önnur ríki
þóttust standa þeim jafn-
fætis eða framar. Fyrst og
fremst Þjóðverjar. Tvívegis
hafa þeir ætlað að sanna
heiminum forystu sína á
sviði hernaðarlistar og auka
áhrif sín í skjóli þeirra yfir-
burða, 1914—’18, 1939—’45.
í bæði skiptin hafa Þjóðverj-
ar beðið ósigur, hið fyrra
skiptið var sigurinn fyrst og
fremst Frökkum að þakka,
hið síðara einkum Bretum.
í bæði skiptin hafði þó hlut-
taka Bandaríkjanna úrslita-
þýðingu, í síðari styrjöldinni
einnig þátttaka Rússa. í
styrjöldum þessum þvarr
kraftur Evrópu og forystu
hennar var lokið með hinni
siðari. Forystuþj óðir heims í
dag, Bandaríkjamenn og
Rússar, eru hvorugar Evr-
ópuþjóðir raunverulega,
heldur ekki hin síðarnefnda,
sem menningarlega má frem
ur teljast Asíuþjóð.
Meira um ítalskar ....
Framhald af bls. 17.
son sinn til sín frá Napólí og ætlar nú að taka upp nýja
hætti og heiðarlegra starf að borgaralegu mati, allt
snýst í höndum hennar og leiðin upp á hjalla siðferðis-
24 SAMVINNAN