Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1963, Síða 25

Samvinnan - 01.05.1963, Síða 25
CIS- H Ö L L I N Það er víðar guð en í Görðum og það eru víðar Samvinnutrygging- ar en á Islandi. í Bretlandi heita þær Co-operative Insurance soci- ety, skammstafað CIS. í október sl. tók CIS nýtt hús í notkun fyrir starfsemi sína, en tryggingarnar eru staðsettar í Manchester. CIS er ekkert smáfyrirtæki og nýja húsið var heldur engin smásmíði. Það er 25 hæða eða 400 fet og er samanlagður gólfflötur þeirrar byggingar rúmlega 16 ekrur. Þá er í byggingu 13 hæða skrifstofu- bygging sem CWS, brezka sam- vinnuheildsalan fær til afnota. Þess skal getið að CIS notar sjálft allar hæðir stærri byggingarinnar, og mun það gefa nokkra hugmynd um umsvif fyrirtækisins. Ekki þurfa menn að ganga sér til húð- ar, þótt þeir bregði sér milli hæða, því að í húsinu eru 8 hraðlyftur og getur hver þeirra farið 800 fet á einni mínútu. Vörulyfta fyrir- finnst einnig í húsinu og tíu raf- knúnir rennistigar. Þurfi menn að koma bréfum og skjölum sin á milli innanhúss, þá sér sjálfvirkt sendingarkerfi um það, hið fyrsta sinnar tegundar þarlendis. Philip drottningarmaður sýndi brezkum samvinnumönnum þann sóma að vera viðstaddur opnun og vígslu ClS-hallarinnar, en auk hans var þar fjöldi boðsgesta, m. a. víða erleniis frá. Héðan frá íslandi mættu formaður og fram- kvæmdastjóri Samvinnutrygginga,' þeir Erlendur Einarsson og As- geir Magnússon, ásamt eiginkon- um. ★ Þeir þurfa ekki að príia í stigum, gluggahreinsar- arnir hjá CIS, því eins og sjá má á myndinni hér til vinstri er vel búið að þeim. Það er Iíka betra að svo sé, þegar menn eru komnir í 400 feta hæð. Hér til hægri getur að líta líkan af CIS- höllinni og öðrum byggingum á svæðinu, en þær eru enn ekki allar fullgerðar, nema hæsta húsið, að- albyggingin. Hinum erlendu gestum var boðið til Rochdale, þar sem vagga samvinnu- hreyfingarinnar stóð. Myndin er tekin fyrir framan fyrstu verzlun vefar- anna, sem nú er minjasafn og geymir marga merka hluti. þroskans er torsótt, og syninum veitist eríitt að fóta sig á svellinu með rykti móðurinnar ógnandi og meið- andi hina ungu sál, að lokum deyr hann í höndum lög- reglunnar eftir mishepnnaða tilraun til bjófnaðar. Hann er sýndur í fangelsinu, reyrður niður með útrétta hand- leggi líkt og krosshangi: hugmyndina held ég Pasolini hafi frá Malaparte sem gerði áhrifamikinn þátt í sinni kvikmynd byggðan á málverki eftir endurreisnartíma- meistarann Mantegna. En það sem var máttugt hjá Malaparte og voldugt hjá Mantegna, það verður ósmekk- legt og ekki sannfærandi hjá Pasolini. Þessar kvikmyndir hans tvær virðast mér langdregnar, fullar af ógeðfelldu kvenhatri, mér leiddist einkum sú síðari sem hefur þó hlotið mikið umtal og aflað höfund- inum frægðar. Og af öllu því umtali eru þessi mörgu orð sprottin en ekki af því að ég hafi mætur á þessum kvikmyndum eftir Pasolini. Þjóðflutningar verkalýðsins Framhald af bls. 14. notum við að hressa upp á efnahaginn í hreysum fjölskyldna þeirra í Napólí eða á Sikiley. En ókostir þessa fyrirkomulags eru einnig fyrir hendi, eins og skiljanlegt er, þegar fjöldi manns er settur að kringumstæðum gerólíkum þeim, sem hann hefur átt að venjast, og hætt er við að íslendingar færu ekki varhluta af þeim, ef þeir kæmust í náin tengsl við hina miklu efnahagsheild meginlandsins. Ef stór-þýzkir iðjuhöld- ar finndu upp á því að koma upp iðjuverum við fallvötn landsins og flyttu inn nokkra tugi þúsunda af ítölum og Grikkjum til að starfa við þau, mættu þjóðernissinnaðir ís- lendingar með söknuði minnast þeirra gömlu góðu daga, þegar ekkert ógnaði þjóðlegri menningu þeirra annað en nokkrar þúsundir bandarískra dáta í girðingu suður á Reykja- nesskaga. SAMVINNAN 25

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.