Fréttablaðið - 20.08.2009, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 20.08.2009, Blaðsíða 22
22 20. ágúst 2009 FIMMTUDAGUR Hin hljóðláta bylt- ing lífsorkunnar UMRÆÐAN Hallur Hallsson skrifar um TFT, EFT, LifeWave Úti í hinum stóra heimi fer hljóðlát bylting líkt og eldur í sinu. Mannkyn stendur á þröskuldi nýrrar heims- myndar. Uppgötvanir á áhrifa- mætti lífsorkunnar eru að breyta læknisfræði og heilsugæslu. Við erum orka sem birtir sig í efni. Sú staðreynd er að koma af fullu afli inn í líf fólks, venjulegs fólks sem í vaxandi mæli tekur ábyrgð á eigin heilsu með því að rækta og virkja lífsorkuna um orkupunkta líkamans. Því er spáð að að áratug liðnum muni læknavísindin fyrst og fremst beita lífsorku við með- ferð sjúkdóma, andlegs og líkam- legs eðlis. Mannkyn hefur þekkt áhrifa- mátt lífsorkunnar í árþúsundir. Fyrir fimm þúsund árum kort- lögðu Kínverjar orkubrautir líkamans. Þeir þróuðu læknis- fræði sína, svokallaða nálastungu- aðferð. Kínverskir spekingar kenndu að með því að virkja orku- brautir mætti lækna kvilla og sjúkdóma. Á undanförnum ára- tugum hefur hin kínverska speki fest rætur á Vesturlöndum. Uppgötvun dr. Callahans Fyrir tæpum aldarfjórðungi þróaði bandarískur geðlæknir, dr. Roger Callahan, svokallaða Thought Field Therapy, TFT sem nú er viðurkennd innan sálfræð- innar. Árið 1986 gerði dr. Callahan nánast af tilviljun stórmerka upp- götvun. Hann hafði haft til með- ferðar konu sem hafði fóbíu gagn- vart vatni, var ofurhrædd við vatn í baðkari. Það þurfti ekki nema botnfullt baðkar til þess að vekja hjá henni skelfingu. Dr. Callahan hafði meðhöndlað konuna í 18 mánuði með litlum árangri og að sjálfsögðu leitað orsaka í huga konunnar, líkt og geðlækna og sálfræðinga hefur verið siður. Dag einn bað hann konuna að slá á orkupunkt á kinnbeini; orku- punkt tengdan maga. Það gerði konan og hið ótrúlega átti sér stað. Vatnshræðsla hennar hvarf eins og dögg fyrir sólu og hefur aldrei aftur gert vart við sig. Dr. Callahan hafði gert merki- lega uppgötvun. Hin neikvæða tilfinning, fóbían, var truflun á orkuflæði í orkubraut, í þessu tilfelli magabrautinni. Dr. Calla- han þróaði meðferðina TFT sem hefur verið rannsökuð við margar helstu vísindastofnanir veraldar. Gary Craig þróar EFT Áratug síðar hóf gamall nemandi dr. Callahans, Gary Craig að þróa aðferðafræði TFT fyrir allan almenning. Hann kallaði aðferð sína EFT, Emotional Freedom Technique. Á nýrri öld fer EFT sigurför í gras- rótinni, meðal fólks sem aðhyllist náttúrulækning- ar en heilbrigðisstéttir, læknar og vísindamenn beina sjónum sínum í vaxandi mæli að heilunar- mætti lífsorkunnar. Í stuttu máli gengur EFT út á að „tappa“ á helstu orkupunkta líkamans. Með svokallaðri uppskrift eða „recipe“ er „tappað“: fingurgómum slegið létt á helstu orkupunktana og hug- anum beint að viðfangsefni: það kann að vera hvað sem er, minn- ing, kvíði, streita, verkur, sjúk- dómur. Orsakir kvíða, streitu, verkja, sjúkdóma liggja í truflun í orkubrautum líkamans. Áhrifin eru mögnuð og stöðugt koma fram nýjar vísbendingar um heilunar- mátt lífsorkunnar. LifeWave-uppgötvun Davids Schmidt Fyrir nokkrum árum var banda- rískur vísindamaður, David Schmidt, að baxa við lífsorkuna í bílskúrnum sínum. Hann þró- aði plástra til þess að örva orku- punktana, svokallaða LifeWave plástra. Aðferðin er í prinsipp- inu hin sama og TFT og EFT. Schmidt flutti úr bílskúrnum árið 2002. Life Wave haslar sér nú völl um allan heim og er eitt fram sæknasta fyrirtæki heims. Orku plástrar bæta orkuflæði og áhrifin sérdeilis mögnuð gegn þreytu, sleni, verkjum, öldrun, offitu og svefnleysi. Íþrótta- menn eins og David Beckham og Michael Phelps nota LifeWave. TFT, EFT og LifeWave eru að að breyta heiminum. Í vor kynntist ég EFT, sótti námskeið til Bretlands. Skömmu síðar kynntist ég LifeWave og er reiðu búinn að deila reynslu minni. Fólk segir ótrúlegar sögur; höfuð- verkir hverfa, bakverkir, kvíði, streita, þunglyndi og svo fram- vegis. Bara eitt dæmi: ungur maður slasaðist í bílslysi. Hann fór þrisvar í viku í sjúkraþjálfun og gleypti verkjalyf án þess að finna bót meina sinna. Í dag með- höndlar hann orkupunktana með orkuplástri. Hann hvorki gleypir verkjalyf né fer í sjúkraþjálfun. Prófessor nokkur hefur spunn- ið ritdeilu í Fréttablaðinu um Life Wave. Við því er að búast úr heimi efnishyggjunnar en úti í hinum stóra heimi uppgötva millj- ónir galdra EFT og LifeWave. Hljóðlát bylting fer um heiminn; bylting sem skapar nýja heims- mynd og leiða mun af sér vitundar- víkkun mannkyns. Höfundur er blaðamaður. UMRÆÐAN Kjartan Örn Sigurðsson skrifar um samkeppni á ritfanga- markaði Í vor skrifaði ég grein hér í blaðið og léði máls á því hvaða hættur gætu skapast við yfirtöku ríkis- bankanna á fyrirtækjum á sam- keppnismarkaði. Beindi ég sjónum mínum sérstaklega að erfiðleikum þeirra fyrirtækja sem eftir stæðu á markaði þegar búið væri að losa yfirtekin félög undan skuldbind- ingum sínum með því að gera þau gjaldþrota og stofna ný félög á sama grunni. Dæmin sem ég notaði voru yfirtaka Kaupþings á Pennanum/Eymundsson/Griffli og yfirtaka Sparisjóðabanka Íslands á A4-Skólavörubúðinni. Eftir þessa gjörninga komst ríkið í markaðs- ráðandi stöðu á ritfanga- og skrif- stofuvörumarkaði. Nú er svo komið að tvö fyrirtæki á þessum markaði hafa verið gerð gjaldþrota og þriðja fyrirtækið er í greiðslustöðvun. Gjalda fyrir gjaldþrot annarra Við greinaskrif mín í vor sá ég fyrir mér erf- iða samkeppni við félög eftir kennitöluflakk sem lifðu m.a. við lægri launa- kostnað, húsnæðis kostnað og tækjakostnað. Ég játa það nú að ég sá ekki fyrir þann þrýsting sem þau félög, sem eftir stóðu einka- rekin á markaði, ættu eftir að lenda í. Margir inn lendir birgjar og þjónustuaðilar urðu brenndir af gjaldþroti hinna og létu það óspart bitna á þeim sem eftir stóðu. Á fáeinum vikum eftir atburðina byrjuðu stefnur að streyma inn. Algjör taugaveiklun tók við hjá lánardrottnum og samkomulag um greiðslur og samningar urðu að engu. Margar skammtímaskuldir voru gjaldfelldar á fá einum dögum. Greiðslustöðvun var óhjákvæmileg. Nýjar ritfangaverslanir í miðri kreppu Hvað hefur svo gerst síðan bankarnir yfirtóku Penn- ann/Eymundsson/Griffil og A4-Skólavörubúðina? Fyrrverandi eigendur voru fjarlægðir vegna þess hve illa félögin stóðu fjárhagslega og eigendur þar með látnir gjalda fyrir stöðu félaganna sem hugsanlega var tilkomin vegna bankahrunsins. Kaupþing stofnaði félag um rekstur Pennans/ Eymunds sonar og Griffils, skipti um mann í brúnni sem síðan hefur opnað nýja Griffils verslun á hinum „vinsæla“ Laugavegi, lokað Máli og menningu á Lauga- vegi og opnað nýja Eymundsson- verslun á Skólavörðustíg. Á sama tímabili síðan 1. apríl hefur skila- nefnd Sparisjóðabanka Íslands stutt A4-Skólavöru búðina í því að opna stærstu skrifstofuvöru- verslun landsins á Smáratorgi. Einhver gæti haldið að markaður um ritföng og skrifstofu vörur væri að blása út á Íslandi í miðri kreppu á meðan aðrir gætu velt því fyrir sér hvort útibúa-útrás fyrr verandi bankamanna ráði nú ferðinni í stjórnun rekstrar félaga í almannaeign. Rannsókna setur verslunarinnar segir að verslun haldi áfram að dragast saman en nú er svo komið að fjórar ritfanga- og bókaverslanir eru reknar í sjón- færi hver við aðra í miðbænum og fimmtu verslunina á að opna á næstu dögum. Sóun á almannafé? Hvaða hagsmunir ráða hér ferðinni? Er endalaust hægt að sólunda með almannafé í stað þess að skera niður og hagræða? Þessi yfirteknu félög hafa aldrei sett aðra eins fjármuni í auglýsingar eins og einmitt núna. Er markmið nýrra eigenda að halda úti óarðbærum einingum til þess eins að komast í einokunarstöðu? Ritfangaverslun ríkisins! Áreiðan- legar heimildir herma að rekstur A4 hafi aldrei skilað hagnaði en samt er rekstrinum haldið áfram. Sama hefur heyrst um Griffil, sem er rekinn sem deild undir Pennanum/ Eymundsson. Þá segja heimildar- menn að á bak við tjöldin hafi verið reynt að sameina reksturinn á A4- Skólavörubúðinni og Pennanum/ Eymundsson/Griffli. Það reynist stöðugt erfiðara að sjá samfélags- lega ábyrgð eða hvata til samkeppni í vinnubrögðum ríkisins. Ég skrifaði í vor um hætturnar á markaði og mögulegt forskot fyrir tækja eftir kennitöluflakk við yfirtöku ríkisbankanna á þeim. Greinin hét: „Forskot eftir kennitölu flakk“. Eftir á að hyggja hefði ég líklega átt að kalla grein- ina mína þá „Kúgun eftir kennitölu- flakk“. Höfundur er forstjóri Egilsson hf./Office1. KARTAN ÖRN SIGURÐSSON Ritfangaverslun ríkisins UMRÆÐAN Davíð Erlingsson skrifar um hvatningarverðlaun Vísinda- ráðs Það ræður dómi um dauðan hvern, hvað hann telst hafa gefið lifandi mannheimi. Dómur um vísindamann markast af því, hvað hann hafi lagt vísindum til, sem helzt munar um, er þeim til mestra bóta. Form framsetningar ætti ekki að skipta máli, en fram- lagið þarf að vera metanlegt og ástæðilegt. Þegar nefnd er sett til verks að meta, hver af efnilegum vís- indamönnum muni maklegastur að hljóta „hvatningarverðlaun“ Vísinda- og tækniráðs, hlýtur ætl- unin að vera að finna þann m/k, sem líklegastur sé til að láta vís- indin muna um framlög sín. Það er öldungis óvíst að sá munur, sem hér felst í hástigi lýsingar- orðsins líklegur og lýtur að gildi sköpunar mannsins þegar lengra líður fram, muni standa í neinu greinanlegu hlutfalli við tölu, les- málslengd eða pappírsmagn bóka og ritgerða, hvaðþáheldur við sam- keppnismetið ágæti þeirra háskóla og vísindastofnana þar sem mað- urinn kann að hafa sagt frá því sem hann hefur skapað í þekking- arleit sinni. Magn framleiðslunnar er ekki „málið“ heldur það, hverju um hana munar. Þeir sem leita að æskilegum (hand)hafa hvatningar- launa í vísindum þurfa að skynja þann vilja og greina þá hugsun sem líklegast er að gefi af sér það sem skila muni vísindunum lengst áfram. Ármann Jakobsson bókmennta- fræðingur tók um daginn við þessum verðlaunum. Ég er ekki ókunnugur Ármanni og talsverðu af því framlagi hans sem hér hlýt- ur að vega þyngst; og er innilega samþykkur niðurstöðunni um þennan virðingarvott og hvatningu til hans frá okkur öllum. En lung- inn í rökstuðningnum sem fylgir fréttinni (í Fréttablaðinu 2. júlí 2009, bls. 37), sem rekur mig nú til orða, er í mínum skilningarvitum uggvekjandi dæmi um það áhrifa- vald sem (stundum öldungis mein- ingarlaus) magnviðmiðun hefur öðlast í mati síðustu ára á hugverk- um og hugverkamönnum. Þetta hlýtur að vera yggilegt og ískyggi- legt þeim sem bærilega reyna að fylgjast með ástandi þjóðarinnar og mikilvægra stofnana hennar, ekki sízt vegna þess að dæmin eru hersing sem þrammar um allt. Það er ekki óviðkomandi þessu máli að minnast á, að háskólinn (H.Í., og vitanlega hinir meira) er nú seldur undir markaðarreglu, þannig m.a., að nemendafjöldi í námskeiðum getur valdið talsverðu um laun kennara. Minnast má líka ræðu rektors H.Í. á útskriftarsamkomu í vor. Hún talaði vongóð um árang- ur skólans við að bæta sig og nálg- ast með því raðir hinna „beztu“; hún nefndi til þess mikla fjölgun útskrifta úr doktorsnámi. Það segir sig sjálft, að háskóli kemst þá fyrst í fremstu röð sinna líka, þegar hann fæst við rannsóknir og menntun einnig á efsta þrepi, en að því viðurkenndu skiptir magn eða fjöldi gráðuhafa ekki veru- legu máli sem mælikvarði á gæði hans. Það sem hér var áður orðað um grundvöll mats á vísindamönn- um og vísindum verður að hafa í heiðri. Það heldur gildi sínum þrátt fyrir læti svonefndra framfara og kerfisbreytinga sem gengu marg- ar í átt markaðsvæðingar o.s.frv. í dansinum fyrir hrunið. Rökstuðningur Vísindaráðsins gegndi ekki frumkröfunni, en setti magn í stað gæða. Vegna þeirrar óvirðingar samhryggist ég Ármanni, en áfellist ráðið, einnig fyrir það að þeir skyldu leyfa þessu misvísandi pappírs- gagni að fara fyrir almennings sjónir. Fróðleiksfúsri manneskju sem les það með sæmilegri athygli mun finnast hún svikin af, því að þar er ekki að finna það sem heitið gæti rökstuðningur. Yfirborðsleg fram talning ritverka felur ekki í sér þau rök sem hér þyrfti að taka fram. Lesandinn getur ekki orðið neinu nær, hvorki um hvað Ármann hafi lagt til vísinda né heldur með hverju hann gæti átt eftir að auðga þau. Hafi einhver lesið þennan texta til þess að átta sig á, betur en fyrr, hvað viðurkennt væri vísindi af Vísindaráði landsins, hann fær ekki hér það, sem hann hafði fulla ástæðu til að vænta. Birting þessa texta jafngildir að vissu leyti því að segja við fólkið sem ráðið starfar fyrir: Hér hafið þið nú dóm okkar og úrskurð um þessi hvatningarverðlaun. En allt hið nánara um ástæðurnar fyrir honum kemur ykkur ekki við; en við vitum hvað við syngjum. Slík afstaða nær engri átt. Með þessu er komið í siðrænu hliðina á málinu, og hún er alvar- legust. Að hafa það fyrir fólki að mikið sé sama sem gott er spill- ing, hugsunarspjöll og siðspilling, sem er angi af afmenningu, sem lengi hefur verið að vinna á, illu heilli um leið og hugmyndir lýð- ræðis og frelsis hafa einnig verið að vinna á, ekki sízt nú nýlega, í þeim samtíma þegar fólk virðist hætt að gera greinarmun á raun- veruleika og sannleika, hvað þá gera upp á milli raunveruleika og veruleika, nema að það er aðeins sá fyrrnefndi sem er sannleiki, en veruleikinn er líklega eitthvert rugl eða rutl í huganum. Að búa við þá reglu sjálfvirka (forhugs- aða og því óhugsaða), að mikið sé gott, á það má líta sem eins konar tryllingu hugarfarsins. Við hugs- um okkur tröllin sem aðra þjóð í villináttúrunni kringum og innan um menningarheimkynni mann- anna. Þau voru iðulega hamslaus í áti sínu og annarri gleðineyzlu. Fífl voru forðum sama þjóð og tröll. Ef fólkið í akademíu lands- ins er farið að hugsa með sjálf- virkni þeirrar meinloku að mikið sé gott, þá er það ekkert minna en sjálfs-fífling þeirra, en sem starf- andi greindarverkamenn hljóta akademíumenn að reyna að gegna þeirri frumskyldu hlutverks síns að fíflast ekki – láta hvorki hafa sig að fíflum né fífla aðra. Þetta mál hefur þá alvöru sem við skilj- um af því, að siður er grundvöllur tilvistar manns í samfélagi hans. Hann er því mikilvægari öllum setningum trúarbragða. Höfundur er fyrrverandi dósent við Háskóla Íslands. Ábending til Vísindaráðs HALLUR HALLSSON Ertu fangi í eigin líkama? Detox vinnur á umframþyngd, vefjagigt, hjarta- og æðasjúkdómum, bakflæði, þunglyndi, svefnleysi, ristilsjúkdómum, ofnotkun lyfja o.fl. Kynntu þér málin á Detox.is Reykjanesbær - Mývatnssveit - Pólland
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.