Samvinnan - 01.04.1977, Blaðsíða 28

Samvinnan - 01.04.1977, Blaðsíða 28
ofurlítill tunglskinsblettur á eldhúsgólfinu. Loks náði Jim að dyrunum og gægðist inn. Tunglskinið baðaði hvítt rúmið. Jim sá, að Jelka lá á bakinu og hafði lagt annan nakinn, mjúkan handlegginn yfir ennið og augun. Hann gat ekki séð, hver maðurinn var, því að hann sneri andlitinu undan. Jim stóð á verði og hélt niðri sér andanum. Þá bylti Jelka sér i svefninum og mað- urinn sneri höfðinu og and- varpaði, — frændi Jelku, stóri, vandræðalegi frændinn. Jim sneri við og læddist hratt til baka gegnum eldhúsið og . niður bakdyratröppurnar. Hann gekk inn i húsagarðinn og aftur með vatnstroginu og settist niður á barm þess. Nú var tunglið krítarhvítt og synti í vatninu og lýsti upp stráin og byggið, sem fallið hafði úr munni hestanna. Jim sá jafnvel moskítólirfur, sem skutust hver um aðra þvera og á botninum sá hann sala- möndru, sem kúrði þar í mos- anum. Hann gaf frá sér nokkur þurr, kæfð ekkasog og undrað- ist hvers vegna, því að hugur hans dvaldist hjá grasivöxnum hæðarbrúnunum og sumar- vindinum, sem strauk þær . . . Hugsanir hans reikuðu til þess, hvernig móðir hans hélt á fötunni til að ná í hálsblóðið, þegar faðir hans slátraði grís. Hún stóð eins langt i burtu og mögulegt var og hélt fötunni með útréttum handlegg til þess að varna þvi, að blettir kæmu í fötin. Jim dýfði hendinni i trog- ið og breytti tunglinu í ljós- brot, sem þyrluðust hvert um annað. Hann vætti ennið með rakri hendinni og stóð upp. í þetta skiptið fór hann ekki eins hljóðlega, en gekk þó yf- ir eldhúsgólfið á tánum og stóð i svefnherbergigdyrunum. Jelka hreyfði handlegginn og opnaði augun til hálfs. Siðan sperrti hún upp augun og hann sá glampa á vökva í þeim. Jim leit í augu hennar, andlit hans var algjörlega sviplaust. Smádropi rann frá nefi Jelku og settist i grópina ofan við efrivörina. Hún starði á hann á móti. Jim dró upp bóginn á byss- unni. Smellurinn i stálinu virt- ist hljóma um allt húsið. Mað- urinn i rúminu hreyfði sig ó- rólega í svefninum. Hendur Jims skulfu. Hann lyfti byss- unni upp á öxlina og hélt henni fast til að varna því, að hún skylfi. f gegnum sigtið sá hann hvítan ferhyrning af enni mannsins. Sigtið titraði andartak, en stóð þvínæst kyrrt. Skothvellurinn tætti i sund- ur þögnina. Jim, sem enn horfði gegnum hlaupið, sá hvernig allt rúmið byltist til við höggið. Lítill, svartur, blóð- laus depill var á enni manns- ins. En að aftanverðu dreifð- ist heilinn og sundurskotinn bein út um koddann. Það heyrðist hrygla í hálsi frænda Jelku. Hendurnar fálmuðu framundan sænginni eins og stórar, hvítar kóngu- lær, sem skriðu andartak, en svo fór um þær skjálfti og þær kyrrðust. Jim leit aftur hægt á Jelku. Það rann úr nefinu á henni. Augu hennar hvörfluðu frá honum að byssuhlaupinu. Hún vældi ofurlítið eins og hvolpur, sem er kalt. Jim sneri við, ofsahræddur. Skóhælarnir skullu á eldhús- gólfinu, en þegar hann var kominn út, gekk hann aftur rólega að vatnskerinu. Hann fann saltbragð í munninum og hjartað barðist þungt og sárt. Hann tók af sér hattinn og dýfði höfðinu í vatnið. Þvínæst haliaði hann sér fram og kast- aði upp á jörðina. Hann heyrði, að Jelka var á ferli inni í hús- inu. Hún ýlfraði eins og hvolp- ur. Jim rétti úr sér, máttlaus og ringlaður. Hann gekk þreytulega gegn- um húsagarðinn og út í hag- ann. Hesturinn hans kom, þeg- ar hann blístraði. Ósjálfrátt herti hann á gjörðinni, fór á bak og reið í burtu, niður veg- inn i átt til dalsins. Stuttur, svartur skugginn hreyfðist með honum. Hvitur máninn leið á- fram hátt á lofti. Órólegir hundarnir geltu tilbreytingar- laust. í dögun kom kerra með tveim hestum fyrir skröltandi upp að bænum og tvistraði hænsnahópnum. Sýslumanns- fulltrúinn og likskoðarinn sátu í ekilssætinu. Jim Moore sat aftur i kerrunni og hallaði sér upp að hnakknum sinum. Þreyttur hesturinn hans kom í humátt á eftir. Fulltrúinn stöðvaði kerruna og mennirn- ir stigu út. Jim spurði: „Þarf ég að fara inn? Ég er of þreyttur og út- keyrður til þess að horfa á þetta strax.“ Líkskoðarinn togaði í vörina á sér og hugsaði sig um. „Nei, ég býst ekki við þvi. Við mun- 28

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.