Neisti - 18.12.1978, Síða 3
Neisti 13. bls. 1978 bls. 3
EldhúsmeUa tU sötu
Guðlaugur Arason er sósíalisti og
vísvitandi gagnrýninn á samfélagið. í
bók sinni Eldhúsmellur tekur hann
upp vandamál sem ég tel að honum
finnist brýnt að taka fyrir. Og það er
brýnt: sambúð karls og konu af verka-
lýðsstétt í þessu verðbólgna íslenska
auðvaldssamfélagi.
Eiginkonu nauðgað. . .
Anna Dóra er gift skipstjóra á skut-
togara austur á landi. Hann hefur
góðar tekjur, en vinnur mikið, stoppar
stutt í landi. Hlutverk önnu Dóru
hefur verið að ala upp krakkana, þvo
drullugallann af bónda sínum, elda
ofan í hann þegar hann er í landi - og
liggja undir honum hvort sem henni er
það ljúft eða leitt. Eftir aldarfjórðungs-
hjónaband eru börnin farin að heiman,
hlutverk önnu Dóru ekki annað en
þvotturinn á drullugallanum og þessi
hjónabandsskylda í landlegum. Arum
saman hafa einu samskipti hjónanna
verið þessi stundarfullnæging kynhvat-
arinnar, sem reyndar er engin full-
næging lengur fyrir önnu Dóru og
kannski ekki heldur fyrir eiginmann-
inn. Svo er komið, að ástarsambandið
er fólgið í því að eiginmaðurinn
nauðgar eiginkonunni.
Þetta er engin lygisaga. Þetta hjóna-
band er líklega dæmigert fyrir fjöl-
margt fólk. Kannski er bein nauðgun
ekki alltaf með í spilinu, en þó oftar en
flesta grunar. Allt er sæmilega slétt og
fellt áyfirborðinu. Undanfarin árhefur
víða erlendis verið komið upp neyðar-
símum og hjálparstöðvum, þar sem
konur geta leitað hjálpar, án þess að
eiga á hættu að fá nafn sitt inn á
einhverja skýrslu. Gegnum þessa starf-
semi meðal annars hefur fengist stað-
festing á því hversu ofbeldi innan heim-
ilisins er algengt, bæði að því er virðist
tilgangslausar misþyrmingar eigin-
manns á eiginkonu, og einnig nauðg-
anir. En þetta er viðkvæmt mál og
eiginkonan hleypur ekki með það í
hvern sem er, síst lögregluna eða aðra
opinbera aðila. Hugsanlega er hún
hrædd við að missa fyrirvinnuna, hugs-
anlega finnst henni vænt um eigin-
mann sinn þrátt fyrir allt. Svona
ofbeldi stafar nefnilega ekki af ill-
mennsku, það á sér sínar rætur sem
kemur upplagi þessa fólks ekkert við,
rætur sem liggja víða og oft er erfitt að
greina. Hér er því miður ekki rúm til að
fara nánar út í þá sálma.
. . . eða sögupersónu
nauðgað
Það má ljóst vera að hér er ekki
konan ein þolandi, eiginmaðurinn, sá
sem nauðgar, er það líka. Annars
mundi hann ekki nauðga. Þetta kemur
fram í Eldhúsmellum, þótt varla sé
nema ymprað á því. Það kemur líka
dável fram í bókinni að hér er ekki
bara um að ræða einkaheim önnu
Dóru og Guðmundar. En fyrst og
fremst er það Anna Dóra sem bókin
fjallar um.
Ég ætlast ekki til að eitt skáldverk
geri öllu skil. Það hlýtur að verða látið
óátalið þótt höfundur sögunnar grafist
ekki fyrir hverja einustu rót á vanda
önnu Dóru. En hvað gerist innra með
þessari konu, sem á einu sumri breytist
úr því sem hún hefur alltaf verið,
undirlægja mannsins síns, og á endan-
um taugahrak, yfir í sterka, sjálfstæða
konu, sem stendur teinrétt frammi fyrir
þessum sama manni og býður honum
birginn? í upphafi bókarinnar er gefin
nokkuð skýr, en grunn, mynd af lífi
önnu Dóru, aðstæðum umhverfis lýst
sæmilega. Það er vikið að því hvemig
húsmóðurhlutverkið er innprentað
henni frá bernsku.
Stór þáttur í bókinni eru samræður
frasakommans Fanneyjar og önnu
Dóru, þ.e.a.s. Fanney heldur ræður
yfir önnu Dóru sem eru sambland af
frösum og sannindum, Anna Dóra er
dálítið efins, svo skála þær og hlæja.
Svo eru þær allt í einu komnar saman
upp í rúm, og svo er Anna Dóra orðin
allt önnur kona. Af lestri bókarinnar
kynnist maður þessari konu svo litið -
hvað þá öðrum persónum - að maður
hefur varla nokkra hugmynd um hvar
hún stendur í bókarlok.
Eldhúsmella til sölu
Það er eins og höfundi hafi legið svo
á að koma þessari skáldsögu í verð-
launasamkeppnina, að hann hafi ekki
gefið sér tíma til að gera nema uppkast
að henni. Og það má segja að þetta sé
áhugavert uppkast að bók sem hefði
getað orðið góð. Vandamálið sem
tekið er fyrir er rissað upp grófum
dráttum, alla nánari útfærslu vantar.
Hvers vegna dómnefnd Máls og
menningar veitti þessari bók fyrstu
verðlaun er vandséð. Kannski er hæfi-
legt fyrir Mál og menningu að skrifað
sé af lipurð og hæfilega krassandi um
„áhugavert vandamál", en hvort því
séu gerð sæmileg skil sé aukaatriði.
Eða er þetta sölutrikk? Eldhúsmellan
virðist seljast.
Einar Ólafsson.
Maríuvers
Aftur fann hún það upp á víst:
undur mjúklega á brjóstin þrýst,
- öllu öðru hún gleymdi.
Unaður, meiri en orð fá lýst,
inn í skaut hennar streymdi.
Blóðheit, frjósöm og fagurbyggð,
fann hún komið við sína dyggð,
- engan segginn þó sá hún.
Heilögum anda yfirskyggð
aftur á bak þar lá hún.
Ástleitni guðsins ofurseld,
ævintýrið það sama kveld
syrgði hin sæla meyja:
Almáttugur! Ég held . . . ég held . . .
- hvað skyldi Jósef segja?
Jóhannes úr Kötlum
tJr bókinni Ríó og rögn þess eftir Helga Hóseasson
Opinn fundur
Fylkingar -
innar með
Ólafi Ragnari
Þriðjudaginn 28.11. efndi Fylkingin
til opins fundar um málefnið „Verka-
lýðshreyfingin og efnahagsástandið“
að Hótel Borg. Frummælendur voru
Ólafur Ragnar Grímsson alþingismað-
ur og Ásgeir Daníelsson, ekki alþingis-
maður. Fundarsókn var viðunandi
(um 70 manns) og einnig verður það að
teljast gott og blessað að Alþýðu-
bandalagsleiðtogi skuli gefa sig opin-
berlega á tal við öfgahóp. Hingað til
hefur Abl.-forustan helst ekki viljað
sætta sig við tilvist öðru vísi þenkjandi
sósíalista hvað þá talið þá viðræðu-
hæfa. Þeir eru n.k. beinagrindur í
marxíska málefnaskápnum, sem ekki
má opna þegar íhaldið getur séð til.
Framsöguræður virtust vel undirbún-
ar, og eru þar með kostir fundarins að
mestu upptaldir. Fundarformið var
allstirt og aðrir en þrautvönustu fund-
arfífl þorðu varla að hnerra, sé ein
fyrirspurn undan skilin. Framámenn
Fylkingarinnar og Ólafur Ragnar
kváðust á og ef aðrir fundarmenn lum-
uðu á einhverju létu þeir það amk. ekki
fjúka. Umræðuefnið sjálft lá ekki
heldur nógu ljóst fyrir og tafði það fyrir
gangi fundarins. Sömu áhrif hafði líka
viðvist einstaklinga sem komið höfðu á
Hótel Borg í öðrum tilgangi en eiga vit-
legan þátt að umræðunum. Hér er ekki
ástæða til að rekja gang umræðna, því
ekkert nýtt kom í sjálfu sér fram í
viðbót við það sem þetta fólk hefur
skrifað í sín málgögn um efnahags-
þróunina, stjórnarþátttöku Abl. og
úrræði verkalýðshreyfingarinnar. Það
var eiginlega ekki fyrr en undir fundar-
lok að umræðurnar fóru að komast á
það stig þar sem þær hefðu helst átt að
hefjast. Engu að síður sýndi fundar-
sókn, að það er full ástæða til þess að
Fylkingin efni til fleiri opinna funda.
Þau málefni eru mörg og fjölskrúðug
sem íslenskir sósíalistar hafa of lítið
rætt innbyrðis. Og er þá bara að vona
að sem flest sjónarmið komi fram á
slíkum fundum.
H.G.
r
Vantar 700 milljónir í L.I.JV.
Það er ekki laust við að það hafi
hýrnað yfir mörgum námsmanninum
er ný stjórn tók við völdum í Lána-
sjóðnum í haust. Á grundvelli ríkis-
stjórnarskiptanna sögðu fulltrúar rík-
isvaldsins, „þrífólið" illræmda með
Tímajón í broddi fylkingar, af sér í
stjórn LÍN. Þótt hinir nýju fulltrúar
væru kannski ekki einvala lið í augum
námsmanna, var það bót að Þorsteinn
Vilhjálmsson var skipaður formaður
og Helga Sigurjónsdóttir sem fulltrúi
menntamálaráðuneytisins. Kom fljót-
lega í ljós að það var vilji meirihluta
stjórnarinnar að endurskoða úthlut-
unarreglurnar. Var það m.a. vegna
þess að, dómur í prófmáli gegn stjórn
LÍN og fjármálaráðuneytinu, hafði
fallið í undirrétti í apríl s.l. og dæmt
reglurnar ólöglegar. Voru forsendurn-
ar þær, að ekki var farið eftir ákvæði í
lögum um LÍN, að tillit skyldi tekið til
fjölskyldustærðar við lánsveitingu. Til-
lögur námsmanna, um að fylgja þessu
ákvæði eftir, sýndu, að mati sjóð-
stjórnar, kostnaðarauka upp á c.a. 200
milljónir.
í samræmi við þessar niðurstöður
sótti núverandi menntamálaráðherra
um aukafjárveitingu, vegna haustlána,
í sept. s.l. Var honum synjað á þeirri
forsendu að málinu hefði verið áfrýjað
til Hæstaréttar og væri því ekki lokið.
Þótti því engin ástæða til fjárveitingar
m.v. óbreyttar reglur.
En þetta var ekki fyrsta hindrunin
sem varð í vegi fyrir árangri í lánamála-
baráttunni. Ljóst var og er, að umbæt-
ur í brýnasta hagsmunamáli náms-
manna, eru ekkert hugðarefni hjá þeim
flokki er fer nú með völd í ráðuneyti
fjármála hér á þessu íshafsskeri. Kom
það enn skýrar í ljós er fjárlagafrum-
varpið fyrir árið 1979 kom fram í
byrjun nóvember. Vantaði þá litlar 700
milljónir í fjárveitingu til LÍN, og var
þó miðað við óbreyttar reglur og 85%
brúun fjárþarfar. Höfðu breyttar for-
sendur í fjárveitingarbeiðni valdið
þessu, s.s: meira gengissig og verð-
bólga en reiknað var með, gengisfell-
ing og fjölgun lánaumsókna.
En það ætlaði ekki að ganga átaka-
laust að fá á þessu leiðréttingu, hvað þá
þær 200 milljónir til breytingar á
reglunum. Til að sýna þingheimi hve
mikið kappsmál það var og er
námsmönnum að fá lausn á þessu
brýnasta hagsmunamáli sínu, þá var
boðað til fundar um lánsmálin með
menntamála- og fjármálaráðherra,
fulltrúum allra þingflokka og hinum
eina sanna stúdent á þingi, Gunnlaugi
Stefánssyni frá Alþýðufl. Var hann
haldinn miðvikudaginn 6. des. og
stóðu að honum þeir skólar er eiga kost
á aðstoð frá LÍN. Því er skemmst frá að
segja að okkar „ástkæri" menntamála-
ráðherra boðaði forföll en sendi fund-
inum langa og hjartnæma kveðju sína.
Eins og fram hefur komið var fund-
urinn mjög fjölmennur og líflegur.
Lögðu námsmenn hart að þingmönn-
um, og þá sérstaklega Tómasi, að veita
þær 900 milljónir er vantaði í raun.
Varðist Tómas af kappi og lýsti vesæl-
um peningahirslum ríkisins og kyrjaði
sama samdráttarsönginn og fyrirrenn-
ari hans, en lofaði, að lokum, að veita
fé til 85% brúunar fjárþarfar, en nefndi
enga upphæð. Hafa sumir túlkað þetta
þannig að nú væri hægt að breyta regl-
unum til samræmis við tillögur náms-
manna og fá síðan 85% af því, en
þykir það heldur frjálsleg túlkun. Full-
trúi Alþýðubandal. á fundinum, Kjart-
an Ólafsson, var sífellt minntur á
fyrirheit flokksins í þessum málum og
lofaði hann að flytja tillögu á Alþingi
um að veita þessar200 rriilljónir, ef þær
fengjust ekki í gegn í fjárveintingar-
nefnd. Fylgjast námsmenn nú spenntir
með því að þingmerin standi við gefin
fyrirheit, þó það sé alkunna að þau hafi
áður brugðist.
Verður úthlutunar-
reglunum breytt?
En á hvaða grundvelli á að breyta
reglunum? Tillögur námsmanna liggja
fyrir skýrt mótaðar: fullt tillit til fjöl-
skyldustærðar námsmanna, leiðrétt
kostnaðarmat, hækkun til manna í
heimahúsum svo eitthvað sé nefnt, að
ógleymdri áminningu til þingmanna
um að veita fé til 100% fjárþarfar.
Tillögur Þorsteins hafa í flestum
atriðum verið í þessa átt. Þó greinir á
um leiðir að því markmiði, en tillögur
hans ganga út á að það sé hægt að bæta
tekjulága einstaklinga í öllum hópum
með tilfærslum frá þeim aðilum er
kallast gætu hátekjufólk. Hefur eink-
um verið nefnt það tilvik er maki náms-
manns er útivinnandi og þau til samans
hefðu um 250 þús. á mánuði í ráð-
stöfunarfé skattfrjálst. Lán til þessara
aðila mundi lækka töluvert, en þetta er
sá hópur sem er best settur í dag innan
sjóðsins þó svo að þarna séu ekki um
neinar lúxustekjur að ræða.
Annars eru helstu punktar í tillög-
um hans þessir:
- framfærslukostnaður er reiknaður
yfir allt árið í stað námstíma áður,
framfærsla eftirtalinna hópa breytist,
- hækkun til einstaklinga í heima-
húsum,
- tillit er tekið til barna námsmanns
og maka ef hann á ekki kost á láni,
- í stað marktekna eru tekjur um-
reiknaðar áður en þær koma til frá-
dráttar. Notaðar eru nettótekjur
(vinnutekjur - skattar) þar sem skatt-
ar hafa sannarlega verið greiddir á
árinu.
Það er þessi tekjuumreikningur sem
orsakar þessar tilfærslur en þó mis-
munandi innan hvers hóps. Einnig
orsakar hann það að þeir sem eru með
tekjur á bilinu 400-600 þús. verða fyrir
töluverðri skerðingu eða sem nemur
um 8-9% en á þessu bili eru mjög
margir. Hafa fulltrúar námsmanna
mótmælt þessu harðlega en skýring
Þorsteins hefur verið sú að þetta hafi
alls ekki verið ætlunin, en líklega
verður raunin sú að hætt verður við
þennan umreikning. Ekki er þó útséð
að þessir aðilar komi amk. ekki skertii
út en talað hefur verið um að hækka
framfærslukostnað um c.a. 8-9% en
talið er að hann ætti að hækka amk.
um 10-15% miðað við könnun er LÍN
lét gera 1974.
Það er ekki laust við að það ætli að
ganga erfíðlega að gera breytingar á
úthlutunarreglunum í vetur þar sem
Alþingi situr sem fastast á hverri krónu
og eru því fulltrúar námsmanna óneit-
anlega 1 nokkurri klípu í þessu máli. Ef
þeir reyna að fá í gegn þær breytingar
er þeir vilja en síðan fæst ekkert fé til að
framkvæma þær þá neyðist sjóðurinn
til að skera niður lánshlutfallið enn
frekar. En búast má við að námsmenn
láti ekki bjóða sér það átakalaust og
því verður að vera órofa samstaða
meðal þeirra um að pressa á vesælan
þingheim þessa dagana.
ÞP.
Neista hafa borist nokkrar ályktanir
frá námsmönnum erlendis varðandi
lánamál. Því miður höfum við ekki
rúm í blaðinu til að birta þær eins og
þær koma fyrir.
Óslódeild SÍNE ályktar að eftirfar-
andi verði að finna efnislega í nýrri
reglugerð fyrir LÍN:
1. Fullt tillit verði tekið til fjölskyldu
námsmanns við útreikning láns.
2. Umframfjárþörf verði að fullu
brúuð.
3. Marktekjur verði hækkaðar veru-
lega og umframtekjur dragist aðeins að
hluta til frá námsláni.
4. Veittur verði ferðastyrkur til
lögheimilis á íslandi og taki hann til
allra fjölskyldumeðlima námsmanns.
5. Veitt verði fullt lán í eitt misseritil
námsmanns við barnsfæðingu.
SÍNE-deildin í Lundi gagnrýnir
„Frumdrög að nýjum úthlutunarregl-
um“. Hún krefst einnig hækkunar á
framlögum til LÍN í þeim fjárlögum
sem nú eru til afgreiðslu. í sama streng
tekur SÍNE-deildin í Uppsölum.
Þess má geta að undanfarið hafa
fjölmargir hópar námsmanna, bæði
heima og erlendis, lýst furðu sinni á og
mótmælt smánarlegri fjárveitingu til
LÍN í komandi fjárlögum.