Neisti - 18.12.1978, Side 5
Neisti 13. bls. 1978 bls. 5
Fundur um
verkalýðshreyfinguna
og fjölmiðlun
Fimmtudaginn 7. des. sl. gekkst
Nemendasamband Félagsmálaskóla
alþýðu fyrir fundi um Verkalýðshreyf-
inguna og fjölmiðlun. Á fund þennan
voru boðaðir félagsmenn NFÁ, mið-
stjórn ASl, stjórn MFA og fulltrúar
ritnefnda og fræðslunefnda, sem starf-
andi eru innan verkalýðsfélaganna hér
á Reykjavíkursvæðinu.
Haukur Már Haraldsson ritstjóri
Vinnunnar hafði framsögu um ástand-
ið í útgáfumálum verkalýðshreyfing-
arinnar, en Einar Karl Haraldsson
hafði framsögu um samskipti verka-
lýðshreyfingarinnar við dagblöð og
ríkisfjölmiðla.
Fundurinn var vel sóttur og urðu
umræður góðar og gagnlegar, þó að
þær hafi svo til eingöngu snúist um
ástandið í útgáfumálum verkalýðs-
hreyfingarinnar. Mun hér verða sagt
frá því markverðasta:
Forsögu þessa fundar má rekja allt
aftur til aðgerða verkalýðshreyfingar-
innar þ. 1.-2. mars sl. En í þeim að-
gerðum þótti mörgum, að forysta
verkalýðssamtakanna hefði afhjúpað
getuleysi sitt og vanmátt á sviði útgáfu-
mála og upplýsingamiðlunar og eins í
því að nýta þá möguleika sem ríkis-
fjölmiðlarnir hafa upp á að bjóða,
þrátt fyrir sínar augljósu takmarkanir.
NFÁ beitti sér síðan fyrir fundi sl.
vor til að draga lærdóma af umrædd-
um aðgerðum 1.-2. mars, þar sem
umrædd mál báru mikið á góma.
í sumar kaus stjórn NFA síðan
nefnd til að kanna möguleikana á því
að efna til ráðstefnu um þemað: Verka-
lýðshreyfingin og fjölmiðlun, með
sérstakri áherslu á útgáfumál verka-
lýðshreyfingarinnar. Nefndin leitaði
eftir samstarfi við MFA og ritstjóra
Vinnunnar og var ákveðið að opna
umræður um málið innan verkalýðs-
heyfingarinnar með umræddum kynn-
ingarfundi þ. 7. des. sl. en jafnframt er í
bígerð að halda ráðstefnu um þetta
sama efni seinna í vetur.
Það var samdóma álit þeirra fund-
armanna, sem til máls tóku á fundinum
hefur dugað til að jafna það tekjumis-
rétti sem markaðsbúskapur elur af sér,
en það er að beita stighækkandi tekju-
skatti. Tillaga í þessum efnum á erindi
beint inn á Alþingi í dag. Hvernig væri
t.d. að koma á 100%tekjuskatti áallar
tekjur umfram þrefaldar lægstu tekjur
(auðvitað vísitölubundið þannig að
hátekjumenn högnuðust ekki á því að
skattar eru greiddir eftirá.)?
Með þessu móti væri hægt að jafna
tekjur þjóðfélagsins og ná fram því rétt-
lætismáli að fella niður tekjuskatt og
útsvar af „almennum launatekjum", án
þess að skerða félagslega þjónustu.
Með því að afnema vaxtafrádrátt og
skattleggja verðbólgugróðann, væri
hægt að stíga stór skref í átt til tekju-
jafnréttis hér á landi. Það er kannske
besti vitnisburðurinn um þann hug sem
býr á bak við tillögu Braga Sigurjóns-
sonar, að Alþ.fl. hefur verið í fremstu
víglínu í baráttunni gegn hækkun á
beinum sköttum, ekki aðeins af
„almennum launatekjum“ heldur al-
mennt.
Með þessum athugasemdum viljum
við ekki fullyrða, að hægt sé að skapa
raunverulegt tekjujafnrétti með því að
beita tekjuskattinum. Við viljum
aðeins benda á, að þetta er skásta
tækið, sem stendur til boða í auðvalds-
þjóðfélagi, til að minnka það hróplega
óréttlæti, sem auðvaldsskipulagið
skapar. Til þess að koma á raunveru-
legu tekjujafnrétti verður að afnema
auðvaldsskipulagið og koma á sósíal-
isma. Það er fyrst í sósíalísku þjóð-
félagi, sem hægt er að ákveða
tekjuskiptinguna óháð darraðardansi
samkeppninnar og efnahagslegra for-
réttinda lítilla minnihlutahópa.
Á.D.
að ástandið i útgáfumálum hreyfingar-
innar væri svo slæmt, að í raun væri
það verkalýðssamtökunum og forystu
þeirra til hreinnar háðungar. Sem
dæmi þar um má benda á að Vinnan
málgagn heildarsamtakanna, sem telja
50. þúsund félagsmenn er gefið út í
3200 eintökum (!!??), skv. því sem
ritstjóri Vinnunnar tjáði fundarmönn-
um. Skýringuna á þessari hörmulegu
staðreynd er m.a. að finna í því, að
aðildarfélögin hafa alls ekki stutt við
útgreiðslu blaðsins, þrátt fyrir sífelldar
yfirlýsingar um nauðsyn þess. Þrátt
fyrir að félögin fái sendan ákveðinn
eintakafjölda blaðsins til dreifingar,
þá hermir almannarómur innan verka-
lýðshreyfingarinnar að sáeintakafjöldi
lendi að öllu jöfnu í sorpílátunum.
Þessi staðreynd virkar e.t.v. nokkuð
hlálega þegar ályktun síðasta ASÍ
þings um fræðslumál er skoðuð, en þar
segir fjálglega, „að verkalýðsfélögin
hafi stutt myndarlega að útgáfu
Vinnunnar“!! Þetta er reyndar ekki í
fyrsta sinn sem verkalýðshreyfingin
gerir samþykktir sem lítið mark er
takandi á.
Eins var það nokkuð almennt álit á
fundinum, að sá blaðakostur, sem
gefin væri út á vegum verkalýðssam-
takanna væri afar ómarkvisst unninn,
ritstýring lítil sem engin og blöðin sem
málgögn verkalýðssamtakanna í litlum
tengslum við þau baráttumál sem
hverju sinni væru efst á baugi. Miklu
fremur væru þau í raun sem einhvers-
konar ruslakistur, sem yfirfylltar væru
af allskyns skýrslu „materíali" frá
forystunni, sem jafnvel væri löngu
orðið úrelt, löngum viðtölum við
forystumenn með tilheyrandi mynda-
seríum á síðu eftir síðu og greinum í
minningar- eða endurminningarstíl.
Það langsamlega bitastæðasta sem
út úr þessum fundi kom og margir
tjáðu sig sammála um, snertir mjög
ákveðnar hugmyndir varðandi útgáfu
Vinnurinar. En það var eftirfarandi:
1) Útgáfumál verkalýðshreyfingarinn-
ar verði miðuð við það sérstaka
verkefni að efla Vinnuna semn sameig-
inlegt málgagn verkalýðssamtakanna.
Höfuð þunginn verði lagður á það.
Hugsanlega mundi slíkt leiða til þess
að annar blaðakostur verkalýðshreyf-
ingarinnar yrði eitthvað skorin niður.
2) Stefnt verði að því að Vinnan komi
út hálfsmánaðarlega. Blaðið verði í
öðru formi þ.e.a.s. ekki í tímarits-
forminu og gert með markvissri rit-
stýringu að meiri miðli í baráttu
hreyfingarinnar en nú er.
3) Tekin verði upp skylduáskrift að
blaðinu, sem þýðir að sérhver félags-
maður ASÍ myndi fá blaðið sent heim.
Þessi skylduáskrift yrði innifalin í
félagsgjöldum og sem jafnframt mundi
þýða ákveðna skattheimtu á félögin.
Það skal tekið fram hér að þessa leið
hefur BSR.B farið varðandi útgáfu
Ásgarðs málgagns BSRB skv. því sem
Haraldur Steinþórsson upplýsti á
fundinum.
Krummi.
Frœdslustarf hafib í Dagsbrún
(loksins!!)
Sá einstæði sögulegi viðburður
hefur nú gerst, að hafið er fræðslustarf
innan vkmf. Dagsbrúnar. Eflaust mun
þessi viðburður marka þáttaskil í
pólitískri, félagslegri og menningar-
legri þróun og sögu íslenskrar verka-
lýðshreyfingar og heimssögulegt mikil-
vægi hans verður tæpast dregið í efa.
Eins og flestum er kunnugt, þáhefur
fræðslustarf í Dagsbrún legið niðri um
langt árabil. Þeir sem lengst vilja ganga
vilja meina að um áratugi sé að ræða og
að heimildir um fræðslustarf í félaginu
sé ekki að finna nema á gulnuðum
bókfellum frá því í kringum lýðveldis-
stofnunina. En batnandi mönnum er
best að lifa og öll spor til starfrænnar
og félagslegrar uppbyggingar innan
verkalýðshreyfingarinnar, þó seint séu
stigin, teljum við spor fram á við.
Það var núna á haustmánuðum, sem
stjórn félagsins tók loksins af skarið og
tilnefndi þrjá félagsmenn í fræðslu-
nefnd fyrir félagið. Nefndin hefur
haldið nokkra fundi og rætt hugsanleg
verkefni í vetur. Þar hefur helst borið á
góma:
1) Trúnaðarmannanámskeið skv.
ákvæðum gildandi samninga.
2) Vinnustaðarfundir með félags-
legu og menningarlegu ívaft. M.a.
hefur verið rætt við Alþýðuleikhúsið
varðandi umræddafundi. Þessirfundir
yrðu einnig stílaðir upp á ákvæði
gildandi kjarasamninga.
3) Félagsmálanámskeið.
4) Stofnun tafl- og „Bridge“-klúbbs
innan félagsins.
Veigamesta verkefnið sem fræðslu-
nefndin hefur tekist á hendur var
trúnaðarmannanámskeið sem haldið
var dagana 4.-8. des. sl. og þótti takast
nokkuð vel. Þátttakendur voru 13
trúnaðarmenn og þar af u.þ.b. helm-
ingur úr hafnarvinnu. Á námskeið
þetta var samþjappað mjög miklu og
margþættu efni á tíma sem flestir þátt-
takendur töldu alltof stuttan.
Meðal efnis var t.d.: Yfirferð yfir
samninga, réttindi verkamanna skv.
lögum og samningutri, staða trúnaðar-
manna og réttindi þeirra, lífeyrissjóðs-
mál, vinnuumhverfi, hollustuhættir og
aðbúnaður, staða og hlutverk Dags-
brúnar, verkmenntunarmál ófag-
lærðra verkamanna, fræðslumál
verkalýðshreyfingarinnar, skipulags-
mál ASÍ o.fl. o.fl.
Eins og fyrr segir tókst námskeiðið
vel og fyrirhugað er að haida annað
seinna í vetur.
Krummi.
Meingallað frumvarp um
Félagsmálaskóla alþýðu
Höf. myndar : John Heartfield
Fyrir nokkru var lagt fram á alþingi
frumvarp um Félagsmálaskóla alþýðu.
Aðal forgöngumaður og flutnings-
maður frumvarps þessa er Karl Stein-
ar Guðnason. Fyrir utan það að vera
krati, er umræddur Karl Steinar vara-
formaður Verkamannasambands ís-
lands og skólastjóri(!) Félagsmála-
skóla alþýðu. Þetta hefði e.t.v. átt að
vera nægileg trygging fyrir því, að efni
umrædds frumvarps væri í þá átt að
styrkja menningarlega og félagslega
starfsemi verkalýðshreyfingarinnar.
En hvílík vonbrigði!
Þegar Félagsmálaskóli alþýðu var
settur á stofn fyrir u.þ.b. fjórum árum,
var auðvitað alltaf litið á það sem
algert grundvallaratriði, að skólinn
væri algerlega í höndum verkalýðs-
samtakanna. Hlutverk hans skyldi
vera að veita félögum verkalýðshreyf-
ingarinnar kerfisbundna fræðslu á
hinu félagslega og stéttarlega sviði. Um
þetta atriði hefur aldrei verið nokkur
vafi. Hinsvegar hefur verkalýðshreyf-
ingin krafist þess, að fjárveitingar til
skólans yrðu auknar og að verkalýðs-
samtökin nytu jafnréttis, hvað varðar
fjárveitingar til fræðslustarfsemi sinn-
ar, á við menntakerfið almennt. Það er
varðandi þetta fjárveitingarspursmál,
sem verkalýðsfélögin, MFÁ, Nem-
endasambandið og aðrar stofnanir
innan verkalýðshreyfingarinnar hafa
verið að gera kröfur um, en alls ekki að
breyta eðli og grundvelli skólans á
neinn hátt.
En þetta einfalda atriði hefur KSG
greinilega ekki skilið, hvort sem það
stafar af kratísku hugarfari eða vits-
munalegri vöntun, en frumvarpið talar
hinsvegar skýru máli:
í 1. gr. þess segir orðrétt: „Stofna
skal á vegum félagsmálaráðuneytisins
skóla, er nefnist Félagsmálaskóli al-
þýðu. Skólinn skal taka við hlutverki
samnefndrar stofnunar sem starfrœkt-
ur er á vegum MFA. “
Skýrara er vart hægt að orða hlut-
ina. M.ö.o. Félagsmálaskóli alþýðu
skal færður úr höndum verkalýðssam-
takanna og tilheyrandi stofnana þeirra
yfir í hendur félagsmálaráðuneytisins.
Ennþá skýrar sjáum við svo tilganginn
í 5. gr. frumvarpsins, en þar segir:
f.Stjórn skólans er í höndum þriggja
manna skólanefndar, sem félagsmála-
ráðherra skipar. Ráðherra skipar tvo
skólanefndarmenn eftir sameiginlegri
tilnefningu MFA og ASÍogeinn ántil-
nefningar og er hann jafnframt for-
maður skólanefndar“.
Ef við berum þetta frumvarp saman
við lög um viðskiptamenntun á fram-
haldsskólastigi frá þvi 1976, en þar er
um að ræða Verslunarskólann 6g Sam-
vinnuskólann, þá sjáum við að miklu
lengra er gengið á hlut verkalýðshreyf-
ingarinnar, heldur en umræddra aðila,
í áðurnefndum lögum frá 1976, en í
þeim segir m.a.:
,,í skólanefnd sitja fimtn fulltrúar.
Skal einn tilnefndur af menntamála-
ráðherra, en eignaaðilar tilnefna fjóra.
Nefndin kýs sér sjálfformann og vara-
formann“.
Það má því ljóst vera að frumvarp
KSG o.fl. er á margan hátt stórháska-
legt og eingöngu gert í því augnamiði
að því er virðist, að færa félagsmála-
skólann úr höndum verkalýðshreyf-
ingarinnar yfir í hendur ríkisvaldsins
og þá þurfum við líklega ekki að fara í
grafgötur með hverskonar fræðslu
verður á boðstólum í Félagsmálaskóla
félagsmálaráðherra.
Af þessum ástæðum hlýtur verka-
lýðshreyfingin að hafna þessu frum-
varpi alfarið og berjast gegn því að það
verði að lögum. Félagsmálaskóli al-
þýðu er stofnun sem verkalýðshreyf-
ingin á að móta og þróa og hafa algert
forræði yfir. En hinsvegar ber henni að
krefjast aukinna fjárveitinga til starf-
semi hans og það er þá kröfu, sem
verkalýðsforingjar er sitja á alþingi
eiga að styðja og bera fram. Þeirra
hlutverk er ekki annað í þessu máli.
Það skal tekið fram hér lesendum til
glöggvunar, að undirritaður telur sig
hafa nokkuð öruggar heimildir fyrir
því, að KSG mun ekki hafa haft
samráð við nokkurn úr verkalýðs-
hreyfingunni varðandi gerð þessa
frumvarps, hvorki forystu né þá sem að
þessum málum starfa.
Neisti mun fylgjast með framvindu
þessa máls á næstunni og taka það
ítarlegar fyrir í næstu blöðum.
KRUMMI.