Neisti - 18.12.1978, Qupperneq 6

Neisti - 18.12.1978, Qupperneq 6
Neisti 13. bls. 1978 bls. 6 Undanfarin fimm ár hefur mikil ólga rikt í Eþíópíu. Landið er einn suðu- pottur þjóðernislega kúgaðra minni- hlutahópa, auk þess sem efnahagsleg óstjórn og póiitísk kúgun hafa tröll- riðið landinu. Aðgerðir þær sem Byltingin hafín Eþíópíska byltingin er yfirleitt talin hafa hafist í febrúar 1974. Hún átti sér þó langan aðdraganda og ruglings- legan, þar sem spilaði inn í bæði þjóð- frelsisbarátta Eritreumanna og óá- nægja kúgaðra stétta í Eþíópíu sjálfri með stjórn Haile Selassie og kerfi það sem hann var fulltrúi fyrir. Þegar á áratugnum milli 1960 og 1970 var orðið vart við töluverða ólgu í landinu. Nokkrar bændauppreisnir voru barðar niður með miklum erfið- ismunum, verkföll urðu æ tíðari þrátt fyrir skrifræðislega forystu Verkalýðs- sambands Eþíópíu og stúdentar höfðu uppi óeirðir og læti. Þó var það ekki fyrr en með hung- ursneyðinni sem herjaði á landið 1973-74 að upp úr sauð endanlega. Á meðan Haile Selassie reyndi að telja fólki trú um að í rauninni væri engin hungursneyð í landinu, létust nokkur hundruð þúsund smábænda af nær- ingarskorti. Víðtæk óánægja breiddist út um landið, og þegar svo var komið þurfti ekki nema lítinn neista til að kynda í púðurtunnunni. Byltingin hófst í Addis Ababa sem er stærsta borg landsins. Leigubílstjórar og kennarar riðu á vaðið með verk- föllum og á eftir fylgdi allur þorri alþýðu landsins. Tilslakanir þær sem Haile Selassie var neyddur til að gera stæltu aðeins baráttuþrekið og leiddu til þess að nýjar kröfur voru settar fram. Ljóst var að óánægjan beindist gegn kerfinu sjálfu, ekki aðeins stjórn Selassies. Hin unga verkalýðsstétt landsins tók von bráðar þátt í baráttunni af fullri alvöru. Jafnvel þó að hún teldi aðeins nokkur hundruð þúsund manns (af u.þ.b. 30 millj. íbúum Ebíópíu) hafði óánægður landslýðurinn greip til í baráttu sinni gegn afturhaldi Haile Selassie keisara voru einhverjar þær fjölmennustu sem enn hafa orðið á meginlandi Afrfku. hún meiri samtakamátt en bændurnir, sem eðlilega voru drefiðir út um hvipp- inn og hvappinn. Hún hafði í sér alla möguleika til að leiða byltingarsinnaða baráttu, hefði hún haft skýra pólitíska forystu. Því miður skorti hana. Meðal þeirra krafna sem settar voru fram voru kröfur um lýðræði, landbún- aðarumbætur, afnám ritskoðunar og afnám pólitísku lögreglunnar. Stúd- entar slógust við lögregluna á götum úti og margir þeirra létu lífið í þeim átökum. Einn mikilvægasti þáttur byltingar- innar var þegar hún breiddist út ísveit- irnar, þar sem efnahagslegur grunnur að völdum léns- og landherranna lá. öflugust varð uppreisn bændanna í suðurhluta landsins, einmitt þar sem kapítalískir búnaðarhættir voru um það bil að halda innreið sína, og þar sem þjóðernisleg kúgun var mikil. Bændumir neituðu að borga skatta, brenndu húsin ofan af landeigendun- um og framkvæmdu sjálfir róttækar landbúnaðarumbætur. í her landsins átti sér stað svipuð þróun. Hermennirnir spörkuðu þeim yfirmönnum sínum sem stóðu með yfirstéttunum, og kusu sér eigin nefndir í þeirra stað. Byltingin stöðvuð í apríl sáu nokkrir ungir foringjar í hernum sér leik á borði, cg stofnuðu með sér samtök, svokallaða Dergue, til að fylla upp í það pólitíska tómarúm sem var að myndast við hrun hins hálf- lénska skipulags Haile Selassie. Póli- tísk stefnumótun þeirra var að vísu loðin og óskýr, en ljóst var að þeir stefndu að einhvers konar borgaralegu lýðræði, landbúnaðarumbótum, og vildu (að vissu marki allavega) losa Eþíópíu úr greipum heimsvaldastefn- unnar. Á hinn bóginn voru þeir lafhræddir við hina miklu virkni fjöldans í landinu, og voru ákveðnir í að halda henni innan ramma kapítalism- 'ns. Sömuleiðis lögðust þeir gegn kosningum innan hersins. Dergue velti keisaranum endanlega úr stóli í september 1974. Jafnframt því sem það reyndi að hindra frekari róttækniþróun með því að banna fjöldafundi og verkföll, og með handtökum á þeim sem lengra vildu ganga, þá var það neytt til að grípa til víðtækra byltingarsinnaðra ráðstaf- ana, ráðstafana sem leiddu til endan- legs hruns gamla lénskipulagsins. Hætt er við að Dergue hefði ekki enst lengi án þessara ráðstafana. Dergue lýsti því yfir að það væri fylgjandi sósíalisma (sem frá marxísk- um sjónarhóli séð er bara bull), hóf víðtækar þjóðnýtingar og, síðast en ekki síst, kom landbúnaðarumbótun- um í höfn. Þetta merkir alls ekki að sósíalísk bylting hafi átt sér stað í Eþíópíu. Hún getur enn komið, því Dergue hefur að mestu leyti mistekist að halda aftur af virkni fjöldans. En kapítalískar fram- leiðsluafstæður ríkja enn í Eþíópíu, og efnahagslíf landsins er háð heimsmark- aði kapítalismans, efnahagslíf lands- ins er enn undir hæl heimsvaldastefn- unnar. Heimsvaldasinnar órólegir Þrátt fyrir það eru heimsvalda- sinnarnir ekki rólegir. Þeir þekkja vel lögmál samfelldu byltingarinnar. Þeir vita að enn getur eþíópíska byltingin þróast i tvær áttir: Annars vegar getur hún þróast í átt til sósíalisma, með áframhaldandi virkni fjöldans, sem leiða myndi til þess að landið losnaði úr fjötrum heimsvaldastefnunnar; eða að byltingin muni staðna og hörfa, sem örugglega myndi hafa í för með sér áframhaldandi drottnun heimsvalda- stefnunnar. Heimsvaldasinnarnir hafa alls ekki hugsað sér að láta Eþíópíumenn sjálf- ráða um það hvor leiðin verður farin. Jafnvel þó að Eþíópía sé þeim ekki sér- lega mikilvæg efnahagslega, þá myndi sósíalísk bylting í Eþiópíu skaða verulega pólitíska hagsmuni þeirra á meginlandi Afríku, fyrir utan nú það hvílíkur álitshnekkir það yrði fyrir þá. Samt eiga heimsvaldasinnarnirtölu- vert erfitt um vik, vegna þess hversu sterk friðarhreyfingin er heima fyrir, þeir vilja ekki eiga það á hættu að upp rísi ný Víetnam hreifing. Neyðarúrræði þeirra var að beita fyrir sig Sómalíu. Innrás Sómala í Ogaden eyðimörk- ina var gerð undir því yfirskini að verið væri að koma til bjargar sómalísku þjóðarbroti í Ogaden eyðimörkinni, undan kúgun Eþíópíustjórnar. Það er vissulega rétt að í Ogaden eyðimörk- inni er sómalískt þjóðarbrot (u.þ.b. 1.4 millj. manns), en spurningin um það hvort það eigi að tilheyra Eþíópíu eða Sómalíu er mál sem það verður sjálft að ákveða. Staðreyndin er nefni- lega sú að allt frá því að byltingin hófst í Eþíópíu hefur þjóðarbrot þetta lítið sem ekkert bært á sér. Þegar þar ofan á bætist að innrás Sómala var fjármögn- uð og aðstoðuð hernaðarlega af ríkjum sem sáu hag sínum best borgið með því að kveða niður eþíópísku byltinguna, þá er það nokkuð ljóst hver var hinn raunverulegi tilgangur innrásarinnar: að tryggja tök heimsvaldastefnunnar á Eþíópíu. Með aðstoð Kúbana tókst Eþíópíu- mönnum að reka innrásarliðið af höndum sér, þannig að enn er spurn- ihgin um lyktir þeirra stéttaátaka sem nú eiga sér stað í Eþíópíu óráðin gáta. Dergue er hemill á byltingunni, og því fyrr sem þeim er rutt úr vegi af rót- tækari öflum, því betra. Sigur Eritreu- manna í þjóðfrelsisstríði þeirra yrði Eþíópísku byltingunni tvímælalaust mikill aflgjafi. En því miður virðist sá sigur ekki í augsýn í náinni framtíð eftir ósigra þá sem Eritreumenn hafa beðið á undanförnum vikum. Þannig má einnig segja að besta aðstoð sem frels- isherir Eritreu gætu fengið er sósíalísk bylting í Eþíópíu. Því segjum við: NIÐUR MEÐ DERGUE - LIFI EÞÍÓPÍSKA BYLTINGIN. NIÐUR MEÐ ÞJÓÐREMBUNA - LIFI ÞJÓÐFRELSIÐ OG AL- ÞJÓÐAHYGGJAN. Interc. Press/Inprecor - Gunnar. Byltingin í Eþíópíu Eik ml, sómí Islands, sverð og skjöldur ,,Og nú er Jón dauður en sjálfstœðisbaráttan blífur við berjumst til þrautar fyrir tungu og frelsi Að afhallandi degi 1. des sl. þegar vinnuhertur verkalýðurinn gekk frá störfum sínum hófst skemmtileg at- höfn á göngugötunni Austurstræti, ræðuhöld og söngur undir rauðum fánum verkalýðs og bláum krossfána íslensku borgarastéttarinnar. Leikurinn barst síðan inn á rökkvaðan Austur- völlinn þar sem Jón Sigurðsson, stand- mynd sem steyptur er úr eir, bar í svartan himininn. Þar reis glorían hæst er tvær ungpíur báru blómkrans að fót- stalli forsetans. Enn var ræða flutt og enn var söngur sunginn. Ræðuhöldin snérust um sjálfræðið og frjálsræðis- hetjurnar góðu sem færðu þjóðinni frelsið. Nú er svo komið að þetta frelsi er að fara til andskotans. Risaveldin tvö, sem ákveðið hafa að skella sér í þriðju heimstyrjöldina fljótlega, ætla sér þó fyrst að kremja sjálfræði vort undir járnhælum sínum. Baráttan í dag er því vamarbarátta sjálfræðisaflanna og þeirra manna sem enn eru trúir hugsjónum Jóns Sigurðssonar og vilja fylkja sér undir merki hans. Svo var sungið Ég vil elska mitt land, öxar við ána og síðast Nallinn en sá söngur er ýmsu vanur. Þetta var falleg athöfn, sannkölluð hátíðarstund. Það eina sem skyggði á (auk síðdegishúmsins) var að alþýða landsins lét sér fátt um finnast, 40-50 manns voru á staðnum. Forgöngusveit viðhafnarinnar var EIK ml, sómi íslands sverð og skjöldur sem kallaði sig 1. des. nefndina þennan dag fyrir hæversku sakir. Daginn eftir hélt nefndin almennan fund í Glæsibæ en ekki er kunnugt hvað þar fór fram enda fáir til frásagnar. Stefna 1. des. nefndar Margir hafa velt því fyrir sér hvers- konar uppátæki þetta hafi verið hjá þeim Eikurum, því þótt menn séu vanir mikilli þjóðernishyggju hjá íslenskum sósíalistum þá hafa þeir aldrei gengið eins langt og þarna var gert. Mönnum eru eflaust í fersku minni ýmis stóryrði sem 1. des. nefndin hafði í frammi í fyrra til að réttlæta fyrstu aðgerðir sínar og tilveru yfirleitt. Málflutningurinn var eitthvað á þá leið að svokallaðir vinstristúdentar í Hí hefðu einokað 1. des. árum saman og tíðum básúnað rangri og skaðlegri pólitík út yfir landslýð við það tækifæri. En nú skyldi verða breyting á, 1. des. nefndin ætlaði sér að gera daginn að almennum baráttudegi alþýðu og nú skyldi pólitíkin verða kórrétt. Gegn heimsvaldastefnu USA og USSR og stríðsundirbúningi þeirra o.s.frv. Það sem þarna réði ferðinni hjá Eikinni voru fyrst og fremst einangrun- artilhneigingar hennar. Hún hafði orðið undir innan vinstrimanna í HÍ og að starfa í hreyfingu þar hún réði ekki ferðinni er henni síst að skapi. Hinn pólitíski ágreiningur sem hún beitti fyrir sig var tylliástæða ein. Ásakan- irnar á hendur vinstristúdendum úr lausu lofti gripnar og pólitíkin sem Eikarar settu fram í staðinn þröng einangrunarslagorð sem ekkert þýðir að bjóða pólitískt meðvituðu fólki upp á. Það er æðimargt ógeðfellt í stefnu Eikarinnar, en það al ógeðfelldasta er e.t.v. það hvernig hún reynir að byggja Gluggað í 1. des. eitthvað sem hún kallar byltingar- sinnaða pólitík á allskyns fordómum sem borgarapressan og íhaldsöfl hvers- konar hafa skapað. 1. des. nefndin er ágætt dæmi um þetta. Hún höfðar hiklaust til Moggaáróðursins gegn námsmönnum í HÍ, hún notar klára Moggaskilgreiningu á hugtakinu heimsvaldastefna, hún reynir að blása lífi í Rússagrýluna, deyjandi hræ ættað úr Morgunblaðshöllinni og hún mynd- ast við að rífa niður og draga mátt úr því eina sem gert hefur verið af viti á 1. des. síðustu áratugi. Þar á Morgun- blaðið sér samherja og hauk í horni. Árangurinn er eftir því Þróun 1. des. nefndarinnar yfir í þjóðernissinnaðan Jóns Sigurðssonar söfnuð er kennslubókardæmi um örlög hóps sem heldur að hann sé vinstri- sinnaður en styðurstefnu sína borgara- legum fordómum. Fyrir 1970 voru hægri menn í meiri- hluta í HÍ og þá varhúrrumhæá 1. des. í formi minningarathafnar um frjáls- ræðishetjurnar og sjálfstæðishetjurnar með fánahyllingu og gluntasöng og síðan öxar við ána og Ég vil elska mitt land. Eftir 1970 kom fram vinstri meiri- hluti í HÍ og þá var blaðinu snúið við. 1. des. var helgaður ákveðnum bar- áttumálum vinstrihreyfingarinnar í landinu og reynt eftir megni að koma þessum baráttuanda út í þjóðfélagið. Lesendur verða sjálfir að dæma um hvorum þessara hópa 1. des. nefndin eða Eikin eru skyldari. Sjálf telur hún sig standa þar utan og ofan við sbr. vísubrotið: ísalandsins erum vér einu kommúnistar. Um árangur I. des. aðgerðanna verður að dæma eftir því hver tilgang- ur þeirra átti að vera. Hafi hann verið sá, að heiðra minningu Jóns heitins forseta og hylla hið þjóðlega sjálfstæði Þann 1. desember s.l. héldu stúdent- ar við HÍ fund í Háskólabíói samkvæmt venju. Að þessu sinni var tekið fyrir efnið Háskólinn I auðvalds- þjóðfélagi og markmiðið með þvf að Ifta sér nær að þessu sinni, en á undan- förnum árum hafa vinstrisinnaðir stúdentar víða komið við í verkefnavali sínu. Að undirbúningsstarfi fundarins og blaðaútgáfu 1. des. nefndar unnu að þessu sinni a.m.k. þrír tugir manna, en hefðu þó að ósekju mátt vera fleiri. Nokkrum vonbrigðum olli að hátíð- in var fámennari en hún hefur verið á undanförnum árum og eru á lofti ýmsar útskýringar á því. Ein er sú, að nú var valið efnið sem ekki vakti beint áhuga manna utan HÍ, eins og t.a.m. herinn/NATO, kvenfrelsisbaráttan o.s.frv, hafa gert á undanförnum árum, það höfðaði nær eingöngu til háskóla- nema. Þá má nefna að námsmenn í Kennaraháskólanum voru með hátíð sama dag, en síðast en ekki síst er það skoðun margra að það form sem notað hefur verið undanfarin 6 ár, sé að nokkru úr sérgengið og tími til kominn að hyggja að nýjum vinnubrögðum. Má benda á að t.d. nú síðast fór meira en helmingur dagskrárinnar í sam- lestur og ræður - þ.e. atriði sem tíðast eru fremur niðurdrepandi á samkom- um ef þeim er þar saman hrúgað í of vort, þá hafa þær tekist þokkalega. Einar þveræingur og Jón biskup Arason voru þó ekki síðri forsvars- menn hins þjóðlega sjálfstæðis en Jón Sig. Vonandi verða þeir ekki látnir liggja óbættir hjá garði næsta 1. des. Hafi tilgangurinn hins vegar verið miklummæli. Reyndarhefurþaðverið eilíft vandamál þegarunniðhefurverið að 1. des. dagskrá, að menn hafa orðið að taka tillit til þess að hátíðinni hefur verið útvarpað, sem hefur eðlilega bundið hendur manna í leikrænni uppsetningu. Það hefur verið til umræðu í töluverðan tíma að gera útvarpsdagskrána sér, þannig að mönnum gæfust frjálsari henddur í dagskrárgerð, en af aðgerðum hefur enn ekki orðið. Ein af þeim hugmynd- um sem fram hafa komið um 1. des. hátíðir i framtíðinni (NB! Svo fremi að Verðandi vinni að venju!) er sú, að útvarpsdagskrá verði unnin sér, en síðan verði höfð fjörleg hátíð í Háskólabíói, þar sem sviðiðyrði notað til hins ýtrasta. Það væri t.d. alls ekki úr vegi að ætla, að vel gerður kabarétt kæmi framsýnum boðskap vinstri- manna betur á framfæri en dagskrár með hefðbundnu sniði. Allt um það, þessi mál eru í deiglunni og verða að líkum rædd í vetur, þegar Verðandi hefur starfsemi sína eftir janúarpróf. Þá verða og tekin fyrir og rædd ýmis önnur mikilvæg mál er snerta róttæka stúdenta, s.s. hversu háttað skuli samstarfi Verðandi og vinstri meiri- hlutans. STUDIOSUS. sá, að vekja upp fjöldastemmningu um verndun sjálfræðisins, þá misheppn- uðust aðgerðirnar illyrmislega. Því þrátt fyrir mikinn tilkostnað og fyrir- höfn náði hún ekki út fyrir þröngan hóp íslenskra maóista. S. Foxtrott.

x

Neisti

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.