Neisti - 25.07.1979, Blaðsíða 7
7. tbl. 1979, bls. 7
mjög ljósan hátt í grein, sem hann ritaði
í Morgunbl. 19. apríl: „Þróun velferð-
arríkisins, mikill vöxtur almannatrygg-
inga og þjónustu á sviði mennta- og
heilbrigðismála, jafnhliða viðleitni til
að sinna margvíslegum verkefnum,
sem áður skiptu litlu máli, hefurleitt til
sívaxandi ríkisútgjalda og margvíslegr-
ar opinberrar starfsemi. Þetta hefur
sorfið að starfsemi atvinnulífsins og
sniðið beinum kjarabótum almenn-
ings þrengri stakk en áður... menn
(hafa) viljað feta sig til baka til betra
efnahagslegs jafnvœgis, heilbrigðari
markaðsbúskapar og takmarkaðri
starfsemi ríkisins, jafnvel þótt það
kostaði tiltölulega hœgan hagvöxt og
áframhaldandi atvinnuleysi enn um
sinn“. Kreppu auðvaldsins á þannig að
velta yfír á herðar launafólks, einkum
með minnkun félagslegra útgjalda
ríkissjóðs. Þar að auki á að auka þann
hluta skattbyrðinnar, sem almennt
verkafólk greiðir, en samkvæmt sam-
þykktum Sjálfst.fl. á að lækka hæstu
skattaprósentu af viðbótartekjum nið-
ur í 50% (35% að raungildi miðað við
40% verðbólgu!)
Jafnframt því að ná fram enn frekari
kjaraskerðingu nú, stefnir Sjálfst.fl. á
að koma á fyrirkomulagi, sem tryggi
betur að verkafólk nái ekki kjarabót-
um þegar aðstæður eru hagstæðar.
Markmið þeirra er að efla samtök
atvinnurekenda og takmarka réttindi
verkalýðsfélaga með nýrri vinnumála-
löggjöf. Fjasið um frjálsa samninga
þýðir í raun það, að reyna að þjarma
þannig að verkalýðshreyfingunni, að
ríkisvaldið þurfi ekki að aðstoða
atvinnurekendur og grípa inn í gerða
samninga. Það hefur einkum verið
áhyggjuefni hins pólitíska arms Sjálf-
st.fl., að atvinnurekendur grípi til þess
að skrifa undir samninga og neyði
síðan ríkisstjórn til að skerða þann
kaupmátt, sem þeir sömdu um. Það er
einkum reynslan af samningunum
1977, sem þeim er hugstæð. Eftir þá
samninga mátti sjá að forystumenn
Sjálfst.fl. álitu að VSÍ hefði átt að
berjast áfram, einkum vegna yfirvof-
andi kosninga. En þeir hafa einnig
fullan skilning á því að til þess að VSÍ
geti barist af meiri hörku, þarf að efla
miðstýringu VSf, koma upp verkfalls-
sjóði atvinnurekenda og þrengja at-
hafnafrelsi verkalýðsfélaga. Tilraunir
atvinnurekenda í þessa átt munu verða
ákveðnari á næstunni, heldur en
undanfarið.
Verkalýðshreyfingin verður strax í
dag, að undirbúa sig undir átök um
nýja vinnumálalöggjöf og hörkulegri
andstöðu af hálfu atvinnurekenda.
Þótt vinstri stjórnin hafi bjargað Þor-
steini Pálssyni og Có frá því að
framkvæma verkbannið, þá sýna
vinnubrögð VSÍ að undanförnu hvert
atvinnurekendur stefna. Það er einnig
ljóst að þeir munu gæta sín á því að
mæta þá betur undirbúnir heldur en
þeir voru nú varðandi verkbannið.
Samfylkingu gegn
borgaraflokkunum
Vinstri stjórnin sem nú situr, hefur
líkt og fyrri stjórnir af þessari tegund,
komist til valda í krafti vaxandi baráttu
verkafólks. Fyrsta vinstri stjórnin
1956 kom kjölfarið á stóra verkfallinu
1955. Sú næsta kom í kjölfar verkfalls-
ins 1970 og vaxandi æskulýðsróttækni.
Og það eru sigrar verkalýðshreyfingar-
innar árið 1977, sem liggja að baki
lélega félagslega þjónustu og fleiri
atriði úr stefnuskrá þess, auk kosninga-
sigurs og uppgjafar innan verkalýðs-
hreyfingarinnar.
Gegn þessari þróun verður ekki
spornað nema með því að félagar í
verkalýðsflokkunum kreíjist þess að
flokkar þeirra segi sig úr ríkisstjórninni
og snúi sér að því að undirbúa verka-
lýðshreyfinguna undir þau átök, sem
fram undan eru. Það verður að byggja
upp samfýlkingu verkalýðsafla gegn
sókn íhaldsins á öllum sviðum þjóð-
félagsins. Það verður að undirbúa
verkalýðshreyfinguna undir stjórnar-
andstöðu gegn atvinnurekendavaldinu
og ríkisvaldi þess.
núverandi ríkisstjórn.
Báðir fyrri vinstri stjórnirnar hafa
fært íhaldinu stóran kosningasigur að
gjöf og uppgjöf innan verkalýðfchreyf-
ingarinnar og meðal vinstri afla. Sú
vinstri stjórn, sem nú situr þjónarsama
hlutverki fyrir atvinnurekendur og
íhaldið. Vinstri stjórnir eru ekki vörn
gegn íhaldinu, heldur beinlínis aðstoða
þær við að efla íhaldið og undirbúa
sókn þess á sama tíma og þær ala á upp-
gjafaranda meðal verkafólks og sósíal-
ista. Sá er þó munurinn á þessari vinstri
stjórn, sem nú situr og þeim sem áður
hafa setið, að í núverandi ríkisstjórn
hefur stærsti verkalýðsflokkurinn, Al-
þýðubandalagið, treyst sér til að ganga
lengra í kjaraskerðingum og samdrætti
félagslegrar þjónustu, en áður. Það
stefnir því allt í þá átt, að núverandi
ríkisstjórn muni færa íhaldinu lág laun,
Trúarjátning borgaralegrar hagfræði
Þegar lesið er í gegnum
rit frjálshyggjupostula
um hagfræði er hægt að
rekast á furðulegt sam-
safn undarlegustu full-
yrðinga. „Verðið ræður
á markaðnum eins og
lögin í réttarríkinu - ekki
misvitrir menn“ segir t.d.
Hannes Gissurarson í
hókinni Uppreisn frjáls-
hyggjunnar. Kannski ætl-
aði Hannes sér með þess-
ari setningu að sanna
kenningu Marx um blæt-
iseðli vörunnar, sem segir
að markaðslögmálin birt-
ist einstaklingunum, sem
vfirnáttúruleg öfl, sem
stjórna þeim en þeir ráða
ekkert yfir. (Það er aftur á
móti Gamla Testamentið,
sem segir frá því þegar
Móses fékk lögin frá Guði
almáttugum.)
Annan vinsælan frasa orðar Ólafur
Björnsson þannig í bók sinni Frjáls-
hyggja og alræðishyggja: „En á
markaðnum, gagnstætt því þegar um
opinbera ákvarðanir er að ræða, hefir
fólkið þó hönd í bagga með þeim
ákvörðunum. Enginn getur grætt á því
að framleiða vöru, sem enginn vill
kaupa“. í hugarheimi þessara manna
virðist ekki einu sinni rúmast óheppni
atvinnurekandinn, sem tók ákvörðun
um framleiðslu á vöru, sem enginn
vildi kaupa - og tapaði -, né heldur
embættismaðurinn í Sovétríkjunum,
sem rak augun í það að ákveðin vöru-
tegund hlóðst upp í lagerum verslana
og ákvað að minnka framleiðsluna.
Embættismaðurinn hafði jú engan hag
af því að framleidd væri vara sem
enginn vildi fá!
Það er einnig mjög vinsælt meðal
postula frjálshyggjunnar, að éta það
upp eftir austuríska hagfræðingnum
von Mises, að hagkerfi, sem byggði á
þjóðnýtingu, gæti ekki fundið mæli-
kvarða til að ákveða heppilegustu
nýtingu framleiðslutækjanna, þ.e.
mælikvarða sem gegndi því hlutverki,
sem markaðsverðið gegnir í auðvalds-
þjóðfélagi. Von Mises hélt þessari
skoðun sinni fyrst fram um það leyti
sem rússneska byltingin var fram-
kvæmd. Hann hefur því nokkra afsök-
un. En þeir, sem í dag geta séð hvern
árangur hagkerfi, þar sem auðvalds-
skipulagið hefur verið afnumið, hafa
náð, þrátt fyrir skrifræðislega stjórnun
á áætlanagerðinni, hafa enga afsökun.
Eins og fram kom í grein eftir
Ragnar Árnason í Morgunbl. 16. júní
hafa postular frjálshyggjunnar falsað
þær hugmyndir, sem pólski hagfræð-
ingurinn Oscar Lange setti fram gegn
von Mises. Vandamál Lange var
reyndar að hann aðhylltist svipaðar
kenningar innan hagfræði og von
Mises (þ.e. „neo-classical“ hagfræði).
En það er kanski einmitt þess vegna,
sem svar hans er athyglisvert. Hann
reyndi að rökstyðja, að í l.agkerfi, þar
sem framleiðslutækin eru þjóðnýtt, er
auðveldara að láta fyrirtækin hegða sér
samkvæmt þeim reglum, sem „neo-
classical" hagfræðin sagði, að leiddi til
bestu nýtingar framleiðslutækjanna og
mestrar velferðar neytenda.
Jónas Harals sá ástæðu til að skrifa
grein í Mbl. strax 19. júní til að fjalla
um hagfræðikenningar Lange. (Auð-
vitað án þess að geta um falsanir
Hannesar Gissurarsonar og Ólafs
Björnssonar á hugmyndum Lange,
sem þó voru ástæðan fyrir því að
bankastjórinn skrifaði grein sína.) f
þessari grein segir Jónas: „Samkvæmt
fyrirmælum áætlunarráðsins eiga
stjórnendur framleiðslufyrirtækja að
haga starfseminni þannig, að fram-
leiðslukostnaður síðustu vörueiningar,
sem þeir framleiða (jaðarkostnaður-
inn), sé hinn sami og verð vörunnar, en
þetta er það sem gerist sjálfkrafa(!) í
frjálsri samkeppni". En það var jú ein-
mitt á þessa síðustu fullyrðingu banka-
stjórans, sem Lange deildi!
Að falla á eigin bragði
Mikið vatn hefur runnið til sjávar
síðan von Mises og Lange deildu og
margt hefur skeð innan hinnar borg-
aralegu hagfræði. Von Mises áleit sig
geta sýnt fram á það, með því að setja
upp vandamál þróaðs efnahagskerfis á
stærðfræðilegan hátt, að í hagkerfi þar
sem framleiðslutækin væru þjóðnýtt,
væri ekki hægt að ákveða hvað ætti að
framleiða og hvemig ætti að framleiða
það, þannig að besta hagkvæmni næð-
ist í framleiðslunni. Fyrir nokkrum
árum hófu ýmsir hagfræðingar að
kanna stærðfræðilegar forsendur
„neo-classical“ hagfræðinnar nánar og
komust að þeirri niðurstöðu að í
markaðskerfi, þar sem tilhneiging til
útjöfnunar á afrakstri af auðmagninu
ræður ríkjum, er ekki hægt að finna
ákveðna lausn, sem felur í sér að
velferð neytandanna er hámörkuð.
Auk þess bentu þeir á nokkur fyrirbæri
sem ,,neo-classical“ hagfræðin réði
ekki við. Þessar staðreyndir leiddu
einn af heiðarlegri boðberum hinnar
„neo-classical“ hagfræði, C.E. Fergu-
son, til að lýsa því yfir, að „...það að
setja traust sitt á „neo-classical“ hag-
fræði er spurning um trú. Ég hef sjálfur
þessa trú. En það besta, sem ég get gert
í dag, til að sannfæra aðra, er að ákalla
þá virðingu (authority), sem Samuels-
son nýtur“.
Þessi gagnrýni beinist aftur á móti
ekki í sama mæli gegn hugmyndum
Lange um það hvernig áætlunarráð í
sósíalísku hagkerfi ætti að starfa.
Lange gerir ráð fyrir því að fyrirtæki
geti verið rekin með tapi. Hans lausn
rekst því ekki heldur á þá staðreynd að
jaðarkostnaðurinn (kostnaðurinn, sem
fylgir því að auka framleiðsluna um
eina einingu) er yfirleitt minni en með-
alkostnaður á framleiðslueiningu.
Þetta leiðir til þess að fyrirtæki, sem
framleiða þannig að verðið og jaðar-
kostnaður séu jöfn, verða rekin með
tapi. En slíkt er jú óhugsandi í auð-
valdsþjóðfélagi. Alla vega hefðu
bankastjórar Landsbankans ýmislegt
að athuga við hegðun þeirra viðskipta-
vina bankans, sem hyggðust haga sér
þannig.
Með þessum athugasemdum er ekki
verið að segja að lausn Lange sé
framkvæmanleg eða æskileg. Það sem
er forvitnilegast við lausn Lange er sú
gagnrýni á blinda aðdáun á markaðs-
búskapnum, sem í henni felst. Þessi
gagnrýni er sérstaklega athyglisverð
fyrir þær sakir, að hún byggir á hag-
fræðilegum kenningum, sem settar
voru fram í þeim megintilgangi að sýna
fram á ágæti auðvaldsskipulagsins.
Það má að lokum benda á, að meðal
borgaralegra hagfræðinga hafa margir
misst trúna á „neo-classical“ hagfræði,
og margar nýjar stefnur komið fram í
dagsljósið. Ein af þeim forvitnilegri í
þeim efnum er haldið á lofti af ný-
rícardíönum, sem byggja á kenningum
David Ricardo, helsta hagfræðingi
klassísku borgaralegu hagfræðinnar.
Þeir sem lesið hafa marxíska hagfræði
vita að einnig Marx byggði mjög mikið
á Ricardo.
Engels benti eitt sinn á að „neo-
classical" hagfræðin hefði einmitt
komið fram sem andsvar borgarastétt-
arinnar, sem orðin var ríkjandi stétt,
gegn þeirri róttækni, sem fólgið var í
rökréttu framhaldi af kenningum
klassísku hagfræðinnar. í stað vísinda-
legrar hagfræði Ricardo kom því „hag-
fræði heimskunnar (vulgar economy),
sem fjallar einvörðungu um birtingar-
myndir hlutanna. Húnjórtrar ánafláts
á niðurstöðum, sem vísindaleg hag-
fræði hefur komist að og leitar þar að
einföldum útskýringum, sem þjóna
daglegum þörfum borgarastéttarinn-
ar... Hins vegar takmarkar hún sig við
að setja fram á kerfisbundinn og
smásmugulegan hátt hugmyndir, sem
hún lýsir sem eilífa sannleika. Þessar
hugmyndir eru ekkert annað en skoð-
anir hinnar sjálfsánægðu borgarastétt-
ar á sinni eigin veröld, sem í hennar
augum er best allra". (Marx)
Við þessa lýsingu, sem passar ná-
kvæmlega við hagfræði frjálshyggj-
unnar, þarf engu að bæta.
ÁD.