Neisti - 28.02.1981, Síða 2

Neisti - 28.02.1981, Síða 2
Innlent Lýðræðisflokkarnir, þingræðið og herinn Það virðist vera lenska, þegar Alþýðuflokk eða Framsókn langar að skríða upp í til íhaldsins og verma ráðherrastóla, að grípa til gamla góða slagorðsins: „Við í lýðræðisflokkunum“. Alþýðu- bandalagið er þá útmálað sem alræðisbandalag og hafna beri því sem samstarfsaðila á þingi og í ríkisstjórn. Á síðustu misserum hefur helst Alþýðuflokkurinn hafið slagorðið um samvinnu lýðræðisflokkanna á loft að nýju og íhaldið hefur tekið hjáróma undir þá viðreisnarvísu. í sjónvarpsþætti s.l. haust kom ber- lega í Ijós innihaldsleysi þessa slag- orðs. Guðjón Einarsson ræddi þá við frambjóðendur til forseta ASÍ, þá Karvel Pálmason og Ásmund Stefánsson. Karvel missti þá út úr sér þetta annars „ágæta“ slagorð um lýðræðisflokkana, sem mest vildu hafa í heiðri lýðræðis- og þingræðisleg vinnubrögð og reisn Alþingis. Þegar Guðjón Einarsson spurði Karvel hvað gerði Alþýðu- bandalagið svo frábrugðið hinum þingflokkunum þá vafðist Karvel tunga um tönn. Skipulag og starf Skipulag og starfsaðferðir þing- flokkanna eru keimlíkar, þannig að ekki má á milli sjá hvaða flokkur er lýðræðislegastur eða ber mesta umhyggju fyrir þingræðinu. Lýð- ræðisflokkarnir" þrír telja þing- ræðið besta og fullkomnasta form lýðræðisins eða beina endurspeglun á vilja þjóðarinnar. Allirtaka þessir flokkar þátt í leynimakki í stjórn- armyndunum, nefndarstörfum og stofnunum, þar sem verslað er með stefnumið flokkanna og sjálfstæði landsins. Alþýðubandalagið hefur hins vegar orð á því í hátíðlegri ræðum að koma beri á beinna lýðræði þar sem fólk úti á vinnu- stöðum ætti sjálft að ráða sínum málum, en í verki hagar Alþýðu- bandalagið sér nákvæmlega eins og hinir þingræðisflokkarnir. Engin opin og lýðræðisleg umræða á sér stað innan Alþýðubandalagsins. Ráðherrar Alþýðubandalagsins neita jafnvel almenningi um að komast í opinber gögn í ráðuneyt- um sínum. Þegar fulltrúar flokks- ins ákveða stefnuleg atriði á lands- fundi, er það algjörlega í höndum flokksforystunnar, hvað hún leggur mikla áherslu á hvert atriði. Þegar svo fulltrúar flokksins á þingi koma og heimsækja óbreyttaflokksfélaga úti á landi, þá sneiða þingfulltrú- arnir algjörlega hjá gagnrýni með því að svara henni ekki. Fyrst nota þeir mestan hluta fundartíma til að halda lofræðu um flokkinn og stefnu kaupránsstjórnarinnar, síðan eru leyfðar stuttar spurningar og ef þær eru óþægilegar þá er þeim hreinlega ekki svarað. A síðasta landsfundi Alþýðubandalagsins var m.a. rætt um kjördæmamálið og fjölda atkvæða að baki hvers þingmanns. Sú hugmynd kom fram að nauðsynlegt væri að hver flokkur hefði lágmark 5-8% at- kvæða til að fulltrúar hans kæmust á þing. Einhverjum þótti með þessu harkalega vegið að skoðunum minnihlutans og var hugmyndinni líkt við ástandið í V-Þýskalandi þar sem nauðsynlegt er að hafa að minnsta kosti 4% atkvæða að baki fyrsta þingmanni til að komast á þing. Hinn nýskipaði formaður Alþýðubandalagsins tók þá til máls og sagði „við þurfum bara að tryggja að Fylkingin komist ekki á þing.“ Þess verður þó varla langt að bíða ef þessar starfsaðferðir (leift- ursókn gegn lýðræðinu) eru við hafðr, af flokki sem telur sig berjast fyrir sósíalisma! Allt skipulagt andóf t.d. gegn þátttöku í kaupránsstjórn, er for- dæmt af forystunni. Eru það þessar alræðislegu staris- aðferðir sem „lýðræðisflokkarnir" gagnrýna? Nei þessar eða sambæri- legar starfsaðferðir eru viðhafðar í öllum þingflokkum. Naflastrengur Alþýðubandalagsins Það sem lýðræðisflokkarnir telja að geri Alþýðubandalagið að al- ræðisbandalagi, og þar af leiðandi óalandi og óferjandi, eru gömlu tengslin við stalínismann í Austur- Evrópu. Aldrei hefur átt sér stað uppgjör innan Alþýðubandalagsins um tengslin við Austur-Evrópu, þó svo að naflastrengurinn sé nú slitinn. Málið er leyst með því að einn af menningarfrömuðum flokksins skrifar bókarkorn sem hann kallar „Miðvikudagur í Moskvu". Hjalti Kristgeirsson (Þjóðviljinn 11. febrúar) telur að þegar skorið hafi verið á naflastrenginn til Austur-Evrópu hafi víðsýni meðal flokksmanna aukist. Þetta er sjálf- sagt rétt, hitt er hins vegar stað- revnd að alþjóðahyggja Alþýðu- bandalagsins markast fyrst og fremst af aðgerðarleysi. Enginn stuðningur er í verki við þjóðfrelsis- baráttuna i Nicaragua og E1 Salva- dor, andófsmenn eins og Peter Uhl, í Tékkoslovakíu, eða tillögur um þróunaraðstoð frá Islandi tíl þjóð- frelsishreyfinga. Ef ,,nú er lag til að efla alþjóðahyggju" þá er rétt að láta verkin tala og stuðla um leið að beinna lýðræði í flokknum og verkalýðshreyfingunni og berjast í raun fyrir þjóðaratkvæðagreiðsiu um NATO og herinn. Ekki er nóg að berjast í öryggis- og utanríkis- málanefnd Alþingis heldur verður að snúa sér út á meðal fólksins. Herinn og þingræðið Saga hernáms á íslandi er fyrst og fremst saga svikráða og stjórnar- skrárbrota. Hinir s.k. lýðræðis- flokkar reyna að telja fólki trú um að æðsta og fullkomnasta stig lýðræðisins sé einmitt þingræðið. Reyndar er sá hópur stækkandi meðal frjálshyggjumanna sem telur markaðinn hið eina sanna lýðræði. Að þeirra áliti er lýðræðinu bæri- lega borgið í Chile Pinochets og Argentínu Videla því þar er mark- aðurinn „frjáls". En lítum nú á hvernig lýðræðisflokkarnir full- nægja kröfum eða vilja kjósenda á þingi. Dagblaðið (20. okt. 1980) gerði m.a. könnun á afstöðu fólks til hersins. Afstaða fólks í hinum ýmsu flokkum var eftirfarandi: Sjálfstæðismenn (160) Með hernum 88,8% Móti hernum 6,3% Óákveðnir 5,0% Framsóknarmenn (75) Með hernum 45,3% Móti hernum 33,3% Óákveðnir 21,3% Alþýðuflokksmenn (45) Með hernum 53,3% Móti hernum 28,9% Óákveðnir 17,8% Alþýðubandalagsmenn (65) Með hernum 4,6% Móti hernum 90,8% Óákveðnir 4,6% Heildar niðurstöður þessarar könnunar, með 345 þátttakendum, voru að 53,8% voru fylgjandi hernum, 30,8% voru á móti og 15,3% voru óákveðnir. Vissulega má draga í efa hvort þessar lágu hlutfallstölur hjá Alþýðubanda- lagi, Sjálfstæðisflokki og jafnvel fleirum séu marktækar. Hitt er hins vegar víst að þessar niðurstöður gefa okkur vísbendingu um mögu- leika þingræðisins tii að endur- spegla vilja kjósenda. 1 þessari könnun kemur m.a. fram að meðal framsóknarmanna (17 á þingi) ættu minsta kosti 5 þingmenn að vera hernámsandstæðingar - það ereinn hernámsandstæðingar meðal þeirra á þingi nú. Af alþýðuflokksmönnum (10) ættu að vera 3 hernámsandstæð- ingar á þingi, en nú eru þar aðeins miklir NATO-vinir. Við gætum haldið þessum talnaleik lýðræðisins áfram um stund og fengjum þá jafnvel þá niðurstöðu að einn hernámsandstæðingur ætti að leyn- ast meðal Sjálfstæðismanna (22) á þingi. Af þessu má draga tvær niður- stöður: • I fyrsta lagi felst eina raunhæfa baráttan gegn hernum og NATO í þjóðaratkvæðagreiðslu. • í öðru lagi er ekkert beint samband milli vilja fólksins og athafna og skoðanna þingmanna á Alþingi. mg. „Have a Coce and a Smile“ Umboðsmenn Coca Cola auð- hringsins hér á landi hafa verið mikið í sviðsljósinu upp á síðkast- ið. Það er þó ekki út af glæpaverk- um starfsbræðra þeirra í Guate- mala, heldur vegna rekstrarafkomu fyrirtækisins eins og það heitir. 60 manns var sagt upp með viku fyrir- vara hjá fyrirtækinu Vífilfelli sem framleiðir þann eðla drykk Coca Cola. Ekki þurftu Coca Cola furstarnir lengi að leita að hinum seka því rík- isstjórnin hafði skömmu áður lagt vörugjald á gosdrykki sem leiddi til 20% hækkunar á Kók, úr 2.10 í 2.50 kr. Að sögn eigendanna leiddi þetta vörugjald til 27% samdráttar í sölu, sem gerði nauðsynlegt að reka 1/3 hluta starfsfólksins umsvifalaust. Vel má vera að erfiðara sé að selja kók nú en áður, en því trúir enginn óvitlaus maður að þar sé þessuðu blessaða vörugjaldi um að kenna. I fyrsta lagi var það ekki búið að gilda nægjanlega lengi til að áhrif þess væru komin fram, og í öðru lagi er næsta útilokað að 20% hækkun leiði til 27% samdráttar í sölu. Ástæðurnar fyrir minnkandi sölu eru eflaust fyrst og fremst þær að fólk er farið að gera sér grein fyrir því að gosdrykkir eru óhollir og hafa þar af leiðandi farið í aukn- um mæli að neyta drykkja á borð við ávaxtasafa og ýmissa mjólkur- drykkja á kostnað gosdrykkja. Hvað varðar Coca Cola sérstaklega er það vitað mál að þeir hafa stöðugt verið að tapa sölu til Sanitas. Ofan á þetta allt bætist síðan hin venjulegi samdráttur sem verður á sölu gosdrykkja eftir áramót. Það er því líklegt að eigendurnir í Coca Cola hafi gripið tækifærið einmitt þegar vörugjaldið var sett á til að losa sig við verkafólk sem þeir ekki töldu sig hafa þörf fyrir. Skuldinni var síðan varpað af eigin herðum yfir á ríkisstjórnina og hinu atvinnulausa verkafólki sagt að labba niður í stjórnarráð og bera þar fram kröfur sínar. Þeir eig- endurnir væru alsaklausir þeir væru aðeins „að leita leiða til þess að reka þetta með hagnaði eftir sem áður, sem þýðir miklar uppsagnir og jafnframt endurskipulagningu sem hefur í för með sér harðari Timamynd —Róbert afstöðu til ijarvista, meiri kröfur um vinnuskil og annað sem gerir samskipti stjórnar og starfsfólks ómannlegri en verið hefur" eins og Pétur Björnsson forstjóri Vífilfells sagði í Tímanum 23/1. Nú er ekki svo að skilja að hér sé verið að réttlæta álagningu vöru- gjalds á gosdrykki. Þetta vörugjald er óbeinn skattur á neysluvöru og kemur því eingöngu niður á neyt- endum. Sú stefna ríkisvaldsins að fjármagna útgjöld sín með óbein- um sköttum er forkastanleg út frá sjónarhóli tekjujöfnunarstefnu. Miklu nær væri að skattleggja gróða atvinnurekenda. En slíkar hugmyndir eru víst ekki lengur til í kolli Ragnars Arnalds. BR ♦ <• Neisti 2. tbl. 19. árg. bls. 2

x

Neisti

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.