Neisti - 28.02.1981, Side 3

Neisti - 28.02.1981, Side 3
► V rvjaraoarattan Það gefur á bátinn. . . í íslensku þjóðlífi er margt furðu- legt, enda ekki skrítið þegar það er haft í huga að æðsta mottó þjóðfélagsins er að menn verði hver að troða á öðrum til að báðum líði vel. Atvinnufyrirtæki verða að vera í einkaeign til þess að menn geti barist hvor við annan. í svo fá- mennu samfélagi getur þetta oft litið svo skringilega út, að ómögulegt er að sjá nokkra skynsemdarglóru út úr því. 1 þessum pistli eru það fiskveiðarnar sem verða teknar fyrir. Nú er svo komiðaðallir helstu nytja- fiskstofnar íslendinga eru ofveiddir, eða svo gott sem. Samt sem áður er það þannig að hver og einn getur hafið sína einkaútgerð, ef hann bara kærir sig um. Ekki er nú nóg með það. Til þess að setja stórhuga mönnum ekki stólinn fyrir dyrnar fjárhagslega, þá sér íslenska ríkið fyrir nægu fé til skipa-og veiðarfærakaupa (opinberir sjóðir sjá yfirleitt um 70-100% af stofnkostnaði útgerðar). En það er erfitt að vera útgerðarmaður. Það þarf jú að borga aftur það sem maður fær lánað, og hvernig má það nú verða hægt? Jú, það þarf auðvitað að stofna nýjan sjóð, Stofnfjársjóð, til þess að fá peninga úr til að greiða skuldirnar við hina sjóð- ina. Og þá þykir náttúrulega sjálfsagt, fyrst útgerðarmaðurinn þarf á annað borð að greiða sjómönnum sínum kaup, að láta þá borga í Stofnfjársjóð, svo útgerðin geti þá nálgast peninga sína aftur þegar uppboðsauglýsingin er komin í Lögbirtingarblaðinu. En þetta er aðeins ein hliðin á málinu. Auðvitað þarf hvert einasta þorp á landinu að hafa a.m.k. einn skuttogara, það telst miklu veigameira atriði en það að halda eftir einhverjum fiski í sjónum. Til marks um það er ekki úr vegi að minnast á útvarpsviðtal við Björgvin Guðmundsson, sem tekið var í tilefni þess að það átti að hleypa af stokkunum nýjum togara Bæjarút- gerðar Reykjavíkur. Hann lýsti því fjálglega hversu gífurlega hratt og vel hið nýja skip gæti murkað niður leifarnar af þorskinum. Þegar síðan var spiluð af segulbandi fyrir hann flokks- linan (partur úr ræðu Kjartans Jó- hannssonar, þar sem sagt var að sérhvert nýtt skip þýddi verri afkomu þjóðarinnar), þá sagði Björgvin öllum landslýð að það allra mikilvægasta væri vitaskuld það að Reykjavíkurborg héldi sínum hlut gagnvart landsbyggð- inni. Margt fleira væri hægt að nefna í þessu sambandi, t.d. að stjórnvöld þau sem reka svona línu í útgerðarmálum voru alveg óð út í Bretann, því hann átti víst að vera að klára frá okkur allan þorskinn. Ekki vantaði þá fiskvernd- unsrsjónarmiðin. En ég ætla svo sannarlega að vona að menn þuifi ekki að reka sig harkalegar á en komið er. Til þess að koma einhverju skipulagi á fiskveiðarnar, þá þarf að þjóðnýta út- gerðina, svo einkahagsmunir fái ekki ráðið afkomu þjóðar og þorsks. Og þá þyrfti að miða ásókn í fiskistofna við ástand þeirra fremur en inn- og út- flutningstölur. Útgerðarmenn eru ekk- ert annað en blóðsugur á annars ríkis- rekinni útgerð, eins og málum er nú háttað. Föst mánaðarlaun Það sem að sjómannastéttinni snýr í þessu máli er að hætta nú að láta útgerðarmenn draga sig á asnaeyrun- um í kjaramálum. Hvaða heil brú er í því að setjast fyrst við hlið útgeröar- manna og heimta hátt fiskverð. og setjast síðan andspænis þeim og reyna að fá eitthvað af því sem verið var að semja um? Það er fyrir löngu orðið tímabært fyrir sjómenn að setja fram kröfur um föst mánaðarlaun og hætta öllu fiskverðs- og hlutaskiptaþvargi. Það væri eina leiðin til að tryggja hlut sjómannsins á timum minnkandi fiski- stofna, og gæti orðið mikill þrýstingur í þá átt að reyna að koma útgerðarmál- unum á skynsamlegri grundvöll. Enda er það fáránlegt að útgerðarmaðurinn, sem í flestum tilfellum situr nú báðum megin við samningaborðið þegar sam- ið er urn fiskverð, geti sagt við sjó- mcnnina: ,,Jæja félagar, við fengunt nú ekki hærra verð en þetta, svo við verðum að herða sultarólina". Ég held að ég þurfi ekki að rekja þetta mál lengur, svo augljóst er þetta. Kröfur allra hugsandi manna hljóta að vera: Þjóðnýtum útgerðina! og Föst mánaðarlaun handa sjómönnum! ÁM Að kynna sér málin Það hefur löngum þótt erfitt fyrir almenna launþega að' komast að því hvernig þeirra kjara- og rétt- indamálum er raunverulega farið. Kjarasamningar eru yfirleitt orðnir svo flóknir og erfiðir aflestrar, að mjög erfitt er að fá einhverja heildarmynd af stöðu launþegans, sér í lagi þegar nú þarf að taka mið af lögum allskonar, en lagasetning er jú hin nú viðurkennda aðferð til þess að hrista úr aurapyngjum lágstéttanna yfir til „atvinnuveg- anna“. Svo eru það nú lög og reglu- gerðir um aðbúnað og öryggi, það þarf einnig að skoða til þess að ekki sé hægt að bjóða mönnum uppá hvað sem er. í vikunni sem leið gerði ég mér ferð til Sjómannafélags Reykjavík- ur, ætlaði ég að gerast kjaftfær um málefni sjómanna og yfirstandandi kjaradeilu. Ég vatt mér í afgreiðsl- una og bað um eintak af kjara- samningum bátasjómanna og tog- arasjómanna. Þá fékk ég þau svör að þessa samninga væri ekki hægt að fá hjá þeim, því þau hefðu aðeins eitt eintak sem þau mættu ekki missa. Sömuleiðis fylgdu þær upplýsingar að þeir væru ekki heldur fáanlegir hjá Sjómannasam- bandinu þar sem ekki hefði þótt taka því að prenta meira, þegar upplagið var á þrotum. Ég þakkaði grcinargóð svör og hélt upp á nætu hæð fyrir ofan, en þar er sjálft sjávarútvegsráðuneytið. Þar ætl- aði ég að nálgast lög og reglugerðir um öryggis- og réttindamál. Þar fékk ég að vita að þeir hefðu einungis slík plögg varðandi veið- arnar sjálfar, svo ég fékk nýja plaggið um takmarkanir á þorsk- veiðum þetta árið í veganesti ásamt upplýsingum um að samgöngu- ráðuneytið hefði það sem mig vanhagaði um! Ég hélt þangað og bar upp erindi mitt. „Ja, því miður, við eigum nú ckkcrt slíkt í sérprenti", sagði séntilmaðurinn fyrir innan afgreiðsluborðið, um leið og hann dró út skjalaskúffur og lokaði aftur, svona til að sanna fyrir mér að hann segði satt og rétt frá og þætti þetta leiðinlegt. En hann nefndi einhverja stofnun i Hamars- húsinu, sem örugglega ætti allt svona til, gott ef þeir seldu þetta ekki gegn vægu gjaldi. Ég er ckki enn farinn niður í Hamarshús, enda hafa nú flestir nóg annað að gera en að þramma á milli stofnana. En þessi reynsla gefur óneitanlega tilefni til þess að á hana sé minnst svo ekki sé meira sagt. Á.M. BSRB-samningarnir í anda BHM og Kjaradóms Þann 11. febr. var undirritaður við- auki við samninga BSRB og ríkisins. Meginatriði samkomulagsins er að laun BSRB félaga eru aðlöguð niður- stöðum kjaradóms, sem dæmdur var í máli BHM í byrjun árs og að samnings- tíminn er lcngdur um 4 mánuði til 31. des. 1981. Kauphækkunin verður 2% fyrir 1.10. launaflokk, 11. til 15. flokkur hækka til samræmis við hliðstæða BHM skala. Laun fyrir ofan 15. flokk hækka í áföngum, þannig að þau verða að fullu samræmd BHM skala 1. sept. í ár. Þó að hér sé ekki um miklar hækkanir að ræða er ljóst, að BSRB og fjármálaráðuneytið hafa með öllu fallið frá jafnlaunastefnunni, sem mest var gumað af í sumar og tekið upp svo til óbreytta stefnu kjaradóms. Og ástæðan er augljós, ekkert vilja verka- lýðssinnarnir í Alþýðubandalagsfor- ystunni síður en að skapa fordæmi, þannig að aðrir launamenn fari að krefjast hækkanna. Þegar Þjóðviljinn spurði Ragnar Arnalds hvort samning- urinn hefði áhrif á almcnnum vinnu- markaði, sagði ráðherrann: ,,það er útilokað með öllu. Auðvitað geta menn ekki lokað augunum fyrir því, að BSRB menn fengu miklu lægri pró- sentur í grunnkaupshækkun út úr sín- um samningum en aðrir launamenn. Meðaltalshækkun nú uppá 2,6%getur því ekki orðið tilefni til nýrrar kröfu- gerðar". Og í Mogganum 14. febr. segir Þorsteinn Pálsson atvinnurekenda- stjóri að „hann treysti því að sjálfsögðu að ríkisstjórnin hafi í þessu tilfelli sem öðrum haft náið samstarf við önnur launþegafélög, þannig að ekki kæmi til neinna eftirmála" Með þessum samningum er fjár- málaráðherra að bjarga andliti BSRB forystunnar, sem lét hafa sig út í að gera lélega samninga í sumar, sem síðan áttu að verða öðrum til fyrir- myndar. Lenging samningstimans til ársloka er báðum aðiljum væntanlega kær- komin. Fjármálaráðuneytinu af aug- ljósum ástæðum og BSRB-forystunni því hún hefur dregið þann lærdóm af síðustu samningum, að betra sé að nota BHM aðferðina, bíða og láta aðra berjast fyrir hlutunum, heldur en að ganga á undan í baráttunni og skera síðan jafnan minna upp en þeir sem á eftir koma. I þessu sambandi eru viðbrögð Ásmundar Stefánssonar ASÍ-forseta athyglisverð, en hann segir við Mogg- ann þann 14. febr. s.l. m.a. „Þá gerir hinn nýji samningur ráð fyrir lengingu samningstímabilsins þannig að BSRB mun væntanlega ganga til samninga þegar við eigum að hafa lokið okkar samningum, sem kemur mér einnig nokkuð á óvart“. Þetta lýsir nokkuð því ríkjandi viðhorfi innan verkalýðshreyfingar- innar, að beita hlutfallareikningi í stað baráttu til að ná fram kjarabótum. PH. Neisti 2. tbl. 19. árg. bls. 3

x

Neisti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.