Neisti - 28.02.1981, Page 5

Neisti - 28.02.1981, Page 5
Kaupránsstjórn Hvað býr að baki kjaraskerðingunum,og hvers er að vænta í framhaldi af þeim? Áramótaboðskapur ríkisstjórnarinnar var tvíþættur: Bráðabirgða- lög voru sett um skipti á kjaraskerðingaraðferðum og kynnt var efna- hagsáætlun. „Skiptin“ felast í því að fyrirhuguð kjaraskerðing alls ársins 1981 er flutt fram til 1. mars n.k. en þetta er síðan réttlætt með loforðum þess efnis að ekki verði hróflað við verðbótum launa árið út. Þetta er svo kryddað með sjónhverfingum eins og skattalækkunum, sem undirbúnar höfðu verið með samþykkt skattahækkana fyrir jól, sem nú er semsagt hætt við, að nokkru leyti. Þetta lofar Þjóðviljinn. Verkalýðsforystan nöldrar vegna þess að „samráð skorti“ - það vantar ekki auðmýktina á bænum þeim. For- ysta BSRB hefir þó maldað í móinn, enda orðin langþreytt á viðskipt- um sínum við ríkisstjórnina. En hvað býr að baki efnahagsaðgerðunum og hvers er að vænta í framhaidi af þeim? Kjarasamningarnir 1980 Síðastliðið ár var ár kjarasamninga öðrum árum fremur - samningaþófið stóð allt árið og er reyndar ekki lokið enn þó von sé til að sjáist fyrir endann á því áður en næsta umferð hefst. Eftirtekjan var rýr. Fyrst sömdu opinberir starfsmenn, og sömdu af sér. Að mati BSRB forystunnar voru samningar opinberra starfsmanna „þeir bestu sem hægt var að ná án verkfallsaðgerða." Það þarf ekki að skrifa langt mál til að skýra það að slíkir samningar eru ekkert sérstaklega góðir yfirleitt, og síst þegar samið er við ríkisstjórn sem hyggst umfram allt forða almennum kauphækkunum, og sýna með eigin fordæmi hvernig atvinnurekendum ber að bregðast við kaupkröfum yerkalýðsins. Svo samdi ASÍ. Það náði betri samningum, þó því færi víðs fjarri að lögbundnar kjaraskerðingar sem orðið höfðu frá síðustu samningum væru bættar. Þetta þótti BSRB - forystunni súrt í broti. En ASÍ-forystán átti og eftir að horfa á kjarabæturnar blikna við hlið þeirra hækkana, sem iðnaðar- menn knúðu fram með því að hóta að- gerðurn eftir að almennu verkamanna- félögin samþykktu sína samninga. Prentarar og byggingamenn fengu verulegar kjarabætur umfram þátttak- endur í samfloti ASÍ, og rafiðnaðar- menn sömuleiðis, og loks var samið um víðtækar grunnkaupshækkanir í ríkis- verksmiðjum, samningar BSRB „leið- réttir" til hagsbóta fyrir hálaunahóp- ana fyrst og fremst, og nú er beðið úrslita í deilu sjómanna og útgerðar- manna, og engar líkur á því að sjó- mönnum takist að vinna upp kjara- skerðingar undanfarinna ára. Kjarasamningarnir 1980 vekja efa- semdir um gildi þess fyrir verkalýðs- hreyfinguna að fljóta saman að feigð- arósi undir forystu skrifræðisins. A hinn bóginn felast ýmsar hættur í því að gefa samflotin upp á bátinn í eitt skipti fyrir öll. En þegar upp er staðið er ljóst. að samflot verkalýðshreyf- ingarinnar hefir á s.l. ári einkum gegnt því hlutverki að binda hendur verka- lýðsfélaganna, að tryggja „hógværð" þeirra í samræmi við stefnu ríkisstjórn- arinnar og málsvara hennar í hreyfing- unni, og ná þannig markmiðum stjórn- valda - að hlífa atvinnurekendum við almennum launahækkunum. Mark- miðinu varð þó ekki náð til fulls - þess vegna kemur kjaraskerðingin 1. mars til sögu. Hlutaskiptafyrirkomulagið er ann- að vandamál sem er í sviðsljósinu um þessar mundir. Þó kauptrygging báta- sjómanna hafi dregið verulega úr áhrifum hlutarins á kjör sjómanna, eru þau enn að verulegu leyti komin undir úrslitum deilu útgerðarmanna og fisk- verkenda um fiskverð. í þeirri deilu hafa stjórnvöld síðasta orðið, og þeim er annað efst í huga en kjarabætur handa sjómönnum. Allt leiðir þetta að ofur einfaldri en uggvekjandi staðreynd: Samningsrétt- ur verkalýðsfélaganna er smám saman að verða nafnið tómt. Atvinnurekend- ur geta leyft sér að tefja samninga mánuðum saman, eftir að þeir eru lausir, og verkalýðsforystan lætur það líðast, enda orðin peð á taflborði auð- valdsins. Hún hefir ekki lengur neitt sjálfstæði gagnvart ríkisvaldinu, sem flytur, ver og vinnur að málstað atvinnu- rekenda í öllum meiriháttar málum, þar með talið kjaramálunum. Ríkis- stjórnarþátttaka Alþýðubandalagsins breytir ekki þessu hlutverki ríkisvalds- ins, en dregur hinsvegar úr hinu takmarkaða sjálfstæði sem verkalýðs- hreyfingin þó hafði gagnvart stjórn- valdsaðgerðum hér áður fyrr. Fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar eru aðeins upphafið að öðru meira. Framsóknarflokkurinn hefur tekið að sér að flytja mál atvinnurekenda og vekja máls á frekari „aðgerðum" síðar á árinu. Með hækkandi sól er því von á því að stokkað verði uppá nýtt og gefið í annað spil. Það geturfarið á tvo vegu, annað hvort verður spilað fyrir opnum tjöldum eins og þegar Ólafslög voru sett, eða í bakherbergjumstjórnarráðs- ins eins og við samning áramótaáætl- unarinnar. Útkoman er hins vegar vís fyrir fram ef ríkisstjórnin verður einráð - nefnilega enn ein kjaraskerðingin. Gengisfelling er reyndar komin á dagskrá nú þegar, vegna þeirra gleði- legu tíðinda að Bandaríkjadollar hækkar í verði og þar með kaupmáttur útflutningstekna gagnvart gjaldmiðl- um viðskiptalanda innflytjenda. Allt verður Islands ógæfu að vopni í höndum hagspekinga íslenska auð- valdsins - m.a.s. hækkandi verðgildi dollarans, en stöðugt verðfall hans hefir einmitt verið skálkaskjól ítrek- aðra gengisfellinga á umliðnum árum. Gengisfelling nú mun svo koma fram í verðhækkunum á innfluttum vörum, sem aftur leiðir af sér minnkandi kaupmátt, en einnig - og það óttast ríkisstjórnin allra mest verulegar launahækkanir hinn 1. júní n.k. Samráð við ríkisvaldið í samþykktum síðasta ASÍ-þings er að finna tvö merk atriði. Annað er merkilegt fyrir þá sök að það er gott, það er krafan um afnám Ólafslaga. Hitt er merkilegt vegna þess að það er vont, það er krafan um aukið samráð verkalýðshreyfingar og ríkisvalds. Samkvæmt kokkabókum Alþýðu- bandalagsins hefur ríkisstjórnin þegar orðið við fyrri kröfunni, en það var á kostnað þess að sinna ekki síðari kröfunni sem skyldi, skv. samþykkt miðstjórnar ASÍ. Hvorutveggja er hræsni. Ólafslög voru ekki afnumin heldur frestað. og fresturinn greiddur fullu verði. Og verkalýðsforystan vissi mætavel að hverju dró um áramótin, en hún kaus að sinna helgihaldi og veislugleði meðan atlagan var undir- búin. Þó verður þetta ekki staðfest svo fullvíst sé með alla verkalýðsforingja í landinu og skylt að geta þess að líklega voru það aðeins þeir sem njóta trún- aðar í hæstu hæðum Alþýðubanda- lagsins, sem vissu af öllum smáatriðum málsins, en einmitt þeir eru - því miður - hin raunverulega, dáðlausa og svik- samlega verkalýðsforysta. Þeir hafa valist til forystu á þessum tímum er auðvaldið beitir ríkisvaidinu fyrir sig á sífellt ósvífnari hátt, og einmitt þessir menn eru síðan ákafir að hafa samráð við ríkisvaldið um það hvernig hinu sama ríkisvaldi verði beitt gegn verka- lýðnum. Eða er eitthvað annað á dagskrá? Einhver kann að álíta það, meðfram vegna þess að þrír djarfhuga riddarar úr reglu þingpallasósíalismans eru meðal ráðherranna. En einhverra hluta vegna er eins og þeim félögum gangi illa að sameina hug sinn og hönd, því oftast segja þeir eitt og gera annað, og ævinlega ber þetta við þegar sviðsljós- unum er beint að kjaramálunum. Þess vegna breytist stjórnarstefnan lítt þó þessum þremur pótentátum hafi með lagni tekist að smeygja sér inn fyrir þröskuld valdanna og mun ekki breytast reyndar þó þeir kæmust lengra en í forstofuna, þar sem þeir dveljast nú, og hrópa hátt svo allir viti að þeir voru innandyra er efnahags- áætlunin var hengd fyrir gluggana. Þess vegna getur samráð við ríkis- valdið ekki verið annað en samráð um kjaraskerðingar, og því hættulegt fyrir verkalýðshreyfinguna. Þess vegna hef- ur verkalýðshreyfingin og vinstri sinn- ar raunar ekkert við þessa ríkisstjórn að tala, né annað við hana að gera en að losna við hana. Hins vegar þarf verkalýðsaðallinn vafalaust að ræða sitthvað við flokksbræður sína í ríkis- stjórninni eða meðal stjórnarandstöð- unnar, sem er ekki andvíg frekari kjaraskerðingum. En það er önnur saga. Vinsældir stjórnarinnar Eins og komið hefur fram í skoð- anakönnun síðdegisblaðanna er þessi ríkisstjórn sem nú vermir stólana fádæma vinsæl, og kannski þykir skrýtið að ríkisstjórn njóti lýðhylli á sama tíma og kjör versna og efnahags- málum er stefnt í óefni í fyrirsjáanlegri framtíð. En það skýrist af'því að fólk sér engan valkost betri. 1 almennri stjórnmálaumræðu er ekki rætt um sósíalíska valkosti, heldur hitt, hvort blása skuli til skjaldbökusóknar eða leiftursóknar gegn lífskjörum alþýðu, og líkar þá skjaldbökusóknin betur. Önnur ráð blasa ekki við. Verkalýðs- íorystan sat jú lungann úr síðastliðnu ári við samningsborð, og náði aðeins smávægilegum kjarabótum. Þegarþær voru svo hirtar aftur ríkti sama dáð- leysið í herbúðum verkalýðsaðalsins, sem sættir sig fremur við ótvíræð samningsrof en að hefja raunhæfar aðgerðir til að aftra þeim, og endur- heimta það sem glatast hefur vegna aðgerða ríkisstjórna undanfarin ár. Verkalýðsaðallinn ber því einnig á- byrgð á því að minna fæst fyrir launin nú en í fyrra, og vegna þess að þetta blasir við hverjum manni, erekki nema von að vinsældir ríkisstjórnarinnar komi einkum Sjálfstæðisflokknum til góða. Verkalýðsflokkarnir sitja uppi með svarta pétur með því að þeir hafa og skyldur að rækja gagnvart verka- lýðshreyfingunni, og bera þvi ábyrgð á undanhaldi hennar, í raun og veru og í augum almennings. Á þennan hátt er verkalýðsaðallinn og borgaralegu verkalýðsflokkarnir að grafa sína eigin gröf, en verkstjórinn, Gunnar Thoroddsen. fenginn að láni frá íhaldinu um stundarsakir til að sjá til þess að rétt sé að verki verið, og gröfin hæfi hræinu. Nú er í sjálfu sér óþarfi að harma það þó skrifræðis- klíkurnar sem stjórna Alþýðubanda- laginu og Alþýðuflokknum gangi fyrir ætternistapann. Farið hefir fyrr fé betra og grét enginn. En það er hætt við því að verkalýðshreyfingin öll fylgi forystunni til grafar og verði þar stödd er úrslit ráðast á næstu árum i átökum auðvalds og verkalýðs. Það er mikið í húfí Átökin sem í vændunr eru varða fleira en krónur og aura þau snúast urn rétt verkafólks til að gera samninga sem síðan eru haldnir. til að njóta menningarlífs, skikkanlegrar heil- brigðisþjónustu, eiga kost á dagvistun, fyrir börn sín, menntun, atvinnuöryggi og annað því um líkt, sem fólki er heldur gjarnt að álíta sjálfsögð og eðlileg réttindi. En auðvaldið hefur aðra skoðun á því. Samdráttur ríkisút- gjaldanna er eitt af slagorðum dagsins, hagræðing, sem býður heim atvinnu- leysi er á dagskrá, og ailt í nafni barátt- unnar gegn verðbólgunni. Orrustan við ófreskju þessa mun ekki aðeins koma niður á launaumslögum verka- fólks, heldur og lífskjörum öllum í víð- asta skilningi þess orðs, svo lengi sem hún er háð af auðvaldinu einu, gegn verkafólki og hagsmunum þess. Hér þarf að snúa við blaðinu. Það verður ekki til annarra leitað en alþýðusamtakanna þegar að því kemur fyrir fyrir alvöru að takast á við atvinnurekendur um lífskjörin. Hitt er jafnljóst, að núverandi forysta þeirra mun ekki lyfta fingri gegn sókn auðvaldsins, er henni verður ekki frestað lengur með samsteypustjórnar- makki og samráðsþófi. Þegar að því kemur verður verkalýðshreyfingin að geta varið sig, og til þess verður að endurbyggja hreyfinguna og skapa henni nýja forystu, sem starfar með lýðræðislegum hætti að hagsmuna- málum verkafólks, án tillits til viðhorfa atvinnurekenda eða borgaralegra framagosa. Vísir að vinstri andstöðu er þegar til staðar innan verkalýðshreyf- ingarinnar, og hann þarf að efla með ráðum og dáð. Það er eina leiðin til að forða ósigri alþýðu i átökum konrandi ara' 14/2 Framkvæmdanefnd Fylkingarinnar Skjaldbökusókn í stað Leiftursóknar Neisti 2. tbl. 19. árg. bls. 5

x

Neisti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.