Neisti - 28.02.1981, Page 6

Neisti - 28.02.1981, Page 6
Kvennabarátta - Sóknarmálið - Launamisrétti - Kvennabarátta - Sóknarmí rátta - Sóknarmálið - Launamisrétti - Kvennabarátta - Sóknarmálið - La r Oþarfur seinagangur í þessu máli í framhaldi af Sóknarmálinu hafði blm. Neista samband við Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. Neisti: Nú vannst mál Guðrúnar Emilsdóttur í héraðsdómi, með dómi bæjarþings Reykjavíkur í mars 1979. Þáverandi fjármála- og heilbrigðisráðherra f.h. ríkissjóðs og stjórnarnefndar ríkisspítalanna áfrýja síðan til hæstaréttar. Hvern- ig líður þessu máli þar? Jón Steinar: Málinu líðurþannig að áfrýjandi, ríkið, hefur nú loks lokið við að semja ágrip allra málsskjala í héraðsdómi. Agrip þetta verður síðan lagt fyrir hæsta- rétt um næstu mánaðamót. Og samkvæmt málaröð fyrir hæsta- rétti, ætti málið að hafa verið flutt og dómtekið eftir u.þ.b. 1 ár. Neisti: Nú var málinu áfrýjað skömmu eftir að dómur féll í héraði. Málið er því 3 ár fyrir hæstarétti. Er þetta ekki svolítið langur tími? Jón Steinar: Jú, það er það nú. Ríkið hefur tekið óþarflega langan tíma í að útbúa þetta ágrip. Ég mun nú reyna að fá málinu flýtt, en ég veit hins vegar ekki hvort það verður tekið til greina. Það liggja jú svo mörg mál fyrir hæstarétti. Neisti: Hvernig heldur þú að mál þetta fari að lokum? Jón Steinar: Því get ég nú ekki svarað. í héraðsdómi var fallist á kröfur Guðrúnar Emilsdóttur og Jafnréttisráðs og ég vonast til að sá dómur standi. I þessu máli er deilt um skilning á jafnréttislögunum. Ég tel að lögin eigi hér við, en ríkisvaldið álítur hins vegar að lögin leiði ekki til að fallast beri á dómkröfurnar í þessu máli. Neisti: Hvernig stendur á því:? í jafnréttislögunum stendur skýrum stöfum að konur og karlar skuli fá sömu laun fyrir sömu vinnu. Hvernig er hægt að líta framhjá þessum lögum? Jón Steinar: Ríkisvaldið segir að hér sé um 2 starfsheiti og 2 stéttar- félög að ræða. Höfuðröksemd rík- isins eru því lög um kjarasamninga, þe. þar sem kveðið er á um rétt stéttarfélaga til kjarasamninga. Ég man nú málsástæður ríkisins ekki svo glöggt, en ef þú hefur áhuga á að kynna þér þær betur, geturðu fengið þetta ágrip ríkisins. Neisti: Nú vinna konur og karlar, starfsmenn og gæslumenn, á Kleppsspítala og Kópavogshæli o.fl. stofnunum sömu störf, hlið við hlið. Gæti ríkisvaldið gefið út tilskipun um að konurnar og karlarnir verði sett í sitthvor störfin og þannig viðhaldið launamis- réttinu? Jón Steinar: Það tel ég ekki lík- legt. Það yrðu þá bara viðkomandi yfirvöld á hverri stofnun fyrir sig sem myndu hliðra málunum þannig fyrir ríkisvaldið. En, eins og ég sagði áður, finnst mér það ekki líklegt. Neisti: Ef mál Guðrúnar Emils- dóttur fellur á sama hátt í hæsta- rétti og í héraði, þar sem ríkið var dæmt til að greiða henni laun aftur til 30. mars 1978, gildir þá ekki það sama um aðrar Sóknarkonur á ríkisspítölunum, sem eins er ástatt um? Jón Steinar: Jú. Þetta mál er rekið sem prófmál um Guðrúnu Emilsdóttur á Kópavogshæli og ég held að það sé alveg ljóst að gagn- kvæmur skilningur beggja aðila sé á því að mál þetta gildi um allar Sóknarkonurnar á þessum stofn- unum. Júl. B. JÁRMÁLARAÐUNEYTIÐ Launaseðíl-l LaunáseAí STARFSMANf4AFCL SOKN 8SR8-LAUN STARFSMAOUR GÍSLUMAOUR | tmrtnGUN j 01.02,1981 7.208 7.208 | KLFPPSSPITALÍNN SJUKRAOEILD •MANADARLAUN EFTIRV/YFIRV :EFTIRV KAFFIT VAKTAL 33 0/0 VAKTAL 45 0/0 VAKTAL 90 O/O ORLFC A TINAK 100-2 010181-310181 100- -100181 100- -100181 100- -l00101 100- -100181 100- -100181 100- -100181 1,0000 01,0 10.5 30,0 46,0 24,0 11.5 LAUN OG ADRAR GREIOSLUR SAMTALS 3.887 | 34 403 26 7 552 i 576 i 36 5.755 3.887 34 403 267 552 576 36 5.755 KLEPPSSPÍTALINN SJUKRAOEILO SKyLDUSPARMADUR LAGOUR A SPARIMERKJAREIKN ORLOFSFL LAGT A POSTGIRORFIKNING L IFEVRISSJOOUR SOKNAR STARFSMANNAF£LAG10 SOKN REYKJAVIK FRADRATTUR SAMTALS MANAOARLAUN 6FTIRV/YFIRV YFIRV A VAKT STORHAT, KAUP STORHATK VAKT VAKTAL 33 0/0 VAKTAL 45 0/0 VAKTAL 90 0/0 ORLFE A TIMAK ORLFE A TIMAK 005-1 010181-310181 005-1 C05-1 005-1 005-1 005- 005- 005- 005- 005-1 -100181 -100181 -100181 -100181 -100181 -100181 -100181 -100181 -100181 3.899 1,0000 3.899 .3,899 38,99 25,0 975 975 38,99 17,2 671 671 53,61 18,0 965 965 53,61 02,2 L1 8 118 10,35 28,0 290 290 13,98 87,5 1.223 1.223 27,95 24,0 671 671 139,5 182 409 62,4 227 [DSLUR SAMTALS 9.221 9.221 SKYLOUSP ARNAOUR LAGOUR A SPARIMERKJAREIKN ORLOFSFE LAGT A P0STGIR0R6IKNING LIFEYRISSJOOUR STARFSMANNA RIKISINS STARFSMANNAFCLAG RIKISSTOFNANA FRADRATTUR SAMTALS 1.384 341 249 39 2.013 1.384 341 249 39 2.013 * KONUR ( STARFSMENN) ERU 1 SÓKN EN KARLAR (GÆSLUMENN) í BSRB. A UK HÆRRI GRUNNLAUNA FÁ KARLARNIR HÆRRA VAKTAÁLAG. ÞEIR VINNA ÞAR AÐ AUKI NÆTURVAKTIR - OG FA OFTAR AUKAVAKTIR. Viðtöl við starfsfólk á Kleppi Blaðamaður Neista náði tali af Friðbjörgu Ingimarsdóttur starfs- manni á Kleppsspitala. Neisti: Er einhver mismunur á störfum starfsmanna og gæslu- manna á þinni deild? Friðbjörg: Ég myndi ekki segja það. Þeir lenda að vísu frekar í átökum við sjúklinga, ef þau á annað borð koma upp, en við göngum líka í þau. Það er enginn mismunur á störfum okkar sem gæti réttlætt launamisrétti. Neisti: Vissir þú um þetta launa- misrétti áður en þú hófst vinnu á Kleppi? Friðbjörg: Ég hafði eitthvað heyrt getið um það í blöðum en ég vissi hins vegar ekki að launamis- réttið væri svona mikið. gæslumaður. Vinkona mín sótti hins vegar um gæslumannsstöðu en henni var sagt að karlmenn gengju bara í þau störf. Alls ekki réttlætanlegt Neisti: Datt þér í hug að sækja um gæslumannsstöðu? Friðbjörg: Ég hefði auðvitað miklu frekar viljað vera ráðin sem Neisti: Hvert er álit þitt á þessu launamisrétti? Friðbjörg: Auðvitað svíður manni þetta sárt. Mér finnst þetta mjög ósanngjarnt í alla staði og alls ekki réttlætanlegt. En hvert er álit hinna margum- ræddu gæslumanna á þessu launa- misrétti? Bjarni Kjartansson: Ég álít að rökrétt afleiðing af því að vinna sömu störf, sé að fá sömu laun, án tillits til kyns. Mér finnst þetta ástand í hæsta máta óréttlátt. Ég er hins vegar undrandi á því hvað áhugi meðal starfsfólks virðist vera takmarkaður á því að fá þetta leiðrétt. Sóknai Fyrsta mál Jafnréttisráðs, var hið svokallaða Sóknarmál. Í þv,i máli kemur fram að karlar og konur sent sinna gæslustörfum á stofnunum eins og Kleppsspítala og Kópa- vogshæli hafa ekki sömu laun, þótt um sömu störf séu að ræða, sem unnin eru hlið við hlið. Þetta er vegna þess að karlarnir eru í BSRB en konurnar í Sókn. og þvi lægra launaðar. Starfsheitin eru jafn- framt tvö, gæslumaður (karl) og starfsmaður (kona). Jafnréttisráð kannaði mál þettaá sinum tiina. en fól það síðan Jóni Steinari Ciunnlaugssyni hrl." 30, mars 1978 stefndi svo Jón Steinar heilbrigðisráöherra vegna Kvennabarátta - Sóknarmálið - Launamisrétti - Kvennabarátta - Sóknarm' isrétti - Kvennabarátta - Sóknarmálið - Launamisrétti - Kvennabarátta - ! Neisti 2. tbl. 19. árg. bls. 6 I CO

x

Neisti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.