Neisti - 28.02.1981, Qupperneq 9

Neisti - 28.02.1981, Qupperneq 9
Peter Uhl settur í einangrun Lesendum Neista er í fersku minni þegar Peter Lhl og fimm haðrir félagar hans í Tékkóslóvakíu voru dæmdir 23. október 1979 af hæstarétti landsins í rúmlega 20 ára fangelsi. Ákærurnar hljóðuðu upp á „undirróður gegn ríkinu". Peter Uhl sem er verkfræðingur að mennt, byltingarsinnaður marxisti að hugsjón, var ritstjóri Tímarits ' Charta 77-manna þegar hann var handtekinn 29. maí 1979. Honum er lýst af stjórnvöldum landsins sem „höfuðpaur undirróðursmanna". Yfírskrift ákæruskjalanna gegn ' sexmenningunum var í þeim anda - „Mál Peter Uhl og fleiri". Dómur- inn yfir Peter Uhl var einnig þyngstur, en hann var dæmdur í 5 ára fangelsi, eða „annarrar deildar betrunarvist“ eins og yfirvöld þar cystra kjósa að kalla það. (Sjá nánar 8. og 11. tbl. Neista 1979). Refsingar og betrun Frá því í janúar 1980 hefur Peter Uhl dvalið í „annarri deild“ tugt- hússins í borginni Mirov. Á „betr- unarheimilinu" í Mirov er föngun- um skipt upp innbyrðis í smáhópa. Þeir fangar sem skipa hóp „póli- tískra" fa,nga hafa engin réttindi. Heilbrigðisgæslu og hreinlætisað- stöðu er mjög ábótavant og er fangelsisrými hvers fanga aðeins um !.5m2. Sálarlegum þrýstingi og ströngum hegðunarreglum er beitt til þess að geta komið föngunum í enn strangari vist á „þriðju deild betrunarheimilisins". Umkvörtun og skipuleg endurhæfing Þann 24. október 1980 skrifaði Peter Uhl til yfirmanns fengelsisins í Mirov, Kucera, þar sem hann kvartaði yfir því að fangaverðir færu ekki að lögum í umgengni sinni við fangana. Þann 30. október skrifaði Peter Uhl til ríkissaksóknara Tékkó- slóvakíu og bað unt lögvernd vegna illrar meðferðar sem hann og samfangar hans höfðu hlotið. Máli sinu til stuðnings vitnaði Peter í fyrsta kafla hegningarlaganna. „Hluti manníjöldans sem safnaðist saman utan við réttarsalinn þar sem sexmenningarnir voru dæmdir. Til hægri á myndinni sést í lögreglubíl. Þann 24. nóvember kvartaði Peter Uhl yfir að honum hefði verið bannað að lesa dagblöð. Síðar hefur hann kvartað yfir lélegri heilsugæslu og að ekki sé farið eftir lögum og reglum varðandi að- búnað í fangelsinu. Öll bréf, fyrirspurnir og kvartan- ir Peter Uhl hafa verið sniðgengin. Stofnanir og yfirvöld hafa ekki svarað bréfum. Umkvartanir Pet- ers hafa aðeins leitt til meiri refs- ingar frá starfsfólki tugthússins. Frá 4. nóvember til 4. desember var honum refsað með því að vera komið fyrir í „endurhæfingunni", Aðeins nánustu ættingjar fcngu að vera viðstaddir „réttarhöldin" eða leiksýninguna réttara sagt.“ en svo er einangrunarklefi fangels- isins kallaður. Allir pakkar sem honum voru sendir eru gerðir upptækir og 75% af vasapeningum hans hafa verið tekin af honum. Bréfum frá félögum hans er annað hvort ekki komið til skila eða þau eru sögð skaðleg fyrir hann, og aðeins er lesin fyrir hann kveðja í upphafi og enda bréfa. Yfirmaður fangelsisins í Mirov, Moravek að nafni, sagði: „Peter Uhl kemstekki svo auðveldlega út úr þessari holu“. Allar refsingar gegn honum eru réttlættar með uþplognum laga- krókum. Miklar líkur benda til þess að fangelsisstjórnin vilji koma honum fyrir í einangrunarklefa til þess að hann laumi ekki byltingar- eldmóði sínum inn í samfanga. Peter Uhl þjáist af stöðugu lungna- kvefi og því lítil von um bata ef honum er komið fyrir í köldum og rökum einangrunarklefum. Látum mótmæluni rigna Meðan á réttarhöldunum yfir sexmenningunum í Charta 77 hreyfingunni stóð, streymdu mót- mælayfirlýsingar inn til Husak- stjórnarinnar. Eins og siður er þegar réttað er yfir andófsmönn-- um í verkalýðsríkjunum þá sendi íslenski utanríkisráðherrann þá- verandi, Bcnedikt Gröndal, mót- mælaskeyti. Forystumenn komm- únista- og sósíalistaflokka í V- Evrópu mótmæltu dómunum og slíkt hið sama gerðu verkalýðs- félög. Nú er full ástæða til að taka sér aftur penna í hönd og mótmæla lögbrotum fangelsisyfirvalda og krefjast þess að Peter Uhl verði látin laus. Fjölmörg dæmi eru til þess að meðferð fanga hefur batnað verulega, og þeim jafnvel sleppt, þegar mótmæla og kvörtunarbréf- um hefur rignt úr öllum áttum yfir fangelsisyfirvöld. „Heimilisfang" Peter Uhl er eft- irfarandi: P.U. born the 8/10 1941 PS 1/6 PSC 789 53 Mirov Tékkóslóvakía. Látum þúsundum bréfa rigna. m.g. Atvinnuofsóknir í Vestur-Þýskalandi Nýlega kom út í Þýska sambands- lýðveldinu bók eftir Hans Peter de Lorent kennara í Hamborg. í þessari bók lýsir de Lorent reynslu sinni, baráttu og ótta við „Berufsverbot". Síðan 1974 hefur de Lorent barist fyrir því að fá fastráðningu sem kennari, en de Lorent er félagi í DKP, þýska kommúnistaflokknum. Síðastl. haust leit út fyrir að de Lorent fengi loks fastráðningu, en hann var meðal þeirra, sem menntamálaráð Ham- borgar mælti með að yrðu fastráðnir. En þá kom út bók hans „Die Hexen- jagd“ eða Nornaveiðin, skáldsaga um „Berufsverbot". Viðbrögðin við bók- inni urðu þau að menntamálaráðherra Hamborgar, Grolle, dró meðmælin til baka, de Lorent var fiuttur í nýjan skóla, þar sem útkoma bókarinnar átti að hafa slæm áhrif á vinnufriðinn í skólanum sem hann kenndi í áður. Honum var einnig tilkynnt, að yrði hann ekki þægur yrði hann rekinn fyrir fullt og allt án frekari fyrirvara. Gamalt „Berufsverbot“-mál á hendur honum frá árinu 1974 var tekið upp að nýju og síðast en ekki síst var höfðað mál á hendur honum fyrir að móðga embættismenn Hamborgar í bókinni. Sá sem gengið hefur hvað herskáast fram gegn de Lorent er menntamála- ráðherrann Grolle. í fréttatilkynningu, sem hann gaf út í haust og þar sem hann tilkynnir hefndarráðstafanir sín- ar, segir hann ástæðuna fyrir þessum aðgerðum yfirvalda vera þá að de Lorent hafi móðgað eina fimm em- bættismenn með ærumeiðandi um- mælum í bókinni. Þessir embættis- menn, sem séu undir-menn sínir eigi rétt á að yfirmaður þeirra láti slíkum árásum ekki ósvarað. Og hverjar eru svo móðganirnar. De Lorent nefnir í bók sinni fimm embættismenn, sem hann nafngreinir ekki með réttum nöfnum heldur notar dulnefni. Söguhetja bókarinnar á í höggi við þá og orðin sem Grolle telur móðgandi eru tjáning á hugsunum og tilfinningum söguhetjunnar. Þessi orð eru „gamla rotta“, „blanda af ósvífni og frekju“, „óhreinn svipur" og ,,mafía“. Um þetta segir de Lorent: Það var aldrei ætlun mín aö gera þessa fimm embættismenn ábyrga fyrir „Berufsverbot", þeir sem þar eru ábyrgir eru fyrst og fremst stjórnmála- mennirnir, sem með völdin fara. Orðin sem Grolle nefnir eru slitin úr öllu samhengi, bókin er skáldsaga og hlýðir að sjálfsögðu lögmálum hennar. „Ég sjálfur myndi af grundvallar ástæðum aldrei nota orðin „gamla rotta“ um raunverulegt fólk.“ De Lorent telur að meiðyrðin séu notuð sent tylliástæða, hin raunveru- lega ástæða fyrir aðgerðum á hendur honum sé að í bókinni sé „Berufs- verbót", sem enn sé í gildi í Þýskalandi til umræðu og að bókin hvetji til almennrar umræðu um það, en almenn umræða um þessi mál sé það sem ráðamenn óttist. Ef þessi meintu meið- yrði væru aðalástæðan er ekkert einfaldara en að höfða meiðyrðamál á hendur de Lorent en slíkt mál myndi í mesta lagi enda með sektum, ef því yrði ekki einfaldlega hafnað. Sú leið sem yfirvöld hafa farið í þcssu máli er hins vegar ntun alvarlegri fyrir de Lorent, þ.e. að svipta hann atvinnunni. Eftir miklar umræður um „Berufs- verbot“ baéði í ogekki síður utan Þýska sambandslýðveldisins sýndist eins og væri farið að slaka á klónni. Sérstak- lega á þetta við um Hamborg. Árið 1978 kunngerði Hans-Ulrich Klose borgarstjóri i Hamborg (SPD) að nú yrðu teknar upp aðrar og frjálslegri aöferðir við að ráða starfsmenn ríkisins. Engin réttarhöld, engar per- sónunjósnir o.s.frv. Það var ekki síður fyrir umræður og gagnrýni á „Berufs- verbot", sem áttu sér stað utan Þýska- lands sem þessi árangur, sem mönnum sýndist vera, náðist. „Berufsverbot" var að verða alvarlegur blettur á lýðræðisríkinu Þýskalandi, ekki síst í augunt ýmissa nágranna þeirra svo og í augum sósíaldemokrata t.d. á Norður- löndum. Og Þjóðverjar með sína ljótu og að rniklu leyti óuppgerðu sögu, sem er þeim feimnismál, tóku sér það mjög nærri að illa væri talað um þá. Með sameiginlegu átaki og umræðum innan sent utan Þýska sambandslýðveldis- ins, tókst að ná fram nokkrum tilslök- unum. „Berufsverbot" er þó ekki úr sögunni og besta leiðin til að berjast gegn því þar sem annars staðar er að fólk sé vel vakandi fyrir því og að enginn ntaður missi vinnu vegna skoðana sinna, án þess að málið verði gert opinbert og umræðum og barátt- unni haldið áfram. SÁ Neisti 2. tbl. 19. árg. bls. 9

x

Neisti

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.