Stéttabaráttan - 20.12.1973, Blaðsíða 4

Stéttabaráttan - 20.12.1973, Blaðsíða 4
JÁRNIÐNNEMAFÉLAGIÐ BERST GEGN FULLUM VERKFALLS- OG SAMNINGSRÉTTI Járniðnnemafélagið, stærsta nemafélagið í I. N. S. I. hefur nú algjörlega afhjúpað sig sem gagnbyltingarsirmað vígi' sósíaldemókratismans, virki stéttasamvinnunnar, löghlýðninnar, borgaralega lýðræðisins og þing- ræðisins innan raða járniðnaðarnema. Félagið, sem ekkert hefur starfað á undanförnum nema að skipuleggja fylleríssamkundur, diskótek og pokahlaup, og var raunverulega ekki til á sxðasta ári nema á pappírnum, hefur nú ver- ið endurreist af kratabroddunum í I. N. S. I. fyrir raunverulegt hlutverk sitt: að kæfa niður alla sjálfstæða baráttu járniðnnema. Járniðnnemafélaginu, eins og öllum öðrum sósíaldemókratískum verka- lýðsfélögum, stendur hætta af því, að frumkvæðið í kjarabaráttunni falli f hendur kommúnista. Félagar í KSML innan járniðnaðarins hafa und- anfarið haldið því fram, að iðnnemar fái þá og því aðeins verkfalls- og samningsrétt að þeir taki sér hann f ðlöglegu verkfalli. Þessi lína KSML hefur þegar unnið vissan hljómgrunn, helst í Héðni og Stálsmiðjunni, sem kom fram í vali á bráðabirgðaundirbúningsverkfalls - nefnd fyrir kröfurnar: Engin laun undir 260 kr. AlstJ, Væntum einskis af hinum endurbðtasinnuðu forystu- mönnum - þeir munu svíkja okkur!, Full verkfalls- og samningsréttindi til handa iðnnemum! , Tökum málin í eigin hendur - enginn semur fyrir okk- ur nema við sjálfirj, Barátta okkar er stétt gegn stétt!, Engar ofsðknir á hendur verkfallsmönnum eða verkfalls- forystunnij Og hér verða KSML á mistök. Þegar einum félaga KSML tðkst ekki að ná sambandi við Öskar, þrátt fyrir ítrekaðar hringingar á vinnustað hans og sýnt var, að Öskar sveikst undan öllum merkjum, þá hefði félaginn átt að senda út skriflega gagnrýni á Ösk- ar ásamt fundarboði og dagskrártil- lögu til allra meðlima nefndanna tveggja. En gagnrýnin dregst og kemur fyrst fram á fimdi í félagi Járniðnnema. • A aðalfundi Járniðnnemafélagsins ber Öskar því við, að þar sem hann sé nú orðinn formaður félagsins (J) þá hafi hann nú ekki lengur tfma til að standa í baráttu fyrir járniðnaðar- nema. Gagnvart gagnrýni kommúnist- anna sagði hann fyrst, að hann hefði ekki vitað um það verkefni, sem hann tók að sér, þ. e. að boða til fundarins, síðan sagði hann, að hann hefði ekki haft tíma til þess, þar sem hann hefði verið að undirbúa aðalfundinn (!) Stofnun þessarar bráðabirgðaundir- búningsverkfallsnefndar varð bein orsök stofnunar undirbúningsverkfalls- nefndar af hálfu Járniðnnemafélagsins, sem stofnaði sína nefnd í þeim eina tilgangi að vinna skemmdarstarfsemi á starfi hinnar nefndarinnar og þeirri sjálfsprottnu hreyfingu, semhúnvar leiðandi fyrir. Það kemur fram í eftirfarandi staðreyndum : • Undirbúningsverkfallsnefnd Járn- iðnnemafélagsins samþykkti í orði sömu baráttuaðferðir og bráðabirgða- undirbúningsverkfallsnefndin hafði. Hún boðaði sameiginlegan fund nefnd- anna til að "samræma" baráttugrund- völlinn. A þeim fimdi koma fram 2 línur; öimur fyrir leið stéttabaráttunn- ar, hin fyrir leið "þrýstingsaðgerða" á INSÍ. Ekki er gert út um línurnar á þessum fundi og nýr fundur boðaður. • Þremur mönnum var falið að und- irbúa næsta sameiginlega fund nefnd- anna til að þrða pðlitísku umræðurnar áfram. Einn þeirra, Öskar Armanns- son, hafði ábyrgð á því að kalla hina saman til að leggja upp tillögu að fundardagskrá sameiginlega fundsins og koma á samböndum í vélsmiðjun- um, sem hann framkvæmdi aldrei (!) • A aðalfundinum eiga sæti tveir af sðsíalfasistum I. N. S. I., Rúnar "Afturá" Bakkman og Þorbjörn Guð- mundsson, núverandi formaður INSl. Þeir hafa lagt upp taktík fundarins og kfykkja út með hðtunum: "Þið verðið bara gerðir upptækir (J), ef þið farið í ðlöglegt verkfall. At- vinnurekendur fara í mál við ykkur og eigur ykkar verða gerðar upptækar, ef þið farið í ólöglegt verkfall." Frá þeim kemur tillagan um að leggja niður undirbúningsverkfallsnefnd Járniðnnemafélagsins. I staðinn er ákveðið að stofna nefnd, sem kanni leiðir járniðnaðarnema á lagalegum grundvelli (!! J) Niðurstöður: Járniðnnemafélagið hefur algjörlega afhjúpað sig: Það stofnaði undirbúnings- "verkfalls"nefnd til höfuðs "verkfalls"nefnd með frösum um bar- áttu fyrir fullum verkfalls -og samn- ingsréttindum en raunverulegt mark- mið hennar var: að ná frumkvæðinu úr höndum kommúnistanna og færa hreyfinguna frá leið stéttabaráttunnar yfir á leið stéttasamvinnunnar. LITLILJOTIANDARUNGINN SEM VILDI VERÐA SVANUR Það er ekki ýkja langt sfðan Ifylking- armenn hnussuðu fyrirlitlega, þegar þeir heyrðu minnst á kommúnista- flokk og fræðikenningu marxismans- lenfnismans. En nú er annað hljðð í strokknum. Innvígðir fræðispekingar Fylkingarinnar tala nú fjálglega um kommúnistaflokk, sem "pðlitískt og fræðilegt vopn öreigastéttarinnar" og "marx-lenínismann" sem grund- vallaratriði fyrir stofnun slíks flokks. Almennt séð er þetta auðvitað hárrétt, en Fylkingarmenn ættu að íhuga, að mennirnir verða aldrei dæmdir eftir orðum sínum og hátíðlegum yfirlýs- ingum, heldur eftir gerðum sínum. Hversu mjög, sem Gestur Olafsson rómar hinn kommúníska flokk, póli- tík hans, starfshætti, skipulag og aga, breytir það engu um smáborgaralega pðlitík, skipulag, starfshætti og aga- leysi Fylkingarinnar. I fræðilégu riti Fylkingarinnar "Komm- únistanum", skrifar hann langa grein um flokkinn. Auðsjáanlega án þess að verða nokkurn tíma hugsað til núver- andi skipulags Fylkingarinnar og pólitíkurinnar sem hún rekur. Milli orða og gerða er dýpri gjá en svo, að hún verði brúuð með geysilega "bylt- ingarsinnuðum" heitstrengingum um stefnu ffylkingarinnar og markmið. Skoðum nokkur dæmi um vélræna upp- tuggu hinnar almennu fræðikenning- ar lenínismans um flokksbygginguna samfara ömurlegum vanmætti til að tengja hana hlutrænum skilyrðum á Islandi í dag og starfi Fylkingarinnar, eins og þau birtast I áðurnefndri grein G.ö. Meðferð rangra hugmynda. 1, dæmi: "Andstæðurnar innan flokks- ins eru ekki bældar niður, heldur leyst úr þeim með umræðu og gagn- rýni." Hárrétt, þetta eru einkenni raunveru- legra flokkssamtaka af lenínískri __ gerð, en meinið er bara að þetta á engan veginn við FylkingunaT Þvert á móti hefur Fylkingin valið að bæla niður umræður innan sinna vébanda af ðtta við að hún klofnaði. Nærtækt dæmi er afstaða (eða öllu heldur af- stöðuleysi.') Ifylkingarinnar til deil- anna innan heimshreyfingar kommún- ista. Ifylkingin hefur ekki tekið neina afstöðu, af ðtta við að endurskoðunar- sinnaðir fylgjendur sósíalfasismans yfirgefi hanal Er það ekki augljðst að ef um umræðu og gagnrýni væri að ræða innan Fylkingarinnar, myndu allrahanda anarkistar, kúbusinnar, "vinstri"-sprengjumenn og rðmantík- usar, syndikalistar, misskildir stal- ínistar, trotskyistar og hver veit hvað kann að leynast frekar I þessari pðlitfsku almannagjá, ekki fá að vera innan hennar ? Ég held að það sé augljðst. Mistök Fylkingarfélaganna. 2. dæmi: "Flokkurinn jafnt sem ein- stakir flokksfélagar geta gert mistök, skjátlast í einstaka málum eða beitt röngum starfsstíl. Öll slík mistök verður að ræða og gagnrýna, til þess að læra af þeim og forðast að gera sömu skekkjuna aftur." Ef að Fylkingin ætlar sér' að gera upp við öll íyrri mistök, og leiðrétta þau I samræmi við kenningar marxism- ans-lenínismans, er eins gott að leggja hana alveg niður. Gervöll pólitísk lína samtakanna einkennist af frávikum frá marxismanum-lenínism- anum og af smáborgaralegri henti- stefnu, starfsstíllinn og aginn er brennimerktur vingulshætti og tvínðni frh. af forsíðu KJARASKERÐING... félagsins er að kaupa enn fleiri og fullkomnari framleiðslutæki (skuttog- ararnir). Við þetta minnkar gildi fisksins (það þarf færri menn til að framleiða jafn mikið af vörunni - fiskinum). En þetta er óleysanleg mðthverfa I auðvaldsþjóðfélaginu. I fyrsta lagi festa kapítalistarnir enn meira I föstu auðmagni, I öðru lagi stefnir alltaf örar og örar I átt tii of- framleiðslukreppunnar (skuttogararn- ir framleiða margfalt meiri fisk en gömlu síðutogararnir). Kapftalistana er þegar farið að skorta rekstursfé fyrir alla þessa skuttogara (þ. e. fé til að kaupa vinnuafl, hráefni, olíu o.fl.), sem stafar eingöngu af því að þeim tekst ekki að selja allan fisk- inn. Markaðurinn er ekki óþrjðtandi. Þvf má ekki gleyma, að í kapftalísku þjððfélagi ríkir samkeppni á milli hinna einstöku auðhringa. Þannig neyddu þeir erlendu útgerðarauðhring- ir, sem hafa samkeppni við þá ís- lensku um heimsmarkaðinn, þá síðar- nefndu til að kaupa skuttogara (Bretar, Bandaríkjamenn, Norðmenn og Japan- ir höfðu allir komið sér upp skuttog- araflota á undan íslenska auðvaldinu). Þetta, sem í raun og veru er forveri kreppunnar, hefur um tíma skapað atvinnu. Stéttasamvinnuárððurinn aukinn. íslenska auðvaldið kemst alls ekki hjá því að lenda í hinum hrikalega hring- dansi auðvaldsheimsins, offram- leiðslukreppunni, hversu fegið sem það vill. Og þá munu arðræningjar á Islandi segja upp fjölda verkamanna, stytta vinnuvikuna og sfðan leggja tog- urunum og loka verksmiðjunum (nú þegar eru nokkrir togarar komnir á sölulista), en ætíð reyna þeir að láta verkalýðinn axla byrðar kreppanna. Þannig hefur borgarapressan, og þó einkum Þjóðviljinn, strax hafið stór- felldan stéttasamvinnuáróður. Þjððviljinn segir í ritstjðrnargrein þ. 9.12. fy3 : "En þegar á reynir sést, hvað í einni þjðð býr. Nú er komið að þvf, að við verðum að axla byrðar, jafnvel þyngri en nokkru sinni á eftirstríðstímanum. Nú kemur í Ijðs, hvort fslendingar reynast menn til að standa á eigin fðtum." (Undirstr. ÞG). Stéttasamvinna Alþýðubandalagsins kemur sffellt skýrar og skýrar í ljðs. Lygar auðvaldsins um olfukreppuna. "Við söfnum ekki meðal annarra til að bæta okkur olfutjðnið, við verðum að gjalda oliuskattinn sjálfir og hjálparlaust því að allar viðskiptaþjððir okkar eru jafnvel verr a vegi staddar en við Islend- ingar." (Þjóðviljinn 8.12. '73, undirstr. ÞG). A þennan hátt hljðða fygar borgaranna um offramleiðslukreppuna. Sú skýring að tímabundin stöðvim Arabarfkjanna á olíu til sumra auðvaldslanda sé höf- uðorsök kreppunnar í dag er hreinasta menntamannsins og skipulagið er full- komlega sjálfsprottið og ræðst af sviptivindum stéttabaráttunnar hverju sinni. Eða ætlar Fylkingin að ræða gagnrýnið 35 ára smánarsögu sína, sem full er af þjónkun við auðvaldið, eiturlyfja- og drykkjusamkundum og pólitfskum heimskupörum, með það fyrir augum að stimpla hana síðan "baráttusögu" ? Sú skekkja sem Fylk- ingarfélagar hafa gert er aðallega að hafa gengið í Ifylkinguna.' Gestur Ölafsson lýsir pðlitik Fyiking- arinnar betur en flestir gera, þegar hann segir: "Hægri-hentistefnan felst í undanslætti við ýmsar borgaralegar hugmyndir, afneitun á byltingunni og alræði öreiganna..." Jafnvel þð að Fylkingin afneiti ekki alræði öreig- anna í orði um þessar mundir (af því að það er hentugt.'), afneitar hún því f verki, með því að færa fram póli- tik, sem í einu og öllu er halaklepri hinnar borgaralegu pólitíkur Alþýðu- bandalagsins. Það er greinilega ekki nóg, að lýsa yfir hinum frsegu orðum Engels: "Fræðikenningin er ekki kredda, heldur leiðbeining til athafna", í eigin nafni, til þess að verða komm- únisti, þó svo að G. 0. geri það. Að líta á fræðikenninguna sem kreddu, felst einmitt í því, sem Fylkingin gerir, að hafa hana yfir í orði, en af- neita henni í verki, með því að reka smáborgaralega pðlitfkf Þannig eru líka háfræðilegar og vandlætingasam- ar lýsingar G. Ö. a nenustefnunni og þvf hvernig kommúnistaflokkur eigi ekki að vera, eins og þær séu miðað- ar við Fylkinguna í dag. kg fjarstæða. Astæðan fyrir kreppunni er offramleiðsla eins og sýnt var fram á hér að framan. Offramleiðslukrepp- an var löngu byrjuð áður en olíubannið kom til í löndum eins og t. d. Banda- ríkjimum, Bretlandi og Italíu. Auð- valdið notar olíubannið sem tylliástæðu til að loka verksmiðjunum. Vissulega kemur olíubannið sér illa fyrir hluta auðvaldsheimsins, en það er alls ekki ástæða kreppunnar, í mesta lagi ýtir aðeins á hana. Sem sagt borgararnir hafa sett árðð- ursmáskínuna á fullt til að reyna að blekkja verkalýðinn um raunverulega orsök þeirrar kreppu, sem f æ ríkari mæli herðir að auðvaldsþjóðfélaginu og bitnar vitaskuld fyrst og fremst á öreigunum. Samfara aukinni kreppu er kúgunin aukin og áður en gripið er til þess ráðs að loka verksmiðjunum eru kjör verkalýðsins þrengd eins mik- ið og mögulegt er. Auðvaldið hefur til þess ðtal leiðir, gengisfellingar, vísi- tölufals, vöruhækkanir og síðan beinar launalækkanir. Ifyrir þessi áform er það mjög hagstætt fyrir auðvaldið að hafa foringja verkalýðsfélaganna undir sinni stjðrn. Þannig er það einmitt á Islandi. Samningar ASl og VSl verða ðhjákvæmi- leg kjaraskerðing. Eins og sagt var hér fyrst f greininni er nauðsynlegt að meta útkomu yfir- standandi samninga ASl og VSl með hliðsjón af ört vaxandi offramleiðslu- kreppu í heiminum. Þjððviljinn, höfuð- málgagn stéttsvikaranna í ASl, hefur gefið þeim upp línuna: "Nú er komið að því að við verðum að axla byrðar, jafnvel þyngri en nokkru sinni á eftir- strfðstímanum." Sem sagt, nú eigum við verkamenn að axla byrðirnar af kreppu auðvalds- ins, og það er einmitt það sem á að gerast, kaupmáttur launa hefur stðr- minnkað frá því '71, og jafnvel þStt almenn verkamannalaun hækki upp í 35.000 kr. á mánuði, hefur kjara- skerðingin orðið gífurleg. Það má jafnvel reikna með því að kjara- skerðingin á sjálfu samningstímabil- inu verði meiri en sú "kauphækkun", sem verður þegar samningstímanum er lokið eftir áramótin. Það er mikilsvert að gera sér grein fyrir að við lítum ekki á VSl og ASl sem tvö andstæð öfl, þvert á mðti er ASl kúgunartæki auðvaldsins innan raða verkalýðsstéttarinnar. Þar af leiðandi eru samningarnir ekkert annað en sýndarmennska. VERKAMENN, eini valkostur okkar er pólitísk skipulagning á grundvelli stéttabaráttunnar og í baráttunni fyr- ir afnámi þess þjóðfélags, sem ekkert hefur upp á annað að bjóða en kúgun og arðrán, kreppur og strfð . FÉLAGAR, gangiðíKSML, einu byltingarsinnuðu samtökin á Islandi, og takið þátt í baráttunni fyrir upp- byggingu kommúnistaflokks, sem fæi verður um að leiða sósíalísku bylt- inguna. Þ.G. 1-2 tbl. Rauða Fánans fræðilegs málgagns KSML er komið út. LESIÐRAUÐA FANANN'. Þar er fjallað um fyrstu niðurstöð- ur af rannsðknum á hagfræðilegum grundvelli íslenska auðvaldsþjóð- félagsins, um stéttagreininguna, heimsvaldastefnuna og hentistefn- unao.fl, Verð kr. lOO.oo Lesió bæklinga KSML REYNSLAN AF KJARABARATT- UNNI. (Alyktun Alþjððasambands Rauðra Verkalýðsfélaga frá 1929 um bar- áttuaðferðir f verkföllum). Kr. 50.- UM VERKFÖLL. (eftir Lenín) (Stutt, greinargóð skilgreining, sem tekur fyrir almenn atriði um eðli og orsakir verkfalla). Kr. 50.- DÍALEKTÍSKA OG SÖGULEGA EFNISHYGGJAN (eftir Stalín) (2. námsfundur í námshring KSML með formála og eftirmála KSML) Kr. 100.00 UM FLOKKINN (8. námsfundur f námshring KSML með formála KSML) Kr. 100.00 Reitur til áskriftarmerkingar. Eins og áskrifendur Stéttabaráttunn- ar þekkja eflaust af eigin reynslu þá hafa vörur og þjónusta stórhækk- að á síðastliðnu ári. Otgáfukostnaður blaðsins hefur auk- ist um 40% án þess að lausasölu- verð og áskriftagjöld hafi hækkað. Þetta hefur leitt til þess, að fjár- hagurinn hefur versnað til mikilla muna, þrátt fyrir aukinn fjölda áskrifenda. Niðurstaðan af þessu verður auðvit- að hækkun á lausasöluverði og áskriftagjaldi. Framvegis verður lausasöluverð kr. 40 á 8 síðna blað og 30 kr. á 4 síðna blað. Askriftagjöldin hækka af ofangreindri ástæðu - en einnig er um hækkun að ræða sökum auk- innar útgáfutíðni, þ. e. 12 blöð á ári í stað 8. Askriftagjöldin verða því sem hér segir : Venjuleg áskrift 400. oo Stuðningsáskrift 600. oo Baráttuáskrift 800. oo Ennfremur verður tekin upp sú ný- breytni að bjðða hálfsársáskrift að Stéttabaráttunni : Venjuleg áskrift 250. oo Stuðningsáskrift 350. oo Baráttuáskrift 500. oo Skrifið til KSML, Pðsthólf 1357, Reykjavík. . ★ Stéttabaráttan er 4 síður að þessu sinni, þðtt blaðið hafi átt að vera 8 síður samkvæmt útgáfuáætluninni, sem á sér orsök I miklum önnum ritnefndar við undirbúning 1. ráð- stefnu KSML (haldin 27. - 30. des.) og næsta eintaks Rauða Fánans. ★ Það hefur borið á því, að áskrif- endum hefur ekki borist blaðið. Við vitum dæmi þess, að blöð, sem við höfum póstlagt, hafa ekki komist til skila. Um orsakirnar vitum við ekki enn, en til þess að komast til botns í málinu skorum við á alla áskrifend- ur, sem ekki hafa fengið eitthvað af eintökum þessa árs, að tilkynna okkur það hið fyrsta. Askriftir fyrir árið 1974 munum við rukka inn í Janúar og Febrúar. Askrifendur, sem eru búsettir utan- lands eða út á landi, verða rukkað- ir með póstkröfu í Febrúar "74 (með 2. tbl.). Hafiö samband vió KSML AKUREYRI; Hafið samband við full- trúa KSML:Guðmund Arrnann Sigur- jónsson, Brekkugötu 29, P. Boxll5. NESKAUPSTAÐUR: Umboðssali fyrir útgáfuefni KSML : Verslunin Vík, Hafnarbraut, Neskaupstað. REYKJAVÍK: KSML Skólastræti 3b, eða P. Box 1357. I Reykjavík hafa KSML qpnað vfsi að bðkabúð í Skólastræti 3b. Þar er hægt að kaupa aHt útgáfu- efni samtakanna, einnig er þar fulltrúi fyrir samtökin til viðtals. Opið á : þriðjudögum kl. 17-20. föstudögum kl. 15-20. laugardögum kl. 10-12 og 14-17.

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.