Stéttabaráttan - 25.09.1979, Side 4

Stéttabaráttan - 25.09.1979, Side 4
Andstæðingar Flugleiða týna tölunni Enn að nýju heldur fjármála- klíkan kringum Flugleiði og Seðlabankann sýningu á ægi- valdi sínu og sósíalfski sam- gönguráðherrann leggur blessun sfna yfir allt saman. Afgreiðsla Vængjamálsins svo- kallaða er líklega dæmafá, ekki svo að skilja, að hagsmunir risaiýrirtækjanna séu ekki látn- ir ganga fyrir annars, en það er sjaldgæft að allt sé gert fyrir opnum tjöldum og kinnroðalaust eins og nú var. Kristinn Fimibogason, stjórnar. formaður Iscargo h/f er að vonum harla óánægður með úr- slit mála og telur afgreiðslu málsins algert siðleysi. Ekki vissum við að Kristni þætti slfk afgreiðsla siðferðismál, enda situr það kannske síst á honum að tala um slflct. En á hitt er að líta, að í þetta sinn var Kristinn beittur óréttinum og þótti það ekki gott. En hann hefur samt rétt til síns máls, er hann gagnrýnir ajEgreiðslu þessa máls. Það er rétt, að f flugráði eiga sæti þrír starfs- menn Flugleiða og þar af er einn formaður Arnarflugs, sem hreppti hið eftirsótta flugleyfi. Vafalítið er þetta fátítt að svo opinskátt sé staðið að svindlinu. en á það ber að líta, að þegar málið var afgreitt voru blöðin í verkfalli og erfitt að skrifa um það í stríðsletri á meðan. Þáttur sósíalíska samgöngu- jnálaráðherrans er þó kannske sá skemmtilegasti. Samgöngu- málaráðuneytið gefur út yfir- lýsingu þess efnis, að virða beri sjáffræði Arnarflugs, af því að það sé dótturfyrirtæki Flugleiða h/f og halda uppi eðli- legri samkeppni. Hvernig sam- göngumálaraðherra hugsar sér að samkeppni Flugleiða við sjálfa sig fari fram er hulin ráðgata og eins hitt hvernig virða beri sjálfræði fyrirtækis sem er fjárhagslega rígbundið Flugleiðum h/f. Slík yfirlýsing ber annað hvort vott um dæma- lausan barnaskap, eða fláræði. Og hvort tveggja er afar illt. Sunna afgreidd. Annað framtak Samgöngumála- ráðuneytisins er að taka ferða- skrifstofuleyfið af Sunnu, þegar svo var komið, að ferðaskrif- stofan gat ekki lengur selt við- skiptamannavíxla sína til Lands. bankans. Sunna hefur greinilega verið þyrnir f augum Flugleiða- klíkunnar um langan aldur og skipulögð aðför gegn henni hefur loks leitt til þess að ferðaskrif- stofan hefur orðið að loka. Ef um er svipast á vettvangi ferða- skrifstofanna, standa þá þrír stórir aðilar eftir: Úrval sem er í eigu Flugleiða, Samvinnu- ferðir sem sfe á og loks ÍJtsýn sem Ingólfur Guðbrandason á. Meðan verið var að ganga frá Guðna í Sunnu hefur Ingólfi verið hyglað af bankavaldinu. En nú er Guðni horfinn af sjónarsvið- inu, skyldi Ingólfur þá ekkivera næstur ? Hvernig sem það fer, hefur þó öll meðferð þessa máls sýnt ljóslega hvernig efnahagskreppa auðvaldsins neyðir það til æ meiri samþjöppunar og hvernig einokunarauðvaldið brýtur niður smærri fyrirtæki og gleypir rekstur þeirra og atvinnuleyfi f sig. I hinu frjálsa íslenska hagkerfi ríkir greinilega hinn annálaði frumskógarréttur, sem Sjálfstæðismenn eru svo hrifnir af. BSRB og kiarasamningarnir Samningar opinberra starfs- manna hafa verið lausir f rúma þrjá mánuði, eða frá l.júní, en ekki bólar enn á kröfugerð af hálfu BSRB, utan almennra ályktana þingsins. Þykir ýmsum opinberum starísmönnum orðinn langur dráttur á. Það virðist svo sem forystu- menn BSRB hafi Iftið lært af lexfu sinni frá f vor þegar opin- berir starfsmenn höfnuðu samn- ingamakkinu við ríkisstjórnina. Það kann að vera skýring að beðið sé eftir i.ð kennarar komi til starfa eins og gert var vorið 1976. en þeir eru mjög stór hópur innan BSRB. En hitt þyk- ir sumum llklegra að forysta BSRB ætli að halda að sér hönd- unum að minnsta kosti fram vfii 1. desember en þá lýkur fram- lengingu kjarasamninga ASÍ- félaga. Enda var einmitt það sem bjó að baki samkomulagsiní á síðasta vetri. Ef forysta BSRB kýs enn að þjóna ráðherrunum til sængur frekar en £0 leiða kjarabaráttu opinberra starfsmanna, þá vakn ar spurningin hvort ekki sé nauð synlegt að endurvekja andóf innan raða opinberra starfs manna. Enn vaxtahækkun Enn á ný hafa vextir hækkað. I þetta skiptið var hækkunin minni en hún hefði orðið sam- kvæmt efnahagslögum rfkis- stjórnarinnar. NÓg þykir samt að gert. Hæstu vextir eru nú komnir í 41% en víxilvextir í 31% . VaxtE aukalánin bera 41% vexti en þau eru einmitt lánin sem launþeg- um bjóðast aðallega. Markmiðið með vaxtahækkun- um þessum er sem kunnugt er að vextir og verðbólgustig verði jöfn. Með þessu er verið að verðtryggja tekjur banka og fjármagnseigenda og launþegar eiga að greiða þessa verðtrygg- ingu. Það sést best á því að á meðan vextir lána til almenn- ings hækka um 5% þá hækka vextir lána til atvinnuvega um 2%. Hver maður sér það að þessi leið er ófær. Það hlýtur að leiða út í ógöngur að láta laun- þega kaupa að fullu verðtryggð lán sem þeir verða að greiða með að hálfu verðtryggðum launum. Bilið milli launanna og útgjaldanna hlýtur því enn að aukast. 'Askrift Ég undirrit^° r óska eftir að gerast áskrifandi að STÉTTABARÁTTUNNI. Nafn:____ Heimili: Sendist li l: fÉTTABAKATTAN Pósthólí 1357 121 Reykjavfk ✓ Kröfuganga atvinnulausra í Danmörku í tvær vikur hafa verkamenn og atvinnuleysingjar gengið eftir dönsku þjóðvegunum frá Álborg til Kaupmannahafnar, til að krefjast atvinnu. Um 20( manns hafa gengið alla leiðina en mest hafa rúm 2000 manns verið í einu. Sven Laursen talsmaður bar- áttuhópsins í Árhus sagði að gangan væri gott upphaf að öflugri hreyfingu meðal atvinnu lausra um land allt. Hugmyndin að göngunni kvikn aði fyrir tveim árum síðan. Þá komu nokkrir danir heim ____________________________ frá slíkri göngu í Englandi. f lok sfðasta árs mynduðust s\o baráttuhójjar fyrir gönguna í Álborg, Arhus og Odense. Er gangan hófst i lok ágúst voru 30 hópar starfandi um alla Danmörku. Á leið sinni hafa göngumenn fengið stuðning frá einstakling- um og stéttarfélögum staðanna. Um 200 stéttarfélög hafa sent göngunni stuðningsyfirlýsingar. Stéttarfélag setjara hefur stutt gönguna með 10.000 d.kr fram- lagi. Gangan hefur komið af stað umræðum meðal atvinnuleys- ingja um land allt og milli at- vinnuleysingja og stéttarfélaga. í sambandi við LO-þingið (LO er danskt ASÍ) munu baráttu- hóparnir koma saman til ráð- stefnu þar sem rætt verður um framhald aðgerða og samskifti við stéttarfélög og flokka. 1 göngu atvinnuleysingjanna eru bornar 15 kröfur. Meðal þeirra er krafa um 35 stunda vinnuviku án launalækkunar eða aukins vinnuálags, yfirvinnubann, framleitt sé eftir þörfum en ekki gróða og að erlent verka- fólk sé ekki rekið úr landi. (Byggt á sænska blaðinu Árbetarkamp)

x

Stéttabaráttan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.