Verklýðsblaðið - 04.08.1930, Qupperneq 3

Verklýðsblaðið - 04.08.1930, Qupperneq 3
VERKLYÐSBIAÐIÐ UTQ EFAN DI: JAFNAOARMAN NAFJ EIAQ lf> „Sf>ARTA~ I. árg. Reykjavik 4. ágúst 1930 1. tbl. San KfissinKiklillslns Merkisviðburður í sðgu íslenskrar verkalýðshreyfingar [Höfundur þessarar greinar, Jón Rafnsson, er ein- hver ötulasti foringi íslensks verkalýðs. Atti hann sæti í verkfallsnefnd verklýðsfjelags Glerárþorps i Krossanesdeilunni]. Holdö framkvæmdarstjóri. Frá því fyrsta að hið erlenda auðfjelag tók sér bólfestu í Krossanesi, hefir alþýða þar í grend, sem orðið hefir að skifta við það, fundið hag sinn þrengdan og það tilfinnanlega af völd- um þess. Arðránsklær þessa fyrirtækis hafa nú um margra ára skeið, látlaust gengið um brjóst og bak smáútvegsmanna og þá sjerstaklega verka- lýðsins. Er þetta því athyglisverðara fyrir þá sök, að íslensk stjómarvöld, hinir svokölluðu „útverðir rjettlætis og laga“, hafa ár eftir ár lagt blessun sína yfir þessar svívirðingar. Er í því sambandi skemst að minnast sviknu síldarmálanna, stórþjófnaðarins af útvegsmönn- um og verkalýð, sem hin íslenska borgaralega stjórn blessaði og gerði að lögum, eftir á, að ógleymdum innflutningi norsku verkamann- anna, með lágu launin, ef ske kynni að hægt væri að skapa með því atvinnuleysi og launa- kúgun hjer á landi, sem víðast annarsstaðar í heiminum, sem allra fyrst. I þessu er auðvitað íslenska ríkisstjórnin líka samsek Holdö. Hin erlenda arðsuga í Krossanesi hefur því í krafti íslenskrar borgaralegrar stjettar- vitundar og samábyrgðar .og í skjóli íslensks borgaralegs ríkisvalds fengið í friði að sjúga og kúga íslenskan verkalýð fram á síðustu tíma, undir forystu hr. Holdös. Glerárþorp. Glerárþorpsbúar eru þeir menn, sem í von um sumar-atvinnu og sæmileg lífskjör, urðu svo ólánssamir að reisa sér býli við Krossanes- verksmiðjuna, undir handarjaðri Holdös. Til skamms tíma hafa þar ekki þekst verklýðs- samtök, enda hafa íbúar þessa þorps, manna mest fengið að kynnast barðinu á hr. Holdö. Sjást þar og, greinilegar en víðast annars- staðar, fingraför arðræningjans. Eins og við má búast varð hin langvarandi launakúgun og vanlíðan þorpsbúa að því úr- 3. þing Sambands ungra jafnaðarmanna Eins og auglýst er á öðrum stað í blaðinu, verður 3. þing sambands ungra jafnaðannanna háð á Siglufirði, dagana 12.—15. september næstkomandi. Hefir hreyfing ungra jafnaðarmanna eflst mjög nú undanfarið, ný félög hafa bæzt í hóp- inn í ólium stærri kaupstöðum landsins. Sam- bandið mun nú telja um 1000 meðlimi. Mjög merk mál bíða úrlausnar á þessu þingi ungra jafnaðannanna og mun þeirra getið nán- ar hér í blaðinu. lausnarefni, sem verkalýður annara staða stríð- ir nú við með samtökum sínum. Það kom líka á daginn. Nokkrir framtakssamir og ötulir verkamenn tóku sig saman í vetur s. 1. og stofnuðu Verklýðsfjelag Glerárþorps. Hvort framkvæmdarstjórinn Holdö hefir af ótta við hinn unga óherta^ andstæðing ekki viljað egna hann til baráttu, eða, að hann hefir þá strax verið ákveðinn í að svíkja gefið lof- orð, skal látið ósagt. En með lítilli fyrírhöfn fékst opinbert loforð hjá honum um að greiða verkamönnum sínum Akureyrartexta. — En Adam var ekki lengi í Paradís, Krossanes- verkamennimir ekki heldur. Það kom brátt í ljós, þegar Holdö fór að borga út vinnulaunin, að loforð hans reyndust ljett í vasa verkamannanna. — Auðvitað hjelt hann sjer við „gamla lagið“ og borgaði það, sem honum sýndist, m. ö. o. sveik alt sem hann hafði loíað. Á þessum rótum reis Kaupdeilan. Verkamenn undu þessu illa og sneru sjer til stjórnar Verklýðssambands Norðurlands, sem brá þegar við, fór með 100 manns frá Akur- eyri út á Krossanes og stöðvaði þar alla vinn- una. Var þar haldinn fundur undir beru lofti, kosin nefnd til að stjórna kaupdeilunni og bera fram kröfur verkamannanna. Fór nefnd þessi þegar, ásamt stjóm Verklýðssambands Norður- lands á fund Holdös til að leita samkomulags á viðunandi grundvelli, en mætti svo dólgslegum viðtökum af hálfu framkvæmdastjórans, að húfi yarð við svo búið frá hverfa. Lýsti ekkert bet- ur virðingu atvinnurekendans fyrir verka- manninum, en einmitt framkomu Holdös að þessu sinni. Þá um kvöldið hjelt Verklýðsfjelag Glerár- þorps fjölmennan fund og voru þar samþyktar eftirfarandi kröfur á hendur Krossanesverk- smiðjunni. 1. Akureyrartaxti fyrir alla sem vinna á Krossanesi. 2. Norðmenn einnig á meðan þeir vinna á íslandi. (Frh. á 4. síðu). Krogsanessverkfallið Hótanir Holdö Eftir að íslensku verkamennirnir höfðu lagt niður vinnu í Krossanesi, reyndi Holdö að kúga norsku verkamennina, sem gert höfðu afar- slæma samninga við auðfjelagið úti í Noregi til að vinna. En þeir svöruðu, að þeir vildu ekki verða verkfallsbrjótar. Hótaði Holdö þá að greiða ekki fjölskyldum þeirra í Noregi neina peninga og svelta þannig konur þeirra og börn. Ennfremur hótaði hann málsókn á hendur þeiin og fangelsisvist er þeir kæmu til Noregs. r Urslit landkjörsins A hverju grundvallast sigur Framsóknar? Úrslit landskjörsins eru nú loks orðin kunn. Alls höfðu 24298 menn greitt atkvæði og fjellu atkvæðin þannig á flokkana, sem í kjöri voru: Alþýðuflokkurinn 4893 atkv. Framsóknarflokkurinn 7585 — S j álf stæðisf lokkurinn 11671 — Ógild atkvæði 73 — Auðir seðlar 76 — Við landkjör 1926 voru greidd 14113 at- kvæði alls. Þá skiftust atkvæðin þannig milli flokkanna: Ihaldsmenn og frjálslyndir samtals 6813 atkv. Framsóknarflokkurinn 3481 — Alþýðuflokkurinn 3164 — Kvennalisti 655 — Kosningaþátttakan í kaupstöðum v'ar 55% mefri nú en 1926, en í sveitunum var hún 85% meiri nú. Atkvæðafjölgunin skiftist þannig milli flokkanna: íhaldsmenn hafa aukið atkvæðamagn sitt um ca. 70%, Framsóknarmenn um ca. 118% og Al- þýðuflokkurinn um ca. 55%. Kosningar við landskjör fara fram á fáheyri- lega afturhaldssama vísu, þar sem þeir einir hafa kosningan’jett, sem eru fullra 35 ára að aldri. Af þessum kosningum verður því ekki ályktað um annað en það hvemig eldri kyn- slóðin kýs. En það er vert að athuga það. Það, sem sjerstaklega einkennir þessar kosn- ing-ar er hin mikla atkvæðafjölguit Fi'amsóknar- flokksins og hin tiltölulega litla atkvæðaaukn- ing Alþýðuflokksins, svo að flokkurinn kemur engum fultrúa að, að þessu sinni. Atkvæða- fjölgun Framsóknar er miklu meiri en svarar til aukinnar kosningaþátttöku, en Alþýðu- flokksins iniklu minni. Hver er ástæðan til þessa? Framsóknarflokkurinn hefur haldið áfram kúgunarpólitík íhaldsflokksins gagnvart verka- lýð og fátækum bændum. Tollana hefir hann hækkað gífurlega, ríkisvaldinu hefir hann óspart beitt til þess að lækka verkalaunin, ríkis- sjóðinn hafa þeir notað til þess að hlaupa und- ir bagga með bröskurunum og fje það, sem tekið er með nefsköttum af fátækri alþýðu hafa þeir fengið í hendur bröskurunum sem rekstursfje. Erlendu auðvaldi, sem teygir klær sínar til landsins hafa þeir tekið opnum örm- um. Jafnframt hefir Framsóknarflokknum tekist að vefja töluverðan hluta alþýðunnar til sjávar og sveita í vef nýrra blekkinga undir forustu glamrarans og skrípaleikarans, Jónasar frá Hriflu. „Góðæristímabilið“ hafa þeir óspart notað til að telja bændum trú um, að þeir væru friimherjar nýrrar gullaldar með skipulagi auðvaldsins. Þeir hafa skrafað hátt um nýjan fjárstraum til sveitanna, um „ódýr“ lán handa bændum, sem raunar myndu gera smábændur að æfilöngum þrælum bankavaldsins, ef til framkvæmdanna kæmi.

x

Verklýðsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.