Verklýðsblaðið - 04.08.1930, Page 4
Bylting er »heimska«
Hvað »jafnaðarmaðurinn« MacDonald
. segir um Indland
Sósíaldemókratar, sem nú hafa forustnna í
Alþýðuflokknum ’hafa stutt þessa pólitík Fram-
sóknarflokksins gegn um þykt og þunt. Þeir
hafa gerst taglhnýtingar Framsóknar, þegið af
henni bitlinga og látið ótrauða fylgd koma fyr-
ir. Með rjettu hafa þingflokkar sósíaldemókrata
og Framsóknar runnið saman í hugum almenn-
ings. Báðir þessir flokkar hafa gengið til kosn-
inga undir kjörorðinu: Alt er betra en íhaldið.
Og „stóri bróðir" hefir safnað meginhluta
íhaldsandstæðinganna undir merki sitt. Smá-
bændur, smáborgarar og margir verkamenn
hafa greitt Framsókn, stóra „íhaldsandstæð-
ingnum", sem má sín meira en „litli bróðir“,
atkvæði sitt.
Hvernig stendur á því að kjörorðið: „Alt er
betra en íhaldið“ hefir safnað atkvæðunum um
Framsókn, íhald nr. II?
Vegna þess að íslensk alþýða á engan flokk,
sem stendur í broddi fylkingar í baráttu henn-
ar gegn auðvaldinu og ríki þess.
Stofnun kommúnistaflokks er orðin knýjandi
nauðsyn.
Vjer erum þess fullvissir, að í íslenskri al-
þýðu býr svo mikill kraftur, að hún mun reyn-
ast vaxin kröfum tímans, að hún mun koma
sjer upp öflugum raunverulegum verkalýðs-
flokk.
Hún mun sýna auðdrotnunum og erindrekum
þeirra, að það er ekkert annað en þægileg mis-
sýning að „alda sósíalismans“ sje að lækka,
heldur er hún að rísa svo hátt, að hún mun
skola burt öllum sósíaldemókrötum, öllum tagl-
hnýtingum Framsóknar, öllum liðhlaupum frá
stj ettabaráttunni.
16, flokksþing rússneska
kommúnistaflokksíns
var háð í byrjun júlímánaðar. Á síðasta þing-
fundi fór fram kosning miðstjórnar flokksins,
en í henni eiga sæti 71. Meðal þeirra, sem kosn-
ir voru má nefna: Stalin (aðalritari flokksins),
Molotov, Kalinin, Rykov, Tomski og Bucharin.
Þingið fjelst samhljóða á stefnu flokksins
undanfarið ár. Ætti staðreynd þessi að nægja
til þess að reka aftur heim til föðurhúsanna
lygafregnir þær sem borgarablöðin hjer undan-
farið hafa flutt um klofningu innan rússneska
kommúnistaflokksins.
Þingfulltrúar voru samtals 2157, þar af 72%
verkamenn og 7% bændur.
Finnland
Finska yfirstjettin — morðvargamir frá
1918 — stórbændur frá Lappo og österbotten,
eru komnir á kreik aftur. Daglega berast hing-
að frjettir um ofsóknaræði þeirra gegn verka-
lýðnum. Lappó-hreyfingin er ekkert annað en
opinber árás hinna „löghlýðnu!“ borgara á for-
ystumenn alþýðunnar.
Þrjú ár eru minnisstæð í sögu finsku yfir-
stjettarinnar. 1905 barðist hún við hlið kósakk-
anna gegn zarvaldinu, var brotin á bak aftur
og saman sátu þeir finsku dómaramir og ihinir
rússnesku, er þeir kváðu upp dauðadóma og
Síberíuútlegðar yfir frelsishetjum alþýðunnar.
1918 hóf finska yfirstjettin borgarastríð gegn
verkalýðnum til þess að hindra það að hin
frjálsu kosningalög frá 1917 gæfu verkalýðnum
þann rjett, er þau hjetu. Þá voru þeir ekki ein-
færir, hvítliðamir, að berja niður frelsisbar-
áttu alþýðunnar, heldur urðu þeir að fá í lið
við sig hersveitir Vilhjálms Þýskalandskeisara.
1905 voru það kósakkar Nikulásar, 1918 jám-
s'íður Vilhjálms 2!
35 þúsund verkamenn og konur myrti yfir-
stjettin finska 1918.
35 þúsund alþýðumönnum fórnaði hin lög-
í ræðu sem MacDonald hjelt um Indland í
miðjum júlímánuði komst hann meðal annars
þannig að orði:
„Viðburðir þeir sem nú em að ske í Indlandi
auka aðeins örðugleika landsins, en hjálpa á
engan hátt til þess að Indland fái sjálfstæði.
Menn, sem vjer gjarnan vildum vinna með,
hafa verið handteknir fyrir að fremja slík
verk, sem þeir án vafa sjálfir myndu hegna
öðrum fyrir, ef að þeir væru stjómarmeðlim-
ir í sjálfstæðri indverskri stjórn. Alt framferði
þeirra er hryggilegt, óþarfi og heimska“.
Þannig lítur sosialdemokratinn MacDonald á
Alþýðusambandið í harðrí
baráttu
Svohljóðandi skeyti barst verkamönnum í
Krossanesi þegar verkfallið þar stóð yfir:
„Alþýðusambandið heitir ykkur öllum þeim
stuðningi sem það má veita í hinni hörðu bar-
áttu, sem nú stendur yfir norðanlands fyrir
bættum kjörum verkalýðsins.
Fjelagskveðja
Alþýðusambands íslands
(sign.) Jón Baldvinsson“.
Hjálpin kemur!!!
I símtali tjáði Jón Baldvinsson Erlingi Frið-
jónssyni að atvinnumálaráðherra hefði óskað
milligöngu Alþýðusambandsins og taldi Jón
heppilegast, að Steinþóri Guðmundssyni, sem
þá var staddur í Reykjavík, væri falið að semja
við norska konsúlinn þar með aðstoð sáttasemj-
ara ríkisins.
Holdö sótti það mjög fast að fá aðstoð sátta-
semjara, en verkfallsmenn lögðust eindregið á
móti og mótmæltu afskiftum ríkisvaldsins.
Þessi stuðningur(!!) Alþýðusambandsins
kemur þá fyrst fram, er atvinnumálaráðherra
hefir gefið því vísbendingu um að þetta sé ein-
dregin ósk Holdös.
*
Latína Ólafs Fi'ðrikssonar.
Þegar Ólafur Friðriksson frjetti um verk-
hlýðna yfirstjett til þess að bæla niður frelsis-
viðleitni þeirra, sem þeir ekki komust yfir.
Tugir þúsunda voru píndir til dauða í fangels-
um. — Svinhufvud forsætisráðherra, Manner-
heim hershöfðingi og Kosola Lappo-foringi
standa í augum alls verkalýðs sem blóði drifnir
ránsmenn.
1930. Verkalýðnum óx fiskur um hrygg þrátt
fvrir blóðtökuna 1918. Kommunistar hjeldu
meirihluta sínum í Verkalýðssambandi Finn-
lands. Flokkur þeirra var bannaður með lögum
og foringjar hans jafnóðum hneptir í varðhald.
íhaldið finska gat ekki við neitt ráðið. Sosial-
demokrötum var um eitt skeið falið að mynda
stjóm til þess að reyna hvort þeir gætu ekki
dregið úr áhrifum kommunista. Það kom fyrir
ekki. Nú síðast sat að vóldum samsteypustjórn
Kallio’s, en þrátt fyrir það, þótt yfirstjettin
notaði hana á allan hátt til ofsóknar gegn kom-
múnistunum, varð henni ekkert ágengt. Þá var
gripið til sömu ráða og fascistarnir beittu í
Ítalíu. Finskir fascistar tóku að ráðast á for-
ingja kommunistanna í heimahúsum, draga þá
út og misþyrma þeim. Sumir voru án dóms og
laga píndir og drepnir á eftir, aðrir voru dregn-
ir burtu út í frumskóga Finnlands og skildir
þar eftir meiddir og vistalausir. Forseti finska
verkalýðssambandsins, Heikka, var að nætur-
þeli rifinn frá heimili sínu og fluttur austur
yfir landamæri Sovjet-Rússlands. Lappó-fas-
cistarnir Ijetu sjer ekki nægja þessi hermd-
frelsisbaráttu indverskrar alþýðu. Með því að
slá föstu, að hinir sögulegu viðburðir sem nú
eru að gerast í Indlandi sjeu óþarfir og
heimskulegir, reynir hann að rjettlæta hina
blóðugu kúgunarhefnd sína og flokksbræðra
sinna bresku. Liggur ekki lítil kaldhæðni í
því, að sama dag og ræða þessi var flutt, voru
fleiri tugir verkamanna og bænda drepnir af
bresku herliði í Bengalin og Bombay.
Jafnframt því sem frelsisbaráttan indverska
harðnar, eykst kreppan í landinu. T. d. ákváðu
bómullarverksmiðjueigendur í Bombay fyrir
skömmu að stöðva helming allra verksmiðja.
fallið í Krossanesi á dögunum, sendi hann Verk-
lýðssambandi Norðurlands svohljóðandi skeyti:
Á 1 a t ín u:
Gerið ekki verkfall í öðrum verksmiðjum þó
samkomulag dragist í Krossanesi, því það er
röng verklýðspólitík. Divide et impera. Með
kommúnistakveð ju.
(sign.) Ólafur Friðriksson.
Á íslensku:
Gerið ekki samúðarverkfall því að ef verka-
lýðurinn stendur óskiftur má búast við að hann
sigri. Deildu og drotnaðu! Fyrir hönd Jónasar
frá Hriflu.
Ólafur Friðriksson.
FJárstyrkur
verkamanna til verkfallsmanna í Krossanesi.
Frá verkamönnum á Siglufirði kr. 400,00
— - Akureyri — 139,00
— - Vestm.eyjum — 100,00
Frá Verkalýðssambandi Norðurlands — 100.00
Frá Alþjóðasamhjálp Verkalýðsins:
Isafjarðardeildinni kr. 300,00
Rvíkurdeildinni — 100,00
Akureyrardeildinni — 33,00
---------------------- 433,00
Fjárstyrkur alls kr. 1172.00
arverk. Prentsmiðjur og samkomuhús verka-
lýðssambandsins voru brend og kaupfjelagsbúð-
ir rændar. Skömmu eftir að þingið kom saman
(í byrjun júlí) braust flokkur þeirra inn á
fund allshei'jarnefndar þingsins og hafði á
brott tvo þingmenn kommunista. — Mótmæla-
laust frá hendi sosialdemokratanna. Tveir Sví-
ar — borgarar — urðu til þess að mótmæla
þessu athæfi.
Kröfur Lappo-fascistanna eru aðallega tvær:
1. Kommúnistar sjeu sviftir öllum mannrjett-
indum og kosningarjetturinn þrengdur svo, að
aðeins hæstu skattgreiðendur hafi kosninga-
rjett.
Kallio-stjórnin treystist ekki til að koma
fram þessum kröfum og vjek því sæti af ótta
við Lappo-fascistana. Svinhufvud, gamli böðull-
inn frá 1918, tók við og fyrsta verk hans var
að láta taka höndum alla þingmenn kommún-
ista. Um leið hjet hann sosialdemokrötum
vemd lögreglunnar (gegn Lappómorðingjun-
um. •— Moggi segir gegn kommúnistum, —
gáfurnar altaf svipaðar þar). Lagabreytingar
þær sem Lappo-fascistarnir heimta, verða að
ná 2/3 atkvæða í finska þinginu, en sosialdemo-
kratarnir eru svo fjölmennir, að þeir geta
hindrað þær, ef þeir vilja. Þeir eru nú milli
tveggja elda, annarsvegar verkalýðurinn, sem
krefst þess að þeir hafni öllu samkomulagi við
stjórn Svinhufvuds og hinsvegar glæpalýður
þeirra Svinhufvuds, Mannerheims og Kosola,