Verklýðsblaðið - 04.08.1930, Blaðsíða 5
Uppreísn alþýðunnar
Erindí Verklýðsblaðsins til íslenskrar alþýðu
Eftir Einar Olgeirsson
Núlifandi kynslóð upplifir hin glæsilegustu
tímamót mannkynsins.
Um tugi alda hefir hið starfandi og stritandi
mannkyn, alþýða allra landa, verið undirgefin
kúgun yfirstjetta, sem haft hafa völdin yfir lífs-
skilyrðum hins vinnandi lýðs, líkama hans, jörð-
inni eða vinnutækjunum. Saga undanfarinna
árþúsunda hefur verið sagan af neyð og þrælk-
un egyfzkrar alþýðu, kínverskra og indverskra
bænda, grískra og rómverskra þræla, ánauð-
ugra miðaldabænda Evrópu, þrautpíndra verk-
smiðjuþræla nútímans — og ótal fleiri undir-
stjetta. Sagnaritun yfirstjettanna hefur venju-
lega reynt að dylja þessa hlið sögunnar sem
mest, en gert hina söguna því glæstari: sögu
egyfzkra faraona, Assyríu- og Babyloníu-kon-
unga, rómverskra hershöfðingja og þrælamorð-
ingja, indverskra og kínverskra einvaldsdrotna,
— sögu miðaldaaðals og einvaldskonunga, sögu
nútíma auðvalds og peningaburgeisa.
En alþýðan hefir fram að þessu aldrei þolað
kúgun sína og misrjetti þögul. Sem rauður
þráður gengur gegnum söguna uppreisn alþýð-
unnar, baráttan fyrir afnámi kúgunarinnar,
kollvarpi harðstjórans, stjettabaráttan fyrir
byltingu verkalýðsins. Sem kyndlar í myrkri
kúgunarinnar ljóma enn í dag nöfn foringj-
anna miklu: Spartacus, Múnzer, Babeuf, Marx
... og sem eldstólpi sá, er veginn vísar: minn-
ingin um hinn nafnlausa aragrúa, sem látið
hefir lífið í baráttu alþýðunnar fyrir frelsi
sínu.
Nú er þögul þolinmæðin horfin. Um allan
heim týgjar alþýðan sig til uppreisnar gegn
síðasta kúgunarskipulagi mannkynssögunnar,
auðvaldsþjóðfjelaginu. Enda er nú hámarki
heimskunnar í undirokun alþýðu náð. Yfir-
stjettin sjálf getur ekki ráðið betur við mögn
mannfjelagsins en svo, að hún, sem áður varð
að keyra þræla sína áfram með svipum og fór í
herferðir til að afla sjer sem flestra „talandi
vinnutækja“, — yfirstjettin getur nú ekki not-
að sjer alt vinnuaflið, sem henni býðst til að
skapa henni auð, nje öll framleiðslutækin, sem
vjelamenningin hefir auðgað hana að. Atvinnu-
leysið — hið hrópandi tákn mótsagna þjóðfje-
lagsins — eykst nú meir en nokkurntíman fyr.
sem stendur alvopnaður, reiðubúinn til verstu
hermdarverka gegn sosialdemokrötunum, ef
þeir ekki reynast þeim auðsveip hjú. Yiðbúið
er að þeir muni fara að dæmi skoðanabræðra
sinna sosialfascista í öðrum löndum og kyssa á
vönd yfirstjettarinnar. En víst er, að það munu
þeim skammgóð grið. Þegar Lappofascistaniir
hafa kúgað verkalýðssambandið og kommúnist-
ana, kemur röðin að sosialdemokrötunum, ef
verkalýðurinn finski grípur ekki til vopna áð-
ur. Finnland er í augum verkalýðs alheims sið-
laust ræningjabæli, svipað og Búlgaría og
keisara Rússland. Lögin eru þar sundurleyst og
rjettarvissa almennings fyrir borð borin.
Hvað gerir Alþýðuflokkurinn íslenski til þess
að sýna andstygð sína á þessu athæfi borgar-
anna finsku og samúð sína með verkalýð þess
lands á þessum þrautatímum hans? Hvað ger-
ir stjóm Dagsbrúnar, sem safnaði fje handa
verkalýðssambandinu finska í verkfalli þess í
fyrra? Yfirstjettin íslenska bauð yfirstjettinni
finsku til sumbls á Þingvöllum í vor — á með-
an hvítliðar voru að undir búa níðingsverk sín.
íslenskir verkamenn! Mótmælið því að fje-
lagar ykkar sjeu myrtir í landi „hvítu hersveit-
arinnar“. Mótmælið því að finskar vörur sjeu
fluttar hjer á land. Hjer er finskur konsúll í bæ.
Látið hann flytja boð ykkar um fyrirlitningu á
siðlausasta ríki Norðurlanda.
Verkamaður.
I helztu iðnaðarlöndum heimsins nemur tala
atviimulausra verkamanna um 17 miljónum og
upp undir 100 miljónir manna í þessum auð-
ugustu, vjelrænustu löndum jarðarinnar eru
ofurseldar kulda og hungri, af því þær fá ekki
að þræla fyrir daglegu brauði. En með hámarki
heimskunnar er tindi grimdarinnar einnig náð.
Auðvaldið býður mannkyninu slík kjör sem
þessi, á glæsilegasta þroskatíma vísinda og
vjelamenningar — býður því atvinnuleysi —
þegar vjelamar standa auðar og ónotaðar,
kulda — þegar nógar hendur eru til húsbygg-
inga, hungur — þegar hveitinu er hrúgað upp
óseljanlegu í komlöndum heimsins og kaffinu
lient í sjóinn við Brasilíustrendur, klæðleysi —
þegar „offramleiðsla“ er af ull og bómull og
vefnaðarverksmiðjumar standa ónotaðar, býð-
ur því neyð og nekt, þegar veröldin svignar
undir allsnægtum sínum. Þetta auðvald býst
um leið út í hina grimdarfylstu styrjöld, sem
enn hefir verið háð í veröldinni — styrjöldina
til að' kæfa í blóði fyrsta vísinn að stjettalausu
skipulagi kommunismans, stríðið til að drepa
fyrstu tilraunina til að afla alþýðu frelsis-styrj-
öldina gegn ráðstjómar-ríkjunum. Sú herferð
er í ætt við þær, sem áður voru farnar í álíka
tilgangi — herför rómverskra þrælaeiganda
gegn frelsishetjuuni Spartacus, morði róm-
verskra landshöfðingja á uppreisnarmanninum
frá Nasaret, svikaleiðangrum þýzkra fursta
gegn bændabyltingunni 1525 — hún er í ætt
við allar tilraunir til að drepa niður viðleitni
mannkynsins til að skapa sjer fagran og full-
kominn .heim í stað blóðvallar valdagræðgi og
haturs.
Frelsisbarátta alþýðunnar hefur sigrað í
sjötta hluta veraldarinnar, í ráðstjórnarríkjun-
um. Með 12 ára afreki hefir rússnesk al-
þýða sýnt víðri veröld yfirburði kommúnismans
yfir auðvaldsskipulagið — og með framkvæmd
5 ára áætlunarinnar er nú full sönnun fengin
fyrir sigri kommúnismans, — þar sem hann
fær að þroskast. Þessi sönnun hefir nægt til
þess að hervæða allan auðvaldsheiminn til að
kveða hann niður.
Hernaðaralræði er komið á í löndum, sem
áður höfðu þó gert kommúnista útlæga, bann-
að útbreiðslu stefnu þeirra og drepið þá þús-
undum saman. Rúmenía, Pólland, Finnland —
hvert af öðru eru .nágrannaríki ráðstjórnarlýð-
veldanna brynjuð til bardaga. Yfir mannkyn-
inu vofir grimdaræði voldugrar stjettar, sem
er að missa grundvöllinn undan fótum sjer —
og nú grípur til hinna ægilegustu vopna til að
hanga nokkru lengur við völdin og ránsfeng
sinn.
En öll alþýða hervæðist einnig. í Indlandi
og Kína heyir alþýðan frelsisstríð gegn alda-
gamalli kúgun. Og í Evrópu og Ameríku er
stjettabarátta verkalýðsins að komast í al-
gleyming. Auðvaldið grípur til síðasta varaliðs
síns. Sosialdemokratarnir, hjálparhella þess úr
síðustu heimsstyrj öldinni og byltingaröldinni,
stjórna í nafni og anda auðvaldsins drápinu á
frelsissinnum Indlands, ganga fyrir skjöldu
fram um að bæla niður uppreisn indversku al-
þýðunnar og undirbúa stríðið gegn Rússum. Og
heima fyrir afhjúpa svikarar þessir eðli sitt
betur en nokkru sinni fyr. (Sbr. blóðbað sosial-
demokrata i Berlín 1. maí 1929).
Alþjóðarsamband Kommúnista er leiðtoginn
í uppreisn alþýðu gegn auðvaldinu í baráttu
alls vei'kalýðs gegn hernaðaræði þess, gáleysi
og grimd. Aldrei hefir riðið eins á sem núi að
treysta flokk verkalýðsins sem bezt, þegar bar-
áttan gegn ríkisvaldi auðvaldsins og öllum
þjónum þess, kemst á hið hæsta og hættuleg-
asta stig — á stig allsherjar stjettastríðs og
borgarastyrjaldar um heim allan.
Einnig hjer á íslandi mun nú skerast skarp-
ar í odda en nokkumtíman fyr. Alþjóðaauð-
valdið hefir nú læst klóm sínum í íslenzka al-
þýðu og arðrænir hana á alla lund. Okurvextir
af skuldum ríkis og landsmanna, stórgróði á
innfluttum og útfluttum afurðum, arðrán á
vinnu íslenzkrar alþýðu. — Það eru afleiðing-
arnar af drotnun útlends peningavalds og inn-
lendra þjóna þess. Barátta íslensku alþýðunn-
ar snýst fyrst og fremst á móti þessu auðmagni
og ríkisvaldi íslensku borgarastjettarinnar, sem
nú er beitt gersamlega í þjónustu þess. (Sbr.
drotnun olíuhringanna, sjerleyfi útlendra auð-
fjelaga ect.). Og það hvað átakanlegast nú,
þegar „sosialdemokratar“ Framsóknar og Al-
þýðuflokksins fara með völdin. Nú ríður því á,
að íslenskur verkalýður og fátækir bændur
haldi á baráttu sinni gegn yfirgangi auðvalds-
ins.
Tilraunin til að fá ísland í þjóðabandalagið,
— hemaðarbandalag stórveldanna — og alt
dekrið við hervaldsríki Evrópu á 1000 ára bá-
tíðinni, sýndi ljósar en alt annað hvert hlut-
verk ísland á að hafa á hendi í komandi her-
ferð heimsauðvaldsins gegn ráðstjórnarríkjun-
um. Og í þessu máli er ekki aðeins Framsóknar-
flokkurinn og helsti foringi hans aðalhvata-
maður, — heldur fylgja og sosialdemókratar
Alþýðuflokksins auðvaldsþjónunum þar dyggi-
lega að málum. Er það í fullu samræmi við alla
þjónustu II. Internationale, — sem Alþýðu-
flokkurinn var flekaður inn í af sosialdemokröt-
um, — við heimsauðvaldið og væntanlega þátt-
töku þess í stríði gegn ráðstjórnarríkjunum.
Nú á íslenzk alþýða því aðeins um tvent að
velja: að standa með auðvaldinu og alþjóða-
sambandi sosialdemokrata í herferðinni gegn
fyrstu ríkjum sosialismans, — eða með komm-
únistum í úrslitabaráttu allrar alþýðu um völd-
3. þíng
Sambands ungra jafnaðarmanna
verður háð á Siglufirði dagana. 12.—15.
september n. k.
Sambandsfélög kjósi fulltrúa úr hópi
félaga sinna samkvæmt sambandslögum.
Ární Ágústsson, Vilhj. S. Vilhjálmsson
in, um frelsið, um framtíð mannkynsins.
Burt með yfirráð sosialdemokrata og II.
Internationale úr verklýðshreyfingunni!
Verklýðssinnar!
Myndið ykkar eigin kommúnistafíokk, hóp
hinna ötulustu og framsæknustu verklýðssinna,
til að vinna hið stórfelda, sögulega hlutverk,
sem verkalýðsins bíður, og vernda sosialsmann
á íslandi frá því að spillast á sarna hátt og
hann hefir spilst undir stjórvi sosialdemokrata
erlendis (sbr. kúgunarstjóm MacDonalds og
annara enskra sosialdemokrata).
Nú reynir á fornfýsi og þrótt hvers einasta
verklýðssinna. Aldrei hafa aðrar eins kröfur
verið gerðar til þrautseigju og dugnaðar, aga
og vits í brautryðjandahóp verklýðsstjettarinn-
ar sem nú.
Fjelagar! Gerum okkur Ijóst hvílíkir stór-
viðburðir eru að gerast, sem krefjast athygli
og atorku hvers einasta okkar. Nú eru þeir
tímar komnir, að sosialisminn krefst alls af
hverjum fylgjanda sínum. Og fyrsta aflraunin
okkar verður að skapa okkur í blaði því, sem
nú hefur göngu sína, hið djarfasta og útbreidd-
asta málgagTi verkalýðsins og kommúnismans.
Uíanríkisráðherra Sovjet-Rússlands'
Ráðstjórnin rússneska hefir veitt utanríkis-
ráðherranum Tjitjerin lausn fi'á embætti sam-
kvæmt beiðni hans. Hefir hann þjáðst af lang-
varandi veikindum.
Eftirmaður Tjitjeríns hefir verið skipaður
Litvinof.